Morgunblaðið - 22.04.2010, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 22.04.2010, Qupperneq 34
34 Minningar MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. APRÍL 2010 Elsku Munda okk- ar. Við munum aldrei gleyma hlýjunni og vinalegheitunum sem streymdu frá Guðmunda Magnea Gunnarsdóttir ✝ Guðmunda Magn-ea Gunnarsdóttir fæddist á Bíldudal þann 12. desember 1947. Hún lést á heim- ili sínu í Reykjavík þann 29. mars síðast- liðinn. Útför Guðmundu fór fram frá Foss- vogskirkju 8. apríl 2010. þér. Þú varst okkur alltaf svo góð. Þín er sárt saknað. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson) Guð blessi minningu þína. Hvíl í friði. Þínar frænkur, Sigrún og Tinna. „Tilvera okkar er undarlegt ferðalag,“ segir í kvæði Tómasar, því „einir fara og aðrir koma í dag“. Þannig endurnýjar lífið sig í sífellu og þeir sem gengið hafa götuna á enda hverfa okkur sjónum. Guð- mundur móðurbróður minn varð mikill örlagavaldur í mínu lífi þegar hann bauð mér, ungum manni sem stóð þá á vegmótum í lífinu, að koma til starfa hjá fyrirtæki sínu og læra þá iðn sem hann hafði gert að sínu ævistarfi. Smiðurinn, ræktandinn og mannvinurinn sem hann hafði að geyma – að fá slíkan lærimeistara verður aldrei fullþakkað. Ég var ekki gamall þegar heim- sóknir mínar á heimili Guðmundar og Viktoríu urðu að ógleymanlegum ævintýrum. Leikur okkar frænd- systkina, Bergnýjar og minn, var að sjálfsögðu aðalmálið, en barnið komst ekki hjá því að taka eftir fal- legum hlutum sem heimilið hafði að geyma. Seinna byggðu þau hjónin sér myndarlegt hús í Fossvoginum og var sérstaklega eftirtektarvert hversu garðurinn þeirra var fallegur. Þar naut Guðmundur sín vel og ræktaði með sínum grænu fingrum. Guðmundur ólst upp á Höfn í Hornafirði hjá foreldrum og systk- inum en fluttist fyrir tvítugt til Reykjavíkur til þess að læra iðn sína. Seinna fluttist fjölskylda hans að austan og var alla tíð einstaklega kærleiksríkt samband á milli systk- ina og foreldra. Guðmundur ræktaði þetta samband alla tíð og gerði mikið Guðmundur Björnsson ✝ GuðmundurBjörnsson fæddist á Mælifellsá í Lýtings- staðahreppi í Skaga- firði hinn 30. maí 1924. Hann lést á heimili sínu á Hrafn- istu 11. febrúar 2010. Útför Guðmundar var gerð frá Foss- vogskapellu í kyrrþey hinn 22. febrúar 2010. fyrir systkini sín, m.a. með smíði fallegra inn- réttinga á heimilum þeirra. Á sjöunda og átt- unda áratug síðustu aldar var mikið byggt í höfuðborginni, Breið- holtið að rísa, Kópa- vogur að stækka. Guð- mundur, ásamt viðskiptafélögum sín- um, tók virkan þátt í þessari miklu upp- byggingu. Hann stóð að stofnun byggingafyrirtækisins Einhamars sem byggði mörg fjölbýlishús í Breiðholti og Kópavogi. Verkaskipt- ing var með þeim hætti að Guðmund- ur sá um að smíða allar innréttingar í íbúðirnar. Á þessum árum byggði hann upp fyrirtæki þeirra hjóna Tré- smiðjuna Lerki í Skeifunni. Fyrir- tækið var vel búið húsakosti og tækj- um og ráku þau það með myndarbrag í áratugi. Á þessum uppgangstímum var mikið að gera. Þegar ég hóf störf fengum við að vinna eins og við vild- um undir vökulu auga, verklagni og vinnusemi Guðmundar. Sem dæmi um hversu mikil vinnan var áður en ég hóf störf árið 1975 má nefna að það höfðu komið þeir tímar að ljósin á verkstæðinu slokknuðu ekki svo sól- arhringum skipti. Menn köstuðu sér bara á kaffistofunni í stuttan tíma, síðan var haldið áfram að vinna. Mestu kröfurnar gerði Guðmund- ur til sjálfs síns. Hann var mjög passasamur á allt öryggi með allri vélavinnu og gerði allt efni klárt til samsetningar fyrir okkur hina. Af- köst hans og nákvæmni voru einstök. Síðustu árin bjó Guðmundur á Hrafnistu og naut þar góðrar umönnunar og undi hag sínum vel. Heimsóknir til hans þangað voru að sjálfsögðu eftirminnilegar eins og áð- ur. Öllu smekklega fyrir komið í íbúðinni hans og öll húsgögnin smíð- uð af honum og báru ævistarfi hans fagurt vitni. Góðs vinar er sárt sakn- að, hans verður lengi minnst og sendi ég öllum aðstandendum samúðar- kveðjur. Björn Kjartansson. ✝ Pétur EysteinnStefánsson, síðast til heimilis í Hraunbæ 8 í Reykjavík, lést á Landakotsspítala 26. mars 2010. Pétur fæddist 29.12. 1930 á Hval- skeri í Rauðasands- hreppi. Foreldrar hans voru Stefán Ólafsson bóndi, f. 10.1. 1891, d. 3.5. 1942, og Valborg Pétursdóttir hús- freyja, f. 8.1. 1893, d. 19.7. 1955. Systkini Péturs eru: 1) Þórir, f. 1921, látinn, 2) Guðbjörg, f. 1922, látin, 3) Pálína, f. 1925, og 5) Arnfríður, f. 1934. Pétur ólst upp á Hvalskeri. Hann fór í bændaskólann á Hvanneyri og Iðnskólann á Egilsstöðum. Pétur var vinnusamur maður og vann ýmis störf um ævina. Pétur kvæntist Þórhöllu Björg- vinsdóttur frá Ketilstöðum í Jök- ulsárhlíð 14.6. 1964. Foreldrar Þórhöllu voru Björgvin Vigfússon, f. 16.10. 1896, d. 2.8. 1961, og Stef- anía Stefánsdóttir, f. 15.2. 1897, d. 26.1. 1965. Sonur þeirra er Ólafur Björgvin, f. 25.12. 1959, hann er kvænt- ur Bjarneyju Sif Ólafsdóttur, f. 4.7. 1963, börn þeirra eru 1) Karel Pétur, f. 25.11. 1986, 2) Ka- milla Rún, f. 18.3. 1991, og 3) Stefán Víðir, f. 31.1. 1993, sonur Þórhöllu er Stefan Víðir Martin, f. 28.10. 1950, kona hans er María Irana Martin, f. 1.2. 1955. Pétur og Þórhalla bjuggu fyrstu árin á Egilsstöðum, þar byggðu þau sér hús og var Pétur stoltur af því verki. Á Egils- stöðum starfaði Pétur á gröfum á sumrin og vélaverkstæði á vet- urna. Þau fluttu síðan til Reykja- víkur í Hraunbæ 8. Pétur starfaði þá hjá Vélaverkstæði Sambandsins og síðan hjá Ísal þar sem hann starfaði í 32 ár. Pétur hafði ánægju af trjárækt og byggðu þau hjónin upp sumarbústað og gróð- urvin í Grímsnesinu sem þau nefndu Fífu. Útför Péturs fór fram frá Árbæj- arkirkju 8. apríl 2010. Elsku afi, okkur systkinin langar að kveðja þig með nokkrum orðum. Þú áttir við langvarandi veikindi að stríða en núna ertu kominn á betri stað og munt hvílast vel. Við munum alltaf hugsa til þín og um allar þær fallegu minningar sem við geymum í hjörtum okkar. Þar eru sumarbú- staðaferðirnar okkur efst í huga, all- ar ferðirnar upp á Minniborg að kaupa nammi, þegar við hjálpuðumst öll að við að planta niður í Afaskóg og siglandi saman í Litla-Herjólfi. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífs þíns nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði nú sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Þín verður sárt saknað, Guð geymi þig, elsku afi. Kamilla Rún, Karel Pétur og Stefán Víðir. Fram hjá, fram hjá fljótið hnígur, finnur loks sinn gamla ós. Í því speglast allt, sem flýgur, andar, ský og himinljós. Gegnum bergið braut það göng, bryður grjót og klakaspöng, hverfur yst við ægisanda eins og tónn – í hafsins söng. Fram hjá, fram hjá fara hópar ferðamanna nótt og dag. Líkt og blær, sem blöðum sópar, berst mér þeirra göngulag. Þó menn óttist þeirra veg, þyki förin skuggaleg, verða þeir að fylla flokkinn fyrr en varir – þú og ég. Fram hjá, fram hjá fljúga árin. Föst og mikil vængjatök kveikja bros á bak við tárin, birta spár og dulin rök. Allt er mannsins tímatal tál og blekking, fánýtt hjal. Ein og sama eilífð tengir allt sem var og koma skal. Með þessu kvæði Davíðs Stef- ánssonar frá Fagraskógi kveð ég móðurbróður minn, Pétur Eystein Stefánsson frá Hvalskeri við Pat- reksfjörð. Halla mín – þú hefur verið sem klettur við hlið Péturs, gegnum súrt og sætt og þú átt heiður skil- inn og ert öðrum fyrirmynd. Þér, Óla og fjölskyldu og Stef- áni og fjölskyldu votta ég samúð mína. Sólveig Aradóttir. Pétur Eysteinn Stefánsson Elsku Minnie mín. Þú myndir verða bara mjög glöð með jarðarförina. Svo mik- ið af fólki, sem var í gamla daga, sem þú þekktir. Líka annað, allir stóðu upp og sungu sam- an þegar kórinn söng. Alveg yndis- legt. Ása Hildur hafði erfidrykkjuna, ég veit að þú mundir verða svo Magnea Haraldsdóttir ✝ Magnea Haralds-dóttir fæddist í Reykjavík 25. mars 1923. Hún andaðist á hjúkrunarheimilinu að Vífilsstöðum 16. mars sl. Útför Magneu fór fram frá Fossvogs- kirkju 26. mars 2010. hreykin: kökur, kaffi, brauðtertur (þínar), sem þú og þínir gerðu. Flott og vandað, alveg eins og þú. Jæja, nú kveð ég þig í mínu hjarta og allar góðar samræður sem ég var svo heppin að eiga við þig í gegnum okkar líf. Manstu New York? Ha, ha … Manstu Atl- antic City? … Þú varst svo kær að koma til mín í heimsókn. Þú ert sérstök kona. Guði sé lof að þú varst í mínu lífi. Núna og alltaf. Takk fyrir aðfangadagskvöldin. Þín Ása frænka. V i n n i n g a s k r á 51. útdráttur 21. apríl 2010 A ð a l v i n n i n g u r Kr. 2.000.000 kr. 4.000.000 (tvöfaldur) 2 7 7 0 1 V i n n i n g u r Kr. 100.000 Kr. 200.000 (tvöfaldur) 4 9 1 5 6 5 1 5 4 1 5 4 1 0 3 5 6 3 0 6 V i n n i n g u r Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur) 4329 12182 28608 44801 62380 70141 11756 21915 31257 45127 62391 72395 V i n n i n g u r Kr. 12.000 Kr. 24.000 (tvöfaldur) 3 3 9 3 1 5 7 1 0 2 6 2 9 5 3 2 7 4 6 4 1 8 7 5 5 1 2 4 7 6 4 8 2 9 7 5 0 6 8 4 4 0 9 1 6 7 0 0 2 6 8 3 8 3 3 6 1 7 4 2 5 7 9 5 1 8 1 3 6 4 9 3 7 7 5 4 0 0 4 6 1 0 1 8 7 2 1 2 7 3 3 5 3 4 5 7 8 4 3 5 4 8 5 3 2 7 4 6 5 5 5 5 7 6 1 1 1 5 7 0 5 1 9 2 6 6 2 8 2 7 1 3 4 6 4 7 4 4 3 7 0 5 3 6 7 5 6 6 2 0 6 7 6 3 2 6 5 9 3 6 2 0 9 0 1 2 8 4 2 5 3 5 1 8 6 4 4 5 8 9 5 4 5 6 3 6 7 2 0 1 7 6 6 4 7 6 0 9 9 2 1 9 8 6 2 8 7 7 6 3 5 3 8 8 4 5 2 5 7 5 5 6 3 7 6 8 0 7 6 7 6 7 1 7 6 2 3 4 2 2 1 6 0 2 9 1 2 1 3 5 5 8 1 4 5 2 9 7 5 6 2 7 9 6 9 3 2 4 7 7 6 2 9 7 6 1 3 2 3 1 9 2 2 9 4 9 5 3 6 5 0 4 4 5 8 6 8 5 6 6 4 9 7 0 2 1 3 7 7 9 3 3 1 0 3 7 0 2 4 4 6 5 3 0 9 2 5 3 7 4 5 1 4 7 1 5 2 5 6 8 3 6 7 0 4 1 1 7 8 9 7 4 1 0 8 5 3 2 5 0 4 1 3 1 2 6 4 3 8 2 3 3 4 8 5 2 0 5 7 6 6 9 7 1 2 5 0 1 0 9 9 3 2 5 3 6 5 3 1 6 2 1 3 9 0 8 1 4 9 8 3 8 6 1 5 8 6 7 1 6 9 9 1 1 1 4 1 2 5 4 9 0 3 1 8 8 2 4 0 3 3 1 4 9 9 1 4 6 1 8 7 7 7 2 5 2 7 1 5 2 4 7 2 5 5 8 5 3 2 4 3 5 4 0 9 3 4 5 1 2 0 7 6 3 0 6 9 7 3 5 4 3 V i n n i n g u r Kr. 7.000 Kr. 14.000 (tvöfaldur) 100 8380 16024 24952 31830 41117 47403 55433 63314 73114 431 8461 16272 24990 33402 41234 47421 56054 63359 73391 720 9133 16803 25234 33455 41360 47464 56056 63397 73435 819 9136 16826 25265 33561 41445 47812 56214 63678 73522 922 9424 16918 25500 33900 41484 47847 56315 64243 73732 1025 9437 17021 25533 34066 41761 47976 56641 64738 73763 1143 9479 17023 25595 34339 41764 47979 56787 64808 74240 1279 9517 17159 25659 34587 41844 48227 56799 65116 74387 1323 9524 17326 25951 34730 42344 48257 56825 65303 74764 1463 9527 17871 26271 35100 42385 48756 57195 65349 75007 1519 9569 17930 26372 35115 42577 49126 58485 65936 75211 1724 9570 18175 26482 35143 42634 49503 58689 66093 75547 1779 9652 18539 26487 35272 42717 49507 58712 66326 75699 2087 9893 19202 26517 35352 42778 49580 58987 66711 75822 2343 10171 19236 26597 35544 42929 49779 59012 67146 75918 2517 10177 19583 26777 35617 43427 50382 59156 67366 76050 2877 10498 19587 27199 35779 43599 50547 59439 67434 76070 2965 10847 19595 27561 35794 43712 50783 59460 67677 76107 3136 10962 19649 27996 36166 43808 50938 59462 67730 76131 3386 11152 19679 28298 36336 44172 51014 59493 68548 76235 3777 11273 19805 28334 36527 44219 51093 59566 68605 76268 3799 11602 20247 28495 36643 44264 51477 59930 68674 76460 3882 11821 20465 28596 36677 44422 51868 60098 69207 77027 3971 11846 20478 28668 36945 44807 52160 60372 69260 77101 4616 12301 20893 28763 37291 44882 52266 60418 69269 77199 5451 12468 21088 28936 37453 45083 52640 60423 69320 77939 5673 13550 21137 29423 37867 45125 52660 60467 69390 78260 5693 13692 21159 29926 38099 45455 52683 60557 69446 78327 5888 14635 21667 30040 38131 45503 53204 60825 69801 78531 6003 14637 21927 30051 38477 45572 53238 61343 70155 78609 6621 14699 22015 30103 38950 45922 53409 61360 70164 78770 6636 14895 22287 30391 39070 46200 53499 61782 70349 78865 7002 14941 22876 30612 39213 46368 53555 61940 70458 78923 7095 14989 22905 30878 39295 46512 53773 61971 70582 78949 7143 15119 23596 31082 40038 46883 53812 62054 70915 78954 7290 15396 23633 31093 40084 47008 53841 62387 71350 78972 7344 15541 23775 31140 40418 47060 54273 62684 71705 79023 7418 15598 23945 31441 40845 47175 54400 63160 72041 79187 7732 15749 24181 31730 40928 47307 54617 63186 72497 79424 8309 15881 24470 31734 41046 47321 55211 63214 72855 79954 Næsti útdráttur fer fram 29. apríl 2010 Heimasíða á Interneti: www.das.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.