Morgunblaðið - 22.04.2010, Blaðsíða 22
22 Umræðan
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. APRÍL 2010
FYRIR nokkru var
undirrituðum sagt frá
umfjöllun í Morg-
unblaðinu um vonda
lykt frá jarðgerðarstöð
i Eyjafjarðarsveit. Þar
sem ég les Morg-
unblaðið ekki reglu-
lega hafði þessi um-
fjöllun farið fram hjá
mér. Ég leitaði því að
umræddri umfjöllun á
Morgunblaðsvefnum
og fann þar pistil eftir Skapta Hall-
grímsson blaðamann á Morg-
unblaðinu undir yfirskriftinni „Góð
list og vond lykt“. Í þessum pistli
Skapta stóð orðrétt „Það hvarflaði að
mér á dögunum að farið væri að
bræða skemmt sjávarfang í Krossa-
nesi (eins og stundum kom fyrir í
gamla daga) en mundi svo að verk-
smiðjan var tekin niður fyrir nokkr-
um árum. Nú er komið í ljós að sá
megni óþefur sem leggst einstaka
sinnum yfir bæinn er frá jarðgerð-
arstöðinni í Eyjafjarðarsveit. Fólk
mun hafa kvartað til heilbrigðisyf-
irvalda og verið er að kanna hvort
hreinsibúnaður virkar ekki eins og
hann á að gera. Ég veit auðvitað ekki
hver ástæðan er, en lyktin er hroða-
lega vond. Það get ég staðfest.
Hér fellur blaðamaðurinn í þá
gryfju að taka upp fréttir annarra
fjölmiðla eða orðróm af götuhornum
og bæta aðeins í til að gera skrif sín
áhrifameiri, það vantaði bara að
klykkja út með „ólyginn sagði mér“.
Blaðamaður sem vill láta taka sig al-
varlega hefði væntanlega haft sam-
band við forráðamenn umrædds fyr-
irtækis og heilbrigðisyfirvöld til að
afla réttra upplýsinga um málið áður
en hann fjallaði um það í pistli sínum.
Þess í stað valdi hann að krydda frá-
sögnina með órökstuddum fullyrð-
ingum. Ekki veit ég hvar Skapti var
staddur þegar hann varð fyrir þess-
ari óþægilegu reynslu en það er und-
arlegt að innfæddur Akureyringur
ruglist á lykt sem leggur framan úr
firði og lykt frá Krossa-
nesi.
Þó það komi hvergi
fram í framangreindum
pistli að verið sé að
fjalla um jarðgerðarstöð
Moltu ehf. á Þverá í
Eyjafjarðarsveit liggur
ljóst fyrir að svo er.
Þess skal einnig getið
að bæði Vikudagur og
Ríkisútvarpið hafa
fjallað um málið á vand-
aðan hátt.
Það er reyndar hár-
rétt hjá blaðamanninum að nágrann-
ar jarðgerðarstöðvar Moltu á Þverá
hafa kvartað yfir lykt frá verksmiðj-
unni. Það er einnig rétt að lykt hefur
borist frá jarðgerðarstöðinni sem
valdið hefur nágrönnum hennar
óþægindum. Þetta þykir okkur hjá
Moltu afar leiðinlegt og því hefur frá
upphafi verið lögð áhersla á að koma
í veg fyrir þessa lyktarmengun. Við
lofuðum Eyfirðingum á sínum tíma
að engin lyktarmengun ætti að vera
frá Moltu, enda hafði framleiðandi
vélbúnaðar fullyrt að svo væri. Það
hefur reynst flókið verkefni að finna
orsök þessa vanda og að öllum lík-
indum eru þær fleiri en ein. Nokkur
árangur hefur náðst með end-
urbótum á útblásturskerfi og
vinnsluferli en allar líkur eru þó á að
hreinsibúnaður fyrir útblástur frá
verksmiðjunni sé of afkastalítill.
Reynist það raunin verða viðeigandi
úrbætur gerðar svo fljótt sem auðið
er.
Fullyrðing Skapta um að lyktin
leggist yfir bæinn, er algjörlega
órökstudd og reyndar ósönn. Það
hefur aldrei verið staðfest að lykt frá
Moltu bærist til Akureyrar og engin
kvörtun hefur borist vegna þess,
hvorki til Moltu né heilbrigðiseft-
irlits. Hér skal ekki fullyrt að lykt frá
stöðinni hafi ekki fundist á Akureyri
en orðalagið að hroðalega vond lykt
leggist yfir bæinn er í besta falli afar
klaufalegt en í versta falli hreinn róg-
ur.
Góð list og léleg
blaðamennska
Eftir Eið
Guðmundsson
Eiður Guðmundsson
» Í pistli sínum fellur
blaðamaðurinn í þá
gryfju að taka upp frétt-
ir annarra fjölmiðla eða
orðróm og bæta aðeins í
til að gera skrif sín
áhrifameiri.
Höfundur er framkvæmdastjóri
Moltu ehf.
Í MORGUN-
BLAÐINU þann 20.
mars síðastliðinn birtist
grein eftir sr. Ólaf Þ.
Hallgrímsson. Greinin
ber yfirskriftina „Sið-
blinda – Siðmennt“ og
fjallar m.a. um græðgi,
fjármálamisferli og fé-
lagið Siðmennt. Ein-
hverra hluta vegna
þykir sr. Ólafi maklegt
að spyrða Siðmennt saman við spill-
inguna og græðgina í aðdraganda
bankahrunsins hér á landi.
Sr. Ólafur virðist telja að það sé
ómissandi forsenda siðgæðis í sam-
félaginu að sem flest börn í grunn- og
leikskólum séu látin syngja lög um
Jesú og læra að biðja til hins kristna
guðs. Honum er það auk þess þyrnir í
augum að öðrum trúar-
hugmyndum sé gert
jafn hátt undir höfði og
hans eigin.
Sr. Ólafur segir m.a. í
greininni:
„Á síðustu árum hef-
ur risið upp hreyfing í
landinu, sem nefnir sig
Siðmennt. Siðmennt
leggur áherslu á upp-
lýsingu og frelsi á öllum
sviðum, svo mikið frelsi,
að ekki má kenna börn-
um í leik- og grunn-
skólum bænir og vers eða láta þau
syngja um Jesú. Það er skerðing á
frelsi og nefnist trúboð að mati Sið-
menntar, og trúboð má ekki reka í
skólum kostuðum af ríkisfé. Það verð-
ur að gera öllum trúarbrögðum jafnt
undir höfði. Þar má kristindómurinn
ekki njóta neinna forréttinda, jafnvel
þótt nærri 90 % þjóðarinnar játi
kristna trú.“
Það er dálítið einkennilegt að sr.
Ólafur skuli taka það sérstaklega
fram að bænakennsla og Jesúsöngvar
teljist vera trúboð „að mati Sið-
menntar“, því hann hlýtur að telja
það sjálfur, þar sem slíkt stuðli að því
að börnin og þjóðfélagið allt taki upp
kristin gildi. Einnig er það merkilegt
að sr. Ólafur skuli ekki gleðjast yfir
því að hugmyndir um jöfnuð og frelsi
séu í heiðri hafðar. Ætla mætti að sr.
Ólafi þyki þá í hæsta máta gott og
eðlilegt að í ýmsum múslímskum
löndum er kristindómurinn harð-
bannaður og lítil sem engin kennsla
um hann umborin. Sr. Ólafur hlýtur
að fagna því að þar fái meirihlutinn að
ráða og að trúfrelsi barna sé ekkert.
Í stefnuskrá Siðmenntar er lögð
áhersla á að frelsi fylgi ábyrgð. Fé-
lagið fer einfaldlega fram á að í skól-
um fari fram fræðsla en ekki iðkun
eða boðun trúar. Þetta er í samræmi
við grunnskólalög en í þeim segir að
skólin sé „ekki trúboðsstofnun“. Fé-
lagið óskar hinsvegar eftir því að
nemendur fái breiða sýn á öll helstu
trúarbrögð heims, auk fræðslu um al-
menna siðfræði og veraldlegar lífs-
skoðanir eins og húmanisma og skyn-
semishyggju. Ávallt hefur Siðmennt
sagt að eðlilegt sé að fræðsla um
kristni fái talsvert vægi sökum sögu
hennar hér og stærðar. Þá þurfi að
rétta hlut ásatrúarinnar sem hafi jú
haft sterk menningarleg tengsl við
þjóðina um þúsundir ára.
Harla fátt bendir til þess að trú-
leysi eða önnur trúarbrögð en kristni
séu verr til þess fallin að stuðla að
ábyrgri hegðun og góðu siðferði. Mið-
að við 90 prósentin hans sr. Ólafs
mætti jafnvel einmitt segja að
kristninni hafi misfarist hrapalega að
koma í veg fyrir græðgi og fjár-
málaspillingu, því að hjá „kristinni
þjóð“ með stríðalda þjóðkirkju sem
hefur greiðan aðgang að þjóðinni,
áttu sér stað einhver mestu gjaldþrot
sem orðið hafa í heiminum og miðað
við höfðatöluna okkar frægu mætti
þá álykta að á Íslandi sé siðferðisvit-
und viðskiptalífs og stjórnmála með
því lakasta sem um getur. Hér á landi
eins og annars staðar er hinsvegar
vitaskuld fjöldinn allur af siðprúðu
fólki sem hefur gullnu regluna að
leiðarljósi, hvort sem það játar
kristna trú, aðra trú eða enga trú.
Sr. Ólafur ætti að grafa stríðsöxina
og kíkja að því loknu á fund hjá Sið-
mennt og bera saman bækurnar yfir
kaffi og kleinum. Siðmennt er félag
siðrænna húmanista og þótt sr. Ólaf-
ur hafi eflaust eitthvað við hugmyndir
félagsins um aðskilnað ríkis og kirkju
að athuga, þá tóna gildin sem félagið
stendur fyrir flest prýðilega við hin
svokölluðu kristilegu gildi. Það er því
engin ástæða til að óttast Siðmennt
og tala um félagið sem orsakavald
siðblindu. Þvert á móti vinnum við að
því að vekja fólk til umhugsunar um
mannvirðingu, frelsi og samábyrgð
sem eru siðferðilegir hornsteinar
húmanismans.
Sr. Ólafi Þ. Hallgrímssyni
svarað – Siðferði Siðmenntar
Eftir Kristin
Theódórsson » Sr. Ólafur ætti að
grafa stríðsöxina og
kíkja að því loknu á fund
hjá Siðmennt og bera
saman bækurnar yfir
kaffi og kleinum.
Kristinn Theódórsson
Höfundur er verslunarmaður
og situr í stjórn Siðmenntar.
Í BANDARÍKJ-
UNUM fagna menn því
að 40 ár eru liðin síðan
Earth Day eða Dagur
jarðar var fyrst haldinn
þann 22. apríl 1970.
Hugmyndin kviknaði
árið 1962, þegar öld-
ungadeildarþingmað-
urinn Gaylord Nelson
lagði til við Kennedy
forseta að hann færi í
ferð um Bandaríkin og talaði fyrir
aukinni umhverfisvernd. Forsetinn
fór svo í slíka fimm daga ferð í sept-
ember 1963, en hún dugði samt ekki
til að koma umhverfismálunum inn á
þjóðþingið. En fræinu hafði verið sáð.
Gaylord talaði fyrir frekar daufum
eyrum um umhverfismál allt fram til
ársins 1969, en þá gerði hann sér
grein fyrir að þeir sem væru að mót-
mæla Víetnam-stríðinu á há-
skólasvæðum um öll Bandaríkin
myndu hugsanlega líka vilja ljá jörð-
inni atkvæði sitt. Því tilkynnti hann á
ráðstefnu í Seattle í september árið
1969, að vorið eftir myndi grasrótin í
samfélaginu efna til mótmælagöngu
og krefjast aukinnar umhverf-
isverndar. Öllum væri boðið að taka
þátt.
Boðin bárust hratt
Þótt hvorki væri til að dreifa far-
símum, Twitter né Facebook á þess-
um tímum bárust boðin
um þessi mótmæli ótrú-
lega hratt um öll
Bandaríkin. Fljótlega
var ljóst að Dagur jarð-
ar myndi slá í gegn, því
áhugi og eftirfylgni
grasrótarinnar óx langt
umfram það sem hægt
var að sinna í gegnum
öldungadeild-
arskrifstofu Gaylords.
Starfsfólk hans komst
ekki yfir að svara öllum
þeim símhringingum,
fyrirspurnum eða pappírsflóði sem
yfir þau helltist.
Síðar sagði Gaylord Nelson að
Dagur jarðar hefði orðið að veruleika
vegna sjálfsprottinna viðbragða
grasrótarinnar. „Við höfðum hvorki
tíma né getu til að skipuleggja mót-
mæli 20 milljóna manna, né heldur
allra þeirra þúsunda skóla og sveitar-
félaga sem tóku þátt í Degi jarðar.
Það merkilega við daginn var að
hann skipulagði sig eiginlega sjálf-
ur.“
Með Degi jarðar árið 1970 var rudd
braut fyrir umhverfisvernd síðari
tíma. Þótt stefna stjórnvalda í Wash-
ington gefi stundum annað til kynna,
þá eru um öll Bandaríkin öflug sam-
tök sem vinna að umhverfisvernd og
hafa orðið fyrirmynd annarra sam-
taka víða um heim.
Hér á landi hefur orðið ótrúlega
mikil vitundarvakning í umhverf-
ismálum undanfarna áratugi og
margt gott verið gert. Þar skara
sveitarfélögin fimm á Snæfellsnesi,
ásamt Þjóðgarðinum Snæfellsjökli
langt fram úr öðrum, en þau fengu
árið 2008 umhverfisvottun frá Green
Globe. Með því stigu þessi sveit-
arfélög, með dyggum stuðningi
Sturlu Böðvarssonar þáverandi sam-
gönguráðherra, stórt framfaraskref í
umhverfismálum.
Þessi sveitarfélög ruddu brautina
en fylgi önnur sveitarfélög fordæmi
þeirra getum við auðveldlega orðið
fyrsta umhverfisvottaða land í heimi
og jafnframt getum við eignast fyrstu
umhverfisvottuðu höfuðborgina, bara
ef við tökum ákvörðun um að hefjast
handa. Ákvörðunin kemur nefnilega
fyrst, svo er hægt að leita að pen-
ingum í verkefnið. Í umhverfisvott-
aðri framtíð Íslands myndi felast
virðing, samfélagsábyrgð, við-
skiptatækifæri og vaxandi gæða-
ferðaþjónusta.
Dagur jarðar í 40 ár
Eftir Guðrúnu G.
Bergmann
» Í umhverfisvottaðri
framtíð Íslands
myndi felast virðing,
samfélagsábyrgð, við-
skiptatækifæri og vax-
andi gæðaferðaþjón-
usta.
Guðrún Bergmann
Höfundur hefur stundað umhverf-
isvottaða ferðaþjónustu á Hellnum í
10 ár.
SJÁLFAN friðarins
Guð, skapara himins og
jarðar og höfund alls
lífs, dreymir stóra og
fagra drauma og hefur
háleit markmið. Mark-
mið sem oftar en ekki
eru háleitari en svo að
við fáum þau skilið með
öllu hér og nú.
Veistu að eitt sinn
varst þú aðeins draum-
ur. Fallegur en fjarlægur draumur í
huga Guðs. Draumur sem rættist.
Þú ert nefnilega hluti af eilífri
áætlun hans. Kallaður eða kölluð til
þess að bera ávöxt, samferðafólki
þínu til blessunar, sjálfum þér til
heilla og honum til dýrðar. Hann
skapaði þig til þess að
gera tilveruna líf-
vænlegri og heiminn
betri. Hann óskar þess
og biður að þú mættir
bera ódauðlegan ávöxt
með lífi þínu. Ávöxt
sem varir til eilífs lífs í
fullri gnægð.
Til að svo megi verða
þarftu að kosta kapps
um að kæfa kokhreyst-
ina, hrokann og sjálf-
umgleðina. Hleypa
loftinu út og draga síð-
an að þér ferskt súrefni lífsins anda
sem þér stendur til boða svo kær-
leikurinn fái blómstrað og borið
ávöxt.
Því að boðberar kærleikans eru
jarðneskir englar sem leiddir eru í
veg fyrir fólk til að veita umhyggju,
miðla ást, fylla nútíðina innihaldi og
tilgangi. Þeir veita framtíðarsýn
vegna tilveru sinnar og kærleiks-
ríkrar nærveru. Þeir eru jákvæðir,
styðja, uppörva og hvetja. Þeir sýna
hluttekningu, umvefja og faðma,
sýna nærgætni og raunverulega um-
hyggju í hvaða kringumstæðum sem
er án þess að spyrja um endurgjald.
Gleðilegt sumar!
Eitt sinn varst
þú aðeins draumur
Eftir Sigurbjörn
Þorkelsson »Eitt sinn varst þú að-
eins draumur. Fal-
legur en fjarlægur
draumur í huga Guðs.
Draumur sem rættist.
Sigurbjörn Þorkelsson
Höfundur er rithöfundur og áhuga-
maður um lífið.
Stórfréttir
í tölvupósti