Morgunblaðið - 22.04.2010, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 22.04.2010, Qupperneq 44
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. APRÍL 2010 Klukkan tíu að staðartíma íKaupmannahöfn síðastlið-inn mánudag hófum við feðgarnir að hringja til skiptis í skrifstofur flugfélagsins bæði á Íslandi og í Kaupmannahöfn í þeirri von um að ná sambandi og komast að því hvort það yrði af flugi okkar frá gamla höf- uðstaðnum seinna um daginn.    Eins og svo margir aðrir sát-um við límdir fyrir framan sjónvarp og tölvur kvöldið áður þar sem danskir fréttamenn á bæði Danmarks Radio og TV2 fullyrtu að opnað yrði fyrir flug- umferð í landinu um hádegisbilið daginn eftir. Þetta þóttu miklar gleðifréttir þar sem búið var að breyta flugi okkar og flogið yrði frá Osló en ekki Kaupmannahöfn heim til Íslands. Gleðifréttirnar stóðu þó ekki lengi, því nokkrum tímum síðar var tilkynnt að allt flug í landinu lægi áfram niðri. Skömmu fyrir hádegi á mánu- daginn bárust þær fregnir að flogið yrði frá Gautaborg og að koma sér þangað var vel gerlegt. Þriggja tíma keyrsla hljómaði mun betur og var ódýrari en ferjusigling til Oslóar sem kostaði um það bil 40.000 krónur á haus. Fluginu var snögglega breytt og strax hafist handa við að finna leiðir til að koma okkur til Sví- þjóðar. Bílaleigubíll var fljótlega afskrifaður þar sem góður maður í þjónustuveri bílaleigu tjáði okk- ur að leiga á minnsta bíl þeirra í hálfan dag myndi kosta hátt í 180.000 krónur og ekki var inni- falið bensín né brúartollurinn. Þegar svona ber við er gott að eiga góða vini sem eru tilbúnir að skella sér í stuttan sex tíma bíltúr yfir landamærin til að hjálpa fé- laga að komast heim. Ákveðið var að hittast á lestarstöðinni og leggja í hann stuttu seinna. Þar sem við feðgarnir sátum með rjúkandi heita McDonalds máltíð og biðum eftir farinu okkar yfir landamærin, stóðu mörg hundruð manns í röð fyrir framan skrif- stofu lestarfélagsins í vonum um að fá sæti í lest eða rútu á þessa fáu flugvelli sem opnir voru. Okk- ur varð strax ljóst að ef við hefð- um reynt að komast með lest eða rútu á til Gautaborgar hefðum við aldrei náð fluginu. Það voru því stór bros sem tóku á móti fé- laganum þar sem hann renndi við á rúmgóða Skodanum. Einn ferðalangur til viðbótar var sótt- ur á Kastrup flugvöll og stefnan tekin beint á Eyrasundsbrúna og Svíþjóð. Það var greinilegt ekki nóg að fá sér McDonalds í Danmörku því stopp á einum slíkum í Svíþjóð þótti tilvalið á milli þess sem horft var á hvert tréð á fætur öðru út um glugga Skodans góða. Heldur fámennt var á flugvell- inum í Gautaborg þegar þangað var komið. Handfylli af Íslend- ingum sem margir höfðu verið fastir í marga daga eða lagt á sig mun lengra ferðalag en við, sat á víð og dreif um flugvöllinn og beið upplýsinga um flugið heim í bland við að þeir voru myndaðir í bak og fyrir og teknir í viðtöl af- sænskum blaðamönnum. Loks var komið að því. Vélin að heiman var að fara lenda og tím- inn til að koma fólki frá borði og um borð var knappur því að ef vélin færi ekki í loftið fyrir klukkan átta, yrði ekki flogið. Nokkrum af Strákunum okkar ásamt fleiri farþegum var mokað út og okkur jafn snögglega komið fyrir með sætisbeltin fastlega spennt og tók vélin af stað á met- tíma. Vonbrigði dagsins voru þegar tilkynnt var að gosið sæist ekki að þessu sinni sökum skýja. Eftir allt þetta vesen þá hefði verið gaman að sjá þetta blessaða eld- fjall sem lamað hefur flugumferð í stórum hluta Evrópu. Gautaborg, Osló eða Stokkhólmur? Reuters Aflýst Þetta var algeng sjón á flugvöllum Evrópu í vikunni. AF FERÐALÖGUM Matthías Árni Ingimarsson »Eftir allt þetta vesenþá hefði verið gaman að sjá þetta blessaða eldfjall sem lamað hefur flugumferð í stórum hluta Evrópu. HHHH - EMPIRE HHHH - ROGER EBERT SÝND Í KRINGLUNNI Aðsóknarmesta mynd Tim Burtons fyrr og síðar RÓMANTÍSK GAMANMYND FRÁ ÞEIM SEM FÆRÐU OKKUR THE PROPOSAL SÝND Í ÁLFABAKKASÝND Í ÁLFABAKKA FRÁ ÞEIM SÖMU OG FÆRÐU OKKUR SHREK & KUNG FU PANDA SÝND Í ÞRÍVÍDD Í REYKJAVÍK OG Á AKUREYRI SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI HHHH ENTERTAINMENT WEEKLY „DÁSAMLEGA SKEMMTILEG FLUGFERГ HHHH- EMPIRE HHHH -H.S.S., MBL SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI Svalasta mynd ársins er komin! HHHHH „Fáránlega skemmtileg, fullkomlega uppbyggð og hrikaleg rússíbana- reið sem sparkar í staði sem aðrar myndir eiga erfitt með að teygja sig í“ - Empire – Chris Hewitt „Besta mynd ársins hingað til“ „Hef ekki verið svona ánægður síðan að ég lappaði út af The Dark Knight“ „Algjörlega besta mynd ársins hingað til“ „Frábær“ „FOKKIN AWESOME!! Við félagarnir komum öskrandir af þessari. Þvílík upplifun“ „geððððveik mynd“ „Shiiiit, ég var í sjokki hvað hún var góð!“ „Ótrúlega skemmtileg! Ótrúlega fyndin! Ótrúlega kúl!“ „Mér fannst Kick-Ass æði, langaði að sjá hana aftur um leið og hún var búin.“ Þetta sögðu notendur Kvikmynda.is að lokinni sérstakri forsýningu á Kick Ass. SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI OG KEFLAVÍKSÝND Í ÁLFABAKKA HHHHH “Þeir sem missa af þessari fremja glæp gegn sjálfum sér.” – Fbl.-Þ.Þ HHHHH – H.G. – Poppland Rás 2 Bráðske mmtileg gaman mynd í anda A merican Pie. SHE'S OUT OF MY LEAGUE kl. 1 -3:20-5:40-8-10:20 12 AÐ TEMJA DREKANN SINN - 3D kl. 1:303D - 3:403D m. ísl. tali L OFURSTRÁKURINN kl. 1:30 - 3:40 - 5:50 L AÐ TEMJA DREKANN SINN kl. 1:30-3:40-5:50 m. ísl. tali L KICK-ASS kl. 5:40 - 8 - 10:30 14 HOT TUB TIME MACHINE kl. 8 -10:30 12 KICK-ASS kl. 3:10 - 5:40 - 8 - 10:30 VIP-LÚXUS WHEN IN ROME kl. 3:40 L CLASH OF THE TITANS kl. 1 - 5:40 - 8 - 10:30 12 THE BLIND SIDE kl. 8 10 MEN WHO STARE AT GOATS kl. 10:30 12 / KRINGLUNNI/ ÁLFABAKKA THEHABITOFART Leikritíbeinniútsendingu kl. 5:30 L KICK-ASS kl. 5:50 - 8:10 - 10D - 10:40 14 OFURSTRÁKURINN kl. 1:40D -3:50D L CLASHOFTHETITANS-3D kl. 8:103D -10:303D 12 HOTTUBTIMEMACHINE kl. 8:10 - 10:30 Sýnd á morgun 12 AÐTEMJADREKANNSINN kl. 63D m. ísl. tali L HOWTOTRAINYOURDRAGON-3D kl. 63D Sýnd á morgun m. ensku tali L ALICE IN WONDERLAND kl. 3:40 L PRINSESSAN OG FROSKURINN kl.1:40 m. ísl. tali L Gæti valdið óhug ungra barna

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.