Morgunblaðið - 08.05.2010, Page 39
um þig og ég get ekki annað en bros-
að.
Frá því ég kynntist þér fyrst, fyrir
um 15 árum, hefur fíflagangur og
fliss auðkennt okkar vinasamband.
Í skólanum létum við oft eins og
vitleysingar, þú varst nú yfirleitt
nokkuð prúður í tímum en áttir það
til að gleyma þér stundum. Eins og
þegar þú söngst Snjókorn falla af
mikilli innlifun og ég dansaði með í
hálfgerðu hláturskasti, kennaranum
fannst við hins vegar ekkert voðalega
fyndin. Sá vinskapur sem tókst með
okkur í skólanum á Varmalandi hélst
óbreyttur þótt árin liðu og er með því
dýrmætasta sem ég tók með mér úr
þeirri skólavist.
Það var alltaf svo gott að geta
hringt í þig, við gátum spjallað um
allt og okkur skorti aldrei umræðu-
efnið. Ég mun sakna þess og ég mun
sakna stundanna sem við áttum sam-
an í Einarsnesi, inni í bílskúr eða í
hesthúsinu með kaffi og sígó og gerð-
um grín að öllu í kringum okkur. Þú
hafðir einstakt lag á að koma mér til
að hlæja með þínum svarta húmor og
yndislega hlátri, gerðir ævinlega grín
að sjálfum þér og sást eitthvað fyndið
við flestar aðstæður. Þú varst ynd-
islegur vinur sem ég mun aldrei
gleyma.
Ég sendi þér kæra kveðju
nú komin er lífs þíns nótt,
þig umvefji blessun og bænir
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði nú sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Elsku Óðinn, Björg og fjölskylda,
ég sendi ykkur mínar innilegustu
samúðarkveðjur, missir ykkar er
mikill.
S. Tinna.
Það er ekki auðvelt að kveðja besta
vin sinn, vin sem við höfum átt svo
lengi. Þú varst svo lífsglaður, fyndinn
og góður vinur, þú varst ótrúlega fal-
leg persóna. Það eru margar minn-
ingar sem við eigum um þig, elsku
Jón Karl og þegar maður hugsar til
baka þá sjáum við þig brosa, hlæja og
hafa gaman. Þú smitaðir út frá þér og
okkur leið vel í kringum þig, við eig-
um eftir að sakna þess að hafa þig
ekki með okkur.
Við gengum í gegnum margt sam-
an, við æfðum saman íþróttir, fórum
saman til útlanda og skemmtum okk-
ur saman. Okkur eru minnisstæðar
allar heimsóknirnar í Einarsnes, þar
var tekið svo vel á móti okkur, við sát-
um svo oft í bílskúrnum og töluðum
um allt milli himins og jarðar, það var
alltaf svo gaman að hlusta á þig, þú
hafði svo sterkar skoðanir á hlutun-
um og það var greinilegt hversu vel
gefinn þú varst.
Það var gaman að hlusta á þig spila
á gítarinn, sérstaklega lögin sem þú
samdir sjálfur, þú hafðir vissulega
hæfileika og það hefði verið gaman
sjá þig þróa þá enn frekar. Þrátt fyrir
að samband okkar hafi minnkað síð-
ustu árin, þá varstu alltaf jafn góður
vinur okkar og það var ljóst að þér
var mjög annt um okkur, hvernig þú
komst fram við okkur, hvernig þú tal-
aðir við okkur var á margan hátt ein-
stakt. Við vissum að þér leið illa en
hvernig þú barst þig fékk okkur til
þess að njóta þess að vera með þér.
Það getur verið að einstaklingar eigi
það til að lofsama þá sem fallið hafa
frá á annan hátt en þegar þeir voru á
lífi, við vitum þó að það er með sann-
leika sagt að þú hafðir að geyma ein-
hvern fallegasta persónuleika sem
við höfum kynnst, þú vildir öllum vel
og það var auðvelt að hrífast af þér.
Takk fyrir allt, elsku Jón Karl,
takk fyrir að vera vinur okkar, takk
fyrir allt sem þú gafst okkur með
nærveru þinni, við eigum svo sann-
arlega eftir að sakna þín og við lofum
þér því að við munum brosa í gegnum
tárin þegar við minnumst þín. Elsku
Björg, Óðinn og fjölskylda, við send-
um ykkur okkar dýpstu samúðar-
kveðjur.
Andri Haukstein Oddsson.
Bjarni Jónsson.
Elsku vinur minn.
Þín minning mun lifa að eilífu í
hjarta mínu, og ég veit ég á eftir að
hitta þig á himnum.
Þú hefur gefið mér svo margt í
gegnum árin og þá helst gleði og
hlátur og ég þakka þér fyrir það.
Þegar ég horfi á stjörnurnar þá
man ég þig og hugsa hversu heppnir
englarnir eru að hafa þig hjá sér, ég
syrgi þig, elsku vinur, og sakna þín.
Hvíldu í friði, elsku Jón Karl, ég
gleymi þér aldrei.
Mínar dýpstu samúðarkveðjur til
fjölskyldunnar í Einarsnesi.
Þín vinkona,
Kristín Sif.
Elsku vinur, það er ekki auðvelt að
kveðja.
Ég man svo vel þegar við hittumst
fyrst, vorum á okkar ellefta ári og þú
mættir örlítið of seint á þína fyrstu
fótboltaæfingu á gamla malarvellin-
um í Borgarnesi. Við vorum að gera
upphitunaræfingar tveir og tveir
saman og Valdi þjálfari bað okkur
tvo um að vera saman. Mér leist
strax vel á þig, ekki nóg með að þú
varst virkilega góður fótboltamaður
heldur fann maður strax fyrir góðri
nærveru og lífsgleðinni. Við urðum
fljótlega góðir félagar sem þróaðist
síðan í mikinn vinskap næstu árin, þú
smellpassaðir inn í vinahópinn. Við,
þessi góði hópur, eyddum öllum
stundum saman á unglingsárunum
þar sem þú gistir oft heima hjá ein-
hverjum af okkur strákunum og svo
voru foreldrar þínir, þau Björg og
Óðinn, einstaklega dugleg við að
skutla þér til okkar. Það var alltaf
mikil tilhlökkun innan hópsins þegar
þú varst að koma í bæinn, það var
ávísun á frábærar stundir.
Þú varst einstakur persónuleiki,
Jón Karl minn, alltaf svo rólegur og
yfirvegaður og ég man ekki eftir að
þú hafir nokkurn tímann æst þig. Það
var stutt í brosið og hláturinn sem er
mér svo eftirminnilegur. Manni leið
ávallt vel í kringum þig og það var
virkilega gott að eiga þig að. Þrátt
fyrir að samband okkar hafi ekki ver-
ið mikið undanfarin ár lýsir það vel
hverskonar vinur þú varst þegar ég
ætlaði að halda ræðu í brúðkaupi
Halldórs og Lilián um jólin. Þú varst
var við að ég var afskaplega stress-
aður og baðst mig því um að halda
ræðuna fyrir þig svo ég gæti æft mig.
Ég held að ég hafi að lágmarki haldið
ræðuna þrisvar sinnum og í öll skipt-
in léstu eins og þú værir að heyra
hana í fyrsta skiptið og þóttist
skemmta þér konunglega yfir mis-
skemmtilegum bröndurum. Að lok-
um stappaðir þú í mig stálinu og
sagðir að þetta gæti ekki klikkað.
Þetta varst þú í hnotskurn. Mér
fannst afskaplega ánægjulegt hvað
við hittumst mikið síðastliðna mán-
uði, eins og fyrr segir í kringum brúð-
kaupið hjá Halldóri og Lilián, stuttu
síðar hjá Gulla félaga okkar og svo
okkar síðasta samverustund saman
þegar við kepptum á árgangsmóti
Skallagríms í fótbolta um miðjan síð-
asta mánuð. Það var svo ánægjulegt
að hitta ykkur strákana og þá sér-
staklega þig, þú varst svo hress og
það helltust yfir mann allar góðu
minningarnar um frábæran vin.
Elsku Jón Karl, takk fyrir allar
góðu stundirnar og vinskapinn. Þú
gafst mér mikið með nærveru þinni
og félagsskap. Söknuðurinn er mikill
en það er gott að hugsa til þess að
eiga allar þessar góðu minningar.
Það var eflaust við hæfi að síðustu
stundir okkar saman hafi verið á
sama hátt og þær fyrstu, stund á fót-
boltavellinum þar sem maður
gleymdi amstri dagsins, naut nær-
veru vinanna, spennunnar og hama-
gangsins.
Elsku Björg og Óðinn, ég sendi
ykkur og fjölskyldu ykkar mínar
dýpstu samúðarkveðjur. Með djúp-
um söknuði kveð ég kæran vin.
Óli Þór Birgisson.
Minningar 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. MAÍ 2010
Með þessu fallega
ljóði viljum við kveðja
ömmu okkar og langömmu, sem okk-
ur þótti öllum svo vænt um.
Amma kær, ert horfin okkur hér,
en hlýjar bjartar minningar streyma
um hjörtu þau er heitast unnu þér,
og hafa mest að þakka, muna og
geyma.
Þú varst amma yndisleg og góð,
og allt hið besta gafst þú hverju sinni,
þinn trausti faðmur okkur opinn stóð,
og ungar sálir vafðir elsku þinni
Þú gættir okkar, glöð við undum hjá,
þær góðu stundir blessun, amma
kæra.
Nú hinstu kveðju hjörtu okkar tjá
í hljóðri sorg og ástarþakkir færa.
(Ingibjörg Sigurðardóttir.)
Guð geymi þig, elsku amma okkar.
Guðmundur Sævin, Halla
Birna, Rakel Sif, Guðjón
Ottó, Guðmundur Sævin, Ró-
bert Rafn, Sandra María,
Karen Sif, Aron Gauti, Re-
bekka, Helga Birna, Heba
Marheiður, Lára Marheiður
og Leona Rakel.
Elsku Mæsa frænka og vinkona.
Marheiður
Viggósdóttir
✝ MarheiðurViggósdóttir
fæddist á Akureyri 6.
ágúst 1926. Hún lést á
hjúkrunarheimilinu
Sólvangi í Hafn-
arfirði, að morgni
sunnudagsins 25. apr-
íl sl.
Útför Marheiðar
fór fram frá Hafn-
arfjarðarkirkju 4.
maí 2010.
Nú er komið að leið-
arlokum og þú vissir
hvaða dag þú áttir að
kveðja þennan heim.
Það var á brúð-
kaupsdaginn ykkar
Munda, 25.4., sem þú
ákvaðst að sleppa tak-
inu, þú vissir hvert
stefndi og varst búin
að vita það í 2 ár.
Mikið veit ég að það
hafa verið fagnaðar-
fundir þegar þið hitt-
ust aftur, elsku Mæsa
og Mundi. Alltaf var
gott að koma á ykkar heimili og leit
ég á það sem góðan stað.
Elsku Mæsa mín, ég vil þakka þér
fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig. Þú
varst alltaf svo góð við mig, gott
dæmi er að alltaf eins og klukka vissi
ég hvenær von væri á þér 30. desem-
ber í afmæli til dóttur minnar, aldrei
léstu þig vanta og erum við þér
þakklátar fyrir það.
Ég leit á þig sem góða vinkonu og
varstu lík pabba að því leytinu til að
alltaf gat ég leitað til þín. Þú hlustað-
ir á mig og gafst mér góð ráð sem
hafa nýst mér vel í lífinu.
Takk fyrir allt, Mæsa mín.
Þín frænka og vinkona,
Ásthildur.
✝
Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs
eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa, sonar og
bróður,
HELGA SVERRISSONAR,
Drekavöllum 18,
Hafnarfirði.
Sérstakar þakkir færum við Hauka-fjölskyldunni
okkar fyrir alla hjálpina og stuðninginn.
Björg Guðmundsdóttir,
Erla Helgadóttir, Ari Sverrisson,
Dagný Helgadóttir,
Andri Helgason,
Emilía Aradóttir,
Arnór Arason,
Sigrún Magnúsdóttir,
Reynir Sverrisson, Vilborg Jóhannsdóttir.
Minningarkort
535 1825
www.hjarta.is 5351800
✝
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og
útför ástkærs eiginmanns míns, föður, tengdaföður,
afa og langafa,
BJÖRNS GUÐMUNDSSONAR
bónda,
Miðdalsgröf,
Strandasýslu.
Guðfríður Guðjónsdóttir,
Anna Guðný Björnsdóttir, Einar Páll Gunnarsson,
Ásta Björk Björnsdóttir,
Hildur Björnsdóttir,
Reynir Björnsson, Steinunn Jóhanna Þorsteinsdóttir
og afabörn.
✝
Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu
okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður
okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu,
ÁSDÍSAR ANDRÉSDÓTTUR ARNALDS,
Kleppsvegi 4,
Reykjavík.
Sigurður St. Arnalds, Sigríður María Sigurðardóttir,
Andrés Arnalds, Guðrún Pálmadóttir,
Sigrún Jóhannsdóttir,
Ólafur Arnalds, Ása Lovísa Aradóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar
elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
DAGMARAR VALGERÐAR
KRISTJÁNSDÓTTUR,
Hólavegi 23,
Sauðárkróki.
Starfsfólki deilda 1 og 2 á Heilbrigðisstofnuninni Sauðárkróki eru færðar
þakkir fyrir góða umönnun.
Valgeir Steinn Kárason, Guðbjörg Pálmadóttir,
Kristján Már Kárason,
Steinn Kárason, Kristín Arnardóttir,
Soffía Káradóttir, Hafsteinn Guðmundsson,
Jóna Guðný Káradóttir, Gunnar Á. Bjarnason,
ömmu- og langömmubörn.
✝
Innilegar þakkir til þeirra sem sýndu okkur samúð
og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæru eigin-
konu, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu,
HALLDÓRU DANÍELSDÓTTUR,
Hlíðarvegi 32,
Ísafirði.
Sérstakar þakkir sendum við öllu því góða heil-
brigðisstarfsfólki sem annaðist hana í veikindum hennar.
Guð blessi ykkur öll.
Stígur Stígsson,
Soffía Helga Magnúsdóttir, Sigurður Mar Stefánsson,
Örn Guðmundsson, Hafdís Valdimarsdóttir,
Gunnfríður Magnúsdóttir, Sophus Magnússon,
Sigríður Rósa Magnúsdóttir, Richard Hansen,
ömmu- og langömmubörn.