Morgunblaðið - 22.04.2010, Síða 31

Morgunblaðið - 22.04.2010, Síða 31
Minningar 31 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. APRÍL 2010 Elsku afi. Allt í einu var þessu lokið. Þú varst bara þokkalega hress inni á milli, þessa síðustu daga, spjallaðir mikið og varst með húmorinn á lofti. Fórst meira að segja með nokkrar stökur fyrir mig í eitt skiptið á spít- alanum og brosið náði þá alveg til augnanna. Þá varstu aftur líkur þér. Þér fannst alltaf gaman að segja frá skemmtilegum hlutum, sögur úr sveitinni, skemmtilegar vísur eða brandara. Þú varst mikill húmoristi og ég á margar góðar og skemmtilegar minningar úr heim- sóknunum til ykkar ömmu í gegn- um árin. Sögurnar varðveiti ég vel og get deilt þeim með börnunum mínum þegar þau vaxa úr grasi. Þau eru heppin að hafa fengið að kynnast ykkur báðum. Það eru nú ekki allir sem fá að njóta samvista við langafa og langömmu fyrstu uppvaxtarárin. Það verður þeim ómetanlegt. Það sem stendur nú líka upp úr í minningunni er ferðin sem þú fórst með okkur norður í land árið 2003. Toni, móðurafi minn, kom með okk- ur líka. Hugrún talar alltaf um „langafaferðina“ og þó svo að hún hafi aðeins verið tveggja og hálfs árs á þeim tíma man hún vel eftir þessari ferð. Við fórum á Hofsós og gistum á „Króknum“ í nokkrar nætur. Þetta var skemmtileg og eftirminnileg ferð sem er mér mjög dýrmæt. Þú varst mörgum kostum gædd- ur, meðal annars þeim að þú talaðir aldrei illa um nokkurn mann. Það er góður kostur. Þú sagðir við mig á spítalanum: „maður er bara færður til aftur og aftur og hefur ekkert um það að segja“. En síðustu tilfærslunni réðir þú alveg sjálfur, til ömmu í betri heima. Mér finnst þetta fallega ljóð Hannesar Péturssonar eiga vel við glæsileg og samrýnd hjón eins og þið amma voruð og þið verðið áfram í hugum okkar um ókomna tíð. Bjarma slær snöggt á bliknandi garðinn! Sjá! Þau tvö, ein saman elskendurnir ganga þarna ljósklædd hlið við hlið og vefja hvort annað öðrum handlegg sínum en veifa hinum frjálslega frá sér í golunni. Þau ganga svo þétt saman hlið við hlið að héðan, tilsýndar eru þau einn maður, nei alhvítur fugl, mikill, hann blakar vængjum og teygir hálsinn fram og upp inn í fullsælu sem hann trúir að vari frá eilífð til eilífðar. (Hannes Pétursson.) Einar, Hugrún Líf, Anton Guðni og Kjartan Pétur þakka ykkur ógleymanlega samveru og minnast ykkar með hlýju í hjörtum. Elsku afi, megið þið hvíla í friði sameinuð á ný. Jarþrúður Guðnadóttir (Jara). Í fáum orðum langar mig til að minnast Jóns Guðnasonar. Þegar hugurinn hvarflar til baka þá er mér minnisstæðast þakklæti fyrir tryggð og vinskap sem aldrei rofn- aði. Jón eða Nonni afi eins og við kölluðum hann alltaf og kona hans Jón Guðnason ✝ Jón Guðnasonfæddist 31.10. 1920 í Hlíð í Hruna- mannahreppi, Árnes- sýslu. Hann lést á Landspítalanum 12. apríl 2010. Útför Jóns Guðna- sonar fór fram frá Fossvogskirkju 21. apríl 2010. Stebba sem lést 28. janúar sl. voru sam- hent orkumikil hjón, og eru minningar í kringum sláturgerð, lopapeysur, prjóna- skap, saumaskap og laxveiðar mér ofar- lega í huga, sem og ferðir austur fyrir fjall í bústað þeirra hjóna. Samheldni mikil og alltaf tekið vel á móti gestum og gangandi af miklum rausnarskap. Það kom mér í sjálfu sér ekki á óvart að Nonni færi svona stuttu eftir að Stebba kvaddi þennan heim, það segir sig sjálft, hjón sem eru búin að arka saman hönd í hönd á langri ævibraut slíta ekki svo auðveldlega slík bönd. Falleg minning um falleg hjón mun lifa í afkomendum, þökk sé ykkur fyrir að hafa vera þið, því kveð ég ykkur með hlýjum huga. Minningin um Nonna og Stebbu lifir. Guðrún Antonsdóttir. Afa varð að ósk sinni, að fara til ömmu eins fljótt og hann gat, amma dó fyrir aðeins rúmum tveimur mánuðum. Það kemur reyndar ekki á óvart að það yrði svona stutt á milli þeirra, þau voru svo samrýnd og hefðu átt 60 ára brúkaupsafmæli á þessu ári. Mikið er gott að vita af þeim saman núna, örugglega að prjóna, í berjamó, eða afi stendur úti í á að veiða og amma að gera kjötsúpu fyrir hann á meðan … Ég á margar dýrmætar minn- ingar um afa. Afi var held ég duglegasti maður sem ég þekki, hann var alltaf að, má þar nefna sumarbústaðinn sem hann byggði í múraralandinu, á ég margar yndislegar minningar það- an. Ég man hvað ég var montin að eiga afa sem prjónaði og nutum við mæðgurnar góðs af því. Hann og amma gerðu allt saman, prjónuðu, tóku slátur, bökuðu pönnsur og kleinur, afi bakaði bestu pönnsur í heimi. Þau elskuðu að fara í berja- mó og svo var sultað og dreift á fjölskylduna. Afi var mikill veiðimaður og fór ég nokkrum sinnum með afa og ömmu er ég var yngri, hann naut sín í botn standandi úti í ánum með stöng í hendi, þeir voru ófáir lax- arnir sem hann dró á land. Svo var reykt eða grafið og allir fengu að smakka afafisk. Það lék allt í höndunum á afa, hann gat lagað allt og gert allt, það voru líka ófá skiptin sem ég flutti með stelpurnar mínar, þá var afi fyrstur á svæðið að hjálpa mér að festa upp og koma öllu fyrir og iðu- lega kom hann með pönnsur eða kleinur með sér. Ég man líka jólin í gamla daga í Goðheimunum, þegar afi lék jóla- svein og tók okkur krakkana í poka og fór með okkur niður í kjallara. Það var svo yndislegt að koma um jólin til þeirrar og spila og svoleiðis með ykkur, þá var mikið hlegið! Afi var mjög barngóður maður og löð- uðust börnin að honum, hann hafði mikla þolinmæði og naut þess að gefa þeim ásamt öðrum að borða … og grínast. Þegar ég sat uppi á spítala hjá afa, áður en hann dó kom svo sann- arlega í ljós hvaða mann hann hafði að geyma. Þvílík þolinmæði og dugnaður og húmorinn enn til stað- ar fram á síðustu stund þótt að honum hafi liðið mjög illa, ég dáðist að honum. Hann var algjör hetja. Elsku afi minn, nú ertu kominn til ömmu og þið getið verið saman á ný, guð hefur fengið tvo bestu engla í heimi! Mig langar að þakka þér fyrir allt sem þú hefur gert fyr- ir mig og stundirnar með ykkur ömmu eru svo dýrmætar og ómet- anlegar. Það er eiginlega óbærileg hugsun að geta ekki skroppið til ykkar og spjallað, en það bíður betri tíma er við hittumst á ný. Ég kveð þig með söknuði og virð- ingu og guð veri með þér, elsku afi minn, og knúsaðu ömmu og alla frá mér. Kveðja frá Dinna og fjölskyldu okkar. Þitt starf var farsælt, hönd þín hlý og hógvær göfgi svipnum í. Þitt orð var heilt, þitt hjarta milt og hugardjúpið bjart og stillt. (Höf. ók.) Guð geymi þig alltaf afi, minn, ég mun aldrei gleyma þér. þín, Guðrún. Á ég að segja þér sögur af köll- unum? spurði Nonni frændi glað- lega. Hann kom eins og hressilegur andblær austur að Jaðri, þessi káti, snaggaralegi móðurbróðir minn og glaðværðin geislaði í kringum hann. Svo setti hann mig í handarkrikann og hóf að segja kímnisögur af mönnum og málefnum. Þær fóru að vísu að mestu fyrir ofan garð og neðan hjá mér en aðrir heimilis- menn skemmtu sér vel og ég líka, upp með mér vegna þess að mér fannst þetta allt gert fyrir mig. Þannig var Jón Guðnason. Hann var dugnaðarforkur, ósérhlífinn og greiðvikinn. Það var tilhlökkun að heimsóknum hans. Sérstaklega man ég eftirvæntinguna sem ríkti eitt sinn þegar von var á Nonna því nú ætlaði hann að kynna kærustuna sína fyrir fjölskyldunni. Mér finnst ég hafa kropið á stól við baðstofu- gluggann lengi dags að svipast um hvort ekki færi að bóla á gestunum og loks komu þau ríðandi heim veg- inn því þau höfðu verið sótt í veg fyrir rútuna. Enginn varð fyrir vonbrigðum við að hitta Stebbu. Þessi sæta, brosmilda kona varð kærkominn hluti fjölskyldunnar í meira en sex- tíu ár. Allt lék í höndum hennar, hvort sem það var saumaskapur, matargerð, bakstur eða annað heimilishald. Þau voru samhent hjón, glaðvær og skemmtileg og það var ákaflega gaman að ræða við þau þjóðmálin sem þau höfðu sterkar skoðanir á. Þegar Stebba kvaddi þennan heim í upphafi líð- andi árs missti Nonni mikið og í raun hvarf lífslöngun hans að mestu um leið. Ég á þeim hjónum margt að þakka og mig langar því að minnast þeirra beggja. Sem unglingur dvaldi ég hjá þeim um lengri og skemmri tíma og ég fann að ég var velkomin. Þannig hlúðu þau að mér í uppvextinum eins og svo margir í fjölskyldunni. Nonni var næstelstur sjö systk- ina og var tekinn úr skóla ári fyrir fermingu til að vinna við bústörfin. Seinna fór hann í Héraðsskólann á Laugarvatni. Þar var hann lengi minnisstæður kennurum sínum fyr- ir námshæfileika. Síðar nam hann múraraiðn. Hann var góður fag- maður, vandvirkur og afkastamikill. Múrverkið er með erfiðustu iðn- greinum og hann hlífði sér hvergi. Það var því lúinn maður sem lagð- ist til hvílu að loknu löngu dags- verki þann tólfta þessa mánaðar. Honum og Stebbu er þökkuð samfylgdin og allt það sem þau miðluðu umhverfi sínu í gegnum tíðina. Blessuð sé minning Stebbu og Nonna. Lilja Ólafsdóttir. ✝ Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs tengdasonar míns, föður, tengdaföður og afa, GUÐMUNDAR ÁRNA BJARNASONAR, Smárahvammi 2, Hafnarfirði, sem lést miðvikudaginn 31. mars. Guðríður Guðbrandsdóttir, Þorsteinn Guðmundsson, Björg Sigurðardóttir, Júlíana Ósk Guðmundsdóttir, Ólafur Björn Heimisson, Guðmunda Gyða Guðmundsdóttir, Gylfi Bergmann Heimisson og barnabörn. ✝ Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SÓLVEIG BJARNADÓTTIR frá Flateyri, sem andaðist á Hrafnistu Reykjavík laugardaginn 10. apríl, verður jarðsungin frá Áskirkju föstudaginn 23. apríl kl. 11.00. Sigurður Ásgeirsson, Hjördís Björnsdóttir, Dagur Ásgeirsson, Sunneva Traustadóttir, Bergþóra Ásgeirsdóttir, Guðmundur Kristjánsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför frænku okkar, POLLYAR SVANLAUGAR GUÐMUNDSDÓTTUR, Bókhlöðustíg 2, Reykjavík. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Sérstakar þakkir til starfsfólks Heilbrigðisstofnunar Vesturlands Hvammstanga. Guðmundur Jóhannesson, Bjarney G. Valdimarsdóttir, Jónína Ögn Jóhannesdóttir, Birgir Jónsson, Árni Jóhannesson, Anna Olsen, Guðmann Sigurbjörnsson, Kristín A. S. Aradóttir, Edda Ársælsdóttir. ✝ Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, AGNAR ÁRNASON kaupmaður, sem lést miðvikudaginn 14. apríl, verður jarðsunginn frá Árbæjarkirkju föstudaginn 23. apríl kl. 15.00. Magnhildur Friðriksdóttir, Magnús Agnarsson, Ulrika Bladh, Kristbjörg Agnarsdóttir, Konráð Sveinsson, Arnar Jökull Agnarsson, Anna Lára Magnúsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÓLAFUR FRIÐRIK ÖGMUNDSSON, til heimilis að Grænumörk 5, Selfossi, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands þriðjudaginn 20. apríl. Útförin fer fram frá Víkurkirkju laugardaginn 1. maí kl. 14.00. Ögmundur Ólafsson, Helga Halldórsdóttir, Alda Guðlaug Ólafsdóttir, Lilja Guðrún Ólafsdóttir, Björn Friðriksson, Erna Ólafsdóttir, Eyjólfur Sigurjónsson, Guðlaugur Jón Ólafsson, Angela Rós Sveinbjörnsdóttir, Baldur Ólafsson, Kristín Erna Leifsdóttir, Halla Ólafsdóttir, Guðni Einarsson, Jón Geir Ólafsson, Ólöf Ragna Ólafsdóttir og fjölskyldur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.