Morgunblaðið - 28.04.2010, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 28.04.2010, Blaðsíða 20
20 Minningar MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. APRÍL 2010 ✝ Þorvaldur GarðarKristjánsson var fæddur 10. okt. 1919 á Kirkjubóli í Val- þjófsdal í Önund- arfirði. Hann lést á heimili sínu 14. apríl sl. Hann var sonur hjónanna Kristjáns Sigurðar Eyjólfs- sonar formanns, f. 21. nóv. 1882, d. 22. sept. 1921, og Maríu Bjarg- eyjar Einarsdóttur, f. 4. des. 1894, d. 15. febr. 1975, húsmóður. Systir Þor- valdar er Kristjana Kristjánsdóttir, f. 14. mars 1921. Þrvaldur Garðar lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum á Akureyri lýðveldisárið 1944 og hóf nám í lögfræði við Há- skóla Íslands þá um haustið. Hann lauk embættisprófi í lögfræði 1948. Á skemmtisamkomu, þar sem hann var að fagna lögfræðiprófi sínu, hitti hann í fyrsta sinn tilvonandi eiginkonu sína, Elísabetu Maríu Kvaran, sem var þar að fagna stúd- entsprófi. Þeirra samband rofnaði aldrei upp frá því þar til hún lést fyrir 4 árum. Veturinn 1948 til 1949 stundaði hann framhaldsnám í lög- fræði við University College í Lundúnum. Hann öðlaðist réttindi héraðsdómslögmanns og síðar hæstaréttarlögmanns. Þau Þorvaldur og Elísabet gengu í hjónaband 9. apríl 1949. Elísabet María Kvaran var fædd 29. mars 1928 og lést 19. apríl 2006. Hún var dóttir hjónanna Ólafs Kvaran rit- naut þess að segja sögur af uppá- tækjum hans og vísdómi. Þorvaldur var fyrst kjörinn á Alþingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Vestur- Ísafjarðarsýslu árið 1959. Hann var alþingismaður Vestfirðinga árin 1963-1967 og 1971-1991. Þorvaldur Garðar hafði alla tíð mikinn áhuga á störfum og starfs- háttum Alþingis. Hann var kjörinn forseti efri deildar 1974 og sat þá í fjögur ár, og kosinn á ný forseti, þá úr stjórnarandstöðu, síðla árs 1978. Tvö full kjörtímabil var hann vara- forseti deildarinnar. Hinn 11. okt. 1983 var hann kjörinn forseti sam- einaðs Alþingis og gegndi því emb- ætti í 5 ár. Á þingmannsárum sín- um tók Þorvaldur mikinn þátt í alþjóðlegu samstarfi Alþingis, eink- um á vettvangi Evrópuráðsins 1962-1987. Þorvaldur gegndi fjölmörgum trúnaðarstörfum. Hann var for- maður Orators, félags laganema, 1946-1947, formaður Stúdenta- félags Reykjavíkur 1949-1950 og formaður Heimdallar 1954-1956. Þá var hann formaður Landsmála- félagsins Varðar 1956-1960. Hann sat í húsnæðismálastjórn 1955-1957 og 1962-1970 og í stjórn Bygging- arsjóðs verkamanna 1957-1970, í útvarpsráði 1956-1975 og var borg- arfulltrúi í Reykjavík 1958-1962. Þá átti Þorvaldur sæti í flugráði á ár- unum 1964-1967, sat í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins 1969-1971 og í orkuráði 1975-1991, þar af formað- ur árin 1975-1979 og 1983-1991. Að lokinni þingmennsku 1991 starfaði Þorvaldur Garðar í forsæt- isráðuneytinu um nokkurra ára skeið og vann þar að ýmsum verk- efnum. Útför Þorvaldar Garðars Krist- jánssonar fer fram frá Dómkirkj- unni í dag, 28. apríl 2010, og hefst athöfnin kl. 15. símastjóra, f. 5. mars 1897, d. 19. nóv. 1965, og Elísabetar Bene- diktsdóttur, f. 15. maí 1895, d. 19. sept. 1958. Hjónavígsla El- ísabetar og Þorvaldar Garðars í Lundúnum 1949 fór fram eftir siðum og reglum ensku biskupakirkj- unnar. Brúðkaups- ferðin var til Parísar, yfir sundið, þar sem síðustu aurum náms- mannsins var eytt á besta veitingastað Parísar í sam- ræmi við tilefnið. Fyrsta hjúskap- arárið bjuggu þau í Lundúnum en lengst af héldu þau heimili í Skerja- firði. Dóttir Þorvaldar Garðars og El- ísabetar er Elísabet Ingibjörg, við- skiptafræðingur, fædd 25. mars 1972. Sambýlismaður hennar er Heimir Freyr Hálfdanarson, menntaskólakennari, fæddur 21. febrúar 1958. Sonur þeirra er Heimir Freyr Heimisson, fæddur 17. júlí 2009. Sonur Elísabetar er Þorvaldur Garðar Kvaran, fæddur 11. ágúst 1995. Eftir að Þorvaldur Garðar lauk námi var hann forstöðumaður hag- deildar Útvegsbanka Íslands á ár- unum 1950-1960. Hann var fram- kvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins 1961-1972 og framkvæmdastjóri þingflokks Sjálfstæðisflokksins 1972-1983. Í störfum sínum fyrir Sjálfstæðisflokkinn var Þorvaldur mjög handgenginn Ólafi Thors og Þorvaldur Garðar sendi mér bréf fyrir fáeinum mánuðum og fór yfir nokkra þætti þjóðmála, sem þá voru einkum til umræðu, og kunni á þeim gleggri skil en margur sem hefur fulla vinnu við slíka umfjöllun. Kom- inn á tíræðisaldur og jafn stefnufast- ur og skýr og áður. Við vorum ná- grannar í Skerjafirði og hann hafði einnig litið við í kaffi með fleiri forn- vinum og rætt stjórnmál að fornu og nýju af lifandi áhuga og gjörhygli. Hann var af gamla skólanum í bestu merkingu þess. Yfirborðslegt gaspur og innihaldslítið fleipur sem svo margir úr röðum hinna talandi stétta iðka nú var honum fjarri og naut lítillar virðingar. Nú er sagt að mestu skipti að Alþingi sé fjölskyldu- vænn vinnustaður, sem lagi sig að leikskólum, foreldrafundum og eðli- legum frístundum. Þorvaldur Garðar taldi Alþingi fremur lög- gjafarstofnun en vinnustað og þeir sem sæktust eftir að fá að láta til sín taka þar ættu að lúta þeim lögmálum sem löggjafarstofnunin byði upp á. Þorvaldur var þrautreyndur þing- maður Vestfirðinga um árabil, fram- kvæmdastjóri Sjálfstæðisflokks þeirra Ólafs og Bjarna, eins og hann orðaði það, og traustur og öflugur Forseti Alþingis, sem gætti virðingar þess í hvívetna og veitti engan afslátt í slíkum efnum, hversu fast sem eftir var leitað og hver sem átti í hlut. Eftir að þingstörfum lauk vann hann að minni ósk í lausamennsku í forsætisráðuneytinu í áratug og kom að mörgum verkefnum og skilaði þeim með prýði. Hann saknaði og syrgði sinn góða lífsförunaut, en naut þess að eiga ævikvöldið heima hjá sínu fólki til hinstu stundar. Við Ástríður kveðjum hollan vin og heiðursmann og hugsum af hlýju til fólksins hans. Davíð Oddsson. Þorvaldur Garðar Kristjánsson er allur. Ég hafði talað við hann nokkr- um dögum áður en hann dó. Hann hafði verið glaður og reifur eins og jafnan, fylgdist vel með og hafði sterkar skoðanir á mönnum og mál- efnum. Mér heyrðist ekkert farar- snið á honum og sakna þess, að geta ekki átt von á hressilegu rabbi við hann framar. Þorvaldur Garðar var í hópi þeirra, sem mestan svip settu á alþingi sein- ustu áratugi síðustu aldar. Í mínum huga er vafalaust, að enginn sam- þingsmanna minna bjó yfir jafn mik- illi þekkingu og hann á sögu og hátt- um alþingis. Menn báru virðingu fyrir honum sem forseta og enginn efaðist um úrskurði hans. Hann gerði strangar kröfur til sjálfs sín, var þingræðissinni í orði, verki og hátt- semi allri. Hann skildi, að alþingi er hornsteinn lýðræðisins, forsenda góðra stjórnarhátta og framfara. Oft hringdi ég til hans þann tíma sem ég gegndi störfum forseta Alþingis. Þorvaldur Garðar var sterkur per- sónuleiki og gleymist ekki. Hann var rökfastur og fljótur að átta sig, hafði sinn sérstaka húmor og glöggt auga fyrir hinu skoplega. Hjarta hans sló með vestfirskum takti. Hann átti frumkvæði að því að lán yrði tekið úr Viðreisnarsjóði Evrópuráðsins til framkvæmda í samgöngumálum á Vestfjörðum. Þetta var fyrsta svæð- isbundna stórátakið í vegamálum og voru því gerð sérstök skil á aldaraf- mæli Ísafjarðarkaupstaðar 1966. Umsvif Þorvalds Garðars í stjórn- málum spanna vítt svið. Hann beitti sér sérstaklega í atvinnu- og orku- málum og ég minnist þess, hversu glaður hann var, loksins þegar við sáum fram á að lokið yrði við rafvæð- ingu landsins. Þorvaldur Garðar var fulltrúi Ís- lands á þingi Evrópuráðsins um ald- arfjórðungs skeið og um árabil einn af varaforsetum þess. Þar var hann öllum hnútum kunnugur eins og vænta mátti, átti vinum að mæta og naut mikils trausts. Okkur Íslending- um er sómi að slíkum fulltrúa meðal erlendra þjóða. Þorvaldur Garðar lauk stúdents- prófi árið 1944 og var af þeirri kyn- slóð ungs fólks, sem leit á það sem köllun sína, að Íslendingar væru jafn- ingjar annarra á alþjóðlegum vett- vangi bæði sem þjóð og einstakling- ar. Er áhugavert að rifja upp afrek íþróttamanna okkar og menningar- legt framlag þjóðarinnar í því ljósi. Þorvaldur Garðar var áhugasamur um vestræna samvinnu og skildi nauðsyn þess að vera þátttakandi í varnarbandalagi lýðfrjálsra þjóða gegn Sovétríkjunum. Það kostaði mikil átök á sínum tíma og er sú saga enn ekki nema hálfsögð. Í þessu felst, að sjálfstæðishugtakið inniber nána samvinnu við önnur ríki, en á hinn bóginn hlýtur hver þjóð að gæta sjálfrar sín, varðveita einkenni sín og náttúruleg gæði landsins. Engin kyn- slóð hefur rétt til að selja yfirráðarétt þjóðar sinnar yfir landi sínu og lands- ins gæðum í annarra hendur. Ég naut þess heiðurs að Þorvaldur Garðar bauð mér síðustu árin ásamt nokkrum vinum sínum í skötu á Þor- láksmessu. Þar naut ég gestrisni þeirra hjóna, Elísabetar og hans. Þorvaldur Garðar lék á als oddi. Þannig hugsa ég til þeirra núna með þakklátum huga. Halldór Blöndal. Kveðja frá Sjálfstæðisflokknum Leiðir Þorvaldar Garðars Krist- jánssonar og Sjálfstæðisflokksins lágu saman í áratugi en hann hóf af- skipti af stjórnmálum fljótlega eftir að hann lauk laganámi. Hann vildi láta að sér kveða og vinna stefnumál- um Sjálfstæðisflokksins og hags- munamálum íslensku þjóðarinnar brautargengi. Það gerði hann og dró hvergi af sér í áratugi. Hann var formaður Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, 1954-‘56, formaður Landsmálafélagsins Varðar 1956-‘60, var borgarfulltrúi í Reykjavík 1958- ‘62, framkvæmdastjóri Sjálfstæðis- flokksins 1961-‘72, framkvæmda- stjóri þingflokks Sjálfstæðisflokksins 1972-‘83 og alþingismaður Vestfirð- inga með hléum 1959-‘91. Þá átti Þor- valdur Garðar sæti í miðstjórn Sjálf- stæðisflokksins 1969-‘71. Þorvaldur Garðar var áhugasamur um umbætur á vettvangi Sjálfstæð- isflokksins. Sem dæmi um þann áhuga má nefna að flokkurinn var endurskipulagður í framkvæmda- stjóratíð hans. Markmiðið var það að í öllum byggðum landsins væru sjálf- stæðisfélög sem síðan mynduðu sam- an fulltrúaráð í hverju umdæmi, sýslu eða kaupstað en einnig væru kjördæmisráð í öllum kjördæmum landsins. Þetta fyrirkomulag er í stórum dráttum enn við lýði í skipu- lagi flokksins. Eftir að hann lét af formlegum störfum var Þorvaldur Garðar fastur gestur á fundum hjá Sjálfstæðis- flokknum og lét sig mál hans og hag miklu varða. Hann fylgdist vel með til hinstu stundar og lét forystumenn gjarnan vita skoðun sína, einkum ef Þorvaldur Garðar Kristjánsson Allar minningar á einum stað. ÍS L E N S K A S IA .I S M O R 48 70 7 01 /1 0 –– Meira fyrir lesendur Bókina má panta á forsíðu mbl.is eða á slóðinni mbl.is/minningar Um leið og framleiðslu er lokið er bókin send í pósti. Hægt er að kaupa minningabækur með greinum sem birst hafa frá árinu 2000 og til dagsins í dag. ✝ Elskulegur faðir minn, afi og langafi, GUÐMUNDUR F. ÞÓRÐARSON, Sóltúni 2, Reykjavík, lést laugardaginn 17. apríl. Útför hans fer fram frá Grafarvogskirkju föstudaginn 30. apríl kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en bent er á minningarsjóð Sóltúns, hjúkrunarheimilis. Carlotta Rósa Guðmundsdóttir, Ragnar Jóhann Sævarsson, Loftur Karl Magnússon, Gabríela Ragnarsdóttir. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HRAFN EINARSSON, Vesturbrún 12, Reykjavík, lést á Landspítala Landakoti mánudaginn 26. apríl. Signý Halldórsdóttir, Katrín Hrafnsdóttir, Einar Malmberg, Sigrún Hrafnsdóttir, Sigtryggur Baldursson, Sólveig Hrafnsdóttir, Halldór Sölvi Hrafnsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, MAGNÚS M. JÓNSSON, Aðalgötu 5, Keflavík, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sunnudaginn 25. apríl. Jarðarförin verður auglýst síðar. Einhildur Pálmadóttir, Þór Pálmi Magnússon, Hulda Guðmundsdóttir, Oddný Magnúsdóttir, Þórhallur Steinarsson, Jón Kr. Magnússon, Linda Gunnarsdóttir, Halldóra Magnúsdóttir, Ívar Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær systir okkar, SIGRÚN ALEXANDERSDÓTTIR, Gnoðarvogi 38, Reykjavík, lést mánudaginn 19. apríl. Hún verður jarðsungin frá Langholtskirkju föstudaginn 30. apríl kl. 13.00. Kristinn Reynholt Alexandersson, Árni Alexandersson, Heiðar Alexandersson, Þorsteinn Jóhannsson, Lísa Birgisdóttir, Harri Hákonarson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.