Morgunblaðið - 08.05.2010, Síða 6
6 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. MAÍ 2010
Morgunblaðið/Eggert
Héraðsdómur Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, var úrskurðaður í 12 daga gæsluvarðhald í gær og fluttur á Litla-Hraun.
Eftir Egil Ólafsson
egol@mbl.is
„VIÐ verðum að hafa það í huga að
frelsissvipting er ekkert gamanmál.
Það þarf talsvert til þess að dómari
samþykki frelsissviptingu áður en
genginn er dómur. Þegar
rannsóknaraðili biður um gæsluvarð-
hald þarf hann að færa sterk rök fyr-
ir beiðninni,“ segir Ólafur Þór
Hauksson, sérstakur saksóknari, um
þá ákvörðun Héraðsdóms Reykjavík-
ur að úrskurða Hreiðar Má Sigurðs-
son, fyrrverandi forstjóra Kaup-
þings, og Magnús Guðmundsson,
forstjóra Banque Havilland, í gæslu-
varðhald.
Hreiðar Már í 12 daga varðhald
Ólafur fór fram á að Hreiðar Már
yrði úrskurðaður í 12 daga gæslu-
varðhald og Magnús í sjö daga varð-
hald. Dómarinn féllst á þessa kröfu.
Þeir verða í einangrun á Litla-
Hrauni, en jafnframt verður yfir-
heyrslum yfir þeim haldið áfram.
Ólafur var spurður hvort Hreiðar
Már og Magnús væru samvinnuþýðir
og leituðust við að upplýsa málið.
Hann vildi ekki svara því beint en
sagði: „Ef menn eru samvinnuþýðir
taka yfirheyrslur yfirleitt ekki mjög
langan tíma.“ Ólafur segist ekki geta
gefið upplýsingar um gang rann-
sóknarinnar eða nánar upplýsingar
um þær ásakanir sem beinist að hin-
um grunuðu. Fram kom í fyrradag að
mál Hreiðars Más tengdist rannsókn
á skjalafalsi, auðgunarbrotum, brot-
um gegn lögum um verðbréfavið-
skipti – meðal annars markaðsmis-
notkun – og brotum gegn
hlutafélagalögum.
Ekki komnir með öll gögn frá
Lúxemborg
Ólafur Þór og fimm starfsmenn
hans fóru til Lúxemborgar í febrúar
sl. þar sem m.a. var gerð húsleit í
Banque Havilland sem Magnús hefur
stýrt. Húsleitin var mjög umfangs-
mikil, auk þess sem ellefu menn voru
teknir í yfirheyrslu. Rannsóknin í
Lúxemborg tengist viðskiptum með
hlutabréf í Kaupþingi og skulda-
tryggingu. Ólafur sagði að gögn sem
lagt var hald á í febrúar hefðu enn
ekki skilað sér til embættis sérstaks
saksóknara, en lög í Lúxemborg eru
strangari en íslensk lög um húsleitir.
Hann sagði að þessari húsleitir í febr-
úar hefðu því ekki haft nein úrslita-
áhrif á gang rannsóknarinnar.
Gæsluvarðhaldsúrskurðirnir hafa
verið kærðir til Hæstaréttar. Sam-
kvæmt lögum hafa verjendur og
sækjandi sólarhring til að skila gögn-
um til réttarins.
Lögmaður Magnúsar, Karl Axels-
son, sagði eftir uppkvaðningu úr-
skurðarins að hann væri afar ósáttur
við niðurstöðuna, en vildi að öðru
leyti ekki tjá sig um málið að sinni.
Hörður Felix Harðarson, lögmaður
Hreiðars, vildi heldur ekki tjá sig en
sagðist vona að niðurstaða Hæsta-
réttar lægi fyrir sem fyrst.
„Þarf að færa fram sterk rök“
Frelsissvipting er ekkert gamanmál, segir sérstakur saksóknari Bendir á að til
að dómari samþykki beiðni um varðhald þurfi rannsakandi að leggja fram sterk rök
HALLDÓR Ás-
grímsson, fv. ráð-
herra og formað-
ur Framsóknar-
flokksins, kann-
ast ekki við að
sölu bankanna
hafi verið hand-
stýrt og vísbend-
ingum um slíkt,
sem fram komi í
rannsóknar-
skýrslu Alþingis, sé hann fyrst að
heyra af núna. Þetta kom fram í við-
tali við hann í Kastljósi í gær.
Sagði Halldór að gera hefði átt
meira strax á fyrrihluta ársins 2006
þegar hættumerki sáust vegna
stærðar bankanna. Halldór sagði
óskandi að eigendur bankanna hefðu
farið betur með það vald sem þeim
hefði verið falið og eftirlitið verið
betra. Spurður hvort ekki hefði
þurft að efla eftirlitskerfi á borð við
Fjármálaeftirlitið samhliða einka-
væðingunni sagði Halldór að hér-
lendis hefði verið eftirlitskerfi, en að
það hefði brugðist eins og víða er-
lendis. „Eftir á að hyggja held ég að
það hafi ekki verið rétt að slíta Fjár-
málaeftirlitið frá Seðlabankanum.“
Þá sagði hann ákvörðun stjórn-
valda um 90% hámark íbúðalána
ekki hafa verið mistök.
Gera hefði
mátt meira
árið 2006
Kannast ekki við
handstýrða sölu
Halldór
Ásgrímsson
ÞINGMENN
Hreyfingarinnar
bjóðast til að út-
vega og standa
straum af kostn-
aði við leigu á
húsnæði vegna
þinghalds í máli
nímenninganna
sem ákærðir hafa
verið fyrir að
hafa ruðst inn á
Alþingi í desember 2008.
Mál þeirra var tekið fyrir í Hér-
aðsdómi á dögunum og þá fjöl-
menntu stuðningsmenn til að fylgj-
ast með og sýna sakborningum
stuðning. Lögreglan var kölluð á
vettvang til að fjarlægja tvo stuðn-
ingsmenn sem hlýddu ekki fyrir-
mælum um að sitja í réttarsal. Mál
nímenninganna verður tekið fyrir í
næstu viku. Þingmenn Hreyfingar-
innar segja marga hafa áhuga á því
að vera viðstaddir réttarhöldin, enda
sé það réttur almennings. Því vilja
þingmennirnir útvega húsnæði og
hugsanlega megi senda beint út frá
þinghaldinu. sbs@mbl.is
Bjóða stærri
réttarsal
Dómhúsið við
Lækjartorg.
Fjallað er um heimild til að úrskurða menn í gæsluvarðhald í 16. kafla laga
um meðferð sakamála. Þar segir: „Sakborningur verður því aðeins úr-
skurðaður í gæsluvarðhald að fram sé kominn rökstuddur grunur um að
hann hafi gerst sekur um háttsemi sem fangelsisrefsing er lögð við.“ Lögin
kveða á um að frekari skilyrði þurfi að vera fyrir hendi, en eitt þeirra er að
„ætla megi að sakborningur muni torvelda rannsókn málsins, svo sem með
því að afmá merki eftir brot, skjóta undan munum ellegar hafa áhrif á sam-
seka eða vitni“. Hér kemur Ólafur Þór Hauksson (t.h.) í héraðsdóm í gær.
Morgunblaðið/Eggert
Skilyrði fyrir varðhaldi
Nokkur sæti laus!
Ert þú 21 árs eða eldri? Viltu taka þátt í ævintýralegu verkefni
í sumar? Hefur þú gaman af því að vinna með börnum og
unglingum? CISV á Íslandi (Alþjóðlegar sumarbúðir barna,
www.cisv.is ) leitar að sjálfboðaliðum til að taka þátt í því
frábæra starfi sem fer fram í sumar. Þessar búðir eru bæði
hérlendis og erlendis.
Einnig var að losna fyrir 16–17 ára stelpu sem JC í sumarbúðir
sem haldnar eru á Íslandi í sumar 25. júní–22. júlí. Frábært
tækifæri!
Nánari upplýsingar gefur Arnór Fannar í síma 693 7823
eða Halla í síma 692 6846.
Eftir Unu Sighvatsdóttur
una@mbl.is
Í DAG verða auglýst alls 856 ný störf
sem standa námsmönnum og at-
vinnuleitendum tímabundið til boða,
en ráðningartímabil þeirra nemur
allt frá sex vikum til sex mánaða.
Árni Páll Árnason félagsmálaráð-
herra kynnti atvinnuátakið í gær, en
störfin spanna allt frá þáttagerð hjá
Ríkisútvarpinu til rannsókna á áhrif-
um eldfjallaösku á flugvélahreyfla.
Störfin eru m.a. auglýst í Morgun-
blaðinu í dag en opnað verður fyrir
umsóknir miðvikudaginn 12. maí og
rennur umsóknarfrestur út viku síð-
ar. Stefnt er að því að ljúka ráðn-
ingum í flest störfin fyrir lok mán-
aðarins. Fyrirtæki og stofnanir sem
taka þátt leggja til aðstöðu, efnis-
kostnað og verkstjórn en fá stuðning
til greiðslu launa. Atvinnuleysis-
tryggingasjóður styrkir verkefnið
um 250 milljónir kr. og ríkisstjórnin
leggur auk þess til 106 milljónir.
Auk atvinnuátaks félagsmálaráðu-
neytisins hefur sjávarútvegs- og
landbúnaðarráðuneytið ákveðið að
bregðast við miklum skorti á sumar-
störfum og skapa í samvinnu við
undirstofnanir sínar allt að 70
sumarstörf. Verkefnasjóður sjávar-
útvegsins veitir fé til að standa
straum af kostnaði vegna sumar-
starfanna sem verða í boði hjá stofn-
unum s.s. Fiskistofu, Veiðimála-
stofnun og Hafrannsóknastofnun.
Um er að ræða bæði afmörkuð verk-
efni sem og rannsóknir og nýsköpun.
Ný störf fyrir ungt fólk
Félagsmálaráðuneytið stendur fyrir auglýsingu 865 starfa
Landbúnaðar- og sjávarútvegsráðuneyti útvegar 70 störf
Morgunblaðið/Ásdís