Morgunblaðið - 22.04.2010, Blaðsíða 26
26 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. APRÍL 2010
✝ Örn Forbergfæddist í Reykja-
vík 15. október 1933.
Hann lést 12. mars
2010 á heimili sínu
Rosenvegen 6, 23254
Akarp, Suður-
Svíþjóð.
Foreldrar hans
voru Ágústa (Gúlla)
Forberg, f. Pet-
ersen, f. 4. janúar
1905, d. 27. október
1987, og Bjarni For-
berg bæjarsímastjóri
í Reykjavík, f. 19.
febrúar 1904, d. 13. janúar 1978.
Bjarni var sonur Olavs Forberg,
fyrsta landsímastjóra á Íslandi,
sem kom frá Noregi og stjórnaði
lagningu símans 1906. Systur
Arnar: Ásbjörg Forberg, f. 7.
febrúar 1939, og Jenny Forberg,
f. 26. janúar 1945. Hálfbræður,
synir Ágústu og fyrri manns
hennar, Ólafs Magnússonar, d. 4.
nóvember 1930, Magnús Ólafsson
læknir, f 1. nóvember 1926, d. 2.
september 1990, og Ólafur Ólafs-
son, lyfsali á Húsavík, f. 29. mars
1928, d. 14. febrúar 1984.
28. september 1957 gekk Örn
að eiga eftirlifandi eiginkonu
sína, Guðrúnu Ágústu Guðmunds-
dóttur frá Hafnarfirði, f. 10.
október 1934. Foreldrar: Ingveld-
ember 1971. Þeirra synir a) Mich-
ael Anakin Forberg O’Loughlin,
f. 6. apríl 2005, b) Gabriel Ágúst
Forberg O’Loughlin, f. 3. apríl
2008.
Örn og Guðrún voru samstúd-
entar frá MR 1955. Á skólaárum
sínum var Örn öll sumur í síma-
vinnu við lagningu símans um allt
land. Alltaf var gist í tjöldum og
aðbúnaður oft frumstæður.
Kynntist hann þá íslenskri nátt-
úru og útiveru sem hann mat
mikils. Hann starfaði sem korta-
ritari á Veðurstofu Íslands á
Keflavíkurflugvelli fram til ársins
1966 er hann lauk kennaraprófi
og seinna sérkennaraprófi. Flutti
fjölskyldan þá til Grundarfjarðar.
Gerðist Örn þar skólastjóri og
Guðrún kennari og sérkennari.
Störfuðu þau þar til haustsins
1981 er þau fluttu til Svíþjóðar.
Þar önnuðust þau móðurmáls-
kennslu íslenskra barna við
grunn- og menntaskóla í Malmö
og Lundi fram á eftirlaunaaldur.
Örn fylgdist vel með öllu er gerð-
ist á Íslandi, hlustaði daglega á
rás 1 í tölvunni. Öll sumur dvöldu
þau hjón í nokkrar vikur í bú-
staðnum sínum Brekkuborg og
oft fylgdi eitt barnabarn með.
Nutu þau þar náttúrufegurðar og
bjartra sumarnátta. Dæturnar og
fjölskyldur þeirra búa allar í
Lundi og Akarp í Svíþjóð og
barnabörnin tala öll íslensku.
Kveðjuathöfn og bálför fór
fram í Lundi, Svíþjóð, 26. mars
2010.
ur Gísladóttir rithöf-
undur, f. 28. sept-
ember 1913, d. 6.
janúar 1996, og Guð-
mundur Gissurarson,
forseti bæjarstjórnar
í Hafnarfirði og
fyrsti forstjóri
hjúkrunarheimilisins
Sólvangs, f. 12. maí
1902, d. 6. júní 1958.
Bjarni Jónsson
vígslubiskup gaf Örn
og Guðrúnu saman á
heimili sínu í Lækj-
argötunni. Sr. Bjarni
hafði einnig vígt foreldra Arnar,
skírt hann og fermt. Dætur Arn-
ar og Guðrúnar: 1 ) Guðmunda
Inga Forberg, f. 4. apríl 1958,
maki Sveinn Vilhjálmsson, f. 29.
júlí 1958. Kjördóttir Elín Jóna
Birgisdóttir, f. 4. júlí 1991. 2)
Erna Birna Forberg, f. 25. októ-
ber 1960, maki (skildu) Birgir
Össurarson, f. 14. janúar 1960,
þeirra synir a) Sigurður Örn, f. 7.
ágúst 1983, b) Bjarni Rúnar, f.
29. ágúst 1986. Dóttir með Jan
Nilson c) Hanna Inga Jansdóttir,
f. 29. október 1992, maki nú Sig-
urður Gylfason, f. 9. október
1961, sonur hans Markús Örn, f.
4. september 1992. 3) Ágústa
Hrefna Forberg, f. 25. maí 1974,
maki Brian O’Loughlin, f. 2. nóv-
Elsku pabbi minn. Með sárum
söknuði kveð ég þig. Finnst það
vera óraunverulegt að þú sért
farinn, er ósátt við það. Dauðinn
spyr ekki hvort við séum viðbúin,
hann tekur miskunnarlaust. Hann
tók þig snögglega og án fyrirvara.
Á svona stundu ryðjast minning-
ar fram. Frá því að ég man eftir
mér varst þú alltaf stór og sterk-
ur. Margar voru sögurnar frá því
að þú varst í símavinnu sem ung-
lingur við að leggja símann á Ís-
landi og hljópst um fjöll og firn-
indi með símastaura á öxlunum.
Sömu öxlum sem þú barst mig á
þegar ég var lítil og orðin þreytt í
öllum göngutúrunum sem farið
var í. Þú varst mikið náttúrubarn
og unnir íslenskri náttúru. Þú
stundaðir lax- og rjúpnaveiðar og
náðir nokkrum gæsum. Stundum
undraðist ég þegar ég fékk að
trítla með hvort það var sjálf
veiðin sem var aðaláhugaefnið
eða bara löngu göngutúrarnir í
náttúrunni. Er ég varð eldri
barstu mig á öxlum þínum á ann-
an hátt. Þegar ég þurfti á að
halda studduð þið mamma mig
alltaf, tilbúin að hjálpa ef eitthvað
bjátaði á. Það var ekki að ástæðu-
lausu að ég tók mann, barn, kött,
pikk og pakk og flutti til Svíþjóð-
ar á eftir ykkur. Þú hafðir mikla
réttlætiskennd, fékk ég snemma
að læra að það skipti engu máli
að vera Jón eða séra Jón, það
gekk sama yfir alla. Það var ekki
alltaf létt að vera dóttir skóla-
stjórans í Grundarfirði, sennilega
hefur það ekki alltaf verið létt
fyrir þig að hafa eigin börn í skól-
anum sem þar að auki hegðuðu
sér ekki alltaf vel. Þú varst góður
kennari og kenndir mínum 12 ára
bekk. Þann vetur var ég oftar í
skammarkróknum en alla aðra
vetur samanlagt. Þú varst strang-
ur en réttlátur. Mörg voru ferða-
lögin sem farið var í um Ísland
þegar ég var barn, seinna um all-
an heim og mér og börnum boðið
með.
Þið mamma fluttuð en tengslin
við Ísland voru afar mikilvæg fyr-
ir ykkur. Fenguð þið smáskika
undir sumarbústað sem þið dvöld-
uð í á hverju sumri til að ná ykk-
ur í orku. Seinna þegar börn mín
voru komin á réttan aldur eins og
þú sagðir, gátu klætt sig og
skeint sig sjálf, fengu þau að fara
með ykkur. Þetta voru ógleym-
anleg sumur fyrir börnin sem þau
muna enn í dag og var mikils
virði fyrir tengsl þeirra við Ísland
og íslenskt mál. Þú varst einnig
iðinn við að koma heim til mín og
hjálpa dóttur minni með sín verk-
efni í íslenskunni.
Frá því að vera stór og sterkur
til þess að geta varla farið út í
póstkassann heima hjá þér var
andlega erfitt fyrir þig. Þú sagðir
oft við okkur dæturnar bæði í
gríni og alvöru að þú vildir ekki
enda á stofnun og geta ekki séð
um þig sjálfur, þá væri betra að
fara yfir móðuna miklu meðan
maður hefði einhverja sjálfsvirð-
ingu. Þetta hugsa ég um þegar
söknuðurinn er sem sárastur. Ef
til vill varstu sáttur við lífið og
tilbúinn að yfirgefa það. Þú fékkst
eins og þú vildir; fara snöggt í
faðmi mömmu á þínu eigin heimili.
Eina ferð eigum við eftir ófarna
saman. Ósk þín var að fá þína
hinstu hvílu á Íslandi, hana færðu
uppfyllta. Aska þín fer með mér
og manni mínum Sigurði til Ís-
lands í sumar og þú færð að hvíl-
ast á besta stað í heimi. Börnin
mín og maður syrgja besta afa og
tengdó.
Þín dóttir,
Erna Birna.
Afi nafni. Sem fyrsta og elsta
barnabarn þitt leit ég alltaf upp til
þín og fékk alla þína athygli. Ekki
síst af því að ég var skírður Örn
eins og þú, þú sagðir alltaf nafni.
Ég var líka fyrstur að vera með
ykkur ömmu í sumarbústaðnum
Brekkuborg, þrjú sumur í röð.
Hvert sumar byrjaði á því að
kaupa gamla Lödu sem hægt var
að skrölta á norður. Fyrsta verk
þar var að pumpa upp gúmmíbát-
inn með litlu pumpunni og koma
honum niður á Vesturhópsvatn.
Greiða netin og gera allt klárt.
Ekki var hægt að spila á kvöldin
fyrr en dagbókin var skrifuð. Var
ég snöggur að því og svo var spil-
aður manni langt fram á nótt, oft
við kertaljós. Gott var alltaf að
hafa spaðagosann. Hjónin frá
Stóru-Borg, Pétur Aðalsteinsson
og Margrét Björnsdóttir, komu oft
færandi hendi með berjasaft,
kleinur og ástarpunga. Íslenski
maturinn, svið, blóðmör, lamba-
kjöt, mjólkurkex og allt annað
góðgæti, var í uppáhaldi hjá mér,
kryddað með íslenskri menningu
og náttúru.
Margar voru ferðirnar með ykk-
ur ömmu; krókódílum klappað í
Gambíu, sundskýlur bleyttar í La-
landía í Danmörku, aparnir skoð-
aðir í dýragarðinum, helgarferðir
á danskar krár og ernir skoðaðir á
Tenerífe.
Þegar komið var í heimsókn í
Åkarp var grillað afagrill og spiluð
félagsvist. Ég var oft með þegar
spiluð var vistin hjá Íslendinga-
félaginu í Malmö þar sem þú
vannst oft fyrstu verðlaunin; flug-
ferð til Íslands. Mínígolfið í Burlöv
var heimsótt á góðviðrisdögum.
Þú kenndir mér mannganginn.
Ég horfði alltaf aðdáunaraugum á
bikarinn sem þú fékkst sem skák-
meistari Grundarfjarðar. Þú lést
kenna tafl í öllum bekkjum skól-
ans í Grundarfirði. Mennt er mátt-
ur sagðir þú alltaf og lagðir alltaf
ríka áherslu á við mig og mína
menntun. Við ræddum oft um vís-
indi og stærðfræði. Var það mér
mikil uppörvun.
Oft gat ég hjálpað þér við að
þvo Volvóinn þinn, en allir „helgi-
dagar“ voru bannaðir. Seinni árin
gat ég hjálpað þér með tölvuna
þar sem íslenska útvarpið og íkon-
ar í feluleik voru mikilvæg atriði.
Þegar útvarpið þagnaði í hátöl-
urunum var ekki lengi beðið með
að hringja í mig til hjálpar. Þannig
gat ég endurgoldið þér allt það
góða sem þú hefur gefið mér.
Sterk fjölskyldubönd eru það
mikilvægasta í lífinu. Þú elskaðir
fjölskyldu þína.
Bless elsku afi nafni minn.
Sigurður Örn Birgisson.
Elsku pabbi minn. Það er sárt
að hafa misst þig svona skyndi-
lega. En þú fékkst að fara eins og
þú vildir, snöggt og í faðmi
mömmu, sem þú elskaðir svo heitt
og á heimili ykkar Rósavegi 6.
Þú unnir íslenskri náttúru. Mín-
ar minningar frá barnæsku eru að
þeysast með ykkur mömmu um
landið þvert og endilangt á litlu
Volkswagen „bjöllunni“ og oftast
voru kettirnir með. Alltaf var gist
í tjaldi með lausum botni svo að
kóngulærnar áttu greiðan aðgang.
Þær voru ekki vinkonur mínar.
Mikilvægt var að tjalda á góðum
stað, það er að segja, á grænum
bala við tæran læk. Þú varst mikill
veiðimaður. Veiðiferðir okkar voru
yndislegar. Þú sagðir alltaf að gott
væri að hafa mig með því að ég
færði þér veiðilukku. Á sumrin
fórum við í veiðikofann við Miðá í
Dölum. Mér er minnisstætt sum-
arið þegar ég fékk minn fyrsta
lax, Maríulaxinn. Þá var ég aðeins
9 ára. Lítið var um lax í ánni og
hafðir þú staðið dágóða stund og
ekki orðið var. Réttir þú mér þá
stöngina hans langafa, hún var
þrisvar sinnum lengri en ég. Þú
mátt reyna núna, Inga mín, og
mundu að kasta út í brotið og láta
maðkinn renna niður í hylinn.
Skipti það engum togum að bitið
var á hjá mér. Nú upphófst mikill
bardagi, laxinn hoppaði úti í á og
ég grátandi á bakkanum, því lax-
inn var sterkur. Ég öskraði,
hjálp, pabbi! Þá sagðir þú afar ró-
lega við mig: Inga mín, ef þú
landar ekki laxinum sjálf er hann
ekki þinn. Ég landaði þessum 10
punda, lúsuga laxi, en þá var nú
ekki allt búið, varð ég að bíta af
veiðiuggann.
Þessi atburður var lærdómsrík-
ur fyrir mig. Þú sagðir alltaf, ef
þú tekur að þér eitthvert verk
áttu helst að ljúka því, aldrei að
gefast upp.
Ég þakka þér alla þína ástúð
og mikla stuðning við mig og fjöl-
skyldu mína. Elsku pabbi minn,
ég sakna þín.
Frumburðurinn, þín dóttir
Inga.
Elsku pabbi minn.
Eftir átta ár erlendis saknaði
ég þín og mömmu svo mikið. Mig
langaði aftur heim. Þú varst alltaf
svo gjafmildur og hataðir nísku
og öfundsýki. Með þessum góðu
hæfileikum gast þú uppfyllt minn
draum. Draumur minn var að
geta búið nálægt ykkur mömmu í
Åkarp í Svíþjóð. Ég komst að lok-
um heim og gat stofnað fjölskyldu
í næstu götu. Loksins gat ég
gengið til ykkar og spjallað við
ykkur.
Mikil sorg í mínu hjarta er að
vita ekki af þér hérna heima á
æskuheimili mínu. Það er afskap-
lega tómlegt að ganga að húsinu
og finna ekki vindlalyktina og
koma að þér í þvottahúsinu að
lesa Morgunblaðið og hlustandi á
RUV.is, bara rás 1. Það var alltaf
notalegt að fá að rabba aðeins við
þig er tækifæri gafst milli atriða í
útvarpinu. Þú gast þá sagt mér
fréttir frá Íslandi og öllum heim-
inum. Einnig fræddir þú mig um
veðurspána á Íslandi.
Það er líka margt sem kemur
upp í hugann sem þú kenndir mér
í gegnum árin. Þú hafðir mikinn
áhuga á vísindum og kenndir mér
með ákafa hvernig maður sér
hvort máninn er vaxandi eða
minnkandi eða hvernig veðurspá-
in verður næsta dag er maður
horfir á skýin.
Elsku pabbi minn, þú reyndir
alltaf að hjálpa og styðja fjöl-
skyldu þína eins og þú gast þó að
heilsan brygðist þér stundum.
Ég, maðurinn minn og drengirnir
okkar þökkum þér fyrir þau góðu
ár sem við höfum átt með þér.
Við munum sakna þín, en minn-
ing þín lifir með okkur.
Love you, elsku pabbi minn,
þín
Ágústa Hrefna Forberg
(Gúgga).
Ég kveð hér vin minn og svila
með nokkrum orðum, en kynni
okkar spönnuðu rúma 3 áratugi.
Örn var trúmaður, þótt hann
stundaði ekki að sækja messur
hjá prestum með mannlegt eðli.
Á yngri árum og með skóla
vann hann mörg sumur við lagn-
ingu símans um landið, var það
mikil þrekraun fyrir ungan pilt að
rogast með þunga símastaura yfir
holt og hæðir, en í þessu starfi
kynntist hann náttúru landsins,
það var búið í tjöldum yfir sum-
arið við þessi símastörf.
Eftir að hafa lokið kennara-
námi sótti Örn um stöðu skóla-
stjóra í Grundarfirði og var hann
ráðinn skólastjóri þar og gegndi
því starfi til margra ára, Guðrún
Guðmundsdóttir kona hans, sem
einnig er kennari, fékk kennara-
stöðu við skólann. Í einni heim-
sókn til elstu dóttur sinnar, Guð-
mundu er býr í Svíþjóð, könnuðu
Örn og Guðrún kjör kennara þar
í landi, er voru miklu betri en þau
áttu að venjast hér heima. Ári
síðar voru þau hjón flutt til Sví-
þjóðar og höfðu fengið óskastarf-
ið, að kenna íslenskum börnum
íslensku í Svíþjóð.
Örn og Rúna eiga 3 dætur sem
allar búa í Svíþjóð með mökum
sínum í nánasta nágrenni við
heimili foreldra sinna, eru þær
allar velmenntaðir dugnaðarfor-
kar er hafa komið sér vel fyrir í
sænsku samfélagi og eru barna-
börnin orðin sex.
Þau hjón voru miklir aðdáend-
ur íslenskrar tungu. Eftir að
tölvutæknin var komin til að vera
höfðu þau hjón iðulega opið á
gömlu góðu Gufuna, eftir að
starfsaldri lauk var nær eingöngu
hlustað á íslenska útvarpið. Örn
hafði langa snúru í hátalara er
hann flutti milli herbergja til þess
að hlusta á íslenska útvarpið. Örn
átti það til að hringja í útvarpið
frá Svíþjóð og kvarta undan vit-
lausum beygingum og öðru röngu
í málfari þula og efnisgerðar-
manna. Það fór einna mest í taug-
arnar á honum ef útvarpsfólk
vandaði ekki málfar sitt.
Örn og Rúna ferðuðust mikið
um hinn stóra heim, voru nösk að
finna hagkvæm ferðatilboð, var
þá ýmist farið með sænskum,
dönskum eða íslenskum ferða-
skrifstofum, það er örugglega
fljótara að telja upp þau lönd sem
þau hjón hafa ekki komið til held-
ur en þau lönd sem þau heimsóttu
á ferðum sínum um heiminn. Örn
og Rúna komu flest sumur í
heimsókn til Íslands eftir að þau
fluttu til Svíþjóðar og bjuggu þá í
sumarhúsi sínu við Vesturhóps-
vatn. Ef gesti bar að garði voru
þá oftar en ekki grillaðar kóte-
lettur, var það sérgrein Arnar að
grilla kótelettur. Eftir því sem
tímar liðu og traust okkar óx
hvors til annars, var mér trúað
fyrir leyndamáli góðs grills og
einnig hvernig hægt væri að kom-
ast hjá stóru tapi í spilum við
konur okkar, en við Örn vorum
alltaf makkerar er tekið var í spil,
gat þá verið mikið grín og glens í
Erni. Hann var höfðingi heim að
sækja, orðheldinn og góður
drengur.
Ég votta Guðrúnu, dætrum og
barnabörnum mína dýpstu sam-
úð.
Gísli Engilbertsson.
Margs er að minnast þegar ég
rifja upp samleið okkar Arnar
mágs míns og trausts vinar í tæp
60 ár.
Þau hjónin kynntust á fyrsta
skóladansleiknum í Menntaskól-
anum. Skólabróðir hans sagði
mér síðar að Örn hefði verið fljót-
ur að átta sig á nýnemanum frá
Hafnarfirði, með fallega síða,
ljósa hárið, gengið rakleiðis beint
yfir gólfið og boðið henni í dans-
inn. Þannig var Örn, fljótur að
átta sig og fastheldinn. Á
menntaskólaárunum unnu þau öll
sumur m.a. við að selja bændum
skilti með bæjarnöfnunum, fyrir
Hraunhellu í Hafnarfirði. Þau
fóru um landið á vespu og skilt-
uðu heilu dalina, rúnt um landið.
Tekið var vel á móti þeim á bæj-
unum og gaman þótti þeim að
kynnast mörgu frábæru fólki í
sveitinni, því alls staðar var boðið
inn og spjallað undir veitingum.
Þannig kynntust þau vel bæði
landinu sem þau unnu alla tíð og
þjóð þess. Þau ferðuðust ávallt
mikið um landið, einnig eftir að
þau fluttu alfarið til Svíþjóðar
fyrir tæpum 30 árum, en síðustu
20 árin hafa þau dvalið í sum-
arhúsi sínu Brekkuborg við Vest-
urhópsvatn öll sumur ásamt því
að ferðast um landið.
Ógleymanlegar eru stundirnar
sem við hjónin höfum átt með
Erni og Rúnu þar á hverju sumri,
þá er farið í berjamó, göngutúr,
eða út á vatnið, Baddi grillar ljúfa
lambasteik og svo er spilað fram
eftir nóttu. Dásamlegar stundir í
bjartri sumarnóttinni.
Eftir stúdentspróf tóku þau
bæði Kennaraskólann og gerðist
Örn skólastjóri við barnaskólann í
Grundarfirði í nokkur ár og Guð-
rún kona hans kenndi þar einnig.
Upp úr 1980 fluttu þau svo alfarin
til Svíþjóðar, þar sem þau kenndu
íslenskum börnum íslensku. Örn
unni íslenskri tungu og það
gladdi hann að öll barnabörnin
tala fullkomna íslensku þó að þau
Örn Forberg