Morgunblaðið - 22.04.2010, Side 17

Morgunblaðið - 22.04.2010, Side 17
17 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. APRÍL 2010 Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is „ÉG held bara áfram því sem ég var að gera þegar gosið byrjaði. Ég er búinn að plægja 70 hektara,“ segir Þórarinn Ólafsson, kornbóndi í Drangshlíð 2 undir Eyjafjöllum. Hann vinnur að plægingu þessa dagana og segist ákveða það í næstu viku hvort hann sái ekki örugglega í 100 hektara í ár. Þórarinn Ólafsson í Drangshlíð er stærsti kornræktandi landsins. Hann segir að fallið hafi tveggja til fjögurra sentímetra lag af gjósku á akrana og telur ekki að það skaði ræktunina. Rignt hafi og snjóað þannig að útskolun eiturefna hafi verið góð. Þórarinn skilur vel að fjöl- skyldumenn og kúabændur á mesta öskufallssvæðinu séu að íhuga framtíðina. „Ég vildi ekki vera í þeirra sporum. Það er í sjálfu sér engin ástæða til að hætta að búa þótt það sé aska yfir tún- unum. Það eru til mikil hey í land- inu og möguleikar á ræktun,“ segir hann. Þórarinn segir að ýmis önnur vandamál steðji að bændum en eld- gosið. Hann segist til dæmis þurfa að draga saman kornræktina frá því sem var í fyrra vegna þess hversu dýrt og erfitt sé að fjár- magna ræktunina. „Það þýðir ekk- ert annað en að halda áfram,“ segir hann. Í kappi við tímann Ráðunautar Búnaðarsambands Suðurlands og sérfræðingar Land- búnaðarháskóla Íslands hafa verið að skoða aðstæður á öskufallssvæð- inu. Sveinn Sigurmundsson, fram- kvæmdasstjóri Búnaðarsambands Suðurlands, segir að aðstæður séu afar mismunandi eftir jörðum. Verst sé ástandið frá Steinum und- ir Eyjafjöllum og að Hrútafelli en mun betra þar fyrir austan. Hann segir að góð rigning muni leysa vandamálin víða en þar sem ösku- lagið er þykkast þurfi að grípa til einhverra ráðstafana. Pétur Halldórsson ráðunautur segir að askan sé þykkust á af- mörkuðu svæði, upp við fjöllin, um fimm til tíu sentímetrar. Hann seg- ir að hætta sé á því að gróður kafni undir öskunni og bændur séu því í kapphlaupi við tímann. Bændur eru með ýmsar hug- myndir um það hvernig hægt sé að ryðja öskunni af túnum og eitthvað hefur verið reynt, að sögn Péturs. Menn hafa notað vélar með ámoksturstækjum og hugmyndir hafa verið um að fá snjóblásara og götusópara. „Ef við fáum ekki meira högg þá mun nýgræðing- urinn æða upp úr öskunni annars staðar,“ segir Pétur. Bíða eftir niðurstöðum Bændur og ráðunautar bíða eftir niðurstöðum rannsókna á flúor- innihaldi og útskolun öskunnar sem þegar hefur fallið og á áhrifum hennar á gróður. Það verður sífellt brýnna þar sem allir gripir eru nú í húsi eða við hús á fullri gjöf. Þeg- ar sauðburður hefst af fullum krafti, upp úr mánaðamótum, þrengist fjótt um féð í húsunum og koma þarf ánum út og á beit. Held áfram því sem ég var að gera þegar gosið byrjaði  Þórarinn kornbóndi í Drangshlíð er búinn að plægja 70 hektara og telur ekki að askan skaði ræktun Gosmökkur/öskufall frá upphafi goss Eldgos í EyjafjallajökliHella Hvolsvöllur Vík Kirkjubæjarklaustur Svæði þar sem gösmökks/ösku hefur orðið vart „Svarta svæðið“ þar semmest hefur fallið af ösku Vestmannaeyjar Grunnkort: Landmælingar Íslands Heimild: Jarðvísindastofnun HÍ Fyrir og eftir Þorvaldseyri er mikið myndarbýli og bæjarstæðið rómað. Gjóskan hefur breytt ræktuðu landi í flög og breytt ásýnd staðarins. Ljósmynd/Ólafur Eggertsson VIÐBRAGÐSÁÆTLUN sem gerð var fyrir höfuðborgarsvæðið á síðasta ári vegna heimsfaraldurs inflúensu er grunnur áætlana starfsmanna Reykjavíkurborgar vegna hugsanlegs öskufalls frá Eyjafjallajökli. Reykjavíkurborg gerði eigin viðbragðsáætlun vegna inflúensu á þeim grunni sem lagður var í svæðisáætlun og síðan tóku ein- stakar stofnanir við og gerðu sín- ar áætlanir. Þessi vinna nýtist við þá vinnu sem hafin var síðastlið- inn föstudag þegar almanna- varnanefnd höfuðborgarsvæðisins ákvað að virkja viðbragðsáætl- anir sínar, setti á svokallað óvissustig. Í því felst að stofnanir eiga að tryggja viðeigandi vöktun og undirbúning vegna hugsanlegs öskufalls. Þær eru nú að fara yfir áætlanir sínar. Farið er í þennan undirbúning þótt enn séu ekki taldar miklar líkur á öskufalli í Reykjavík. Borgin er með þrjár mælistöðv- ar sem fyrst og fremst eru hugs- aðar til að fylgjast með svifryki. Viðbragðsteymi Heilbrigðiseft- irlits Reykjavíkurborgar nýtir þessa mæla til að fylgjast með vegna hugsanlegs öskufalls. Inflúensuáætlunin nýtist nú Morgunblaðið/Árni Sæberg Mökkur Gosmökkurinn frá Eyjafjallajökli hefur minnkað mikið frá því sem var fyrstu daga gossins þegar hann fór hátt upp úr skýjunum. Stofnanir borgar- innar fara yfir við- bragðsáætlanir BRÁÐABIRGÐANIÐURSTÖÐUR á mælingum á gjóskunni sem nú kemur upp úr eldstöðinni sýna að flúormagn er nú 30 sinnum meira en í þeirri ösku sem fallið hefur til þessa í byggð. Jarðvís- indamenn benda bændum á að vera á varðbergi vegna þess, ef til þess kemur að aska nær til byggða. Flúorinnihald 30 sinnum meira ÓLAFUR Egg- ertsson sem rek- ur stórt kúabú og mikla korn- rækt á Þorvalds- eyri tilkynnti í gær að hann hefði ákveðið, í ljósi aðstæðna, að gera hlé á ræktun og bú- skap um sinn. Þorvaldseyri er á miðju öskufallssvæðinu og aurflóð hafa einnig ógnað öryggi stað- arins. Hann segist þurfa að gefa jörðinni tækifæri til að jafna sig. „Eins og nú horfir er ekki rétt- lætanlegt að stunda ræktun svo sem gras-, korn- og hveitirækt eins og við höfum gert. Miklar lík- ur eru á öskufoki ofan úr fjallinu á næstu misserum með tilheyrandi skaða á gróðri,“ segir í tilkynn- ingu Ólafs. Hann tekur fram að fjölskyldan hafi ekki í hyggju að lóga gripum en muni huga að því að koma þeim fyrir annars staðar. „Við hyggjumst ekki leggja árar í bát og munum leita allra skyn- samlegra ráða til að unnt verði að halda áfram eðlilegum búskap á Þorvaldseyri sem fyrst,“ segir Ólafur Eggertsson. Bændur á Þorvalds- eyri gera hlé á bú- skap og ræktun Ólafur Eggertsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.