Morgunblaðið - 28.04.2010, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 28.04.2010, Qupperneq 10
Morgunblaðið/Kristín Heiða ætluð er til matargerðar, er unnin úr ristuðum kjörnum og einna helst notuð út á salat, kúskús eða einfaldlega til að væta brauð í. Olía sem notuð er í snyrtivörur er gerð úr óristuðum kjörnum, hún er ým- ist notuð í líkamsnudd eða til að bera beint á andlit, jafnvel talin góð við húðvandamálum eins og psoriasis. Einnig er hún notuð í krem sem m.a eru ætluð til að vinna gegn öldrun, vegna einstaks innihaldsins. Að versla við þessar konur í fjöllunum færir ekki einasta við- komandi unaðsleg krem og olíur, heldur er það ekki síður ánægjan að leggja eitthvað af mörkum til að styðja þessa frábæru framleiðslu, en allar Argan-vörur eru fram- leiddar af konum sem tilheyra sér- stökum samvinnufyrirtækjum kvenna. Áhersla er á að frum- byggjakonurnar (Berber) taki þátt í framleiðslunni og njóti góðs af. Gróðinn af Arganolíuvörunum er notaður til að styðja konur á heimasvæðunum til að byggja upp heilsugæslu fyrir þær sem og menntun. Og allt samfélagið í heild nýtur jú góðs af því að lokum. Matur eldaður í langan tíma En áfram skal haldið og þegar komið er í bæinn Aït-Ben-Haddou, er ekki úr vegi að byrja á því að heimsækja þau Hind og Aurélien, Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur khk@mbl.is Marokkó er frábært landheim að sækja, fullt afandstæðum, framandilitum, kryddaðri lykt og einstaklega hlýju fólki. Þetta er land sem kemur stöðugt á óvart. Höfuðborgin Marrakesh er sann- kallaður suðupottur og fyrir vikið mjög vinsæll áfangastaður ferða- manna. Marrakesh er líka paradís fyrir golfara. Þeir sem heimsækja þessa dásamlega brjáluðu borg ættu hiklaust að taka frá tíma til að fara út fyrir borgina og skoða sig um í sveitunum. Til dæmis er tilvalið að leigja sér taxa í einn dag með staðkunnugum bílstjóra og heimsækja bæinn Aït-Ben-Haddou, en það er lítill bær sem er um 200 kílómetra frá Marrakesh. Ekið er í suðaustur, í átt að Sahara eyði- mörkinni og farið yfir fjallgarð í átt að Atlasfjöllunum snæviþöktu. Vissulega eru þær margar kröppu beygjurnar sem þarf að sigrast á, ýmist upp eða niður fjöll. En allt er það þess virði og gott ráð heimamanna er að hakka í sig nokkra banana áður en lagt er af stað, til varnar bílveiki. 32 kíló af hnetum þarf til að búa til einn lítra af olíu Margt ber fyrir augu á leiðinni, fjöllin og fjallaþorpin eru einstök. Og á einum stað, í um 60 kílómetra fjarlægð frá Marrakesh, er bráð- nauðsynlegt að gera hlé á keyrsl- unni og heimsækja stórmerkilegt kvennafyrirtæki, sem stendur þar, svona rétt utan í vegkantinum og lætur ekki mikið yfir sér: Cooperative D’Argan TWAMA. Þarna sitja heimakonur flötum beinum og vinna seinlegt verk: Þær búa til olíu úr hnetukjörnum. Og allt er það gert á gamla mát- ann: Ein kona brýtur skurnina ut- an af hverri hnetu fyrir sig með steini, konan við hlið hennar plokk- ar svo kjarnann innan úr, þar- næsta kona ristar þær hnetur sem skulu ristaðar og sú fjórða situr við stórt mortel þar sem hún kremur kjarnana til að ná út olíu- nni. Þetta er seinlegt verk, en brosmildar eru þær Berberkon- urnar og láta ekkert hagga sér. Það tekur nokkra daga og þarf um 32 kíló af hnetum, til að búa til einn lítra af olíu. Olían er rík af E-vítamíni, karó- tíni og öðru meinhollu, enda talin allra meina bót af heimamönnum. Eldforn Argantré og geitur uppi í trjám Í hillunum sem þekja veggina í þessu kvennafyrirtæki eru svo af- urðirnar í fallegum krukkum og glösum: Ýmist matarolíur eða líkamsolíur, alls- konar krem og sápur. Arganolíur eru fram- leiddar úr kjörnum úr hnetum þeim sem hið svokallaða Argantré gefur af sér, en Argantré eru eld- forn og vaxa við erfiðar aðstæður. Þau geta orðið allt að 200 ára göm- ul. Marokkó er einn af örfáum stöðum í heiminum þar sem Arg- antré vaxa. Geitur í Marokkó fara gjarnan upp í þessi tré og gæða sér á gómsætinu og hér áður fyrr söfnuðu frumbyggjarnir saman ómeltum argankjörnum úr geita- skítnum og notuðu bæði til mat- argerðar og á húð sína, rétt eins og gert er enn þann dag í dag. Allt til stuðnings innan- sveitarkonum Hnetur Argantrésins eru ein- staklega ríkar af olíu. Sú olía sem Kjarnakonur í sveitinni í Marokkó Vissulega er karlaveldi mikið í Marokkó og því þótti blaðamanni sérlega ánægjulegt að rekast á konur í sveitum landsins sem reka sín fyrirtæki með miklum sóma, öðr- um konum í landinu til hvatningar. Ein af mörgum afurðum Þessi svarta sápa er notuð m.a í svoköll- uðu hammam nuddi (skrúbbi) sem enginn má sleppa að prófa sem kemur til Marokkó. Æðrulausar Berberkonurnar sátu flötum beinum við frumstæðar að- stæður og bjuggu til Arganolíu. MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. APRÍL 2010 hollt og gott! Kellogg’s C orn Flakes, 50 0 g 379kr.pk. 10 Daglegt líf Shawshank-fangelsið (Shawshank redemption) frá 1994 er án efa uppáhaldsbíómyndin mín. Ljúfsár mynd sem á að gerast í kringum 1940 og fjallar um lífið innan fangelsis- veggjanna; sorgir, gleði, vináttu, ofbeldi og mannlega beiskju en umfram allt vonina. Á köflum er myndin átakanlega sorgleg, en það er alltaf ákveðinn rauður vonar- þráður í gegnum alla myndina. Þetta er mynd sem spannar allan tilfinn- ingaskalann. Myndin er listilega vel leikin og eru aðalhlutverkin í höndum Tims Robbins og Morgans Freemans. Þar eru á ferð tveir framúrskar- andi leikarar og var Morgan Freeman tilnefndur til Óskars- verðlauna fyrir sinn leik en tapaði fyrir Tom Hanks sem fékk þau fyrir leik sinn sem Forrest Gump. Alls var myndin tilnefnd til sjö Óskars- verðlauna en fékk engin, sem er auð- vitað skandall. Aukaleikararnir eru margir og misþekktir en gegna veigamiklu hlutverki í myndinni. Má þar til dæmis nefna James Whitmore, en hann skilar sínu hlutverki sem fanginn og bóka- safnsvörðurinn Brooks Hatlen, óaðfinn- anlega. Eitt eftirminnilegasta atriðið í myndinni tengist honum og setning- unni „Brooks was here“. Þetta er mynd sem allir verða að sjá! Ómar Sigurvin, læknakandídat Uppáhaldskvikmynd Ómars Sigurvins Mynd sem spannar allan tilfinningaskalann

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.