Morgunblaðið - 22.04.2010, Side 25

Morgunblaðið - 22.04.2010, Side 25
Minningar 25 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. APRÍL 2010 Júlli væri búinn að missa minnið sagði hann þessi sömu orð við Þorkel eins og hann væri enn á Barðanum. Um leið og við vottum Jónu, Dodda og öðrum aðstandendum samúð okk- ar viljum við þakka Júlla fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum með honum. Sigríður og Þorkell. Dýrmætur maður úr uppvexti og ævi okkar systkina, hann Júlli, mað- urinn hennar Jónu móðursystur, hef- ur yfirgefið þessa jarðvist. Óteljandi minningar sem tengjast Júlla leita upp í hugann og allar eru þær bjartar og skemmtilegar. Júlli var einstaklega barngóður. Hann lað- aði að sér okkur krakkana og önnur börn, hann var þolinmóður, brosið var breitt og það var auðvelt að vinna og læra til verka undir hans hand- leiðslu. Við systkinin vorum svo lánssöm að eiga alltaf greiðan aðgang að heimili þeirra Júlla og Jónu, aldrei var amast við okkur og við alltaf vel- komin. Heimili þeirra var reyndar öllum opið og tekið á móti gestum og gangandi með miklum höfðingsskap og gleði. Ekki var farið í manngrein- ingarálit á þeim bænum og allir fengu sömu hlýju móttökurnar. Boðið var í stofu og málin rædd því Júlli hafði ákveðnar skoðanir og kom víða við um hin margvíslegu málefni. Hann var pólitískur, ljóðelskur og skrifaði auk þess niður ýmsar hugrenningar og minningar frá barnæsku. Þetta las hann svo gjarnan upp fyrir okkur á góðum stundum. Júlli var fæddur á Barðaströndinni og við ólumst upp við að sjá þá blessuðu strönd í hill- ingum þar sem Júlli átti ekki nóg og sterk orð til að lýsa fegurð og mik- ilfengleika þessarar bernskuslóða sinna. Menn eins og Hákon í Haga og fleiri persónur úr uppeldi Júlla urðu nánast eins og æskuvinir okkar. Það væri hægt að setja ótal margt á blað sem tengist honum Júlla, en það yrði allt of langt mál ef við létum allt frá okkur fara sem upp í hugann kemur. En minningin um hann lifir í hugum okkar. Með þessum orðum langar okkur að kveðja mætan mann og þakka honum innilega fyrir hversu vel hann reyndist okkur. Það sam- félag sem við ólumst upp í á Skorra- stað hefur reynst okkur gott vega- nesti út í lífið og því átti Júlli svo sannarlega sinn þátt í. Við systkinin og fjölskyldur okkar sendum elsku Jónu, Dodda,Theu og öllum afkomendum Júlla okkar inni- legustu samúðarkveðjur við fráfall góðs ástvinar. Guð og góðir englar veri með þér, elsku Júlli okkar. Ágúst, Elínborg, Jón, Sólveig, Friðný og Guðjón. Júlíus Þórðarson var Barðstrend- ingur, fæddur í Haga en ólst upp á Innri-Múla í samfélagi sem var gjör- ólíkt því sem við þekkjum á okkar dögum. Á efri árum rifjaði hann upp bernsku sína og hafði þá engu gleymt: „Amma lét mig setjast hjá sér við rokkinn þar sem hún var að spinna, svo hávær sem hann var, og lét mig lesa það sem mér hafði verið sett fyrir í biblíusögum, Íslandssögu og dýrafræði og lét mig lesa þrisvar sinnum yfir svo hátt að hún heyrði þetta yfir rokkhljóðið og í ofanálag hefur hún eflaust verið farin að tapa heyrn. Þarna kann að vera komin skýringin á því að mér liggur svona hátt rómur!“ Já, Júlla gat sannarlega legið hátt rómur, til dæmis þegar hann var að ræða stjórnmál eða kaupfélagsmál. Um miðja síðustu öld gerðist hann bóndi á Skorrastað í Norðfjarðar- sveit og bjó þar allan sinn búskap með sinni góðu konu, Jónu Ármann. Hún og móðir mín voru æskuvinkon- ur og alla tíð var trygg vinátta milli foreldra minna og Júlla og Jónu á Skorrastað. Þangað var gott að koma, mikil gestrisni og oft galsi í umræðunum við eldhúsborðið. Júlíus var skemmtilegur sögumað- ur og vel ritfær. Hann átti það til að lesa sögur sínar fyrir menn við ólík- legustu aðstæður, til dæmis í flug- stöðvarbyggingunni á Egilsstöðum eða á pólitískum fundum. Árið 2001 aðstoðaði ég hann við setja saman bók með minningabrotum frá ýmsum tímum. Nafnið lá strax í loftinu Fyrir vestan og austan heitir hún, hvað annað? Þar segir frá rómsterka bóndasyninum að vestan sem varð bóndi fyrir austan þar sem hann lét til sín taka í félagsmálum. Hann var oddviti sveitarfélagsins um skeið og í framboði fyrir þingkosningarnar árið 1983. Þá hélt hann ræðu á kosninga- fundi á Eskifirði eins og greint var frá í blaðafrétt: „En skemmtilegasti ræðumaðurinn var Júlíus Þórðarson fyrir Bandalag jafnaðarmanna. Hann kom fólki í gott skap. Það er nauðsyn- legt að hafa svona mann með af því að þetta er annars eins og við jarðarför.“ Nú er röddin hans Júlla þögnuð og ekkert annað eftir en að þakka fyrir skemmtilega samfylgd. Ég votta öll- um aðstandendum mína innilegustu samúð. Bjarki Bjarnason. Þegar ég minnist Júlíusar Þórðar- sonar kemur mér í hug mynd af manni sem lét sér annt um fólk og var höfðingi heim að sækja fyrir utan að vera mikill bóndi. Þessu til viðbótar var maðurinn óhemju skemmtilegur og hafði svo frjóa frásagnargáfu að það var hægt að gleyma sér tímunum saman við að hlusta á sögur ýmist frá Barðaströnd eða Norðfirði. Hann var sagnamaður af bestu gerð. Ég er einn af þeim lánsömu ein- staklingum sem voru í sveit á Skorra- stað hjá þeim Jónu og Júlla. Þar var gott að vera og svo gaman að helst vildi maður ekki fara þegar haustaði. Það var ekki síst þeim hjónum að þakka þar sem strákurinn var alltaf svo velkominn. Það er heyskapur og nú gengur mikið á. Það er farið í morgunkaffi. Skyndilega er eldhúsið hjá Jónu og Júlla fullt af fólki en það er svo sem ekkert nýtt því eldhúsið er alltaf fullt af fólki. Jóna snýst í kring- um mannskapinn bakar lummur og talar. Júlli ræðir málin af gamansemi og svo fylgir ein saga að vestan því Júlli var alltaf Barðstrendingur. Á þeim árum var alltaf verið að byggja, byggja upp jörðina því Júlli var stór- huga og framsýnn. Á hverju sumri bættist því við ný bygging. Eftir á að hyggja held ég að ég hafi verið þarna í einum besta skóla lífs míns því að ég lærði af sögunum hans Júlla og til- verunni sem hann mótaði að ekki er allt sjálfsagt og það þarf að hafa fyrir hlutunum sé ætlunin að ná árangri. Það er samt ekki hægt að minnast Júlla nema að nefna pólitíkina. Júlli hafði ákveðnar skoðanir en setti þær gjarnan fram á leiftrandi og skemmtilegan hátt með sinni djúpu rödd þannig að strákurinn hlustaði hugfanginn. Hann var ræðumaður í húð og hár og bauð sig eitt sinn fram í alþingiskosningum bara til þess að geta talað á fundum og skemmt sér og öðrum. Það liðu mörg ár og þegar ég kom með fjölskyldu mína austur til Jónu og Júlla sá ég þetta allt aftur. Við vor- um svo hjartanlega velkomin að þeg- ar við höfðum verið í fáeina daga og fannst við vera að misnota gestrisn- ina og impruðum á brottför var við- kvæðið: Hvað, liggur ykkur nokkuð á? Nú er þessi sterka og ógleyman- lega rödd hljóðnuð. Síðustu árin hafa verið ár vanheilsu en nú eru þau að baki og það munu margir taka vel á móti Júlla. Jóna mín, þinn er samt missirinn mestur en helst er huggun í minningunni um góðan og um- hyggjusaman mann sem auðgaði til- veruna svo mjög að ógleymanlegt er þeim sem honum kynntust. Ég votta Dodda og fjölskyldu mína dýpstu samúð. Blessuð sé minning Júlíusar Þórð- arsonar. Helgi Þórhallsson. Hver lifuð gata er lögð í mannsins slóð. Hvert lífsins barn að vegamótum gengur. En varðan sem að viðkomandi hlóð, er vitnisburður sem þó stendur lengur. Er dauðinn heimtar, kveðja verðum við. Öllum viðkvæm stund og minning sár. En ofar öllu er hið æðra svið, sem engum bregst, þar ríkir Kristur hár. Hans miskunn nær að milda sviðann sára, við söknuð mannleg tár af kinnum falla. Hann birtu ber í dimma dalinn tára, en Drottinn sjálfur nær að hugga alla. (Sigurður Rúnar Ragnarsson.) Mætur vinur, Júlíus Óskar Þórð- arson, bóndi á Skorrastað, er fallinn frá. Okkar kynni urðu strax góð er ég kom á Skorrastað, í æsku. Þar kynnt- ist ég sveitasælunni og mannlífinu, sem kveikti í mér löngun til að verða bóndi. Þótt sú hafi ekki orðið raunin situr margt eftir sem á upphaf sitt á Skorrastað undir handleiðslu Júlla bónda og vinar. Ég hafði alltaf gaman af að hlusta á hann segja frá ýmsum atvikum á lífsleið sinni sem hann gerði svo skemmtilega. Hann var mjög pólitískur og tengdi það saman við lífsskoðanir sínar og oft voru snarpar umræður í eldhúskróknum á Skorrastað þar sem allir voru jafnir en mest virðing borin fyrir skoðunum Júlla þótt þær færu ekki alltaf að mínum. Við rifumst heldur aldrei. Og við Doddi, sonur hans, urðum ævivin- ir. Hestamennskan, búskapurinn, áhugi fyrir ræktun, áhugi fyrir fram- tíðinni og landinu sjálfu, allt kom þetta sem leiðsögn hans af sjálfu sér. Hann útskýrði oft verklag með dæmisögu eða sem ábendingu um að meira vinnur vit en strit. Hjá Júlla voru skepnurnar ævinlega fóðraðar mjög vel. Hann lagði ríkt á við okkur að mismuna engri skepnu og ofgera aldrei hesti. Þegar hann kenndi okk- ur svo að járna voru okkur allir vegir færir. Er ég fluttist suður hélst vin- áttan áfram og ef þau hjón komu suð- ur var þeim fagnað og svo litið í hest- húsið. Að fá að hafa Skorra, einn af hans uppáhaldshestum til afnota um tíma, var mér ómæld gleði. Alltaf voru reiðhestar hjá Júlla á Skorra- stað og er enn. Þó var stóðhesturinn H-Blesi hans gersemi og sá hestur sem lét Júlla finnast sem hann væri kóngur um stund. Hesturinn var fæddur á H-daginn og var alltaf silki- gljándi á skrokkinn, enda fóðraður vel. Margir efnilegir reiðhestar báru hróður hans víða. Við hjónin og börn- in okkar eigum margs að minnast og nú þegar þessi mæti vinur er allur ríkir einlæg þökk fyrir samleiðina og góða minningu. Að koma heim, aust- ur í heimahagana, sem sóknarprest- ur, var okkur gleðiefni og skrýtið hvernig lífið fer í hringi og reynir mann í ótal aðstæðum. Gaman var að koma á Skorrastað af ýmsu tilefni og eiga samverustundir með góðum vin- um þar. Margt var að þakka fyrir alla þeirra einlægu vináttu. Eftir að Júlli og Jóna hurfu frá búskapnum þar sem þeim var búin bærileg vist, eftir langan vinnudag, fannst okkur hjón- um ávallt gott að eiga stund með þeim þótt margt væri breytt. Þótt minnið væri farið að bresta, heilsaði hann að höfðingja sið og sagði frekar en að segja ekki neitt; „Þú ert að- alkallinn.“ Forðum heilsaði hann með þéttu handtaki og sagði: „Blessaður.“ Hann var ávallt heill og sannur í gegn. Nú er það Drottinn sem bless- ar hann og varðveitir og gefur honum frið. Hafðu heila þökk fyrir allt og allt. Sigurður Rúnar Ragnarsson, Ragnheiður Hall og börn. Það er eins og það hafi gerst í gær, svipmyndir lífsins og bjartar minn- ingar frá Skorrastað þegar ég var þar sem sumarstrákur hjá Júlla og Jónu frá árinu 1975 og síðan mörg ár eftir það. Ógleymanleg voru fyrstu samskipti okkar Júlla sumarið 1974 þegar ég var einungis 11 ára og hann réð mig til vinnumennsku sumarið eftir. Hann var í 6m hæð að járna- binda veggi í nýja fjósinu. Ég stóð í tilvonandi haughúsi, leit upp til kalls- ins og fór að spjalla. Ein fyrsta spurningin hans var: „Í hvaða stjórn- málaflokki er pabbi þinn?“ Ég svar- aði að bragði: „Það veit ég ekkert um og kemur það ekki við, en sjálfur er ég sjálfstæðismaður.“ Ég var ráðinn á staðnum! Það eru bara góðar minningar sem koma upp í hugann, Júlli gekk í öll verk, kunni að útdeila verkefnum og treysta fólki þótt hann hafi ætíð verið hræddur um vinnumenn sína, sér- staklega þegar þeir voru á dráttarvél nálægt skurðum. Þetta traust fyllti mig sjálfstrausti sem ég hef búið að síðan. Það var ómetanlegt á seinni ár- um að fjölskyldu minni auðnaðist að kynnast Júlla þegar hann var upp á sitt besta og er hans oft minnst þegar rætt er um góða daga fyrir austan. Oft verður mér hugsað til þess hversu veðrið hafði mikla þýðingu fyrir Júlla, veðurfréttir voru heilög stund. Í heyskapnum var allt að verða vitlaust í „brakandi þurrki“ og köllin á eftir manni þegar eitthvað gekk ekki nógu fljótt: „asssa, ass- sassa“. Hinsvegar í vætutíð féll allt í ljúfa löð og heimurinn hægði á sér. Alla tíð leit ég á Júlla og Jónu sem mína aðra foreldra enda spiluðu þau stórt uppeldishlutverk í lífi mínu. Júlli; ég þakka þér þessa góðu daga. Friðrik Ingi Friðriksson og fjölskylda. Mig langar að minnast í nokkrum orðum nágranna míns, Júlíusar Þórð- arsonar eða Júlla á Skorrastað eins og hann var alltaf kallaður á mínu heimili. Ekki er hægt að minnast Júlla án þess að tala í sömu andrá um Jónu konu hans þar sem þau voru eins og órjúfanleg heild. Skorrastað- ur er stutt frá æskuheimili mínu, Skálateigi, og mikill vinskapur hefur ávallt verið á milli bæjanna. Júlli og Jóna voru því fastir punktar í tilver- unni og eftir að þau urðu heilsuveil og fóru frá Skorrastað finnst mér alltaf jafn skrítið að keyra þar framhjá án þess að heilsa upp á þau og njóta þeirrar einstöku glaðværðar, gest- risni og hlýju sem ríkti á heimilinu. Júlli var litrík persóna og eflaust munu aðrir sem minnast hans gera frásagnargáfu og framkvæmdagleði hans skil. Ég ætla því fremur að rifja upp nokkrar af þeim mörgu æsku- minningum sem tengjast honum. Júlli var einstakur höfðingi og gaf okkur systkinunum öllum lamb stuttu eftir að við fæddumst. Mikill áhugi minn á fjárrækt spratt eflaust að miklu leyti af Mögu, gimbrinni sem ég fékk frá Júlla. Hún var ákaf- lega sérstök að mér fannst þar sem hún var mögótt sem var fáséður litur í sveitinni. Hún var gæf og leyfði mér að klappa sér og kjassa. Maga reynd- ist kostagripur. Hún var oftast tví- lembd og kom með þunga dilka af fjalli og út af henni kom mikill ætt- bálkur. Hún lifði fram í háa elli og kvaddi ég hana með mikilli sorg. Maga er það dýr sem hefur verið mér kærast, ásamt hestinum mínum en ég sagði Júlla eflaust aldrei hversu mikla ánægju hann veitti mér með þessari gjöf og hversu stóran þátt hún átti í minni barnæsku. Júlli og Jóna tóku iðulega að sér fólk sem vantaði samastað, um lengri eða skemmri tíma. Þar sannaðist að það er ekki fermetrafjöldi hússins sem skiptir máli heldur hjartarými íbú- anna sem þar búa. Þau voru fljót að bjóða foreldrum mínum að búa hjá sér þegar kviknaði í Skálateigi og þau urðu húsnæðislaus með þrjú lítil börn. Ég var sjö ára og fékk að njóta þess hversu barngóður Júlli var og hafði gaman af að kenna börnum eitt- hvað nytsamlegt. Mér er eftirminni- legt þegar hann var að kenna mér sjö sinnum töfluna og æfa mig í að lesa löng orð. Þá leit hann glettinn á mig og sagði eitthvað á þessa leið: „Ekki geturðu lesið þetta orð.“ Þá var eins og við manninn mælt að ekki gat ég gefist upp fyrr en þrautin var leyst. Þegar ég var 11 ára byrjaði ég að læra á píanó og þar sem ekki var til píanó heima buðu Júlli og Jóna mér að koma og æfa mig hjá þeim. Ég trítlaði því yfir til þeirra á hverjum degi í heilan vetur og fékk bæði upp- örvun og ótakmarkaðan aðgang að kökunum hennar Jónu. Það voru for- réttindi að alast upp með fólki eins og Júlla og Jónu og nærast af þeim gild- um sem voru í hávegum höfð á Skorrastað, svo sem gestrisni, ná- grannakærleik, hjálpsemi og um- burðarlyndi. Jóna lifir Lúlla sinn og votta ég henni, Dodda, Theu, Jónu og fjölskyldu, Alla, Sóleyju og Sunnu mína dýpstu samúð, sem og öðrum ástvinum. Megi Júlli hvíla í friði, blessuð sé minning hans. Marta Einarsdóttir. Júlíus Þórðarson var bóndi fram í fingurgóma. Búskapurinn var hans líf og yndi enda báru skepnurnar þess merki að vel var um þær hugs- að. Við Miðhúsabændur vorum ekki þeir einu sem nefndu dýrin sín sér- kennilegum nöfnum. Júlíus tók samt af okkur vinninginn. Meri sem hann átti kastaði folaldi í endaðan maí 1968. Dagurinn var sérstakur. Þetta var dagurinn sem Ísland skipti yfir í hægri umferð. Og litli folinn fékk nafnið H Blesi í tilefni dagsins. Í fjár- húsinu voru vænar ær og virðulegir hrútar sem hétu Hrókur og Sesar. Í fjósinu voru sællegar kýr á bás. Nú eru hestarnir staðarprýði á Skorra- stað. Félagsmálin voru Júlíusi hugleikin og tók hann virkan þátt í þeim af lífi og sál. Eitt sinn sem oftar töluðu pabbi og Jóna saman. Hláturinn tísti í pabba og hann sagði að Júlli hefði flutt ræðu á bændafundi á Egilsstöð- um. Fundarefnið var framleiðslutak- markanir í landbúnaði. Júlli hafði samið hana við morgunmjaltirnar. Ræðan var skrifuð á móleitt bréf ut- an af fóðurbætispoka. Eftir því sem Júlíus las ræðuna kom merki SÍS smám saman í ljós upp yfir ræðupúlt- ið og vakti það mikla ánægju fund- argesta. Efni ræðunnar fór að mestu forgörðum í kátínunni þótt Júlli væri góður ræðumaður. Nú eru ferðalok. Við Miðhúsabændur þökkum Júlíusi með söknuði, vinsemdina og góð kynni. Þrymur Sveinsson. Meira: mbl.is/minningar Elsku amma mín. Það er svo skrítið að búa í Álfheimunum. Svo margar góðar minningar. Eitt af því fyrsta sem ég man er af þér að elda rabbabaragraut fyrir mig. Þú gerðir það oft því mér þótti það svo gott. Þér fannst svo gaman að dekra aðeins við mann þegar mað- ur kom í pössun. Þú hafðir alltaf svo gaman af okkur krökkunum og skemmtilegast þótti þér þegar prakkarastrik og klaufagangur voru annars vegar. Ég man eftir því að hafa læðst upp að píanóinu hans afa og byrjað að spila og stolist að raf- magnstaflborðinu og fiktað í því þar til hann fór að góla, þá heyrðist í þér flissa í næsta herbergi, því þú vissir hvað manni þótti erfitt að halda sér Ásdís Árnadóttir ✝ Ásdís Árnadóttirfæddist 7. febrúar 1923 í Tungu á Húsa- vík. Hún lést á Elli- heimilinu Grund 31. mars 2010. Útför Ásdísar fór fram frá Langholts- kirkju 16. apríl 2010. frá þessu. Ísferðir í Álfheimaísbúð voru tíðar og þú komst með svo lengi sem þú treystir þér, eftir það sendirðu mann með blýþunga buddu svo maður gæti nú örugg- lega valið sér hvað sem manni langaði í. Einnig var alltaf smá nammi og gos í boði meðan maður lék sér eða horfði á sjónvarpið með afa. Þú varst allt- af svo hlý og knúsin þín voru þau bestu sem maður fékk. Ég man alltaf eftir því þegar ég heyrði mömmu segja að hún hefði ekki getað óskað sér betri tengdafor- eldra, því betra fólk væri ekki að finna. Ég held að allir sem fengu að kynnast ykkur hafi fundist hið sama. Elsku amma. Það er svo gott að hugsa til þess að þú sért loksins komin til afa. Þú saknaðir hans svo mikið og það var svo erfitt. Nú getið þið saman fylgst með okkur og oft á ég eftir að hugsa til þess. Þín Brynja Sif.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.