Morgunblaðið - 28.04.2010, Side 29
ÞAÐ hefur verið tíska undanfarin ár
að sækja efnivið í afþreyingu morg-
undagsins aftur til fortíðar. Það er
enda kannski ekki svo skrýtið þar
sem það gamla og góða virðist oft
betur úr garði gert en hraðsuðu-
hugmyndir nútímans, að minnsta
kosti í nostalgískri minningunni. Á
næstu misserum munu hinir hug-
umstóru Strumpar til dæmis prýða
hvíta tjaldið um heim allan, en ótal
aðrar teiknimyndahetjur væri vert
að kynna fyrir börnum á ný.
1. KÆRLEIKSBIRNIRNIR
Kærleiksbirnirnir, Care Bears,
hafa lifað nokkuð góðu lífi þrátt fyrir
að hafa horfið af skjáum lands-
manna. Hægt hefur verið að fá lit-
ríka bangsana í öllum helstu leik-
fangabúðum með sínar hjarta-,
regnboga-, og sólarprýddu bumbur.
2. HE-MAN
He-Man var á sínum tíma aðal-
ofurhetjutöffarinn. Hann er „alter-
ego“ prinsins Adam sem fær of-
urkrafta við að lyfta sverði sínu á
loft og fara með töfraþulu. Hann átti
í endalausum útistöðum við Skeletor
(var hann kallaður Beini á íslensku?)
og honum til aðstoðar var heil hers-
ing af hetjum. Dolf Lundgren lék
hetjuna í bíómynd árið 1987 en til
stendur að gera nýja mynd á næst-
unni.
3. SHE-RA
She-Ra átti aldrei eins miklum
vinsældum að fagna hérlendis og
tvíburabróðir hennar He-Man, en
á svipaðan hátt og bróðir hennar
breyttist þá hætti hún að vera
Adora prinsessa og varð She-Ra
með því að lyfta töfrasverði sínu
á loft. Flott kvenhetja sem bíður
þess að vera lífguð við á hvíta
tjaldinu af Cameron Diaz eða
Charlize Theron.
4. FOLINN MINN LITLI
Folinn minn litli, eða My Little
Pony, hefur eins og Kærleiksbirn-
irnir slegið í gegn á ný í leik-
fangaverslunum landsins. Nú er
bara spurning hvort folarnir hefji
ekki innreið sína í kvikmyndahús
bráðlega.
5. GÚMMÍBIRNIRNIR
Gummi Bears
voru fyrstu
teikni-
myndahetjurnar
sem Disney-
fyrirtækið framleiddi efni
um fyrir sjónvarp og var hugmyndin
fengin frá sælgætinu sívinsæla.
Samkvæmt sögunni flúðu birnirnir
yfirgang mannanna og urðu aðeins
þjóðsaga í þeirra huga, en það er
kannski kominn tími á að þeir minni
mannfólkið á sig á ný.
6. ÞRUMUKETTIRNIR
Ef einhverjir voru svalari en He-
Man og félagar þá voru það Þrumu-
kettirnir. Eins og kollegar þeirra
sóttu kettirnir mátt sinn í töfrasverð
sem í var greyptur máttarsteinn frá
plánetunni Thundera. Þrumu-
kettirnir voru ótrúlega svalir
og Warner Bros. voru með
ThunderCats-mynd í smíðum
fyrir tveimur árum, en enn hefur
ekki heyrst af afdrifum verkefnisins.
7. SÚPER MARIO-BRÆÐUR
Hvernig stendur á því að ekki er
búið að gera almennilega teikni-
mynd í fullri lengd um pípulagn-
ingamennina knáu? Nógu margar
eru persónurnar til að moða úr:
prinsessan, Bowser, Wario, Donkey
Kong, Yoshi og allir hinir grall-
ararnir úr heimi Marios. Alla þá
hugmyndavinnu sem hefur verið
lögð í tölvuleikina væri tilvalið að
nýta í að minnsta kosti eina mynd.
8. REGNBOGA-
BIRTA
Örlög Regnboga-
Birtu hafa orðið þau
sömu og Strawberry
Shortcake og lafði
Lokkaprúðrar (Lady
Lovely Locks).
Allar hafa
þær
verið
settar í
stranga
megrun og orðið
tælandi og þokkafullar í meðförum
nýrra hugmyndasmiða. Meira að
segja hestur Regnboga-Birtu hefur
fengið lengri leggi. Það er ekki van-
þörf á því að litlar stúlkur í dag fái að
kynnast litlum og dálítið búttuðum
fyrirmyndunum.
holmfridur@mbl.is
Kærleiksbirnir og
Þrumukettir
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. APRÍL 2010
568 8000 – borgarleikhus.is – midasala@borgarleikhus.is
Faust HHHH IÞ, Mbl
Gauragangur (Stóra svið)
Fim 29/4 kl. 20:00 K.10 Mið 12/5 kl. 20:00 Fös 4/6 kl. 20:00
Fös 30/4 kl. 20:00 K.11 Fös 21/5 kl. 20:00 Lau 5/6 kl. 20:00
Fös 7/5 kl. 20:00 Lau 22/5 kl. 20:00 Fös 11/6 kl. 20:00
Lau 8/5 kl. 20:00 Fös 28/5 kl. 20:00 Lau 12/6 kl. 20:00
Sun 9/5 kl. 20:00 Ný auka Sun 30/5 kl. 20:00
Eftir Ólaf Hauk Símonarson - tónlist Nýdönsk
Faust (Stóra svið)
Sun 2/5 kl. 20:00 Ný auka Fim 6/5 kl. 20:00 Ný auka Fim 20/5 kl. 20:00
í samvinnu Borgarleikhússins og Vesturports. Sýningum líkur í maí
Skoppa og Skrítla á tímaflakki (Litla svið)
Sun 2/5 kl. 14:00 Sun 9/5 kl. 14:00 Sun 16/5 kl. 14:00
Dúfurnar (Nýja sviðið)
Mið 28/4 kl. 20:00 k.8. Lau 8/5 kl. 19:00 k.12. Lau 15/5 kl. 19:00 k.17.
Fim 29/4 kl. 20:00 k.9. Sun 9/5 kl. 20:00 k.13. Lau 15/5 kl. 22:00
Fös 30/4 kl. 19:00 k.10 Mið 12/5 kl. 20:00 k.14. Fös 21/5 kl. 20:00
Fös 30/4 kl. 22:00 aukas. Fim 13/5 kl. 20:00 k.15. Lau 22/5 kl. 20:00
Fös 7/5 kl. 19:00 k.11. Fös 14/5 kl. 19:00 k.16.
Fös 7/5 kl. 22:00 Fös 14/5 kl. 22:00
frumsýnt 10. apríl
Rómeó og Júlía í leikstjórn Oskaras Korsunovas (Stóra
svið)
Fös 14/5 kl. 20:00 Lau 15/5 kl. 20:00
Í samvinnu við Listahátíð í Reykjavík
Rómeó og Júlía Vesturports (Stóra svið )
Þri 11/5 kl. 20:00 Mán 24/5 kl. 20:00 Sun 6/6 kl. 20:00
Sun 16/5 kl. 20:00 Mið 26/5 kl. 20:00
Þri 18/5 kl. 20:00 Mið 2/6 kl. 20:00
í samvinnu Borgarleikhússins og Vesturports. Miðasala hefst 26. apríl
Eilíf óhamingja (Litli salur)
Fös 30/4 kl. 20:00 Lau 15/5 kl. 20:00 Sun 16/5 kl. 20:00
Fyrir þá sem þora að horfa í spegil. Snarpur sýningartími
Villidýr / Pólitík eftir Ricky Gervais (Litla svið)
Lau 1/5 kl. 19:00 Sun 2/5 kl. 20:00 Fös 7/5 kl. 20:00
Uppsetning Bravó - aðeins 4 sýningar. Athugið: Óheflað orðbragð
Ath. Sýningar hefjast kl. 19:00
Nánar á leikhusid.is
Sími miðasölu 551 1200
Mbl, GSP
Þ J Ó Ð L E I K H Ú S I Ð 6 0 Á R A
Í FEBRÚAR síðastliðnum hélt
hljómsveitin Reginfirra til Dan-
merkur og hélt þá tónleika í tónlist-
arskóla í Óðinsvéum. Að tónleik-
unum loknum tóku Reginfirrumenn
og nokkrir áheyrenda tal saman og
svo vel fór á með mönnum að þeir
sammæltust um að vinna saman tón-
list, eða svo rekur gítarleikarinn
Daníel Friðrik Böðvarsson söguna.
„Það kom mér á óvart hvað þeir
voru vel að sér í íslenskri tónlist og
við ákváðum að reyna að gera eitt-
hvað saman hér heima,“ segir Daní-
el. Upp úr samtalinu varð til hljóm-
sveitin Uwaga Wagga sem heldur
tónleika á Rósenberg í kvöld kl.
21.00.
Á þeim tónleikum mun sveitin
leika tónlist sem orðið hefur til í vik-
unni en félagar Daníels í sveitinni,
píanóleikarinn Adi Zukanovic,
trompetleikarinn Tomasz Da-
browski og saxófónleikarinn Sven
Meinild, tóku sína fyrstu æfingu á
sunnudag og héldu í hljóðver á
þriðjudag, en mánudeginum eyddu
þeir í vinnubúðum fyrir nemendur
við Tónlistarskóla Hafnarfjarðar.
Daníel segir að þeir félagar hafi
tekið upp sjö eða átta lög á mánu-
daginn og til stóð að fara í hljóðver
aftur í gærkvöldi. „Það er ekki
skortur á efni, en svo á eftir að
hlusta á það og skera niður og skoða
hvort það er eitthvert vit í þessu,“
segir hann. Óskar Guðjónsson saxó-
fónleikari lék með þeim félögum í
hljóðverinu og hann verður einnig
með á tónleikunum í kvöld og eins
trommuleikarinn Einar Scheving.
Á morgun halda þeir félagar norð-
ur í land og halda tónleika á Græna
hattinum í höfuðstað Norðurlands
annað kvöld.
Daníel segir að þeir félagar hans í
sveitinni vilji ólmir halda tónleika í
Danmörku og eins í Póllandi, en
Tomasz Dabrowski en einmitt ætt-
aður þaðan. „Ef þetta gengur vel er
aldrei að vita hvað getur gerst.“
arnim@mbl.is
Ekki skortur á efni
Alþjóðlegt samstarf birtist í nýju
hljómsveitinni Uwaga Wagga
Samstarf Félagarnir í Uwaga Wagga; Adi Zukanovic, Tomasz Dabrowski,
Sven Meinild og Daníel Friðrik Böðvarsson, spila á Rósenberg í kvöld.