Morgunblaðið - 22.04.2010, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. APRÍL 2010
NÚ ERU ný umferð-
arlög komin fyrir Al-
þingi eins og jafnan
gerist með nokkuð
löngu millibili. Því er
rétt að vanda vel til
verks og í því skyni
setti samgöngu-
ráðuneyti á fót nefnd
með vel völdum að-
ilum til að koma með
fyrstu drög. Að vísu
var enginn aðili í nefndinni með
sérþekkingu á málefnum mót-
orhjóla enda ekki laust við að þau
yrðu pínulítið útundan í fyrstu
drögum nefndarinnar. Bifhjóla-
samtök lýðveldisins, Sniglar, voru
því fljót að koma með sínar at-
hugasemdir og var þeim vel tekið
með flest. Áttum við gott samstarf
með nokkrum aðilum nefndarinnar
sem skilaði sér breytingum til
batnaðar. Þegar drög númer tvö
voru tilbúin frá nefndinni vorum
við orðin nokkuð sátt við útlitið og
sáum fram á að ná loks árangri í
veigamiklum atriðum varðandi
hagsmunamál bifhjólafólks. Það
kom því okkur verulega á óvart að
sjá á síðustu vikum að búið var að
taka U-beygju í nokkrum mála-
flokkum.
Bifhjólaréttindi eru stigskipt og
því ekki einfalt mál að útskýra þau
en hér skal reynt að gera það á
einfaldan hátt. Skellinöðrupróf (M-
réttindi) má taka 15 ára en það
mun færast upp í 16 ár samkvæmt
nýju lögunum. Næsti rétt-
indaflokkur eru A1 réttindi sem
gilda fyrir 125 cm3 hjól sem eru 15
hestöfl að hámarki. Þetta eru ný
réttindi í íslenskum lögum en hafa
verið lengi við lýði í flestum Evr-
ópulöndum sem flest miða við 16
ára lágmarksaldur. Einhverra
hluta vegna verður miðað við 18 ár
á Íslandi sem hefur þau áhrif að
næstu flokkar færast til sem því
nemur. Þess vegna mun svokallað
minnapróf fyrir mótorhjól (A2)
færast upp í 20 ára og full réttindi
(A) í 22 ára hið fyrsta. Það er ekki
fyrr en fólk er orðið 24 ára sem
það getur tekið full réttindi strax á
mótorhjól, en nú er sá viðmiðunar-
aldur 21 ár. Þetta er of mikil breyt-
ing að mati Bifhjóla-
samtaka lýðveldisins og
stutt litlum rökum.
Ungt fólk og þá sér-
staklega í aldurs-
hópnum 16-18 ára er
mun líklegra til að
lenda í slysi en aðrir
aldurshópar sem hafa
meiri reynslu. Sums
staðar er þessi aldurs-
hópur allt að fimm
sinnum líklegri til að
lenda í mótorhjóla-
slysi en þeir sem
lenda í fæstum slysum. Hafa ber
þó í huga að alvarleg slys á 125 cm3
hjólum eru ekki eins algeng og
ætla mætti, líklega vegna minni
krafts hjólanna. Sömu athuganir
benda líka á þá staðreynd að þeir
hópar sem byrja á 125 cm3 hjólum
eru síður líklegir til að lenda í slys-
um seinna meir, og öðlast þannig
mikilvæga reynslu sem skilar sér
þegar komið er á stærri og kraft-
meiri hjól. Einnig má benda á að
slys á ökumönnum mótorhjóla sem
eru 60 ára og eldri eru í mörgum
tilvikum jafn algeng og á yngsta
aldurshópnum en það talar enginn
um að banna þeim aldurshópi að
keyra mótorhjól. Ef nota á þau rök
að slys séu algengari í þessum ald-
urshópi má alveg eins heimfæra
það á ökumenn bíla. Af hverju þá
ekki stigskiptingu þar? Þegar öllu
er á botninn hvolft er þetta spurn-
ing um réttlæti og sanngirni, jöfn
réttindi öllu fremur. Við mót-
orhjólafólk lendum því miður alltof
oft í því að gleymast í opinbera
geiranum. Sem dæmi um það er
hægt að fá niðurfellingu á vöru-
gjöldum fyrir keppnisbifreiðar en
ekki keppnismótorhjól, hvernig
sem á því stendur.
Eru svo einhverjar tölulegar
staðreyndir sem að renna stoðum
undir þessa hækkun lágmarksald-
urs til bifhjólaréttinda? Hérlendis
skortir reynslu fyrir 125 cm3 þar
sem að þau réttindi hafa ekki verið
í boði fyrir þennan aldurshóp áður.
Tvær greinargóðar slysarann-
sóknir á mótorhjólum hafa bent á
háa tíðni slysa hérlendis hjá yngsta
aldurhópnum, á 50 cm3 hjólum.
Eru þar flestir sammála um að
helsta orsökin er sú að enn er við
lýði svokallaður æfingarakstur á
skellinöðru, oftar en ekki með ansi
litlum undirbúningi. Með aukningu
á innflutningi ódýrra hjóla sem
byggja á vespulagi hefur 50 cm3
hjólum fjölgað mikið í umferð og
þegar þetta tvennt helst í hendur
er aukning slysa óhjákvæmileg.
Það er því engin lausn á vandanum
að banna þessum aldurshóp að
verða sér úti um farartæki. Miklu
nær væri að bæta við kennslu og
annan undirbúning, svo ekki sé tal-
að um eftirlitsskyldu foreldra varð-
andi hlífðarfatnað.
Annað dæmi um algerlega órök-
studda breytingu í lögunum er að
það mun verða ólöglegt að reiða þá
sem eru undir 150 cm á hæð. Eini
rökstuðningurinn með þessu er sá
að þetta sé til samræmis við lág-
markshæð vegna verndarbúnaðar í
bifreiðum, samanber öryggispúða.
Er eitthvert samræmi hér á milli
sem við mótorhjólafólk sjáum
ekki? Ef farþegi hefur fót- og bak-
stuðning er hann vel skorðaður aft-
an á mótorhjóli og skiptir hæð
hans þá litlu máli. Danir völdu að
setja frekar reglugerð um búnað
fyrir farþega og svokölluð barna-
sæti og er það eina rétta leiðin að
okkar mati. Að lokum spyr maður
sig hvort að þetta þýði það að þeir
sem eru undir 150 cm á hæð megi
þá ekki lengur keyra mótorhjól?
Við hjá Bifhjólasamtökum lýð-
veldisins, Sniglum, mótmælum ein-
faldlega þessari forræðishyggju
hins opinbera og munum ekki
sætta okkur við þessa skerðingu á
réttindum okkar. 1. maí förum við í
árlega hópkeyrslu okkar þar sem
við munum meðal annars mótmæla
þessu og viljum við því hvetja allt
mótorhjólafólk til að mæta og hjóla
með okkur.
Mótorhjólaprófið í 22 ár? Nei takk
Eftir Njál
Gunnlaugsson » Samkvæmt lögunum
mun lágmarksaldur
fyrir mótorhjólaréttindi
færast í 20 ár eða upp
um þrjú ár. Þykir mörg-
um þó nóg um eins árs
hækkun til bílprófs.
Njáll Gunnlaugsson
Höfundur situr í umferðarnefnd
Snigla.
Fáðu úrslitin
send í símann þinn
Fegursta borg Evrópu og eftirlæti Íslendinga sem fara
þangað í þúsundatali á hverju ári með Heimsferðum.
Sumarið er frábær tími til að heimsækja borgina.
Fararstjórar Heimsferða gjörþekkja borgina og kynna þér
sögu hennar og heillandi menningu. Fjölbreytt gisting í
boði. Búdapest býður einstakt mannlíf, menningu og
skemmtun að ógleymdri gestrisni Ungverja auk frábærra
veitinga- og skemmtistaða.
Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is
Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til
leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara.
2 fyrir 1 til
Búdapest
29. apríl
frá kr. 39.900
Verð 39.900
Netverð á mann. Flugsæti báðar leiðir
með sköttum, 2 fyrir 1 tilboð.
Verð 3.600 - ***+ gisting
Netverð á mann, m.v. 2 í herbergi
pr. nótt á Hotel Mercure Duna ***+ með
morgunmat.
Einnig önnur hótel í boði.
Helgarferð á einstökum tíma!
ÚRSLITAKEPPNIN
ER AÐ HEFJAST
HÁPUNKTURINN Í HANDBOLTANUM
Nú er spennan í algleymingi í N1 deildinni.
Úrslitakeppni karla er að hefjast.
Mætum öll og hvetjum okkar lið til sigurs!
Í dag
Valur - Akureyri kl. 16:00 (Vodafonehöllinni)
Haukar - HK kl. 19:30 (Ásvöllum)
Laugardag
HK - Haukar kl. 16:00 (Digranesi)
Akureyri - Valur kl. 20:00 (Höllinni, Akureyri)
Mánudag
Haukar - HK kl. 19:30 (Ásvöllum)
Valur - Akureyri kl. 19:30 (Vodafonehöllinni)
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
Meira í leiðinniWWW.N1.IS / SÍMI 440 1000