Morgunblaðið - 22.04.2010, Qupperneq 21
21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. APRÍL 2010
Brugðið á leik hjá SA Lítil vasaljós biðu á borðum allra fundargesta þegar þeir mættu á aðalfund Samtaka atvinnulífsins á Hilton Reykjavík Nordica í gær. Svo voru loftljósin deyfð og spurt
innan hversu margra ára fólk teldi að kreppunni myndi ljúka. Nokkrir svarmöguleikar voru gefnir og þegar fólk heyrði svar sem því fannst líklegt kveikti það á vasaljósinu sínu.
Kristinn
NÝLEGA hefur
verið birt á vefnum
www.os.is/rammaa-
etlun yfirlit yfir vatns-
orkuvirkjanir í 2.
áfanga Rammaáætl-
unar um nýtingu
vatnsorku og jarðhita.
Þar er tilgreind orku-
geta virkjunar og
stofnkostnaður henn-
ar og umhverfisáhrif, mæld sem
„heildareinkunn áhrifa á náttúru og
menningarminjar“ (U). Þessa heild-
areinkunn má líta á sem einskonar
„umhverfislegan kostnað“ virkj-
unarinnar. Hann gefur innbyrðis
samanburð á umhverfisáhrifum
virkjana. Þar eð virkjanirnar hafa
mismikla orkugetu er eðlilegt að
reikna „umhverfislegan kostnað á
orkueiningu“. Það hlýtur að vera
keppikefli að fá hann sem lægstan,
alveg eins og það er keppikefli að
fá vöru fyrir sem lægst eining-
arverð svo lengi sem um jafngóða
vöru er að ræða. Og raforkan er
eins, óháð umhverfisáhrifum virkj-
unar.
Hér eru nokkrar þær virkjanir
sem hafa lægstan „umhverf-
iskostnað á orkueiningu“, (U/TWh).
Umhverfisáhrifin (U) eru sam-
kvæmt töflu 3.4 hjá Faghópi I.
Orkugetan (TWh/a) er einnig sýnd
(sjá töflu).
Áætlanirnar um virkjanir í Jök-
ulsá á Fjöllum yfir í Fljótsdal hafa
gert ráð fyrir að ferðamenn sem
koma að Dettifossi verði þess á
engan hátt varir að áin sé virkjuð.
Við fossinn og neðan hans munu
engin ummerki sjást um virkjun.
Af þessu má sjá að Arnardals-
virkjun í Jökulsá á Fjöllum er sú
virkjun sem hefur í för með sér
minnstan umhverfislegan kostnað á
hverja einingu af raforku frá virkj-
uninni. Þessi nið-
urstaða í 2. áfanga
Rammaáætlunar gef-
ur tilefni til að skoða
virkjun Jökulsár á
Fjöllum mun nánar en
gert hefur verið til
þessa.
Friðlýsing Jökuls-
ár kemur ekkert í
veg fyrir virkjun
hennar
Jökulsá á Fjöllum
og nágrenni hennar er
hluti af Vatnajökulsþjóðgarði sem
er friðlýstur með lögum. Það út af
fyrir sig útilokar á engan hátt
virkjun hennar, en krefst aðgátar,
þannig að markmið friðlýsing-
arinnar séu virt. Fjölmörg dæmi
eru um nábýli þjóðgarða og virkj-
ana víða um heim. Vatnajök-
ulsþjóðgarður getur sem best
gegnt hlutverki sínu þótt Jökulsá á
Fjöllum sé virkjuð, en auðvitað
verður að taka tillit til hans við
hönnun og skipulag virkjunarinnar.
Það sem gerir þann þjóðgarð ein-
stakan á heimsvísu er hið sérstæða
samspil elds og ísa í Vatnajökli,
sem á naumast sinn líka, og fjöl-
breytileiki eldfjallanna innan hans.
Virkjun Jökulsár hefur engin áhrif
á það samspil eða þann fjölbreyti-
leika.
Í skýrslu sem samin var um
stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs seg-
ir: „Með stofnun þjóðgarðs er
vissulega verið að setja landnýt-
ingu á svæðinu ákveðnar skorður
þó langur vegur sé frá að þar með
séu útilokaðar allar framkvæmdir á
svæðinu eins og stundum er haldið
fram. Þannig verður heimil innan
þjóðgarðsins sú landnýting sem
ekki ógnar þeim markmiðum sem
að er stefnt með stofnun þjóðgarðs-
ins“.
Þetta er kjarni málsins: Unnt er
að virkja Jökulsá á Fjöllum án þess
að með því sé stefnt í hættu þeim
markmiðum sem stefnt var að með
stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs. Því
getur hún vel samrýmst honum.
Til að saman geti farið rekstur
virkjunar í Jökulsá á Fjöllum og
þjóðgarðsins þarf að tryggja
rennsli um Dettifoss og farveginn
neðan hans með þeim hætti að gætt
sé hagsmuna beggja, virkjandans
og þjóðgarðsins. Þetta vandamál er
vel þekkt í gamalgrónum vatns-
orkulöndum og hefur þar verið
leyst með þeim hætti að ekki veld-
ur árekstrum. Á slíkan vanda hefur
enn ekki reynt á Íslandi en engin
ástæða er til að ætla að okkur tak-
ist lakar en öðrum að leysa hann. Í
grónum vatnsorkulöndum yrði
lausnin á „Dettifossvandanum“
fólgin í samkomulagi milli aðila,
með eða án milligöngu stjórnvalda,
um að um fossinn skuli að lágmarki
renna svo og svo margir rúmmetr-
ar á sekúndu á tilteknum tímum
sólarhrings og árs, alveg án tillits
til þess hvort nokkur ferðamaður
er til staðar við fossinn eða ekki.
Virkjun Jökulsár á Fjöllum
myndi, ásamt virkjun jarðhitans á
Norðurlandi eystra, leysa orkumál
iðnaðar í þeim landshluta til langr-
ar framtíðar án þess að spilla nátt-
úru hans og þar með stuðla að
byggð í honum um ófyrirsjáanlega
framtíð.
Eftir Jakob
Björnsson »Unnt er að virkja
Jökulsá á Fjöllum
án þess að með því sé
stefnt í hættu þeim
markmiðum sem stefnt
var að með stofnun
Vatnajökulsþjóðgarðs.
Jakob Björnsson
Höfundur er fv. orkumálastjóri.
Við skulum virkja Jökulsá á Fjöllum
Virkjun/vatnsfall TWh/a U U/TWh
Arnardalsvirkjun/Jökulsá á Fj. 4,000 2,3 3,08
Helmingsvirkjun/Jökulsá á Fj. 2,100 7,2 3,43
Hvammsvirkjun/Neðri Þjórsá 0,665 2,5 3,76
Búðarhálsvirkjun/Tungnaá 0,585 2,2 3,76
Urriðafossvirkjun/Neðri Þjórsá 0,980 4,7 4,80
FYRIR hrun var hópur fólks ekki talinn geta
gert neitt rangt og gagnrýni var ekki vel séð. Nú,
eftir hrun, birtist rannsóknarskýrsla sem fjöldi
fólks er búinn að ákveða fyrirfram að sé góð og
rétt. Svo langt var gengið að brýna fólk á því að
taka niðurstöðum skýrslunnar með auðmýkt – áður
en hún var einu sinni birt. Það gagnrýnisleysi sem
nú er ráðandi gagnvart rannsóknarskýrslunni og
því ágæta fólki sem sat í rannsóknarnefndinni er
ekki mjög ólíkt því gagnrýnisleysi sem var við lýði
fyrir hrun.
Fyrir hrun var snobbað fyrir sama hópi fólks og
hér var áður nefndur. Almenningur elti þennan hóp
í fjárfestingar, gagnrýnislaust. Á sama tíma var
látið að því liggja, t.d. í mín eyru, að einstaklingar
sem gagnrýndu þennan hóp væru búnir að missa
vitið. Nú er sagt frá því að fólkið sem snobbað var
fyrir geti ekki einu sinni farið á veitingastaði eða í
leikhús, án þess að verða fyrir dónaskap samborg-
ara sinna eða vera jafnvel rekið út.
Hvernig væri að slaka aðeins á, hugsa sjálfstætt,
fremur en að láta sig fljóta með tíðarandanum
hverju sinni gagnrýnislaust? Er það ekki það
helsta sem við hefðum átt að læra á hruninu?
Hættum að taka þátt í bólum og múgæsingu. Erum
við ekki bara að gera það sama nú og fyrir hrun,
þó að öfgarnar beinist í hina áttina? Öfgar eru öfg-
um líkar.
Gunnlaugur Jónsson
Öfgar eru öfgum líkar
Höfundur er framkvæmdastjóri.