Morgunblaðið - 22.04.2010, Side 33

Morgunblaðið - 22.04.2010, Side 33
Minningar 33 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. APRÍL 2010 ✝ Sesselja MargrétFinnbogadóttir fæddist í Hafnarfirði hinn 20. mars 1919. Sesselja andaðist á elli- og hjúkr- unarheimilinu Grund hinn 27. mars. Hún var elsta barn hjónanna Ingibjargar Magnúsdóttur og Finnboga Jónssonar, en auk hennar áttu þau synina Jón, fædd- an 1921, og Rögnvald, fæddan 1927. Þeir bræður eru nú báðir látnir. Ingi- björg fæddist í Hafnarfirði hinn 20. mars 1893, dáin 1970, en Finnbogi fæddist á Borg í Skriðdal 29. júní 1892, hann lést árið 1974. Jón var kvæntur Oktavíu Þóru Ólafsdóttur, þeirra börn eru Finnbogi Þórir og Ingibjörg. Rögnvaldur var kvæntur Kristínu R. Thorlacius, þeirra börn eru Áslaug Thorlacius, Ingibjörg, Ragnhildur, Sigurður Thorlacius (d. 1999), Finnbogi, Örnólfur Einar og Ólafur. Fyrri kona Rögnvaldar er Erla Gunnarsdóttir, þeirra börn eru Hildur og Þrándur. Sesselja bjó alla sína ævi í Hafnarfirði. Hún lauk fullnaðarprófi frá Flensborgarskóla 1934. Eftir það vann hún ýmis störf en lengst af starfaði hún hjá Sjúkrasamlagi Hafnarfjarðar. Útför hennar var gerð í kyrrþey í Hafnarfjarðarkirkju hinn 8. apríl 2010. Mágkona mín, Sesselja Finnboga- dóttir, fæddist í Hafnarfirði. Þar gekk hún í skóla, þar vann hún langa starfsævi hjá sömu stofnun og þar stóð heimili hennar alla tíð. Hún bjó með foreldrum sínum og annaðist þau í elli þeirra. Hún átti tvo yngri bræður sem hún passaði þegar þeir voru litlir. En mannsævin er meira en upptalning á þurrum staðreyndum. Hún er leikur bernskunnar, gleði æskuáranna, árangur í starfi, vinátta, kynni við fólk. Sesselja átti æskuvin- konur sem héldu hópinn alla tíð og hittust reglulega meðan heilsa entist. Hún lauk skyldunámi í Flensborgar- skóla og hana vantaði hvorki vilja né getu til frekara náms, en ytri aðstæð- ur komu í veg fyrir það. Hún varð að vinna fyrir sér. Hún mun þó hafa lært að sauma og það lék allt í höndunum á henni. Hún var með afbrigðum vand- virk og kröfuhörð, ekki síst við sjálfa sig. Hún ræktaði líka garðinn sinn – og stofublómin – af mikilli natni. Hún gerði ekki víðreist um dagana, steig aldrei upp í flugvél, en hafði gaman af að skoða landið sitt og hún gleymdi ekki þeim stöðum sem hún hafði einu sinni komið til. Sesselja átti sjálf ekki afkomendur, en hún dekraði og stjan- aði við bræðrabörn sín, eldaði ofan í þau, saumaði og prjónaði utan á þau og kenndi þeim ýmislegt nytsamlegt. Hún eignaðist nöfnu sem varð henni til mikillar gleði. Hún fylgdist alla tíð vel með þessari stórfjölskyldu sinni, mundi afmælisdaga, fermingar og aðra viðburði ótrúlega vel. Þegar ell- in sótti að voru það bræðrabörnin sem önnuðust hana af alúð og ástríki, og frænkur hennar tvær sátu hjá henni uns yfir lauk. Við sem nutum samfylgdar Sess- elju Finnbogadóttur þökkum af al- hug og biðjum henni blessunar að leiðarlokum. Kristín R. Thorlacius. Mig langar með örfáum orðum að minnast Sissu frænku minnar. Hún bjó lengst af ævi sinnar á Reykjarvík- urveginum fyrir neðan afa og ömmu. Þegar ég var ungur fór ég alltaf yfir til Sissu á sunnudögum í hádeginu þar sem hún eldaði dýrindismat þar sem hún bauð frændum mínum og frænkum og var þar snilldarkokkur á ferð. Alltaf hlakkaði ég til að fá af- mælis- og jólagjafir frá Sissu þar sem hún lagði mikla vinnu í hvern pakka og alltaf var það vandað sem hún gaf, hún hafði yndi af að halda sínu heimili hreinu og fínu og aldrei sást ryk á neinu þar. Sól var á lofti og gott veður þegar hún var lögð til grafar alveg eins og hún hefði pantað það, nú hefur hún fengið sína hvíld hjá pabba sínum og mömmu og hugsa ég hlýtt til hennar með söknuð í hjarta. Guð blessi minn- ingu Sissu frænku minnar. Þinn frændi, Magnús Þór Harrýsson. Heimilið á Reykjavíkurveginum hefur alltaf verið fastur punktur í til- veru okkar systra. Fyrstu minning- arnar þaðan eru tengdar bananalykt, þar voru alltaf til bananar í horn- skápnum í eldhúsinu. Síðan bættist við lykt af perum, framandi ávöxtum sem við munum ekki eftir að hafa smakkað annars staðar fyrr en löngu síðar. Þegar við vorum litlar var þetta heimili afa og ömmu og Sesselju föð- ursystur okkar, síðar bara hennar. Foreldrar okkar og við systkinin fluttumst oft á milli landshlut, frá Borgarfirði til Vopnafjarðar, Seyðis- fjarðar, Siglufjarðar og loks vestur á Staðastað á Snæfellsnesi, og þá var gott að vita af einhverju sem alltaf var á sínum stað. Þannig var það hjá henni frænku okkar, til hennar var alltaf hægt að koma og hún tók alltaf jafnvel á móti okkur. Hún dekraði við okkur, saumaði á okkur og prjónaði og hún á stóran hlut í því hversu áhugasamar við systur urðum um hvers lags handavinnu því hún var óþreytandi að kenna okkur og gefa okkur garn, uppskriftir og góð ráð. Sissa eignaðist engin börn sjálf en við bræðrabörn hennar og okkar börn nutum ástríkis hennar alla tíð, og sögðum einhverju sinni við hana að af barnlausri konu að vera ætti hún ótrúlega mörg barnabörn. Hún fylgdist með okkur öllum, mundi alla afmælisdaga og aldrei brást það að við fengjum frá henni afmælis- og jólapakka. Síðar þegar við byrjuðum í menntaskóla bjuggum við hjá Sissu í Hafnarfirðinum fyrstu tvo veturna. Eftir það fórum við að leigja en kom- um alltaf á sunnudögum í mat, tókum Hafnarfjarðarstrætó með svartan poka af óhreinum þvotti, borðuðum læri eða hrygg og tókum síðan strætó til baka með annan poka fullan af hreinum og straujuðum fötum. Samband okkar frænknanna breyttist með árunum, varð að tryggri vináttu sem aldrei bar skugga á. Upp í hugann koma ótelj- andi stundir við eldhúsborðið í Firð- inum, kaffidrykkja og spjall um allt og ekkert, þessar hversdagslegu samverustundir sem virðast svo létt- vægar en eru svo mikilvægar í minn- ingunni. Að leiðarlokum er okkur efst í huga þakklæti, þakklæti fyrir allt það smáa – og stóra sem frænka okkar gerði fyrir okkur og allt það sem hún var okkur alla tíð. Ingibjörg Rögnvaldsdóttir, Ragnhildur Rögnvaldsdóttir. Sesselja föðursystir mín fæddist í Hafnarfirði á vordögum 1919 í ár- daga hins fullvalda ríkis. Æskuár hennar voru merkileg ár í sögu þjóð- arinnar, þá var mikil veðursæld og uppgangur í menningu og atvinnu- háttum. Síðan tóku kreppuárin við, stríðið og viðreisnin. Upp úr þessum jarðvegi óx sú kynslóð sem nú er óð- um að hverfa yfir móðuna miklu og eflaust hefur tíðarandinn mótað ein- staklingana þá líkt og nú. Sissa var elst þriggja systkina, skörungur og stóra systir föður míns alla tíð þótt ekki væri hún há í loftinu. Hún var einhleyp og ég man ævina ekki aðra en þá að þessi elskulega dugnaðarkona vekti yfir hverju fót- máli manns eins og hún ætti í manni hvert bein. Þegar ég var barn þurfti að koma stórum krakkahóp í gistingu þegar fjölskyldan kom suður. Þá vorum við bræður, Sigurður og ég, gjarnan sendir í Hafnarfjörðinn. Það var oft fyrirkvíðanleg vist ungum drengjum. Okkar beið oftar en ekki allumfangs- mikill þvottur og í stássstofu Sesselju voru skrautmunir sem ekki mátti snerta, voru þó einhvern veginn þannig að ekki varð hjá því komist að handleika þá eilítið. Knattspyrnuiðk- un var auk þess harðbönnuð á Reykjavíkurveginum. Einhvern tíma brast ljósahjálmur er skot geigaði, annað skipti sótti húsráðandi Jón bróður sinn sem bjó á efri hæðinni í húsi sem þau systkinin byggðu ásamt foreldrum sínum fyrir hálfri öld. „Ætliði ekki að fara að sofa strákar“ var sagt dimmri raust – bræður þá búnir að breiða sæng yfir höfuð. Seinna þegar vitglóran óx fann mað- ur hvað þessi mikla væntumþykja var gott veganesti fáráðum á leið út í hinn stóra heim. Á námsárum mínum varð það að föstum lið að fara í mat til Sissu suður í Hafnarfjörð á sunnu- dögum. Þá eldaði hún læri og bar fram fyrir allan skarann. Þó kom að skipta þurfti í lið þegar makar og ný kynslóð barna kom til sögu. Barna- börnum bræðra sinna var hún sem besta amma. Sesselja var ákaflega mikil reglu- manneskja. Hún vann nær alla sína starfsævi við Sjúkrasamlag Hafnar- fjarðar, um hálfa öld, bjó í seilingar- fjarlægð frá Hellisgerði, átti aldrei bíl og fór aldrei til útlanda. Eftirminnileg er heimsókn hennar austur á land þegar við Sæbjörg giftum okkur, þá skartaði Austurland sínu fegursta í sannkölluðum sumarauka. Tengda- faðir minn söðlaði vélfák sinn og ók þremur heiðurskonum, þeim Ídu Ing- ólfsdóttur, Áslaugu ömmu minni og Sesselju, í Mjóafjörð. Síðan var Fljótsdalshringurinn ekinn undir traustri leiðsögn. Nú er lokið farsælli ævigöngu. Eftir lifa góðar minningar um góða konu. Finnbogi Rögnvaldsson og Sæbjörg Kristmannsdóttir. Fyrir 20 árum kom ég inn í tengda- fjölskyldu mína og var svo heppin að kynnast Sissu frænku. „Sælla er að gefa en þiggja“ kemur fyrst upp í hug- ann þegar ég hugsa um Sissu. Hún gleymdi aldrei afmælisdögum, mætti alltaf í afmælin og ef ekki var haldið upp á þau, þá var Sissa búin að láta vita að það biði pakki hjá henni. Alltaf þekktum við afmælis- og jólapakkana frá henni, þeir voru svo fallega inn- pakkaðir og skreyttir að maður tímdi varla að opna þá. Þetta var hennar líf og yndi. Sissa sagði aldrei nei ef hún var beðin um greiða, eins og t.d. þegar Harrý var unglingur fékk hann að hafa trommusett inni í herbergi hjá henni með öllum þeim hávaða sem því fylgdi en það var nú ekki mikið mál. Sissa bjó ein, keyrði aldrei bíl en átti góða að sem tilbúnir voru að rétta henni hjálparhönd, keyra hana í búð- ir, bjóða henni í bíltúra o.fl. Tengda- foreldrar mínir voru ein af þeim, þau voru henni góð og hugsuðu vel um hana. Frænkurnar heyrðust daglega og ófáar ferðirnar röltu þær saman um bæinn. Alltaf var hún svo þakklát ef við gátum eitthvað gert fyrir hana. Við Harrý, Finnur Ingi og Eva Lind kveðjum Sissu frænku með söknuði og þökkum henni allar góðu stundirnar sem við fengum að eiga með henni. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Ásrún Halla. Það var alltaf gaman að fara í pössun til Sissu frænku þegar ég var lítil. Grænn ópal, ís, Andrés Önd og marglituð plastglös koma upp í hug- ann þegar ég rifja upp heimsóknir í Hafnarfjörðinn. Í dag þykir það kannski ekki jafn merkilegt að eiga marglituð glös en þetta var jú fyrir tilkomu IKEA og þekkti ég engan annan sem átti jafn flott glös. Við bróðir minn nutum ástúðar Sissu og vildi hún allt fyrir okkur gera. Grænn ópal og ís beið okkar í hverri heimsókn og til að vera nú viss um að okkur leiddist ekki þá var hún Sissa áskrifandi að Andrési Önd og farnar voru ófáar ferðir í dótabúð nágrenn- isins. Mér er sérstaklega minnisstæð ein heimsókn í Hafnarfjörðinn. Þetta var þegar við bróðir minn vorum far- in að hafa sterkar skoðanir á því hvað við létum ofan í okkur og ósk- uðum við eftir því að fá pulsur í kvöldmatinn. Eins og Sissu var venja þá gerði hún ekkert með hangandi hendi og til að tryggja það að puls- urnar væru eldaðar eins og hjá fag- mönnum þá heimsótti hún einn af pulsustöðum Hafnarfjarðar og spurðist fyrir um hvernig elda ætti þennan dýrindis rétt. Hún fékk þær upplýsingar að lykilatriðið í elda- mennskunni væri að sjóða pulsurnar upp úr pilsner, sem hún gerði, og voru þetta án efa bestu pulsur sem ég hef á ævi minni smakkað. Þegar ég komst á menntaskóla- aldur þá stóð ekki á Sissu að dressa mig upp. Hún átti safn af dýrindis kjólum, mörgum sem hún hafði sjálf saumað, og skóm sem ég var svo heppin að fá aðgang að og eiga þess- ar gersemar heiðurssess í skápunum hjá mér í dag. Þegar ég flutti til London fyrir nokkrum árum þá héldum við Sissa góðu sambandi með reglulegum símtölum. Hún fór sjálf aldrei til útlanda en hafði ótrúlega gaman af að heyra sögur af framandi stöðum og ólíkum siðum og venjum. Elsku Sissa, takk fyrir mig og allt það sem þú veittir mér þegar ég var að alast upp. Ég verð alltaf þakklát fyrir að hafa átt þig að. Sesselía Margrét Árnadóttir. Sesselja Margrét Finnbogadóttir Hann gekk hér um að góðra drengja sið, gladdi mædda, veitti þreyttum lið. Þeir fundu best sem voru á vegi hans vinarþel hins drenglundaða manns. Þó ævikjörin yrðu máski tvenn, hann átti sættir jafnt við Guð og menn. (Guðrún Jóhannsdóttir) Okkar einstaki, hrekklausi og hjartahlýi bróðir. Þá er komið að kveðjustund, stund sem við höfum búist við í nokkurn tíma, en kemur samt alltaf svo óvænt og er alltaf áfall. Við erum sorgmæddar, en líka glaðar, yfir að þú sért nú laus úr viðjum þjáningar. Þú fæddist heilbrigður, en tæp- lega tveggja ára gamall fékkstu sjúkdóm sem skildi þig eftir þroska- heftan. Fyrir nokkrum árum fékkstu síðan annan sjúkdóm sem skildi þig eftir alveg hjálparvana. Ætíð var þó stutt í góða skapið og Arngrímur Indriði Erlendsson ✝ Arngrímur Indr-iði Erlendsson fæddist í Hafnarfirði 27. júní 1940. Hann lést á heimili sínu í Hafnarfirði 28. mars sl. Arngrímur var jarðsunginn frá Frí- kirkjunni í Hafn- arfirði 7. apríl 2010. brosið, sem yljaði manni um hjartaræt- ur, en stundum sá maður þó þjáninguna í andliti þínu og það var erfitt að horfa upp á. Addi unni og dáði tónlist af öllu hjarta og gat því mildað og gert líf sitt betra og bjartara með því að lifa sig inn í hana. Lengst af bjó hann í foreldrahúsum, en síð- ustu 24 árunum af lífi sínu eyddi hann þó á sambýlinu Klettahrauni 17 í Hafn- arfirði. Það var hans mikla gæfa í lífinu að komast í umsjá, vernd og hjálp hjá öllu því frábæra fólki sem þar hefur starfað. Við ættingjar Adda, sem höfum fylgst með, bæði úr fjarlægð og nálægð, getum aldrei fullþakkað því fólki fyrir kærleika þess og fórnfýsi í þágu bróður okk- ar. Við kveðjum þig nú í hinsta sinn, elsku bróðir okkar, sem gafst okkur svo mikið af sjálfum þér og kenndir okkur um sannan kærleika, gleði og fyrirgefninguna. Það var mikið á þig lagt í þessu lífi, en við viljum trúa því að þar sem þú ert nú sértu al- heill í faðmi mömmu og pabba. Þú varst einstakur og við systk- inin elskum þig öll. Þínar systur, Erla, Anna og Sigurfljóð. Ólafur Steinsson er kominn heim. Það hefur örugg- lega verið erfitt hjá Ólafi þegar Unnur var látin. Ég kynntist í upphafi dóttur þeirra, Jóhönnu Ólafsdóttur, þegar við vorum að hefja hjúkrunarnám. Myndarkona og vorum við hjúkrun- arnemar á Ísafirði ásamt vinkonu okkar. Við vorum þar alltaf þrjár saman. Á þessum árum kynntist ég Ólafi og Unni, voru þau myndarleg hjón, dugleg og falleg, allt var glæsi- legt; málverk, útsaumur, köku- skreytingar og brauðtertur, blóma- skreytingar og tvíburar saumuðu út og prjónuðu. Ferðalag í Dýrafjörð og líka að Laugarvatni og allt var mjög snyrtilegt og skemmtilegt. Mér fannst gaman að heyra Unni hlæja. Ólafur var rólegur og hógvær. Mér fannst oft gaman að segja ein- Ólafur Steinsson ✝ Ólafur Steinssonfæddist á Þing- eyri við Dýrafjörð 1. maí 1917. Hann lést á Hjúkrunarheimilinu Eir 24. mars sl. Útför Ólafs var gerð frá Grafarvogs- kirkju 7. apríl 2010. hverja brandara og þá hló Unnur. Eitt sinn er ég var í ferð í sum- arbústaðinn minn kom ég við hjá Jóhönnu og Pétri og þar voru hjónin Ólafur og Unn- ur. Unnur hló þetta kvöld. Stuttu seinna var hún orðin veik. Ég var að vinna í Heilsu- gæslustöðinni í Hvera- gerði og ákvað að heilsa upp á þau. Unn- ur kom til dyra, við drukkum kaffi, allt var dúkað og mikið var rætt um ferðalög sem þau hefðu farið. Ólafur var ró- legur og yfirvegaður og gætti konu sinnar af nærgætni en Unnur mín var þá orðin veik og þekkti mig lítið. Ólafur starfaði mikið í kirkjunni, sem var ágætt. Blessuð sé minning Ólafs, sannur Dýrfirðingur og góður maður. Vonandi hefur hann hitt Unni konu sína. Ég kveð þig og þakka þér alla vin- semd og gæsku. Guð blessi þig. Ég votta öllum börnum, tengdabörnum og barna- börnum og langafabörnum djúpa samúð. Guð blessi ykkur öll. Guðrún Ingibjörg Jónsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.