Morgunblaðið - 28.04.2010, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 28.04.2010, Blaðsíða 25
Dagbók 25 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. APRÍL 2010 Sudoku Frumstig 1 8 6 1 7 2 2 5 1 5 3 4 8 1 4 2 8 6 3 3 7 6 5 5 9 7 3 5 3 8 3 8 9 5 4 6 5 8 9 2 3 5 7 8 4 9 6 9 3 7 4 3 9 2 9 3 8 1 2 3 8 7 1 2 7 9 8 6 6 7 1 4 8 4 7 2 1 5 3 6 9 9 5 1 7 6 3 8 2 4 3 2 6 8 4 9 1 7 5 2 1 3 6 5 8 4 9 7 4 6 5 9 7 1 2 8 3 7 8 9 3 2 4 5 1 6 6 7 4 1 3 2 9 5 8 5 9 2 4 8 6 7 3 1 1 3 8 5 9 7 6 4 2 5 4 1 6 9 7 2 8 3 8 3 6 2 5 1 7 4 9 9 2 7 8 3 4 1 6 5 4 7 5 1 8 6 9 3 2 6 1 3 4 2 9 8 5 7 2 8 9 3 7 5 6 1 4 1 9 4 5 6 2 3 7 8 7 5 8 9 1 3 4 2 6 3 6 2 7 4 8 5 9 1 1 3 6 7 8 2 5 4 9 8 5 7 9 4 6 2 1 3 2 9 4 1 5 3 7 6 8 4 1 9 2 6 8 3 5 7 6 7 3 5 1 9 8 2 4 5 8 2 3 7 4 1 9 6 3 2 1 6 9 7 4 8 5 9 4 5 8 3 1 6 7 2 7 6 8 4 2 5 9 3 1 Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Í dag er miðvikudagur 28. apríl, 118. dagur ársins 2010 Orð dagsins: Jesús sagði við hann: Far þú, trú þín hefur bjargað þér. Jafn- skjótt fékk hann sjónina og fylgdi hon- um á ferðinni .(Mark. 10,52.) Bandaríkjamenn bera einstaktskynbragð á markaðssetningu, en stundum er ekki laust við að mann reki í rogastans við ímynd- unarafl þeirra. Víkverji rakst nýlega á kristilegt tyggigúmmí, sem fram- leitt er undir heitinu Testamints. Hægt er að fá pakkningar þar sem hvert stykki er í umbúðum sem á eru letraðar tilvitnanir úr heilagri ritningu. Framleiðandi sælgætisins heitir Christian Candy (sem út- leggja mætti Guðs gott) og bragð- tegundirnar eru þegar orðnar þrjár. Fjölbreyttara úrvali er heitið þegar fram í sækir. Á heimasíðu Christian Candy segir að um sé að ræða fyr- irtæki, sem hefur „helgað sig því að breiða út hin góðu tíðindi um Jesú Krist á vöru, sem fólk notar dag- lega“. x x x Slík markaðssetning hefur ekkihaldið innreið sína í þjóðkirkj- una og miðað við það hlutfall lands- manna sem láta fermast kynni hún að virðast í lítilli þörf fyrir hana. Það væri hins vegar áhugavert að bera saman kirkjusókn fermingarbarna veturinn fyrir fermingu og veturinn eftir fermingu. Hann var í það minnsta ekki algerlega á villigötum háðfuglinn, sem lagði út af orðtakinu brennt barn forðast eldinn með nýju afbrigði: „Fermt barn forðast prest- inn.“ Þess er þó sennilega langt að bíða að sakramyntur úr smiðju Guðs gotts fylli hillur í sjoppum á Íslandi og líklegra að slíkt komi úr annarri átt umfangsmikillar trúfélagaflóru á Íslandi. Án þess að Víkverji ætli sér að vekja neinar hugmyndir. x x x Margir mánuðir eru síðan gróðurbyrjaði að taka við sér, í það minnsta á suðvesturhorninu. Vík- verji tók eftir laukum í blómabeðum eftir hin miklu hlýindi, sem voru í janúar, en þá komu hlýrri dagar en verið hafa nú í fyrstu viku „sumars“ sem staðfestir enn og aftur hversu lítil hitasveifla er í raun á milli árs- tíða á Íslandi. Nú sést brum á trjám og blettir eru byrjaðir að grænka og brátt verður allt orðið iðjagrænt. Tími til kominn. víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Krossgáta Lárétt | 1 augn- sjúkdómur, 4 flokkur, 7 bjarti, 8 læsum, 9 fæ not- ið, 11 afmarkað svæði, 13 æpa, 14 snæddur, 15 raspur, 17 klæðleysi, 20 fjallsbrún, 22 eirðarlaust, 23 hakan, 24 bik, 25 hinn. Lóðrétt | 1 galgopar, 2 ávítur, 3 lengdareining, 4 hrósað, 5 laumuspil, 6 deila, 10 úði, 12 álít, 13 elska, 15 kraft, 16 ölv- aða, 18 tréð, 19 glatar, 20 siga, 21 þraut. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 göfuglynd, 8 saddi, 9 ufsar, 10 nem, 11 rúðan, 13 annir, 15 julla, 18 stæra, 21 urt, 22 ritið, 23 ísinn, 24 gleðilegt. Lóðrétt: 2 önduð, 3 urinn, 4 lauma, 5 nösin, 6 ósar, 7 hrár, 12 afl, 13 not, 15 jara, 16 lítil, 17 auðið, 18 stíll, 19 æfing, 20 Anna. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Skák Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. g3 c5 4. d5 exd5 5. cxd5 b5 6. e4 Rxe4 7. De2 De7 8. Bg2 f5 9. d6 De6 10. Rc3 Bb7 11. g4 Rxd6 12. Bxb7 Rxb7 13. Rxb5 Bd6 14. Rxd6+ Rxd6 15. Bf4 Dxe2+ 16. Rxe2 Re4 17. f3 Rf6 18. g5 Rd5 19. Bd6 Ra6 20. Rc3 Rxc3 21. bxc3 Kf7 22. Kf2 h6 23. gxh6 Hxh6 24. Hhd1 g5 25. Hab1 f4 26. Kg1 Hc8 27. Hb7 He6 28. Hxd7+ Kg6 29. Hxa7 Hc6 30. Hd7 He3 31. Bf8 Rc7 32. Hg7+ Kf6 33. Hh7 Re6 34. Hh6+ Kf7 35. Hd7+ Ke8 36. Ha7 Hxc3 Staðan kom upp á Skákþingi Íslands, landsliðsflokki. Bragi Þorfinnsson (2396) hafði hvítt gegn Stefáni Krist- jánssyni (2466). 37. Bg7! Hc1+ svartur hefði orðið mát eftir 37…Rxg7 38. Hh8#. Í framhaldinu vinnur hvítur mann: 38. Kf2 Hc2+ 39. Ke1 Hc7 40. Hxe6+ Kd7 41. Hxc7+ Kxe6 42. Hc6+ Kd5 43. Hg6 Hxh2 44. Hxg5+ Kc4 45. a3 Hh1+ 46. Kf2 Hc1 47. Bf8 Hc2+ 48. Kg1 og svartur gafst upp. Hvítur á leik. Brids Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Byrjað rólega. Norður ♠K86 ♥ÁG98643 ♦D3 ♣5 Vestur Austur ♠G74 ♠D1092 ♥D105 ♥K7 ♦G82 ♦97 ♣KDG7 ♣98642 Suður ♠Á53 ♥2 ♦ÁK10654 ♣Á103 Suður spilar 6♦. Á fyrsta degi Íslandsmótsins átti norður að hefja sagnir með 10 punkta og sjölit í hjarta. Allir á hættu. Möguleikarnir eru óþægilega margir, frá einu hjarta og upp í fjögur, en reynslan kennir mönnum að fara rólega með spil sem eru opin í ýmsar áttir. Það gerði Sævar Þorbjörnsson. Hann vakti á 1♥ og náði að lýsa spilum sínum vel í kjölfarið. Makker hans, Karl Sig- urhjartarson, sagði 2♦ á móti, sem er krafa í geim í þeirra kerfi. Sævar sagði 2♥, Karl 3♦ og Sævar 3♥. Með 3♦ var Karl að gefa makker undir fótinn með slemmu, svo hann taldi nú óhætt að stinga upp á 3G. Sævari fannst þá nóg komið af niðurmeldingum og tók undir tígulinn með 4♦. Karl sýndi spaðafyr- irstöðu með 4♠, Sævar sagði galvaskur 5♣ og Karl 6♦. Þrettán slagir með því að fría hjartað. (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Það er ljótur ávani að eyða um efni fram og reyndar stórhættulegt. List og glæsileiki verða að vera fyrir hendi, svo þér finnist sem þú lifir lífinu sem þér var ætlað. (20. apríl - 20. maí)  Naut Ekki þrýsta um of á að breytingar og bætur verði gerðar á vinnustað þínum. Vinna tengd ljósmyndum, hátísku, bíó- myndum og hvers kyns glamúr gengur að óskum. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Þú hefur fulla ástæðu til að vera ánægð/ur því allt virðist ætla að ganga upp hjá þér. Andaðu djúpt og slepptu svo. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Verðir þú fyrir áfalli skaltu ekki sitja og bíða eftir því að eitthvað meira gerist. Ekki gefa þig áhyggjunum á vald. Hjálpin er handan við hornið. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Það getur verið gott að hressa upp á tilveruna með einhverju óvæntu uppá- tæki. Stundum er þó erfitt að greina mun- inn á innra hjali og rödd innsæisins. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Þú þarft að gæta þess að leita stöð- ugt uppi nýja hluti, því stöðnunin á illa við þig og dregur úr þér allan mátt. Einhver gæti líka gefið þér gjöf eða boðið þér eitt- hvað að láni. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Þú munt njóta aukinna vinsælda næstu sex vikurnar. Paraðu saman og los- aðu þig við óþarfa. Taktu ákvörðun um að gera eitthvað sem mun láta þér líða betur í eigin skinni. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Leggðu áherslu á jákvæð samskipti við fólk því það auðveldar allt samstarf. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Ekkert getur verið svo slæmt að ástæða sé til að reyta hár sitt. Vendu þig á að taka strax á málum og leysa þau. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Þú vaknar við fuglasöng og kemur meiru í verk fyrir hádegi en þú er vanur/vön á heilum degi. Að skrifa gæti hjálpað til við að vinna úr slæmum tilfinn- ingum. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Sumir halda að maður eigi að halda upplýsingum sem maður fær fyrir sig. Hið sama gildir um ráðagerðir tengd- ar menntun og lögfræðilegum efnum. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Kastaðu ekki til höndum við störf þín því þá færðu á þig illt orð sem getur dregið dilk á eftir sér. Stjörnuspá 28. apríl 1819 Tukthúsið í Reykjavík var gert að embættisbústað fyrir stift- amtmann, samkvæmt kon- ungsúrskurði. Þar eru nú skrifstofur forsætisráðherra. 28. apríl 1932 Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis tók til starfa. Fyrstu áratugina var afgreiðslan við Hverfisgötu. Hann var lengi stærsti sparisjóður landsins en fór í þrot vorið 2009. 28. apríl 1955 Samkomulag náðist í vinnu- deilu verkalýðsfélaga í Reykjavík og Hafnarfirði við atvinnurekendur. Verkfall hafði þá staðið í sex vikur og mun það vera eitt hið lengsta og víðtækasta sem um getur. Samið var um 10% launahækk- un, stofnun atvinnuleys- istryggingasjóðs o.fl. 28. apríl 2009 Svalir hrundu undan tuttugu börnum í Ölveri undir Hafn- arfjalli. Ekkert þeirra slas- aðist alvarlega. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson. Þetta gerðist… Gylfi Bergur Konráðsson og Kol- beinn Tumi Sindrason héldu tom- bólu í Norðlingaholti og söfnuðu 2.670 krónur sem þeir gáfu Rauða krossinum. Hlutavelta „ÉG hef nú ekkert sérstakt planað enda er ég orð- in södd á stórveislum í bili, það verður að líða dá- lítið góður tími á milli,“ segir María Lovísa Ragn- arsdóttir, fatahönnuður, sem á 55 ára afmæli í dag. Stutt er síðan María boðaði fjölskyldu sína og vini til stórveislu því fyrir tveimur árum giftist hún eigimanni sínum, Steingrími K. Reynissyni. „Svo þegar ég var fimmtug hélt ég stóra veislu líka, það var voðalega eftirminnilegt og skemmti- legt svo ég lifi alveg á því ennþá,“ bætir María við. Hún gerir því ráð fyrir að fagna afmælinu nú með lágstemmdari hætti og fá kannski nánustu vinkon- ur og fjölskyldu í heimsókn um helgina. María hefur í nógu að snúast þessa dagana, en hún rekur verslun með eigin hönnun á Skólavörðu- stíg í Reykjavík. „Núna er ég að sníða hörfatnað, það er vorlínan sem við erum að koma í verslanir, með léttari fatnaði,“ segir María. „Við fáum nú svo stutt sumar hérna svo þetta eru engar strandflíkur, en við þurfum nú samt að fá aðeins glaðari liti og hæfilega sumarlega.“ Utan vinnunnar nýtir hún frítímann til að stunda hestamennsku, en hún er með nokkur hross í húsi í Mosfellsbæ og lætur vel af. „Útiveran og að ríða út í náttúrunni, þetta gefur manni mikið.“ una@mbl.is María Lovísa Ragnarsdóttir 55 ára Södd á stórveislum í bili Nýirborgarar Nýbakaðir foreldrar? Sendið mynd af nýja ríkisborgaranum ásamt upplýsingum á barn@mbl.is Reykjavík Arna Björk fæddist 9. janúar kl. 18.47. Hún vó 17 merkur og var 52,5 cm löng. Foreldrar hennar eru Ragnheiður Jónsdóttir og Ragnar B. Sigurjónsson. Reykjavík Líf Austmann fæddist 19. febrúar kl. 22.49. Hún vó 4.155 g og var 53,5 cm löng. For- eldrar hennar eru Edda Harðardóttir og Gunnar Jóhannsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.