Morgunblaðið - 28.04.2010, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 28.04.2010, Qupperneq 12
12 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. APRÍL 2010 Á morgun, fimmtudag kl. 20, standa ADHD samtökin fyrir fræðslufundi í safnaðarheimili Háteigskirkju þar sem Stefán J. Hreiðarsson barna- læknir fjallar um stýrivirkni heilans hjá einstaklingum með ADHD. Allir eru velkomnir. ADHD samtökin eru til stuðnings börnum og fullorðnum með athygl- isbrest, ofvirkni og skyldar rask- anir. Um áratuga skeið hefur verið litið á ADHD sem samansafn hegð- unarvandamála. Sérfræðingar gera sér þó stöðugt betur grein fyrir því að um er að ræða flókin heilkenni í hugrænni vinnslu heilans og þeim fækkar stöðugt sem sjá ADHD sem einfalt hegðunarvandamál. Fræðslufundur um ofvirkni og röskun Á föstudag nk. kl. 12:30-16:45 boð- ar menntamálaráðuneytið til menn- ingarþings á Hótel Loftleiðum und- ir yfirskriftinni „Menningarlandið 2010 – mótun menningarstefnu“. Á þinginu verður kynnt greining á núverandi menningarstefnu á sviði lista, menningararfs, safna, fjölmiðla og æskulýðs- og íþrótta- mála. Tilgangur þingsins er að fá viðbrögð við fyrirliggjandi grein- ingu og fá fram hugmyndir sem gætu nýst í áframhaldandi vinnu við mótun menningarstefnu til framtíðar. Einnig verður kynnt sóknaráætlun stjórnvalda í menn- ingarmálum og nýleg menning- arneyslukönnun. Menningarþing Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is ÞJÓÐMINJASAFN Íslands, húsa- friðunarnefnd og Fornleifavernd rík- isins hafa gert athugasemdir við stað- setningu húss fyrir gistiheimili á Hofi í Öræfum og fleiri framkvæmdir á staðnum. Telja stofnanirnar að fram- kvæmdin rýri gildi hinnar merku Hofskirkju og staðarins í heild. Aðrir landeigendur á Hofi og sóknarnefnd- in samþykktu staðsetningu hússins og skipulags- og byggingarnefnd leggur til að hún verði staðfest í bæj- arstjórn. Eigendur gistiheimilisins Frosts og funa eru að undirbúa byggingu átján herbergja gistirýmis úr gáma- einingum á landi sínu á Hofi. Húsið verður í hlíðinni ofan við Hofskirkju sem er friðuð en á milli hennar og heimilisins eru gömul fjárhús. Sveit- arfélagið ákvað að setja framkvæmd- ina í grenndarkynningu. Truflar ásýnd kirkjunnar „Búið er að grafa stóran grunn fyr- ir hótel sem við teljum að muni trufla ásýnd til og frá gömlu torfkirkjunni,“ segir Nikulás Úlfar Másson, fram- kvæmdastjóri húsafriðunarnefndar. Hann telur það úr takti við okkar tíma að rýra gildi staða sem þessa. „Ég tel þetta heppilegasta staðinn fyrir þetta hús, þarna ber minnst á því,“ segir Örn Bergsson, bóndi á Hofi. Hann verður næsti nágranni nýja gistiheimilisins og segir að fram- kvæmdin snerti fyrst og fremst fjöl- skyldu sína og bróður síns. Hann tel- ur ekki að gistiheimilið muni á nokkurn hátt eyðileggja fyrir gömlu kirkjunni. „Við viljum vernda svæði kirkjunnar og sýna henni fullkominn sóma,“ segir hann. Torfbær rifinn án leyfis Fornleifavernd ríkisins telur að fornleifum hafi verið spillt þegar grunnur hússins var grafinn án leyfis sveitarstjórnar. Örn hafnar því, segir að gamalt hús sem þar stóð hafi verið fyrir þegar fjárhúsin voru byggð fyr- ir mörgum áratugum og því þá rutt um koll. Húsafriðunarnefnd gerir einnig athugasemdir við að landeig- andinn skuli hafa tekið niður gamlan torfbæ fyrir nokkrum árum, án leyfis nefndarinnar. Örn segir að bærinn hafi verið að fjúka og af honum hafi stafað hætta og því ekki annað að gera en að taka húsið niður. Mótmæla gistihúsi á Hofi  Stofnanir ríkisins telja að nýtt gistihús rýri gildi Hofskirkju og gera athuga- semdir við framkvæmdir  Staðsetning í sátt við nágranna og sóknarnefnd Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Hofskirkja Fyrirhugað er að reisa gistiheimili í hlíðinni ofan við fjárhúsin. Búið er að grafa grunn en beðið leyfis bæjarstjórnar fyrir framkvæmdum. Í HNOTSKURN »Hofskirkja var byggð á ár-unum 1883-85. Hún er sóknarkirkja en er jafnframt hluti af húsasafni Þjóðminja- safnsins sem húsafriðunar- nefnd annast. »Áform eru uppi um aðHofskirkja verði hluti af raðtilnefningu íslenska torf- bæjarins á heimsminjaskrá UNESCO. »Byggingar- og skipulags-nefnd hefur samþykkt byggingu gistiheimilis á Hofi með þeirri kvöð að trjáplöntur verði gróðursettar svo húsið falli sem best að umhverfinu. Eftir Sigurð Boga Sævarsson sbs@mbl.is „ÞRÁTT fyrir ítrekanir hefur stjórn- in ekki fengið þau gögn sem við höf- um óskað eftir. Stjórnin verður að geta rækt sína félagslegu ábyrgð,“ segir Svavar Halldórsson sem sæti á í stjórn Blaðamannafélags Íslands. Hart er tekist á innan BÍ í aðdrag- anda aðalfundar félagsins sem verð- ur haldinn annað kvöld. Þar býður framkvæmdastjóri félagsins, Hjálm- ar Jónsson, sig fram gegn formann- inum, Þóru Kristínu Ásgeirsdóttur. Tveir stjórnarmenn og aðrir tveir úr varastjórn hafa skrifað undir árs- reikninga félagsins en aðrir fjórir ekki, þar á meðal formaður og vara- formaður, og bera við að þeir hafi ekki fengið þær upplýsingar um fjár- reiður félagsins sem þeir óska eftir. Þeir sem samþykkt hafa samningana fyrir sitt leyti segja í yfirlýsingu að ekkert í umræðu stjórnarfundar, þar sem fjallað var um reikningana, gefi til kynna að nokkuð væri við reikn- inga félagsins að athuga. Enda hefðu þeir verið yfirfarnir án athugasemda af félagskjörnum skoðunarmönnum reikninga og löggiltum endurskoð- enda. Upplýsingarnar sem stjórnin hef- ur óskað eftir en ekki fengið segir hann snúa meðal annars að launa- kjörum og hlunnindum þeirra sem starfað hafa fyrir félagið síðustu ár, auk þess sem stjórnin óskaði eftir að sjá þá samninga sem þar liggja að baki og samþykktir stjórnar fyrir greiðslum. Einnig var fram- kvæmdastjórinn beðinn um ítarlega greinargerð um störf sín fyrir félag- ið. Einnig að formaður fengi lykla að skrifstofu félagsins sem hann fékk, en ekki þó að útidyrum. Dapurlegt moldviðri Hjálmar Jónsson segir ákvörðun um að bjóða sig fram til formanns í BÍ hafa verið tekna að vel athuguðu máli. Aldrei hafi skipt meira máli en nú að félagið sé heild og standi þétt að baki sínu fólki. „Því er heldur ekki að leyna að það hefur verið ágrein- ingur milli mín og formannsins um vinnubrögð. Lýðræðislegar hefðir þarf að halda í heiðri og stórar ákvarðanir verður að ræða og bera undir stjórn áður en þær eru teknar. Á því var verulegur misbrestur og við það gerði ég alvarlegar athuga- semdir og hef verið litinn hornauga síðan svo vægt sé til orða tekið,“ seg- ir Hjálmar í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í gær. Gagnrýni í sambandi við reikninga BÍ segir Hjálmar moldviðri sem þyrlað sé upp í tengslum við for- mannsframboðið. Dapurlegt sé að gripið sé til slíkra vinnubragða og hann trúi því að þau dæmi sig sjálf. Vilja gögn um launakjör  Deilt í BÍ  Stjórnarmenn kalla eftir upplýsingum  Vilja rækja félagslega ábyrgð  Moldviðri þyrlað upp, segir framkvæmdastjórinn sem er í framboði Hjálmar Jónsson Svavar Halldórsson SJÓKAJAKRÆÐARAR Á STÍFU STJÖRNUNÁMSKEIÐI Morgunblaðið/Árni Sæberg Eins og gefur að skilja er mikil áhersla lögð á öryggismál. Ræðarar þurfa m.a. að sýna fram á kunnáttu í siglingafræði, skyndihjálp og að þeir kunni að bjarga sér og öðrum. urra stjörnu leiðsögumaður og veitir alþjóðleg réttindi til að fara með fjóra lítt vana ræðara í sjókajakróður við nokkuð erfiðar aðstæður. FJÖLDI kajakræðara sækir nú námskeið í sjókajakróðri sem haldið er við höfuðborgarsvæðið af Breska kanósambandinu. Ræðararnir búa sig undir að taka prófgráðu sem nefnist fjög- Á þriðjudaginn sl. var haldinn fyrsti ársfundur Á-Vaxtar, hvatafélags um ræktun garðávaxta á Íslandi. Félag- ið var stofnað til þess að örva áhuga almennings á ræktun ávaxta og ann- arra óhefðbundinna matjurta. Yfir 50 félagsmenn eru í félaginu. Á-Vöxtur er í samstarfi við og fær stuðning frá The Fruit Tree Plant- ing Foundation, sem eru áhuga- mannasamtök sem starfa um allan heim. Næstu verkefni á stefnuskrá Á-Vaxtar eru fræðslufundir, kynn- isferðir og plöntun ávaxtatrjáa. Fé- lagið leitar eftir afnotum af ónot- uðum gróðurhúsum um allt land til að taka þátt í verkefninu og koma á fót öflugri ávaxtarækt í landinu. Ávaxtarækt Heiðursfélagar Sæmundur Guð- mundsson og Eyrún Óskarsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.