Morgunblaðið - 22.04.2010, Síða 27
Minningar 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. APRÍL 2010
Elsku pabbi minn.
Við eigum öll erfitt
með að trúa því að þú
sért farinn frá okkur.
Emilía á mjög erfitt
með að trúa því að þú komir ekki
aftur því hún átti eftir að segja þér
svo margt. Við systkinin eigum
margar fallegar minningar um þig.
Allar útilegurnar, veiðiferðirnar og
sumarbústaðarferðirnar sem við
fórum í með þér og mömmu þegar
við vorum yngri. Þú varst alltaf
tilbúinn til þess að hjálpa okkur
systkinunum og vildir allt fyrir
okkur gera.
Eftir að ég og Ari fluttum til
Danmerkur hafið þið mamma verið
dugleg að heimsækja okkur og
tíðni heimsóknanna jókst mjög fyr-
ir rúmum þremur árum, þegar
Emilía fæddist. Þú varst stoltur afi
sem vildir fylgjast með barnabörn-
unum vaxa og dafna. Þú hefur
nokkrum sinnum komið í óvæntar
heimsóknir til okkar. Síðast þegar
við hittum þig birtist þú alveg
óvænt í afmæli Emilíu og Arnórs.
Mamma og Dagný höfðu komið
nokkrum dögum áður og við áttum
alls ekki von á þér. Emilía og Arn-
ór voru svo glöð að fá afa í afmælið
sitt. Þú varst svo góður við Emilíu
og Arnór. Þú vildir allt fyrir þau
gera. Emilíu fannst alltaf svo gam-
an að fá að fara með afa í búðina,
en þá náði hún alltaf að plata þig
til þess að kaupa eitthvað fyrir sig.
Ég og barnabörnin þín, Emilía
og Arnór, erum svo þakklát fyrir
allan þann tíma sem við áttum með
þér. Minning þín lifir í hjörtum
okkar allra.
Með þessum orðum kveð ég þig
elsku pabbi minn.
Þín dóttir,
Erla.
Elsku pabbi, það er svo sárt að
þurfa að kveðja þig svona fljótt.
Við trúum því ekki að þú komir
ekki aftur, við erum alltaf að bíða
eftir að þú komir heim til okkar.
Það er svo tómlegt hérna án þín.
En í minningunni lifa góðu stund-
irnar sem við áttum saman, þar má
t.d. nefna allar utanlandsferðirnar,
útilegurnar, sumarbústaðaferðinar
sem við fjölskyldan fórum í. Þakka
þér fyrir allar þær góðu stundir
sem við áttum saman. Þín verður
sárt saknað.
Okkur þykir ótrúlega vænt um
þig, elsku pabbi okkar. Guð geymi
þig og hvíldu í friði.
Drottinn minn faðir lífsins ljós
lát náð þína skína svo blíða.
Minn styrkur þú ert mín lífsins rós
tak burt minn myrka kvíða.
Þú vekur hann með sól að morgni.
Faðir minn láttu lífsins sól
lýsa upp sorgmætt hjarta.
Hjá þér ég finn frið og skjól.
Láttu svo ljósið þitt bjarta
vekja hann með sól að morgni.
Farðu í friði vinur minn kær
faðirinn mun þig geyma.
Um aldur og ævi þú verður mér
nær
aldrei ég skal þér gleyma.
Svefnsins draumar koma fljótt.
svo vöknum við með sól að morgni.
(Bubbi Morthens)
Þín
Dagný og Andri.
Elsku afi.
Nú ertu farinn frá okkur.
Mamma og pabbi segja að þú sért
kominn til Guðs og að hann passi
upp á þig núna. Það er erfitt fyrir
okkur að skilja að þú sért farinn
Helgi Sverrisson
✝ Helgi Sverrissonfæddist í Reykja-
vík 30. mars 1957.
Hann lést á heimili
sínu 7. apríl síðastlið-
inn.
Útför Helga fór
fram frá Víðistaða-
kirkju 15. apríl 2010.
frá okkur og að við
eigum ekki eftir að
eiga fleiri góðar
stundir saman.
Takk fyrir allt það
sem þú hefur gert
fyrir okkur og allar
góðu stundirnar
okkar saman, nú síð-
ast í febrúar þegar
þú birtist öllum að
óvörum í afmælinu
okkar.
Hvíl í friði elsku
afi.
Emilía og Arnór.
Það var fallegur vordagur í Ála-
borg daginn sem okkur barst hin
sorglega fregn af skyndilegu frá-
falli Helga tengdaföður. Nýlega
höfðum við Erla rætt þann mögu-
leika að hún færi ásamt Emilíu til
Íslands í sumar þar sem Emilíu
langaði svo að fara í heimsókn til
afa og ömmu. Núna erum við
hingað komin, öll fjögur, en eng-
inn afi í húsinu. Emilía veit að afi
er kominn til guðs, sem passar
hann, en spyr hvenær hann komi
aftur.
Ekkert okkar hafði órað fyrir
því þegar við kvöddum Helga í
febrúar, eftir að hann óvænt hafði
birtist í afmæli barnabarna sinna,
að þetta yrði okkar síðasta sam-
verustund. Nú þegar tengdafaðir
minn svo skyndilega er horfinn á
braut vakna margar minningar í
huga okkar, sem minnumst þessa
góða manns. Það sem flestar þess-
ar minningar eiga sameiginlegt er
fjölskyldan og hversu mikilvæg
hún var í lífi Helga.
Ég kynntist Helga vorið 2002,
skömmu eftir að við Erla hófum
okkar samband. Mér var tekið
með opnum örmum af bæði Helga
og Björgu og hefur ávallt liðið vel
á heimili þeirra. Eftir því sem ég
kynntist fjölskyldunni betur fann
ég hversu góður og traustur faðir
Helgi var fyrir þau Erlu, Dagnýju
og Andra og hversu mikil ást og
vinskapur ríkti milli hans og
Bjargar. Þær eru ófáar kvöld-
stundirnar þar sem eftirminnileg-
ir atburðir úr uppvexti þeirra
systkina hafa verið rifjaðir upp og
það var augljóst að fjölskyldan
skipaði stóran sess í lífi Helga.
Ég hef ekki tölu á því hversu
oft Helgi og Björg hafa heimsótt
okkur Erlu í Danmörku, eftir að
við fluttum þangað fyrir tæpum
sjö árum, en það má segja að hver
heimsókn frá þeim væri búbót
fyrir okkur því Helgi fann alltaf
eitthvað sem okkur vantaði og gaf
okkur. Hann var lúmskur að fiska
upp úr okkur hvað okkur langaði í
eða vantaði. Honum var alls ekki
sama um það hvernig dóttir hans
bjó og hafði svo sannarlega skoð-
un á því hvernig hlutirnir áttu að
vera. Það var því ánægjulegt að fá
hann til að velja og setja upp ljós-
in í íbúðinni þar sem við búum
núna – verk sem hann með gleði
tók að sér.
Síðustu þrjú árin höfum við
fengið að kynnast Helga í nýju
hlutverki – sem afa. Það kom auð-
vitað engum á óvart að hann
leysti það hlutverk vel af hendi.
Helgi var einstaklega hlýr afi sem
ávallt gaf sér tíma til að hlusta á
barnabörnin. Eitt af því sem Em-
ilíu þótti einna mest spennandi
þegar afi og amma komu í heim-
sókn, var að fara ein með afa út í
búð. Það var alltaf forvitnilegt að
sjá hvað hún hafði náð að telja afa
sínum trú um að þyrfti að kaupa.
Ég er þakklátur fyrir þau rúm
átta ár sem ég hef verið hluti af
lífi Helga og hann getur stoltur
litið yfir farinn veg og það sem
hann skilur eftir sig. Missir okkar
allra er mikill en við munum
heiðra minningu hans og ávallt
reyna að fylgja þeirri braut sem
hann hefur markað.
Guð veiti eftirlifandi konu og
börnum styrk til að komast í
gegnum þessa erfiðu tíma.
Ari Sverrisson.
séu flest fædd erlendis og búi þar.
Dætur þeirra þrjár búa allar í Sví-
þjóð með sínum fjölskyldum og
eru barnabörnin sex. Örn og Guð-
rún ferðuðust einnig mikið utan-
lands og fórum við með þeim ak-
andi um Þýskaland er við áttum
heima í Kaupmannahöfn, einnig
um Svíþjóð og Danmörku. Þau
fóru líka m.a. nokkrar góðar ferðir
með Ingólfi í Heimsferðum.
Ég sendi innilegar samúðar-
kveðjur til elsku systur minnar,
dætranna og þeirra fjölskyldna.
Ég kveð þig nú kæri Örn, eftir
löng og góð kynni, þú reyndist
alltaf minn trausti vinur þegar
mest reyndi á.
Guð blessi þig.
Margrét Guðmundsdóttir.
Fallinn til foldar merkur maður,
Örn Forberg, fyrrverandi skóla-
stjóri. Hverju fá orð áorkað þegar
við stöndum á hinum undraverðu
landamærum lífs og dauða? Við
reynum að gera okkur grein fyrir
þessu undri sem lífið og dauðinn
eru. Og hversu oft er skammt þar
á milli, og þá um leið hversu dvöl
okkar hér á jörð er stutt. Fyrir
áratugum kynntist ég Erni For-
berg og eiginkonu hans Guðrúnu
Ágústu Guðmundsdóttur, kölluð
Rúna. Fljótt tengdumst við sterk-
um vináttuböndum sem hvorki
trosnuðu né brustu.
Nú á kveðjustund skynja ég
betur en áður að það varð mér
gæfa að kynnast þessum flug-
greinda ljúflingi sem Örn Forberg
var. Örninn flýgur fugla hæst.
Erni var ljúft og átti auðvelt með
að liðsinna þeim sem leiðsögn
þurftu. Yfir Erni hvíldi sérstök
sálarró, sem gerði nærveru hans
góða, sem ekki fór framhjá þeim
sem kynntust honum. Þó var hann
um leið allra manna glaðastur og
ekki síst í góðra vina hópi. Oft
velti hann fyrir sér lífríki jarð-
arinnar, allt frá smæstu lífverum
upp í þær stærstu, með mikilli
virðingu og lotningu. Öll sú tilvist
er okkur mannanna börnum ill-
skiljanleg, verðugt verkefni til
heilabrota.
Fyrir áratugum fluttu þau
sómahjón Örn og Rúna búferlum
út til Svíþjóðar og eignuðust þar
fallegt heimili. Ekki fór milli mála
að þótt þau yndu sér vel við störf í
Svíaríki var hugurinn ævinlega
tengdur sterkum böndum hólm-
anum góða langt norður í Atlants-
hafi, enda hvert sumar nýtt til
dvalar þar. Oft skynjaði ég hve
Örn dáði fósturjörð sína og ekki
síður íslenska tungu, enda ís-
lenskumaður svo af bar. Næmur
fyrir málfari manna og tungutaki.
Þar var hann sannarlega á heima-
velli, eins og á svo mörgum öðrum
sviðum.
Þau hjónin Örn og Rúna komu
sér upp sumarhúsi á bökkum
Vesturhópsvatns í Vestur-Húna-
vatnssýslu. Þar var þeirra
draumastaður, ljúft og gott var að
heimsækja þau í þeirra paradís.
Þaðan á ég margar ljúfar minn-
ingar. Ein þeirra grópaðist þó
dýpst í vitund mína. Þau Örn og
Rúna voru með ungt barnabarn
með sér í umrætt skipti. Þegar
halla tók kvöldi og háttatími kom-
inn hjá ömmubarninu bar amma
Rúna það til hvílu. Hjálpaði hún
því að signa sig og lesa með því
bænir fyrir svefn, eftirminnileg
stund. Þar rifjaðist upp fyrir mér
æska mín. Þessi litli atburður seg-
ir meira en langt mál, hvernig
andrúmsloftið var á heimili Arnar
og Rúnu. Of langt mál væri upp að
telja allar þær góðu samveru-
stundir sem ég hef átt með þeim
sómahjónum í gegnum árin. Sam-
verustundir sem gleymast ekki.
Ég trúi því og treysti að minn-
ingin um góðan dreng verði ekki
að kulnuðum glæðum, heldur ljós-
beri sem heldur á lofti kyndli
minninganna um ókomin ár. Leiðir
skilur um stund, því kveð ég góð-
an vin Örn Forberg hinstu kveðju.
Rúnu, dætrum, barnabörnum,
öðrum ættingjum og vinum sendi
ég mínar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Hafsteinn Sveinsson.
✝
Ástkær eiginkona, móðir, tengdamóðir, amma,
dóttir og systir,
JÓHANNA LOVÍSA VIGGÓSDÓTTIR,
Hanna Lísa,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn
23. apríl kl. 13.00.
Þorsteinn Barðason,
Þuríður Þorsteinsdóttir, Anders Tærud,
Kolbrún Þorsteinsdóttir, Arnar Þorvarðarson,
Barði Freyr Þorsteinsson,
Emelía Dís Torfadóttir,
Viggó M. Sigurðsson,
Egill Viggósson,
Sigurður V. Viggósson,
Guðmundur Björnsson,
Benoný Bergmann Viggósson,
Kolbrún Viggósdóttir.
✝
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
ÁRDÍS OLGA STEINGRÍMSDÓTTIR,
Árskógum 8,
lést á Landspítalanum í Fossvogi fimmtudaginn
15. apríl.
Útförin fer fram frá Seljakirkju föstudaginn 23. apríl
kl. 13.00.
Ragnar Elíasson,
Helga Ragnarsdóttir, Sigurður Guðmundsson,
Elísa S. Ragnarsdóttir, Friðrik Guðnason,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær sonur okkar, bróðir og barnabarn,
ÍSAK RAFAEL JÓHANNSSON,
lést mánudaginn 19. apríl.
Aðalbjörg Jónsdóttir, Jóhann Rúnar Sigurðsson,
Jóhann Vilhjálmur Ólason,
Óli Dagmann Jóhannsson,
Villy Böegh Olsen Jóhannsson,
Jón Aðalsteinsson, María Kristjánsdóttir,
Kolbrún Inga Sæmundsdóttir, Björn Arnórsson,
Óli Dagmann Friðbjörnsson, Hulda Jóhannsdóttir.
✝
Ástkær systir okkar, móðir, tengdamóðir og amma,
SIGRÚN ALEXANDERSDÓTTIR,
Gnoðarvogi 38,
Reykjavík,
lést mánudaginn 19. apríl.
Kristinn Reynholt Alexandersson,
Árni Alexandersson,
Heiðar Alexandersson,
Þorsteinn Jóhannsson,
Lísa Birgisdóttir, Harri Hákonarson
og barnabörn.
✝
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
ALDA ÞÓRARINSDÓTTIR,
Hólum 15,
Patreksfirði,
lést á Landspítalanum í Fossvogi sunnudaginn
18. apríl.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Árni Halldór Jónsson,
Hrönn Árnadóttir, Guðmundur Ólafur Guðmundsson,
Þór Árnason, Sigríður Einarsdóttir,
Dröfn Árnadóttir, Einar Jónsson,
Jón Bessi Árnason, Guðrún Gísladóttir,
Sævar Árnason, Elena Alda Árnason,
Stefanía Heiðrún Árnadóttir, Valgeir Ægir Ingólfsson,
Brynja Árnadóttir, Guðmundur Aðalsteinsson,
barnabörn og barnabarnabörn.