Morgunblaðið - 08.05.2010, Side 35

Morgunblaðið - 08.05.2010, Side 35
Minningar 35 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. MAÍ 2010 ✝ Karl Guðjón Guð-mundsson fædd- ist í Þórisdal í Lóni 27. janúar 1920. Hann lést föstudag- inn 30. apríl 2010. Foreldrar hans voru Guðmundur Halldórsson, f. 19.12. 1889, d. 14.12. 1974, og Ingibjörg Ein- arsdóttir, f. 3.6. 1890, d. 1.11. 1962. Árið 1933 fluttust þau að Þorgeirs- stöðum í Lóni ásamt börnum sínum. Börn þeirra eru auk Karls: Steindór, f. 5.11. 1922, d. 16.11. 2003, Eiríkur, f. 26.4. 1927, d. 9.1. 1985 og Signý, f. 15.5. 1929. Sambýliskona Karls er Jóhanna Vilborg Ingvarsdóttir, f. 15.4. 1924. Foreldrar hennar voru Ingvar Jóhannsson, f. 11.3. 1897, d. 23.4. 1983 og Jónína Ragnheiður Krist- jánsdóttir, f. 30.3. 1890, d. 26.12. 1974, frá Hvítárbakka í Biskupstungum. Synir Jóhönnu eru Ingvar Pétursson, f. 29.4. 1958, maki Kristrún Harpa Kjartansdóttir, f. 20.9. 1960. Gunnar Pálmi Pétursson, f. 31.5. 1959, maki Sig- urborg Jóhanna Svavarsdóttir, f. 9.5. 1961. Ragnar Pétursson, f. 9.8. 1962. Útför Karls verður gerð frá Hafnarkirkju, Höfn í dag, 8. maí 2010, og hefst athöfnin kl. 13. Jarðsett verður í Stafafells- kirkjugarði í Lóni. Elsku Kalli afi. Ég minnist þín á margan og góð- an hátt. Það er gott að líta til baka og hugsa um allar góðu minning- arnar og þá einna helst úr sveitinni á Þorgeirsstöðum í Lóni. Ég man sérstaklega eftir einu vorinu, ætli ég hafi ekki verið á ellefta ári, þeg- ar ég fékk að taka virkan þátt í sauðburði og öðrum hlutverkum á bænum. Ég fylgdi þér eftir hvert fótmál og það var nú meira en að segja það, afi. Í ævintýraheiminum á Þorgeirsstöðum lærði ég að um- gangast dýr og náttúru af mikilli virðingu. Nú þegar komið er á fullorðinsár þá sé ég hversu mikil forréttindi það eru að hafa átt ykkur ömmu í sveitinni, ég var alltaf svo montin af því. Það var draumur lítillar stelpu að búa á fallegum sveitabæ eins og ykkar og fór mikill tími í teikningar og skipulagningu á framtíðarbúinu. Síðan þá hafa tímarnir breyst mikið og fjarlægðin orðin meiri. Það hef- ur verið mér gott veganesti út í lífið að hafa kynnst lífinu í sveitinni, ég var svo heppin að það voruð þið amma sem kynntuð það fyrir mér. Fyrir það verð ég ævinlega þakk- lát. Hvíl í friði, elsku Kalli afi, minn- ing þín lifir í hjarta mínu. Jóhanna Vilborg Ingvarsdóttir. Þá er hann fallinn frá, fóstur- pabbi minn, Kalli í Þorgeirsstöðum eins og hann var alltaf kallaður. Fyrstu kynni af Kalla voru þegar hann sótti okkur bræðurna og mömmu okkar að Múla í Álftafirði, en hún hafði þá ráðið sig að Þor- geirsstöðum sem ráðskona. Kalli kom á Bedford-vörubíl til að flytja mannskapinn og búslóðina, sem var ekki stór. Strax þarna komu mann- kostir Kalla í ljós, hann var fljótur að kynnast fólki, stutt í gamansem- ina og snöggur að drífa hlutina af. Það var mikil gæfa að lenda í Þor- geirsstöðum hjá þeim bræðrum og Guðmundi pabba þeirra. Kalli var góður smiður og það var í rauninni fátt sem var ekki hægt að greiða úr. Vandamál var held ég ekki til í orðaforða Kalla, það var aðeins orð um verkefni sem þurfti að leysa. Verk dagsins gátu t.d. ver- ið vélaviðgerðir, brennimerkja- smíði og jafnvel hárskurður. Þarna í Þorgeirsstöðum lærðum við ýmislegt sem aldrei verður kennt í skólum, samheldni og hjálp- semi í Lóninu var einstök. Ef steypuvinna lá fyrir eða ef þurfti að bjarga heyi, þá þurfti bara eitt sím- tal og allir voru mættir. Kalli var traustur hlekkur í þessari sam- félagskeðju. Gamli stríðsárabragg- inn sem enn stendur í Þorgeirsstöð- um var góð uppeldisstöð fyrir smíðaglaða stráka og ekki var nú verið að agnúast um það þó við vær- um að stelast í smíðatólin, heldur var okkur leiðbeint og stutt við okk- ur. Að bera virðingu fyrir náttúrunni lærist hjá góðu fólki, þar var Kalli á heimavelli. Eggjatínsluferð með Kalla var annað og meira en að tína egg, nöfn allra fugla og atferli, blóm og gróður, allt var útskýrt. Silungs- veiði og allt í kringum hana var í sama dúr. Allt þetta og svo ótal margt annað er ómetanlegt vega- nesti. Í minningunni um Kalla stendur upp úr heiðarleiki og hjálp- semi og það er ein setning sem seg- ir allt um hann Kalla. Hann var góður maður. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum) Gunnar Pálmi. Karl Guðjón Guðmundsson ✝ Kristjón Pálm-arsson fæddist að Unhóli í Þykkva- bæ 13. maí 1927. Hann lést á Dval- arheimilinu Lundi á Hellu 24. apríl sl. Foreldrar hans voru hjónin og ábú- endur á Unhóli, Pálmar Jónsson f. 9.6. 1899, d. 7.3. 1971, bóndi og báta- smiður, og Sigríður Sigurðardóttir, f. 17.3. 1901, d. 18.12. 1989, húsmóðir og bóndi. Systur Kristjóns eru Sigurfinna, f. 16.8. 1925, Lára, f. 13.11. 1928 og Sveinbjörg Una, f. 6.6. 1930. Sambýliskona Kristjóns var Mar- grét Jónsdóttir, f. 6.2. 1924, d. 25.12. 1992. Hennar sonur er Örn Bragi Tryggvason, f. 11.11. 1958. Kona hans er Sigurlín Guðný Ingvarsdóttir og eiga þau þrjú börn. Kristjón bjó félagsbúi með foreldrum sín- um að Unhóli fram til 1963-4 er hann keypti jörðina Tobbakot II og bjó þar alla tíð síðan. Hann var einn af frumkvöðlum í stórfelldri kar- tröflurækt í Þykkvabænum og ávallt í fararbroddi með tækninýjungar í greininni. Eftir að hann hætti bú- skap bjó hann áfram í Tobbakoti í nálægð við systur sína og frændfólk í Un- hóli. Hann brá búi vegna veik- inda á síðasta ári og dvaldi eftir það í góðu yfirlæti, fyrst um sinn á Kumbaravogi og síðar á Dvalarheimilinu Lundi á Hellu. Útför Kristjóns fer fram frá Þykkvabæjarkirkju í dag, 8. maí 2010, og hefst athöfnin kl. 14. Sumarið 1970 var mitt fyrsta sem vinnumaður í Tobbakoti. Þangað var ég sendur í sveit til Nonna móðurbróður míns og Mar- grétar ráðskonu hans og síðar sambýliskonu. Í Tobbakoti var ekki stundaður hefðbundinn búskapur með skepnur heldur eingöngu jarð- rækt með áherslu á kartöflurækt og heyöflun til sölu. Amma bjó á næsta bæ ásamt Sigurfinnu og hennar fjölskyldu og þar voru flestar tegundir dýra. Það var góð- ur tími fyrir mig borgarbarnið að koma í sveitina og kynnast frænd- fólki mínu. Nonni átti stærstu og öflugustu tækin, enda með mesta ræktarlandið. Hann var stórhuga og hans köllun var að vinna nýtt land til ræktunar. Hann var á und- an sinni samtíð í vélvæðingu og átti ávallt stærstu traktorana, breið- ustu jarðtætararna og afkasta- mestu upptökuvélarnar. Í traktor- um hélt hann sér við Massey Ferguson, það var hans merki. Hann sinnti jarðvinnslu fyrir sveit- unga sína og var þannig frum- kvöðull í landbúnaðarverktöku, jafnt í jarðrækt sem heybindingu. Stórhugur hans smitaði út til yngri manna í sveitinni sem voru að hefja búskap og úr varð keppni um afköst. Hvort sem var um stærstu kartöfluakrana eða að taka upp sem mest á einum degi. Þrátt fyrir áherslu á afköst þá fór hann afar vel með framleiðslu sína og lagði áherslu á við vinnumenn sína að fara varlega með kartöflurnar. Þær máttu ekki falla harkalega og maður varð að leggja kartöflupok- ana varlega frá sér, „ímyndið ykk- ur nýorpin egg“ sagði hann. Eins lagði hann mikið upp úr góðri um- hirðu og viðhaldi tækja og húsa. Í Þykkvabæ þess tíma var mikil samvinna og samheldni. Eins og ein fjölskylda ef mikið lá við og koma þurfti uppskeru í hús. Þá komu frændur og vinir af næstu bæjum til að leggja lið og var unn- ið fram á rauðanótt við að bjarga heyfeng í hlöðu. Við peyjarnir keyrðum vagnana í baggahirðing- unni og alltaf var reynt að raða sem hæst, helst ekki undir 12-14 röðum. Maður var stoltur af að til- heyra svona frændgarði. Þetta voru hraustir og metnaðarfullir menn sem allir litu upp til Nonna stórbónda í Tobbakoti. Nonni var töluglöggur, víðlesinn og afburða minnugur. Hann átti auðvelt með nám og hefði hæglega náð langt í raungreinanámi en hug- urinn stóð til búskapar. Hann lærði ungur að fara með skepnur og sýndi dýrum alla tíð mikla nær- gætni. Stangveiði var áhugamál og birti yfir honum þegar rifjaðar voru upp sögur af sjóbirtingsveiði í Hólsá forðum daga. Hann var ekki fyrir fjölmenni né myndatökur. Stundum var hann í fylgd með Bakkusi, þeim leiða vini, og mark- aði það líf hans að nokkru. Seinni árin þegar hann var hætt- ur með stórfellda garðrækt fór hann þá að slá kanta með vélorfi. Það dugði honum ekki að slá veg- og skurðkanta heima við heldur var hann um alla sveit að snyrta og hvergi slegið slöku við eins og hans kynslóð er tamt. Ef hann þreyttist þá var ekki farið heim að hvíla sig heldur átti hann það til að kasta sér flötum þar sem hann stóð. Að- komumaður varð einhverju sinni vitni að þessu og þaut á næsta bæ til að tilkynna að „maður hefði dottið niður dauður“ í skurðkanti. Svona var Nonni, svo sem lítið að spá í hvað aðrir héldu um sig. Þér kær var þessi bændabyggð, þú battst við hana ævitryggð. Til árs og friðar – ekki í stríð – á undan gekkstu í háa tíð. (Jóhannes úr Kötlum) Gísli Guðmundsson. Kristjón Pálmarsson ✝ Ástkær faðir minn, KRISTINN NIELS ÞÓRARINSSON frá Reyðarfirði, lést í Kanada föstudaginn 16. apríl. Útför hans fór fram í Saskatoon í Kanada föstudaginn 23. apríl. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Magnús Kristinsson. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, JÓNA ÓLAFSDÓTTIR frá Miðvogi, Norðurbrún 1, áður Skipasundi 11, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítala Landakoti mánu- daginn 3. maí. Útförin fer fram frá Áskirkju í Reykjavík þriðjudaginn 11. maí kl. 13.00. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hinnar látnu er bent á Slysavarnafélag Íslands. Guðmundur Pálsson, Guðbjörg María Jóelsdóttir, Kristín Pálsdóttir, Magnús Ingvarsson, Gissur Pálsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, BERGVIN SVAVARSSON, Vestursíðu 24, Akureyri, lést á Sjúkrahúsi Akureyrar föstudaginn 30. apríl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Sérstakar þakkir til starfsfólks lyflækningadeildar Sjúkrahúss Akureyrar og heimahlynningar fyrir hlýja og góða umönnun. Guðný Bergvinsdóttir, Stefán Arnaldsson, Berghildur María Bergvinsdóttir, Sigurður Guðmundsson, Þorgerður Bergvinsdóttir, Valdimar Davíðsson, afa- og langafabörn. ✝ Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN SVAVA ÞORSTEINSDÓTTIR frá Köldukinn, Holtum, Efstasundi 9, lést fimmtudaginn 29. apríl. Útförin fer fram frá Áskirkju miðvikudaginn 12. maí kl. 13.00. Guðrún S. Sigurjónsdóttir, Frans Guðbjartsson, Þorsteinn Sigurjónsson, Ásthildur Snorradóttir, Elín Anna Sigurjónsdóttir, Óttar Eggertsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskulegur bróðir, mágur og frændi, JÓN JÓHANNESSON frá Leikskálum, lést á dvalarheimilinu Silfurtúni Búðardal fimmtudaginn 6. maí. Fyrir hönd aðstandenda, Ingibjörg Jóhannesdóttir. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, mágur og svili, KURT NIELSEN hljóðfærasmiður, er látinn. Jarðarförin fór fram í Hvalsö í Danmörku föstu- daginn 9. apríl. Halla Kristbjarnardóttir, Fanney Kristbjarnardóttir, Gunnar Rafn Einarsson, Sigríður Sigurðardóttir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.