Morgunblaðið - 08.05.2010, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 08.05.2010, Blaðsíða 29
29 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. MAÍ 2010 Leikfangasaga? Fréttamenn reyndu að ná tali af Hreiðari Má Sigurðssyni fyrir utan héraðsdóm í gær, er hann var úrskurðaður í 12 daga varðhald. Hetjur Leikfangasögunnar „fylgdust með“. Eggert HÁSKÓLI Íslands stóð á dög- unum fyrir opnum umræðu- fundum um lærdóma af skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Fundirnir voru allir afar vel sóttir og ljóst að margir höfðu áhuga á að heyra hvað háskólamenn hefðu fram að færa. Sum erindin voru góð – skýr, málefnaleg og fróðleg. Nokkur er- indi voru hins vegar á mörkunum að geta talist boðlegt framlag há- skólasamfélagsins. Órökstuddar alhæfingar, aulabrandarar á kostnað ein- staklinga og óyfirveguð og ósanngjörn með- ferð á viðfangsefninu á ekki heima í erindum háskólamanna sem taka sjálfa sig alvarlega. Að þessu leyti olli HÍ vonbrigðum. Annað sem einkenndi umræðuna og álykt- anir og skoðanir frummælenda var einsleitnin. Því var haldið fram að sökudólgurinn væri frjálshyggjan, afskiptaleysið og skortur á lög- um. Um leið var því slegið föstu að ástæður hrunsins hefðu legið í stærð bankanna miðað við stærð hagkerfisins og þannig getu Seðla- bankans og ríkisins til að hlaupa undir bagga með bönkunum. Enginn frummælenda nefndi að frjálshyggjumenn hefðu áratugum saman bent á að þrautavaralán frá Seðlabönkum og ýmis önnur afskiptasemi ríkisins ýttu undir áhættusækni í fjármálakerfinu og reglubundið hrun. Afstaða flestra frummælenda var að þessu leyti einsleit og umgjörð Háskólans því ekki „vísindaleg“. Öfugmæli Stefáns Ólafssonar Stefán Ólafsson, prófessor, var lengst allra frá vísindalegri hlutlægni enda rakst hvað á ann- ars horn í erindi hans. Í stað þess að gera tilraun til að byggja á rökum og álykta út frá þeim kaus prófessorinn að nýta tæki- færið til að viðra gamalkunnar ásakanir á hendur pólitískum andstæðingum. Ein furðulegustu öfugmæli í erindi Stefáns Ólafssonar fólust í staðhæfingunni um að tíðarandi frjálshyggj- unnar greiddi leið fyrir taumlausa þróun bólu- hagkerfis sem sprakk í hruninu. Þessa stað- hæfingu lagði prófessorinn á borð fyrir áheyrendur án þess að geta þess að austurríski hagfræðiskólinn – sem með réttu mætti nefna hagfræði frjálshyggjumanna – útskýrir mjög nákvæmlega hvernig eignabólur verða til og springa. Frjálshyggjumenn af austurríska skólanum hafa svo sannarlega varað við ósjálfbærni bólu- hagkerfisins eins og fjölmörg dæmi sanna. Fyrir utan skrif hagfræðinga á borð við Mises og Hayek í gegnum tíðina mætti nefna ára- tugalanga baráttu Ron Paul og afdráttarlausar viðvaranir Peter Schiff sem öðluðust mikla út- breiðslu á Youtube undir heitinu «Peter Schiff was right». Staðhæfing Stefáns Ólafssonar um að frjáls- hyggja hafi ýtt undir bóluhagkerfið er ekki ein- ungis órökstudd og röng heldur fáránleg í ljósi aldargamallar baráttu austurríska hagfræði- skólans gegn verðbólum. Öllu verra er þó að slíkar ranghugmyndir leiða til rangrar sjúkdómsgreiningar og koma þjóðfélaginu í enn meiri flækju þar sem ábyrgð eins flækist í áhættu annars. Slíka samfélags- gerð mætti e.t.v. kalla „pilsfaldskapítalisma“ sem á ekkert skylt við frjálshyggju. Strámaðurinn Laffer Í fyrirlestri sínum komst Stefán Ólafsson þó á köflum glettilega nálægt rót vandans. Þannig sýndi prófessorinn glæru yfir skuldasöfnun þjóðarinnar erlendis sem hann lýsti sem „bestu myndinni af hrunadansinum“. Í stað þess að tengja aukna skuldasöfnun þjóðarinnar erlend- is við flóðbylgju lánsfjár sem reið yfir heims- byggðina á þessum árum – og var bein afleiðing peningastefnu seðlabanka heimsins í anda Keynes – fór fyrirlesarinn því miður út af spor- inu og niður í skotgrafirnar. Skotmarkið var hið sama og venjulega og reyndi prófessorinn að gera Arthur Laffer að „meistara frjálshyggjunnar“ í þeim tilgangi að koma höggi á frjálshyggjuna með því að segja skrýtlu um ummæli Laffer. Það sem tekur broddinn úr skrýtlunni er að Laffer er enginn frjálshyggjumaður. Með tilliti til peningastefnu og þróunar skulda og peningamagns – sem var umræðuefni prófessorsins þegar hann fór út af sporinu – er Arthur Laffer býsna langt frá því að vera frjálshyggjumaður. Það þekkja allir sem vita af frægu veðmáli sem Laffer og fyrr- nefndur Peter Schiff gerðu á CNBC í ágúst 2006. Í viðtalinu varaði Peter Schiff við því að neysla væri drifin áfram af skuldum og gervi- hækkun fasteigna og hlutabréfa skapaði fölsk pappírsverðmæti. Arthur Laffer sagði aftur á móti efnahag Bandaríkjanna aldrei hafa verið betri og að peningastefna seðlabankans væri frábær! Skoðanir og ummæli Arthur Laffer um pen- ingastefnu eru augljóslega í andstöðu við skoð- anir frjálshyggjumanna. Það hindraði Stefán Ólafsson samt ekki í því að reyna að gera strá- mann úr Laffer og nota í pólitískum áróðri. Litbrigði eða einstefna Það er sök sér að tilhneiging prófessors í Há- skóla Íslands til stjórnmálaáróðurs reki hann í ógöngur. Það er öllu verra að Háskóli Íslands bjóði ekki upp á fjölbreyttari, uppbyggilegri og yfirvegaðari umgjörð en raun ber vitni. Framtak HÍ um opna umræðufundi er lofs- vert. Hjarðmenningin, einstefnan og gagnrýn- isleysið má hins vegar ekki verða fræða- samfélaginu jafn skeinuhætt og tilfellið varð með íslenska fjármálakerfið. Ég hvet því rekt- or Háskóla Íslands og annað forystufólk ís- lenska fræðasamfélagsins til að gera betur. Eftir Svein Tryggvason » Það er sök sér að hneigð prófessors til stjórn- málaáróðurs reki hann í ógöngur. Það er öllu verra að HÍ bjóði ekki upp á fjölbreytt- ari skoðanaskipti. Sveinn Tryggvason Höfundur er rekstrarverkfræðingur. Háskóli Íslands í fallhættu ÁRSREIKNINGUR Reykjavíkurborgar fyr- ir árið 2009 færir okkur einstaklega ánægjuleg tíðindi. Borgarsjóður var rekinn hallalaus á árinu og veruleg um- skipti urðu til hins betra í rekstri borg- arsamstæðunnar í heild, þar með talið Orkuveitu Reykjavíkur. Niðurstaðan sýnir að hagræðingaraðgerðir borgarinnar hafa skilað raunverulegum árangri. Með samstilltu átaki hefur tekist að ná fram nauðsynlegum sparnaði um leið og því markmiði hefur verið náð að halda uppi öflugri grunnþjónustu fyrir borgarbúa með skynsamlegri forgangsröðun í þágu barna og vel- ferðar. Þetta er hægt án skattahækkana Þetta hefur okkur tekist án þess að auka álögur á almenning þrátt fyrir krefjandi ytri aðstæður. Skattar hafa ekki verið hækk- aðir hjá Reykjavíkur- borg allt kjörtímabilið og fasteignagjöld hafa verið lækkuð. Þá eru leikskólagjöld, matar- gjöld í grunnskólum og frístundaheimilisgjöld nú með þeim lægstu á höfuðborgar- svæðinu. Á hverjum einasta degi njóta borg- arbúar þess í eigin fjárhag að í rekstri Reykjavíkurborgar hefur verið tekið á málum af framsýni og festu. Þetta staðfestir ársreikningurinn og sýnir í hnotskurn þá ábyrgu fjármálastjórn sem Reykjavíkurborg hefur ástundað. Árangur af nýjum vinnubrögðum Ársreikningurinn staðfestir jafn- framt þann ávinning, sem borgin hef- ur haft af nýjum vinnubrögðum og aukinni samvinnu allra flokka við fjármálastjórnina. Þetta er fyrsti ársreikningurinn sem lagður er fram eftir að fjárhagsáætlun ársins var unnin í miklu samráði fulltrúa meiri- hluta og minnihluta í borgarstjórn. Sú vinna tók mið af aðgerðaráætlun borgarstjórnar vegna aðstæðna í efnahags- og atvinnumálum sem samþykkt var einróma hinn 7. októ- ber 2008. Leiðarljós aðgerðaráætl- unarinnar var að standa vörð um grunnþjónustuna, störfin og gjald- skrár og við það hefur verið staðið. Jafnframt var kallað eftir tillögum starfsmanna um bestu lausnir í nauð- synlegum aðhaldsaðgerðum og voru um 300 tillögur þeirra nýttar við gerð fjárhagsáætlunarinnar. Þessi nýja aðferð við gerð fjárhagsáætl- unar var tilnefnd til verðlauna á veg- um Eurocities, samtaka borga í Evr- ópu. Ársreikningur Reykjavíkurborgar staðfestir að árangur undanfarinna ára er einstakur. Því til stuðnings benda endurskoðendur Reykjavíkur- borgar á að öll árin tímabilið 2002 til 2006 var hallarekstur á borgarsjóði. En frá árinu 2007 hefur borg- arsjóður verið rekinn hallalaus þrátt fyrir þau miklu efnahagsáföll sem yf- ir hafa gengið og leitt hafa til minni skatttekna og verulegrar aukningar velferðarútgjalda – og þrátt fyrir að útsvar og þjónustugjöld hafi ekki verið hækkuð eins og í flestum öðr- um sveitarfélögum. Við munum þurfa að glíma við af- leiðingar fjármálakreppunnar fyrir einstaklinga og heimili í borginni um einhvern tíma í viðbót. Lærdómurinn af þessu ársuppgjöri er af tvennum toga. Annars vegar að stöðugleiki í borgarrekstrinum, aðhald í útgjöld- um og aukin samvinna og sátt hafa skipt sköpum. Hins vegar er lær- dómurinn sá að það er hægt að ná góðum árangri, en standa um leið með borgarbúum og tryggja að álög- ur borgarinnar hækki ekki á sama tíma og þrengir að hjá flestum. Það skiptir miklu máli að þessi vinnu- brögð verði einnig viðhöfð á næsta kjörtímabili þannig að borgarbúar njóti áfram góðs af slíkum árangri. Eftir Hönnu Birnu Kristjánsdóttur » Á hverjum einasta degi njóta borgar- búar þess í eigin fjárhag að í rekstri Reykjavík- urborgar hefur verið tekið á málum af fram- sýni og festu. Hanna Birna Kristjánsdóttir Höfundur er borgarstjóri í Reykjavík. Mikil og góð tíðindi fyrir Reykvíkinga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.