Morgunblaðið - 22.04.2010, Page 39
Menning 39FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. APRÍL 2010
OPNUÐ verður sýning í Aust-
urbæjarskóla, þar sem texta-
brot úr aðalnámsskrá grunn-
skóla eru notuð sem grunnur
að hljóðverki. Sýningin hefst
kl. 14:00 laugardaginn 24. apríl
og verður aðeins opin laug-
ardag og sunnudag frá kl.
14:00 til 17:00. Höfundur
verksins er Birgir Sigurðsson,
myndlistamaður og rafvirki,
sem fengið hefur til samstarfs
við sig Odd Garðarsson tónlistar- og upptöku-
mann, sem samdi hljóðverkið, og Elínu Önnu Þór-
isdóttir myndlistarkonu, sem flytur texta verksins
ásamt Birgi. Einnig eiga höfundar textans í aðal-
námskrá sinn þátt í verkinu.
Tónlist
Texta- og hljóðverk
fyrir skólastofu
Birgir
Sigurðsson
KÓRAR eldri borgara í Kópa-
vogi og Reykjavík halda vor-
tónleika í Digraneskirkju
næstkomandi sunnudag. Á efn-
isskrá tónleikanna er fjölbreytt
efnisskrá og má nefna sönglög
eins og Aplparós, Sól rís, sól
sest, Litla-Stína, Að lindum og
Undir dalanna sól.
Kór eldri borgara í Kópavogi
kallast Söngvinir og honum
stýrir Helga Guðmundsdóttir.
Kór eldri borgara í Reykjavík kallast Söngfuglar
Vesturgötu 7 og honum stýrir Margrét Sigurð-
ardóttir.
Aðgangur að tónleikunum kostar 500 kr. og eru
allir velkomnir.
Tónlist
Vortónleikar kóra
eldri borgara
Digranes-
kirkja
Í DAG kl. 20:00 frumsýna Vörn
Loka og Alheimurinn leikritið
Glerlaufin eftir Philip Ridley í
Norðurpólnum á Gróttu. Leik-
stjóri sýningarinnar er Bjart-
mar Þórðarson og leikarar eru
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir,
Jóel Sæmundsson, Ólafur S.K.
Þorvaldz og Vigdís Másdóttir.
Verkið fjallar um tvo ólíka
bræður, Steven og Barry. Ste-
ven fetar beinu brautina og á
hið fullkomna heimili. Barry er svarti sauður fjöl-
skyldunnar, drykkfelldur listamaður sem hefur
valdið móður þeirra sárum vonbrigðum. Þó segir
yfirborðið ekki allt. Védís Hervör sér um tónlist-
ina í verkinu og ljós hannar Arnar Ingvarsson.
Leiklist
Glerlaufin í Norð-
urpólnum á Gróttu
Vigdís
Másdóttir
...gott að eiga góða
vini sem eru tilbúnir
að skella sér í stuttan sex
tíma bíltúr 44
»
BARNABÓKAVERÐLAUN
menntaráðs Reykjavíkurborgar
2010 voru afhent í Höfða í gær, síð-
asta vetrardag. Bókasafn ömmu
Huldar eftir Þórarin Leifsson var
valin besta frumsamda bókin og
Þjófadrengurinn Lee Raven, í þýð-
ingu Jóns Halls Stefánssonar, best
þýdda erlenda barnabókin.
Hanna Birna Kristjánsdóttir
borgarstjóri afhenti barna-
bókaverðlaunin að viðstöddum fjöl-
mörgum gestum, þar á meðal sig-
urvegurum í Stóru
upplestrarkeppninni sem lásu upp
úr verðlaunabókunum.
Þetta er í 38. sinn að yfirvöld
menntamála í Reykjavík verðlauna
rithöfunda og þýðendur barnabóka
fyrir barnabækur í þeim tilgangi að
vekja athygli á mikilvægi góðra
bókmennta í uppeldisstarfi.
Úthlutunarnefnd var að þessu
sinni skipuð Þórdísi K. Péturs-
dóttur formanni, Felix Bergssyni
og Lilju Margréti Möller.
Bestir Verðlaunahafarnir Þórarinn
Leifsson og Jón Hallur Stefánsson.
Veitt
barnabóka-
verðlaun
Bókasafn ömmu
Huldar besta bókin Eftir Árna Matthíasson
arnim@mbl.is
SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT Íslands
býður gestum að skoða Árstíðirnar á
ólíka vegu á tónleikum í Langholts-
kirkju á föstudag og laugardag.
Sjálfsagt þekkja flestir eða allir Árs-
tíðir Vivaldis, en einnig verður boðið
upp á árstíðir Astors Piazzollas sem
hann samdi innblásinn af verki Vi-
valdis, útfærði á sinn hátt og kallaði
Árstíðirnar fjórar í Buenos Aires.
Einleikari á tónleikunum verður
Elfa Rún Kristinsdóttir fiðluleikari
sem býr annars í Berlín. Hún hefur
áður spilað einleikspartinn í Árstíð-
um Vivaldis, einnig hefur hún leikið
Árstíðir Piazolla, en þá í kamm-
ersveitinni sjálfri.
Elfa tekur því létt að vera að fara
að leika einleik í verkinu og gerir lít-
ið úr erfiðleikum þess; „það er alltaf
jafngaman að spila Árstíðirnar,
vissulega krefjandi verk en það er
svo skemmtilegt að spila fallega tón-
list“, segir hún og bætir við að eins
sé með Árstíðir Piazzollas, það sé
ekki síður skemmtilegt að spila þær.
Eins og getið er þá býr Elfa í
Berlín. Þar starfar hún m.a. með
kammersveit sem kallast Sol-
istenensemble Kaleidoskop og segir
það einkar skemmtilegt samstarf. Á
efnisskránni hjá þeim er lögð
áhersla á barrokktónlist, klassíska
tónlist og nýja tónlist, þó sveitin leiki
í raun allt þar á milli. „Við reynum
að brjóta upp tónleikaformið, spilum
eiginlega aldrei hefðbundna tónleika
þar sem við erum á sviðinu og áheyr-
endur úti í sal, heldur spilum við
stundum á milli áheyrenda, fyrir aft-
an þá, þeir í kringum okkur eða við í
kringum þá. Í einu verkefni okkar í
haust vorum við til dæmis í mjög
þunnum málningargöllum og til þess
að komast inn í salinn þurftu áheyr-
endur að fara í hvíta læknasloppa.
Áheyrendur sátu á gólfinu og þurft
að færa sig á milli verka þegar við
skiptum um uppstillingu í salnum,
þá var líka unnið með ljós og arki-
tekt hannaði risastórt origami-þak"“
segir Elfa.
Sinfóníutónleikar í Langholtskirkju
Morgunblaðið/Kristinn
Skemmtilegt Elfa Rún Kristinsdóttir fiðluleikari leikur einleik í Árstíðum
Vivaldis og Árstíðum Piazollas í Langholtskirkju á föstudag og laugardag.
Í HNOTSKURN
» Vivaldi samdi Árstíðirnarfjórar, Le quattro stagioni,
1723.
» Þær komu fyrst út 1725sem hluti tólf konserta.
» Piazzolla samdi Árstíð-irnar fjórar í Buenos Aires
1970.
» Í verkinu vottar hann Vi-valdi virðingu sína og eins
tangóborginni Buenos Aires.
Árstíðir úr ólík-
um heimsálfum
HÓPUR listamanna og áhugafólks
um myndlist í Garðabæ og á Álfta-
nesi hefur stofnað samtökin Grósku
til að efla myndlist og menningu í
bæjarfélögunum. Fyrsti vottur þess
starfs verður svo opnun á samsýn-
ingu rúmlega fjörutíu listamanna í
göngugötunni á Garðatorgi sum-
ardaginn fyrsta.
Alls taka 42 listamenn þátt í
samsýningunni, en stef sýning-
arinnar er bernska. Sýningin verð-
ur opnuð kl. 14 og stendur til 2. maí
en opið verður alla daga frá klukk-
an 10-18.
Formaður Grósku er Birgir Rafn
Friðriksson og hann segir að eina
skilyrðið fyrir inngöngu í Grósku sé
að viðkomandi búi í Garðabæ eða á
Álftanesi eða starfi að list sinni á
þeim slóðum. Ekki sé heldur gerð
krafa um menntun eða reynslu og
fyrir vikið sé breiddin í starfinu
mjög mikil.
Aldursbilið er mikið
„Það sést líka á sýningunni hvað
aldursbilið er mikið, allt frá krökk-
um úr listaháskólanum og í að sá
elsti líklega um áttrætt. Þetta eru
lærðir listamenn og amatörar í
bland og sumir hafa meira að segja
aldrei sýnt áður; það er það fallega
við þetta, hér er engin klásúla
nema að vera áhugamaður um
myndlist og vilja sýna.“
Þegar rætt er við Birgi er hann í
óða önn að hengja upp spjöld fyrir
myndirnar sem sýna á og segir að
bæjaryfirvöld og menningamála- og
safnanefnd Garðabæjar hafi stutt
þau dyggilega í að koma sýningunni
á. Samkvæmt félagssamþykktum
Grósku munu samtökin standa að
1-3 listviðburðum á ári og næst á
dagskrá að taka þátt í Jónsmessu-
ævintýri í Garðabæ í júní.
Nýtt félag listamanna og áhugafólks um myndlist
Samsýning rúmlega
fjörutíu listamanna
Morgunblaðið/Ernir
Gróska Félagar í samtökum listamanna og áhugafólks um myndlist í
Garðabæ og á Álftanesi hengja upp fyrir samsýninguna á Garðatorgi.
JANA María Guðmundsdóttir söng-
og leikkona heldur tónleika til heið-
urs Helenu Eyjólfsdóttur í kvöld í
Samkomuhúsinu á Akureyri.
Þetta er í annað skipti sem lista-
konan unga flytur lög sem Helena
gerði vinsæl á sínum tíma og segir
um leið sögu hennar. Fyrr í vetur
hélt hún sambærilega tónleika til
heiðurs Ingibjörgu Þorbergs og Ellý
Vilhjálms er næst á dagskrá.
„Ég hef gaman af þessum lögum.
Þegar ég var að læra klassískan
söng var ekki í boði að flytja þau en
nú er ég frjáls ...“ segir Jana María,
sem tók burtfararpróf frá Söngskól-
anum í Reykjavík 2006 og lauk leik-
listarnámi í Glasgow 2009. Hún er
fastráðin hjá Leikfélagi Akureyrar í
vetur.
Jana María segist hafa orðið vör
við að fólk af hennar kynslóð og það-
an af yngra þekkti ekki þessar gam-
alkunnu söngkonur og tónlistina
sem þær fluttu. Það væri ótækt.
Þess vegna hefði henni sem leik- og
söngkonu þótt kjörið að grípa tæki-
færið og bjóða upp á þessa tónlistar-
og sögustund. Jana María nefnir
þrjár gildar ástæður til þess að
gangast fyrir tónleikum af þessu
tagi: „Ég get glatt fólk, sem þekkir
lögin, heiðrað söngkonurnar og
varpað ljósi á ævi þeirra, og vakið at-
hygli á tónlistinni.“
Undirbúningur tók langan tíma.
Jana María ræddi við bæði Helenu
og Ingibjörgu, hlýddi á útvarpsþætti
sem sú síðarnefndi stjórnaði og
ræddi við vini þeirra.
Tónleikarnir hefjast kl. 20 í kvöld.
Valmar Väljaots leikur undir með
Jönu Maríu á píanó og tekur jafnvel
undir í söngnum. skapti@mbl.is
Söngur og sögur
til heiðurs Helenu
Jana María Guðmundsdóttir flytur lög
gamalkunnugra íslenskra söngkvenna
Morgunblaðið/Skapti
Söngur Jana María er menntuð
bæði leik- og söngkona.