Morgunblaðið - 22.04.2010, Page 30

Morgunblaðið - 22.04.2010, Page 30
30 Minningar MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. APRÍL 2010 ✝ Guðrún Lilja Guð-steinsdóttir var fædd á jóladag 1937 í Vestmannaeyjum. Hún lést á heimili sínu 2. apríl, 2010, í LaPorte, Indiana. Foreldrar hennar voru þau Margrét Guðmundsdóttir, hús- freyja og skáld, f. 20.6.1909, d. 7.7.2000, ættuð úr Borgarfirði, og Guðsteinn Þor- björnsson, sjómaður og vörubílstjóri, f. 6.10. 1910, d. 14.2. 1995, ættaður úr Vestmannaeyjum. Systkini Lilju eru Svanhvít Krist- rós, f. 22.5. 1931, d. 8.8. 1935, Reynir, f. 10.5. 1933, Sóley, f. 2.10. 1934, Birgir, f. 9.6. 1936, Smári, f. 12.12. 1939, Eygló, f. 2.10. 1944, Erna Rós, f. 24.10. 1948, Helga, f. 12.9. 1952. Á páskadag, 1. apríl 1956, giftist Lilja Steinþóri Þórðarsyni, sókn- arpresti aðventista, f. 29.8. 1937. Þau eignuðust fjögur börn. Þau laude og svo meistaraprófi frá Andrews University í Michigan á þremur og hálfu ári. Hún kenndi í Barnaskóla Njarðvíkur í mörg ár og sérhæfði sig í að hjálpa börnum með lestrarerfiðleika. Hún tók þátt í að þýða og útbúa kennslugögn til að leiðbeina kennurum sem vinna með börnum með lestrarerfiðleika. Til margra ára starfaði Lilja og eiginmaður hennar fyrir kirkju sjö- unda dags aðventista í Nígeríu og Simbabve. Síðar stofnuðu þau Boð- unarkirkjuna og Útvarp Boðun. Hún tók upp hundruð þátta og hugvekja og las barnasögur fyrir útvarpið. Rödd hennar er því vel þekkt mörgum landsmönnum. Lilja snerti líf þúsunda ein- staklinga í þremur heimsálfum með hæfileikum sínum, hlýju brosi og kærleiksríku viðmóti. Langvar- andi veikindi frá táningsaldri settu mark sitt á líf hennar. Hún lét þó slíkt aldrei hindra framgang sinn né áform. Eins og áður er getið lést Lilja á heimili sínu í LaPorte í faðmi fjölskyldu sinnar. Mörgum þykir það athyglisvert, að gefa gaum vissum merkisdögum í lífi hennar, t.d., að hún fæddist á jóla- dag, gifti sig á páskadag og lést á föstudaginn langa. Útför Lilju fór fram í kirkju sjö- unda dags aðventista í LaPorte, In- diana 9. apríl 2010. eru: 1) Þröstur Birk- ir, f. 1956, kvæntur Jónínu Guðmunds- dóttur, f. 1956, börn þeirra eru Hjalti, Hilda, gift Jason Scott, Heiðar og Hrefna. 2) Haukur Smári, f. 1961, kvæntur Lori Ann Zbaraschuk, f. 1961. Börn þeirra eru Erik Michael og Shelby Renée. 3) Guðsteinn Þór, f. 1963, kvæntur Lori Ann Kendall, f. 1964, börn þeirra eru Alyssa Mar- ie, Kristófer Jón og Tifanny Lára. 4) Margrét Harpa, f. 1972, gift Tom Huntress, f. 1967. Dætur þeirra eru Elisabeth Katrín sem lést 1994, Kristína Rós, og Kathelyn Lily. Lilja ólst upp í Vestmannaeyjum, stundaði nám í Barnaskóla aðvent- ista og Hlíðardalsskóla. Eftir að hafa starfað sem húsfreyja, móðir og prestsfrú í mörg ár, fór hún aft- ur í nám og lauk bæði BS-prófi í kennslufræðum með magna cum Upp í hugann kemur lýsingin eng- ill í mannsmynd, þannig var Lilja. Kynni okkar hófust við komu prestshjónanna til Íslands frá Afríku. Ég var nýbúin að taka niðurdýfing- arskírn og að stíga fyrstu skrefin í lif- andi trú. Hjónin tóku mig inn að hjarta sínu strax í upphafi og ég fann fljótt hve stórkostlega manngerð Lilja hafði að geyma. Ef ég ætti að lýsa því efnislega kæmu upp orð eins og mjúk, ástrík, einlæg, gætin, sönn, traust og um- fram allt Guði helguð og sannkristin kona, með besta faðmlag í heimi. Aldrei falskur tónn eða baktal. Ef einhver gat huggað og uppörvað var það Lilja sem ég tók strax ástfóstri við og leit á sem mína bestu fyrir- mynd í trúargöngunni með Jesú. Hún fékk mig til að trúa á getu mína og styrkti sjálfsmynd mína betur en nokkur sem ég þekki. Það er stundum sagt að þú syrgir það mest sem var gleði þín, þegar einhver er farinn úr lífi þínu. Það er mikill sannleikur í því. Lilja hafði lag á því að hjálpa manni til að finna feg- urð og tilgang í lífinu og að trúa á verðleik sinn í augum Guðs. Nú þeg- ar söknuðurinn og tilhugsunin um að biðin eftir að sjá hana aftur verði svo óbærilega löng er huggun að leita í minningasjóðinn og rifja upp gleðina sem við áttum saman. Fyrst kemur upp dagur sem ég varðveiti sem dýr- mæta perlu. Dagurinn þegar eitt barna minna játaði Krist sem sinn frelsara og leiðtoga í niðurdýfingar- skírn. Athöfnin var yndisleg og hjarta mitt var fullt af gleði og þakk- læti. Á eftir buðu Lilja og fjölskylda upp á matarborð, samsett af hollum, ljúffengum og lífrænum réttum. Lilja var snillingur að framreiða gómsæta jurtarétti og ég lærði mikið af henni. Þessi dagur var bjartur og góður, ekki síst vegna umhyggju Lilju og hennar ástvina. Að þroskast í trú er ekki sjálfgefið, maður leitar að kost- um og göllum. Lilja hafði þau áhrif að ég lærði að treysta á Guð umfram mannlegan breyskleika. Ég komst að því að sú ganga tekur allt lífið. Henn- ar reynsla og ganga með Guði hefur verið mín uppörvun og fyrirmynd. Önnur góð minning er ferðin til inn- söfnunar fyrir hjálparstarf aðvent- ista, árlegur viðburður. Við áttum saman nokkra góða ferðadaga og heimsóttum berjamó á æskustöðvum mínum. Á mynd af okkur með fulla lófa af safaríkum berjum, dýrmæt gleðiminning. Það er erfitt að þurfa að iðrast einhvers en svo er oft um okkur mannfólkið. Mín iðrun er sú að ég lét Lilju mína alltof sjaldan finna hve dýrmæt hún væri. Mér fannst hún vera svo miklu stærri í öllu að hún þyrfti ekki svo mikið á orðum frá mér að halda. Núna vildi ég óska þess að ég hefði skrifað henni mörg „syst- urbréf“ og tjáð henni væntumþykju mína oftar. Lilja átti óbifanlega trú um endurkomu Krists og upprisu. Hún sofnaði með þá vissu að hún svæfi þar til Kristur kæmi aftur að kalla þá fram sem sofnaðir eru í trausti á Guð. Það er loforðið sem Jesú gaf við lok veru sinnar hér. Það var táknrænt fyrir Lilju að gefa upp andann á föstudaginn langa. Hún gekk svo sterkt með Jesú allt líf- ið. Guði sé þökk fyrir Lilju. Innilegar samúðarkveðjur til Steina og ástvina allra. Þórdís Ragnheiður Malmquist. „Sælir eru sorgbitnir, því að þeir munu huggaðir verða.“ Matt 5:4. Lilja Guðsteinsdóttir var mér afar kær, ég kynntist henni fyrst árið 1996 þegar ég fór á námskeið um spá- dóma Biblíunnar hjá eiginmanni hennar, dr. Steinþóri Þórðarsyni. Og það var upp úr því sem ég kynntist Lilju. Tveimur árum síðar var ég ein þeirra sem áttu þátt í að stofna Boð- unarkirkjuna með þeim prestshjón- um. Lilja kenndi mér svo margt og var svo mikil fyrirmynd fyrir mig. Þar sem ég byrjaði strax að starfa í kirkjunni, þá var það oft að ég var alls ekki örugg á því hvernig ég ætti nú að bera mig að. En Lilja sá það örugglega og hvatti mig óspart áfram. Hún sagði mér og öðrum sög- ur af trúboðsstarfi þeirra hjóna í Afr- íku sem og þeirra mörgu túar- reynslum bæði hérlendis sem og frá námi þeirra í Bandaríkjunum. Og ég man hvernig mér leið þegar Lilja var að segja okkur þessar sögur, jú ég fylltist löngun til að gera meira fyrir Guð og að vinna fyrir Hann. Lilja kenndi mér að Guð notar venjulegt fólk til þess að gera óvenjulega hluti. Og það var einstakt að fá að sitja og hlusta á þau hjónin segja okkur frá hvernig Guð hafði komið inn í líf þeirra og hvernig þau gátu ætíð treyst Guði fyrir öllum sínum þörf- um, þó svo að oft væri skortur á ýms- um nauðsynjum. Það var eitthvað svo einstakt að fá að upplifa slíkt æðru- leysi í fari Lilju og Steina. Að það væri til fólk sem virkilega treysti Guði fyrir öllu sínu lífi. Já, ég veit ekki með þá sem þetta lesa, hvort þið hafið upplifað að verða vitni að slíkri trúarreynslu annarra, en ég segi að það er meira en vitnisburður, það einfaldlega er til þess að maður sjálf- ur eignast þessa sömu trú. Að lifa lífi þar sem maður treystir Guði snýst ekki um að við sjálf séum fullkomin. Lífið með Guði snýst ekki um okkur sjálf, heldur um það hvað Guð getur gert í gegnum okkur og fyrir okkur. Við erum öll syndug og í þörf fyrir Jesú Krist. Og eins góð manneskja og Lilja var, þá gerði hún sér grein fyrir því að hún einnig var í mikilli þörf fyrir Jesú. Það er með miklum söknuði að ég kveð þessa yndislegu trúsystur, sem var einnig trúarlegur leiðtogi fyrir mig. Öll fjölskyldan þeirra, bæði syn- ir og dóttir og allt þeirra fólk, hefur ætíð komið fram við mig og mína fjöl- skyldu eins og við tilheyrðum þeirra fjölskyldu og það er mikill heiður fyr- ir mig, því þau eru öll svo mikið sóma- fólk og svo margt sem hægt er að læra af fjölskyldu sem stendur sam- an og á til kærleika hvert til annars líkt og þau eiga. Ég votta Steinþóri og allri stórfjöl- skyldunni samúð mína, en þau eru öll búsett í LaPorte í Indianaríki í Bandaríkjunum. Það er mikið skarð sem Lilja skilur eftir sig, og óbæri- legur sársauki í hjörtum fjölskyld- unnar. Ég bið Jesú um að styrkja þau öll og minna þau á hina sælu von um að einn daginn kemur Jesús og segir: „Það er kominn tími til þess að fara heim.“ Hafðu þökk fyrir allt elsku Lilja, sjáumst á upprisumorgninum er Jes- ús kemur að sækja alla þá sem hafa sett traust sitt á Hann. Ragnheiður Laufdal, prestur Boðunarkirkjunnar. Lilja var kennari af lífi og sál. Ég vann með henni við sérkennslu í Njarðvíkurskóla í nokkur ár og reyndist sá tími mér einstaklega lær- dómsríkur. Hún helgaði sig nemend- um sínum og reyndi stöðugt að koma með nýjar hugmyndir um hvernig hægt væri að kenna börnum með les- hömlun og börnum sem eiga við námserfiðleika að stríða. Hún lagði mikla áherslu á fjölbreytt vinnu- brögð í kennslunni „ef aðferðin geng- ur ekki, hvers vegna ætti þá meira af sömu aðferð að skila árangri?“ spurði Lilja oft og þá var reynt að finna aðr- ar leiðir sem hentuðu einstaklingnum betur. Jákvætt viðhorf Lilju til barna og fólks setti mark sitt á líf hennar og allt starf hennar í skólanum. Hún skildi vel gildi þess að vera í góðum tengslum við foreldra og upplýsa þá um hvað hún var að gera í kennslunni og kenndi hún foreldrum ýmsar að- ferðir við að þjálfa börn sín í lestri. Lilja var menntaður lestrarfræðing- ur og áhugi hennar á heildstæðri móðurmálskennslu leiddi okkur nokkra kennara við Njarðvíkurskóla í tveggja ára þróunarverkefni um markvissa lestrarkennslu og heild- stætt móðurmál. Þetta verkefni kynntum við og seldum víða um land. Lilja hafði skýra sýn sem kennari, hafði alltaf eitthvað til málanna að leggja og það var hlustað á hana. Hún hafði mikinn áhuga á námsmati og útbjó mörg lestrar- og lesskilnings- próf sem enn eru mikið notuð. Hún hafði lag á að nýta sér matið til að fylgjast stöðugt með framförum nemenda sinna og til að hvetja þá áfram í námi. Eftir að Lilja hætti störfum við skólann gaf hún okkur heilmikið safn af móðurmálsverkefnum sem hún hafði þýtt, samið og myndskreytt. Við fundum að hugurinn var enn við kennsluna þótt starfsgetan minnkaði. Við byggjum enn á þeirri hugmyndafræði Lilju að setja lestur og móðurmálskennslu í öndvegi í skólastarfinu. Hugur minn er fullur þakklætis fyrir að hafa fengið að kynnast Lilju og starfa svo náið með henni við skólann. Áhuginn, hlýjan og einlægnin sem einkenndu Lilju alla tíð hafði mikil áhrif á okkur sem störfuðum með henni og fyrir það er- um við þakklát. Skólasamfélag Njarðvíkurskóla þakkar óeigingjarnt starf Lilju að kennslu og skólastarfi hér í Njarðvík. Lára Guðmundsdóttir. Kær trúsystir sofnuð. Útvarp Boðun FM-105,5 var Lilju ákaflega kær og lagði hún sitt af mörkum með sínum yndislega boð- skap sem birtist í hugvekjum, smá- sögum og hvatningum til þess að ís- lenska þjóðin fengi að heyra Guðs orð. Við hér á útvarpi Boðun viljum heiðra minningu Lilju og allt það stórkostlega starf sem hún vann fyrir Guðs málefni hér á jörð, því hefur verið stofnaður minningarsjóður til styrktar áframhaldandi starfi við út- breiðslu kristins boðskapar. Við hjá Boðunarkirkjunni vottum ástvinum Lilju innilega samúð við fráfall hennar og þökkum fyrir allt sem við höfum þegið og upplifað með einstakri konu. Þórdís Ragnheiður Malmquist, ritari Boðunarkirkjunnar. Guðrún Lilja Guðsteinsdóttir ✝ Herbert Krist-jánsson fæddist á Sauðarkróki 31. októ- ber 1932. Hann lést á heimili sínu 29. mars 2010. Foreldrar hans voru Sigrún Jóns- dóttir og Kristján Guðbrandsson. Börn þeirra eru Ármann, Jón Trausti, Ásta og Þorsteinn. Þau skildu. Seinni kona Kristjáns var Petrína Guðrún Sveinsdóttir. Börn þeirra eru Gunnlaug, Ingimar og Lilja. Seinni maður Sig- rúnar var Rögnvaldur Ámundason og þau eignuðust tvö börn, Sig- urbjörgu og Ámunda. Herbert giftist Guðbjörgu Egils- dóttur og þau eignuðust tvö börn. 1) Kolbrún, f. 6. desember 1965, sam- býlismaður Brynjar Emilsson. Dótt- ir Karen Tara Steinþórsdóttir, f. 17. október 1986, dóttir Kolbrún Ca- mila, f. 29. desember 2008. 2) Sveinn Haukur, f. 7. mars 1973, sonur hans og Sylvíu Guðmunds- dóttir er Hinrik, f. 18. október 1996. Sonur hans og Önnu Maríu Dolores er Ívan Her- bert, f. 22. október 2006. Fyrir átti Guð- björg Egil Grétar Björnsson, f. 12. júlí 1960, sem Herbert gekk í föðurstað. Þau slitu samvistum 1976. Eftirlifandi sambýlis- kona Herberts síðast- liðin 30 ár er Dagný Austan Vern- harðsdóttir. Herbert hóf ungur að stunda sjóinn, 16 ára fór hann á síðutogara og var á sjónum næstu 30 árin. Hann hóf vinnu við húsa- viðgerðir sumarið 1970 og starfaði við það til 2007. Frá 1980 til 1990 starfaði hann á veturna við loðnu- vinnslu. Útför Herberts fór fram frá Ví- dalínskirkju í Garðabæ 9. apríl 2010. Elsku pabbi minn, það var mikið áfall sem dundi yfir mig er þú hvarfst á braut. Minningarnar hrönnuðust upp um þær góðu stund- ir sem við áttum alltaf saman, elsku pabbi minn. Það var alltaf svo gott að getað leitað til þín með öll heimsins vandamál og alltaf leið manni betur eftir stutt spjall og maður sá ljósið við enda ganganna. Svo oft tókst þér að leiðbeina mér í rétta átt þegar ég var ráðvilltur, nema kannski með hestamennskuna þó þú reyndir nokkuð oft. Ekki má gleyma öllum funheitu umræðunum okkar á milli um pólitík sem enduðu alltaf í hlátri og glensi. Þú varst kletturinn í lífi okkar barnanna þinna og skilur eftir þig skarð sem enginn getur fyllt. Ég hugsa um þig daglega með hlýhug og söknuð í brjósti mér, elsku pabbi minn. Hvíld þú í guðs faðmi og vaktu yfir mér og þínum um ókomna tíð. Þinn sonur, Sveinn Haukur. Ég hitti Herbert fyrst ’94 og hef síðan þá oft getað brosað að þeim degi. Svenni kynnti okkur inni á kaffistofu uppi í hesthúsi og fyrir ungt fólk er stundum hálfvandræða- legt að hitta foreldra kærasta síns í fyrsta sinn. Herbert sat og horfði á mig með stríðnisbrosi í langan tíma og gerði mér þennan fyrsta fund svo sannarlega ekki auðveldari með því. En svona man ég hann þó best og þessi fyrsti fundur okkar er í dag góð minning um góðan og hlýjan mann sem ég lærði fljótt að meta og þykja vænt um. Þrátt fyrir sambúðarslit okkar Svenna síðar meir átti fjöl- skylda hans alltaf og mun alltaf eiga stað í mínu hjarta enda gott fólk sem alltaf hefur reynst drengnum okkar Svenna vel. Herbert var Hinriki góð- ur afi og fyrir það verð ég honum æv- inlega þakklát. Við Hinrik erum einnig þakklát fyrir okkar síðustu stund saman en Herbert og Dagný komu með okkur í kirkju 21. mars sl. og voru viðstödd fermingu Hinriks og áttu með okkur yndislegan dag í veislunni eftir kirkjuna. Langri bar- áttu Herberts við krabbamein og veikan líkama er nú lokið en minn- ingin um frábæran afa og góðan og sterkan mann lifir áfram. Því að hvað er það að deyja annað en að standa nakinn í blænum og hverfa inn í sólskinið? Og hvað er að hætta að draga andann annað en að frelsa hann frá frið- lausum öldum lífsins, svo að hann geti risið upp í mætti sín- um og ófjötraður leitað á fund guðs síns? Aðeins sá, sem drekkur af vatni þagn- arinnar, mun þekkja hinn volduga söng. Og þegar þú hefur náð ævitindinum, þá fyrst munt þú hefja fjallgönguna. Og þegar jörðin krefst líkama þíns, muntu dansa í fyrsta sinn. (Úr Spámanninum) Með ást og þakklæti fyrir góðar minningar, Hinrik og Sylvía. Herbert Kristjánsson Morgunblaðið birtir minningar- greinar endurgjaldslaust alla út- gáfudaga. Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins. Smellt á reitinn Senda inn efni á for- síðu mbl.is og viðeigandi efnisliður valinn. Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstu- degi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.