Morgunblaðið - 08.05.2010, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 08.05.2010, Qupperneq 32
32 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. MAÍ 2010 JÓHANN Páll Sím- onarson skrifaði opið bréf til mín í Morg- unblaðinu fimmtudag- inn 6. maí sl. og leggur fram ýmsar spurn- ingar um málefni líf- eyrissjóðsins Gildis. Fyrir þá sem ekki vita hefur Jóhann Páll reynt að gera sig gild- andi á ársfundum Gildis undanfarin ár og skeytt tak- markað um samþykktir sjóðsins eða almenn fundarsköp en reitt til höggs gagnvart stjórn og starfs- mönnum óháð því hvort vel hefur gengið eða miður. Málefnatilbún- aðurinn hefur verið fátæklegur en þó sjaldnast jafn rýr og nú. Jóhann Páll hefur lesið skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis eins og skrattinn Biblíuna. Á ársfundi Gild- is hinn 28. apríl sl. fór Jóhann Páll að venju mikinn í ræðustóli og hélt því fram að í skýrslu rann- sóknanefndar stæði að Gildi hefði verið að veðja á móti krónunni og hverju slíkt alvarlegt brot gegn sjóðfélögum og íslensku þjóðinni sætti. Á fundinum var honum bent á að í gjaldeyrisvörnum sínum hefði Gildi einmitt tekið gagnstæða stöðu, með krónunni en ekki á móti henni. Gjaldeyrisvarnir Gildis gengu út á að hagnast á hækkun krónunnar en tapa á falli hennar. Hlutverk gjaldeyrisvarnanna er að jafna sveiflur á er- lendum eignum sjóðs- ins sem minnka þegar krónan hækkar og öf- ugt þegar krónan lækkar. Áfram heldur Jó- hann Páll að vitna í skýrslu rann- sóknanefndar með sama hætti. Ekkert sem hann segir standa í skýrslunni stendur raunverulega í henni held- ur eitthvað allt annað og þveröfugt við það sem hann heldur fram. Þess vegna eru spurningar Jóhanns byggðar á fullyrðingum og for- sendum sem ekki standast. Í skýrslu rannsóknanefndar kem- ur fram að forráðamenn bankanna hafi fegrað stöðu þeirra fyrir stjórn- völdum, fjárfestum, öllum mark- aðnum og almenningi. Lífeyrissjóð- irnir voru fjárfestar og þolendur og höfðu engar upplýsingar umfram aðra utan afmarkaðs hóps innan bankanna. Það er á þessum for- sendum sem Gildi getur ekki unað því að tapa alveg víkjandi skulda- bréfi á Glitni sem keypt var í útboði í mars 2008. Í febrúar 2007 fengu íslensku bankarnir lánshæfismat hjá erlend- um matsfyrirtækjum eins og bestu fjárfestingakostir í víðri veröld og í febrúar 2008 voru þeir enn metnir betri eða jafngóðir fjárfestinga- kostir og þeir höfðu verið á árinu 2002. Allur heimurinn fylgdist með viðbrögðum við fjármálakreppunni sem hófst síðsumars 2007 í Banda- ríkjum. Fyrst var almennt álitið að kreppan gengi fljótt yfir en smám saman syrti í álinn og sjálfur seðla- bankastjóri Bandaríkjanna sagðist ekki hafa séð fyrir atburði sept- embermánaðar 2008 þar í landi. Á Íslandi fylgdust lífeyrissjóða- menn og aðrir með fréttum af lausafjárvandræðum bankanna og viðbrögðum þeirra svo og fréttum af tilraunum ríkisstjórnarinnar og Seðlabankans til þess að efla gjald- eyrisvaraforðann. Lífeyrissjóðurinn Gildi hafði engar aðrar og meiri upplýsingar en allir aðrir og á árs- fundi Gildis í apríl 2008 fór Jóhann Páll með árvissa skammarræðu um of háan rekstrarkostnað lífeyr- issjóðsins. Jóhann Páll spyr líka um af hverju nýjar lífslíkur séu teknar upp í tryggingafræðilegu mati Gild- is. Maður sem hefur kynnt sér mál- efni lífeyrissjóða jafn ákaft og hann á að vita að þetta er gert til að fylgja þeim lögum og reglum sem um sjóðinn gilda. Skýrsla endurskoðenda Gildis innihélt upplýsingar um innra mat á einstökum skuldabréfum þar sem kaupverð þeirra hafði verið fært niður. Þær upplýsingar gætu ef bærust til útgefenda þessara bréfa orðið til þess að veikja samnings- stöðu Gildis í nauðasamningum og skaða þannig sjóðinn. Jóhanni Páli er ekki trúað fyrir slíkum upplýs- ingum og lái forráðamönnum Gildis hver sem vill. Fjármálaeftirlitið gerir enga kröfu til þess að Jóhann Páll fái þessa skýrslu afhenta. Á nýafstöðnum ársfundi Gildis bættist Jóhanni Páli liðsauki frá hópi manna sem tengist tilteknum stjórnmálaflokki, Frjálslynda flokknum. Ekki var það til að bæta ástandið en vissulega setur að manni hroll ef kröfur um svokallað sjóðfélagalýðræði eiga að þýða að stjórnmálaflokkar smali á ársfundi og hertaki lífeyrissjóðina. Slíkt mun ekki gerast í Gildi meðan Samtök atvinnulífsins ráða einhverju þar um. Eftir Vilhjálm Egilsson » Jóhann Páll hefur lesið skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis eins og skrattinn Biblíuna. Vilhjálmur Egilsson Höfundur er varaformaður stjórnar Gildis og framkvæmdastjóri SA. Athugasemdir vegna skrifa Jóhanns Páls Símonarsonar um Gildi Á UNDANFÖRN- UM mánuðum hefur umræðan um loftslags- mál, í kjölfar hins svo- kallaða Climategate- máls, farið á undarlegt stig. Í því máli var tölvupóstum loftslags- vísindamanna stolið og í kjölfarið byrjuðu sam- særiskenningar og rangtúlkanir út frá full- yrðingum um hvað það væri sem tölvupóstarnir voru taldir innihalda. Þetta hefur verið mikið í umræðunni síðustu mánuði og margs konar rök- leysur orðið til í kjölfarið. Fjölmiðla- fólk, bæði erlendis og hérlendis, virðist hafa fallið í þá gryfju að draga umræðuna á plan afneitunar, sem helst virðist eiga uppruna sinn hjá ýmsum þrýstihópum með önnur viðmið en vísindin að leiðarljósi. En hvers vegna dregst umræða alvö- rublaðamanna á þetta stig? Nýlega birti Morgunblaðið grein eftir Kristján Leósson („Góð vísindi, slæm vísindi, sjúk vísindi og gervi- vísindi“, 4. apríl 2010, bls. 34-35) þar sem fjallað var um loftslagsvísindin á afar villandi hátt. Þar var ýjað að því að falsanir loftslagsvísinda- manna ættu sér almennt stað og í kjölfarið voru nefnd ýmis tilfelli þar sem vísindamenn (ekki loftslagsvís- indamenn) falsa niðurstöður. Þessi tenging var gerð á þann hátt að les- andanum var talin trú um að lofts- lagsvísindin væru byggð á fölsunum og svindli. Þetta var gert þrátt fyrir að engin gögn lægju fyrir um að þetta ætti sér almennt stað eða að gögn vísindamanna væru fölsuð. Tvær nýlegar rannsóknir vísinda- nefndar breska þingsins komu ný- verið út. Sú fyrri (sem kom út fyrir grein Morgunblaðsins) bar sakir af vísindamanninum Phil Jones, sem er einn af þeim sem verst urðu úti í hinu svokallaða Climategate-máli, og í hinni seinni kom fram að lofts- lagsvísindin væru traust og byggðu ekki á fölsuðum niðurstöðum. Nið- urstaða nefndarinnar varðandi Phil Jones og CRU var nokkuð skýr. Samt er nánast fullyrt í greininni að falsanir loftslagsvísindamanna ættu sér almennt stað: „… sem þóttu sanna að nokkrir vísindamenn innan stofnunarinnar og samstarfsmenn þeirra hefðu breytt gögnum um hitastigsbreyt- ingar …“ „… vísindaleg kenning er smíðuð en mælingum sem ganga gegn henni er hafnað, breytt eða stungið undir teppi. Tilfellið hjá CRU er því miður ekki einsdæmi […] þar sem margir keppa um frægð og frama …“ Ekki hafa komið fram gögn sem sýna fram á að þessar staðhæfingar standist, þó svo að margir haldi því fram og þá sérlega á ýmsum blogg- síðum erlendis sem styðja sjónarmið „efahyggjunnar“. Það má því segja að þetta sé bein heimfærsla stað- hæfinga þrýstihópa sem hafa önnur markmið en að sýna fram á gildi rökstuddra vísindaniðurstaðna. Á Loftslag.is höfum við tvisvar sinnum fjallað um loftslagsfréttir íslenskra fjölmiðla (sjá nánari umfjöllun þar). Í þessu ljósi eru það rökleysur þegar staðhæfingar eru settar fram án þess að á bak við þær liggi gögn byggð á rannsóknum sem fram- kvæmdar eru með vísindalegum að- ferðum, eða fullyrð- ingum er haldið á lofti, þó svo að búið sé að hrekja niðurstöður varðandi þær eða hreinlega rang- færslur, sem maður hefur jafnvel á tilfinn- ingunni að séu settar fram af ráðnum hug eða í besta falli af vankunnáttu. Yfirlýst efahyggja er vinsæl vafans að- ferð til að grafa undan vísindunum. Það virðist vera einhvers konar markmið loftslagsefahyggjunnar að snúa varfærni hinnar vísindalegu orðræðu gegn sjálfri sér. Kenning verður, að mati efahyggjunnar, seint eða aldrei fyllilega sönnuð. Þar af leiðandi má nánast engu halda fram og alltaf verður réttlætanlegt að efast um allt. Á sama tíma er reynt að setja fram nýjar kenningar sem eiga út frá mjög einhliða rökum að fella viðteknar vísindanið- urstöður. Það virðist sem efa- hyggjumenn séu að bíða eftir næsta Kepler eða Einstein eða Galíleó, vís- indamanninum sem snýr loftslags- fræðunum á hvolf og setur allt í sitt rétta samhengi, sem væntanlega mun þá smellpassa við heimssýn þeirra. Það væri fróðlegt að sjá ís- lenska fjölmiðla skoða rökleysur þeirra sem afneita niðurstöðum vís- indanna. Þetta leiðir mig því að spurning- unni í inngangi greinarinnar: Hvers vegna dregst umræða alvörufjöl- miðlafólks niður á þetta stig? Það er ekki til einfalt svar við því, en ætli því finnist ekki eins og mörgum öðr- um að þetta sé málaflokkur sem erf- itt er að setja sig inn í. Það tekur að- eins um 15 sekúndur að henda fram fullyrðingu sem ekki stenst skoðun, en það getur tekið langan tíma að hrekja rökleysuna, þar sem til þess þarf oft að benda á gögn vísinda- manna og útskýra þau. Það verður að teljast ábyrgð- arhluti að fjalla um þessi mál á for- sendum þrýstihópa en ekki vísinda- manna. Það er merkilegt til þess að vita að ætlast er til þess að loftslags- vísindin hafi alltaf 100% rétt fyrir sér og ef það kemur upp smávægi- leg villa í gögnunum þá eru vís- indamenn settir í hóp falsara. Aftur á móti þurfa loftslagsefahyggju- menn aðeins að hafa rétt fyrir sér í 0,1% tilfella, til að stuðningsmenn þeirra sjái fyrir sér sannanir þess að loftslagsvísindin séu byggð á föls- unum. Það er ósk mín að loftslags- umræðan komist á hærra plan í framtíðinni, þar sem við skoðum loftslagsvísindin á málefnalegan hátt en ekki út frá upphrópunum þeirra sem rangtúlka og afneita vís- indunum. Rökleysur lofts- lagsumræðunnar Eftir Svein Atla Gunnarsson Sveinn Atli Gunnarsson » Í þessu ljósi eru það rökleysur þegar staðhæfingar eru settar fram án þess að á bak við þær liggi gögn byggð á rannsóknum sem framkvæmdar eru með vísindalegum aðferðum … Höfundur er ritstjóri á Loftslag.is ÁSKRIFTASÍMI 569 1100 Til sölu er eign þrotabús Bakkavíkur hf., Bolungarvík, fasteignin Hafnargata 86-90, Bolungarvík, ásamt öllum vélum og tækjum til rækjuvinnslu. Um er að ræða eina fullkomnustu rækjuverksmiðju landsins með 5 pillunarvélum og 3 laservélum, svo og fullkominni pökkunarstöð. Æskilegt er að kauptilboð nái til allra lausamuna í húsinu sem tilheyra rækjuvinnslu. Óskað er eftir tilboðum í ofangreindar eignir eigi síðar en föstudaginn 14. maí nk. kl. 16. Nánari upplýsingar eru gefnar á Fasteignasölu Vestfjarða, Hafnarstræti 19, Ísafirði, sími 456-3244, fax 456-4547, netfang: eignir@fsv.is Allar tæknilegar upplýsingar um verksmiðjuna gefur Jakob Magnússon, gsm. 895-7430. TIL SÖLU Rækjuverksmiðja Íbúðin er 3ja herbergja 93 fm. á 4. hæð í lyftublokk fyrir 60 ára og eldri. 2 svefnherbergi. Fallegar innréttingar. Parket. Yfirbyggðar suðursvalir. Ör- yggishnappur. Glæsilegt út- sýni til norðurs til Esjunnar og út yfir sundin og höfnina. Húsvörður. Myndavél í and- dyri. Á 1. hæð hússins er sameiginlegur samkomusalur. Stutt í alla þjónustu. Laus fljótlega. Verð 29,8 millj. Gullfalleg eign á frábærum stað við miðborgina. Bjalla 407. SKÚLAGATA 20 – RVK Opið hús sunnudag, kl. 15-17 3ja herbergja íbúð fyrir 60 ára og eldri M bl1193821

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.