Morgunblaðið - 08.05.2010, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 08.05.2010, Blaðsíða 42
Kæri vinur. Nú ertu farinn frá okkur og þín er sárt saknað. Okkar fyrstu kynni urðu við stofn- un Karlakórs Keflavíkur er við gerð- umst báðir stofnfélagar. Mörg ár vor- um við saman í stjórn kórsins á fyrstu árum hans og síðar. Þú varst alltaf sannur félagi hvað sem á gekk. Seinna þegar kvennaklúbbur kórsins var stofnaður og konurnar hjálpuðu til í starfinu myndaðist milli okkar hjónanna vinskapur sem aldrei mun gleymast. Með ykkur hjónum ferðuð- umst við mjög mikið bæði innanlands og utan en einnig vorum við saman í félagslífi í Hjónaklúbbi Keflavíkur. Allt þetta geymist í huga okkar. Við hjónin þökkum allan þann góða tíma sem við höfum átt með góðum dreng. Einhildi vottum við auðmjúka sam- úð sem og börnum ykkar og afkom- endum. Magnea og Haukur. Á æskuárum Magnúsar í Keflavík var mjög algengt, að börn væru kennd við mæður sínar en ekki feður. Sennilega var það gert til aðgreining- Magnús Margeir Jónsson ✝ Magnús Mar-geir Jónsson húsasmíðameistari fæddist í Keflavík 21. janúar 1925. Hann lést á Heil- brigðisstofnun Suðurnesja 25. apr- íl sl. Útför Magnúsar fór fram frá Kefla- víkurkirkju 7. maí 2010. ar, því mörg barnanna áttu alnafna, sérstak- lega þó drengirnir. Samkvæmt þessari venju var Magnús M. Jónsson ætíð kenndur við Halldóru móður sína og kallaður Maggi Dóru. Maggi var fjörmikill strákur og félagslynd- ur. Er skátafélagið Heiðabúar var stofnað í Keflavík árið 1937, hafði hann hug á að ganga til liðs við þann ágæta félagsskap, en efni voru lítil og það var ekki fyrr en eftir fermingu Magga vorið 1939 sem hann átti möguleika á að kaupa sér skátabún- ing – en þá gekk hann líka tafarlaust skáthreyfingunni á hönd og taldi fermingarpeningunum þannig vel varið. Hann varð fljótlega varafélagsfor- ingi Helga S. Jónssonar, stofnanda og félagsforingja Heiðabúa, og tók síðan við félagsforingjastarfinu af Helga í janúar 1970 og hélt því þar til í októ- ber 1977. Maggi var bæði góður leikari sem gat brugðið sér nánast í allra kvikinda líki og jafnframt ágætur söngmaður sem lék það iðulega í skátaútilegum eða á skátaskemmtunum að herma eftir kunnum, íslenskum óperusöngv- ara við frábærar undirtektir áheyr- enda. Hann söng einnig í Karlakór Keflavíkur um áratuga skeið. Í maí 1963 gekkst hann fyrir stofn- un St. Georgsgildisins í Keflavík, en St. Georgsgildin eru, sem kunnugt er, félagsskapur fyrrverandi skáta og skátavina. Þar var hann gildismeist- ari frá stofnun til ársins 1970. Þó Maggi hætti sem gildismeistari, lét hann ekki deigan síga í aðstoð við Heiðabúa, því hann var m.a. ásamt fleiri gildisfélögum í byggingarnefnd, þegar reist var viðbygging við Skáta- húsið í Keflavík, en hún var vígð 1973. Maggi var einnig í framkvæmda- nefnd ýmissa félaga og fyrirtækja sem sáu um að reisa Helga S. Jóns- syni veglegan minnisvarða á lóð Skátahússins í Keflavík. Ætíð er hætta á, að mikil þátttaka í félagslífi bitni að einhverju leyti á fjöl- skyldulífinu. Sú varð þó ekki raunin hjá Magga, því eiginkona hans, Ein- hildur Pálmadóttir, og börn þeirra tóku fullan þátt í áhugamálum hans og Einhildur er enn virkur og góður félagi í Keflavíkurgildinu. Við þökkum Magga frábær störf í þágu skáta- og gildisstarfsins og vott- um fjölskyldu hans innilega samúð. F.h. St. Georgsgildisins í Keflavík, Hreinn Óskarsson, gildismeistari. HINSTA KVEÐJA Elsku afi. Okkur þykir rosalega vænt um þig. Þú ert besti afi í heim- inum og við elskum þig svo mikið. Takk fyrir allar yndislegu stundirnar sem við áttum sam- an. Takk fyrir að vera þú. Vonandi líður þér betur núna. Hvíldu í friði, við munum sakna þín. Þín barnabarnabörn, Oddný María, Arnbjörg, Ragnar Ingi og Harpa Rós. Nú kveð ég, elsku vinur minn, hinsta kveðjan þetta sinn. Sakna ég þín, vinur minn. Þetta ljóð kvað sundkóngurinn þinn, elsku besti afi minn. Einar Þór Ívarsson. 42 Minningar MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. MAÍ 2010 Ljóshærð og björt, bara fjögurra ára, stóð hún við hliðið á Hjalla- veginum og horfði á heiminn. Með henni var Deta systir – skjólið hennar og besta vinkona. Ég var nýflutt á minn kæra Dyngjuveg og var svo heppin að eign- ast þessar fallegu systur að vinum. Síðan eru liðin rétt um 60 ár! Álfheiður Björk átti heima í einstaklega skemmtilega samsettu húsi. Mamma, pabbi og stóra systir á miðhæðinni – niðri amma Sigrún og afi Einar, bóndi og stærðfræðingur frá Hringsdal, ásamt dætrunum, þeim Dúnu og Láru. Alltaf einhver heima – alltaf eitt- hvað gott í gogg. En númer eitt, tvö og þrjú, ást og gleði í hverjum kima – endalaus tími fyrir litlu heimakæru stúlkuna Álfheiði. Það má segja að Álf- heiður hafi aldrei yfirgefið húsið á Hjallavegi. Því þegar hún kynntist ástinni sinni, honum Rikka, lífskúnst- ner frá Vesturheimi, sem kom til að læra íslensku, voru örlögin ráðin. Rikki flutti inn á Hjallaveg 68 og sam- an byggðu þau sitt bú. Þau héldust í hendur ævina út, þrátt fyrir aðskilnað í sambúð. Saman eignuðust þau Láru, einkadótturina og sólargeislann þeirra stóra. Álfheiður vinkona mín hafði fastar og sterkar skoðanir – hún horfði á lífið með sínum augum, lét ekki strauma eða stefnur, almannaróm né neitt annað hagga kúrs. Sterk og björt gekk hún í gegnum lífið – fárra en traust og trygg sínum. Heimilið og fjölskyldan voru henni allt. Samband hennar og Arndísar, móður hennar, Álfheiður Björk Einarsdóttir ✝ Álfheiður BjörkEinarsdóttir fæddist í Reykjavík 28. maí 1945. Hún lést á Landspítalanum 23. apríl síðastliðinn. Útför Álfheiðar fór fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík 4. maí 2010. var kærleikssamband í hæsta gæðaflokki þar sem aldrei féll skuggi á og þær mæðgur nær óaðskiljanlegar. Álf- heiður helgaði starfslíf sitt kennslu. Öskjuhlíð- arskóli var skólinn hennar og nemendurn- ir þar hennar hjartans börn. Það er ekkert langt síðan ég hringdi í æskuvinkonu mína til að heyra um líðan hennar, en hún greind- ist með krabbamein fyrir fáum árum. „Ég hef það fínt og finn hvergi til,“ svaraði Áffa – fullviss þess að hún næði heilsu á ný. Trú hennar var sterk og veit ég að það veitti henni styrk. Ég kveð mína ynd- islegu æskuvinkonu, Álfheiði Björk, með hjartans þökk. Ég sé hana fyrir mér þar sem hún stendur við hliðið í Ljóssins landi – há og björt – böðuð geislum eilífðarljóssins. Guð veri með henni og öllu hennar góða fólki. Helga Mattína Björnsdóttir, Dalvík. Það er erfitt að hugsa sér Öskjuhlíð- arskóla án Álfheiðar Bjarkar Einars- dóttur, en þar fór litríkur persónuleiki sem eftir var tekið. Álfheiður valdi sér ung að vinna með fötluðum einstak- lingum. Hún starfaði til að byrja með í Skóla fjölfatlaðra, m.a. í Kjarvalshúsi, en fylgdi síðar nemendum sínum í Öskjuhlíðarskóla. Sá skóli fékk síðan að njóta starfskrafta hennar í um það bil 35 ár. Á svo löngum tíma er margs að minnast. Starfið er bæði krefjandi og gefandi í senn og Álfheiður naut sín þar vel, enda hafði hún mikið að gefa og náði góðum árangri með nemendur sína. Við fengum gjarnan að fylgjast með viðburðum í fjölskyldu Álfheiðar, hún var afar stolt af sínu fólki, einkum dóttur sinni Láru og dótturdótturinni Hrafnhildi. Okkur samstarfsfólkinu er það ógleymanleg stund þegar Álfheið- ur vatt sér með mikilli sveiflu inn í kaffistofuna, stillti sér upp á miðju gólfi, ljómandi af hamingju og til- kynnti hátíðlega: „ég er orðin amma“ og hélt á lofti mynd af Hrafnhildi ný- fæddri. Að sjálfsögðu samglöddust all- ir en kímdu svolítið líka, því Álfheiður hafði stundum haft orð á því að hún skildi ekki þær konur sem alltaf væru að tala um barnabörnin og sýndu myndir af þeim í tíma og ótíma. En nú var hún komin í hópinn og naut þess. Lífið býður flestum upp á hvort tveggja, skin og skúrir, og Álfheiður var ekki undanskilin. Skúrunum var hún ekkert að flíka. Hún var stolt kona og bar sig ætíð með reisn, hafði sterk- ar skoðanir á mönnum og málefnum og tjáði sig alltaf umbúðalaust, sama hver í hlut átti. Hún kom iðulega af stað rökræðum á kaffistofunni þar sem mættust stálin stinn en leiftrandi kímnigáfa hennar leysti oft úr hnútum sem virtust í aðsigi og hressandi and- blær fylgdi í kjölfarið. Álfheiður skilur eftir sig stórt skarð og hennar er sakn- að, hún var sannarlega kona sem stóð vel með sjálfri sér og sínum skjólstæð- ingum. Við kveðjum Álfheiði með virð- ingu og þökkum fyrir áratuga sam- veru í Öskjuhlíðarskóla. Fyrir hönd samstarfsfólks úr Öskjuhlíðarskóla, Sigríður Níelsdóttir og Sigríður Teitsdóttir. Í dag kveðjum við Álfheiði Björk Einarsdóttur, sérkennara við Öskju- hlíðarskóla. Hún kenndi samfellt við skólann í 35 ár, eða frá stofnun hans. Hún var vel menntuð og hafði aflað sér víðtækrar reynslu á sviði sérkennslu. Kynni okkar hófust fyrir rúmum fjór- um árum er ég tók við starfi skóla- stjóra í Öskjuhlíðarskóla. Við fyrstu kynni var mér ljóst að það var stór kona sem tók í höndina á mér og sagði „Vertu velkomin til starfa, ég er Vest- firðingur eins og þú.“ Bæði röddin og svipurinn voru ákveðin og ekki laust við að andlit hennar minnti mig á am- eríska leikkonu. Hún var hressileg í viðmóti og það gustaði af henni. Aldrei skorti umræðuefni ef Álfheiður var á staðnum, hún var víðlesin og hafði gaman af bókmenntum, listum og öllu námsefni. Hún hafði mjög ákveðnar skoðanir, hvort sem var rætt um per- sónur, leikendur eða nálgun og leiðir kennsluaðferða. Hún hafði gott vald á íslenskri tungu og var prófarkalesari skólans. Við erum ríkari eftir að hafa kynnst konu eins og Álfheiði sem færði okkur gleði, kraft og von. Ein- stakt þrek hennar kom glöggt í ljós er hún hóf harða baráttu í veikindum fyrst fyrir um þremur árum. Hún vildi sem minnst tala um þá hildi, sem hún háði, ekki var það hennar háttur að kvarta. Við verðum lítil og máttvana frammi fyrir almættinu þegar horft er á samstarfsfélaga berjast við dauðann. En við stóðum frammi fyrir þeirri staðreynd, gátum ekkert gert annað en biðja, bíða og vona. Álfheiður var alla tíð ósérhlífin, hreinskiptin og mjög heil í afstöðu sinni bæði til manna og málefna. Hún fór ekki í grafgötur með afstöðu sína til eigin stéttarfélags- eða þjóðfélagsmála almennt. Stór og kröftug kona hefur kvatt okkur og það um aldur fram. Við erum sorgmædd þegar við kveðjum Álfheiði en í senn afar þakklát fyrir það sem hún var og kenndi okkur í lífinu. Þegar ég bað starfsfólk skólans að nefna hugtök sem lýsa vel persónu Álfheiðar komu orð eins og: stór, stolt, styrkur, ákveðni, nákvæmni, stefnufesta, raun- góð og vinur. Allt eru þetta orð sem lýsa dýrmætum eiginleikum og vand- aðri manneskju, en það var Álfheiður bæði í lífi og í starfi. Við í Öskjuhlíð- arskóla þökkum Álfheiði Björk Ein- arsdóttur fyrir samfylgdina og minn- umst hennar af djúpri virðingu og þökk. Elsku Lára, Kjartan, Hrafnhildur, Sigrún, Ásgeir og fjölskylda megi góð- ur Guð styrkja ykkur í sorginni. Dagný Annasdóttir. Við andlát vinkonu minnar Álfheið- ar hafa orð lítinn mátt. Við Álfheiður kynntumst þegar ég byrjaði að vinna í Öskjuhlíðarskóla haustið 1979. Þótt starfsmannahópurinn væri fjölmenn- ur varð ekki hjá því komist að taka eft- ir Álfheiði. Hún var hávaxin, glæsileg kona með ljóst þykkt hár og bar sig vel. Það var lærdómsríkt að fylgjast með kennslu Álfheiðar, hún bar virð- ingu fyrir nemendum sínum og nálg- aðist þá á jafnréttisgrunni og stundum var engu líkara en hún beitti göldrum, slíkur var áhrifamáttur hennar. Vor- ferðalag nemenda og starfsfólks í Stórrými Öskjuhlíðarskóla er enn í fersku minni, en þá var farið í heim- sókn að kjúklingabúinu Klettum. Þar tók á móti okkur systir Álfheiðar ásamt manni sínum og dætrum og þau sýndu okkur búskaparhætti á kjúk- lingabúi og buðu svo upp á dýrðlegar veitingar á eftir. Álfheiður var fædd í Reykjavík og bjó frá ungra aldri í húsi sem foreldrar hennar byggðu við Hjallaveg og þar bjó stórfjölskyldan saman. Og það var svo sérstakt að þegar maður kynntist Álfheiði þá kynntist maður um leið hennar fólki. Það var gaman að koma á Hjalla- veginn heim til hennar þar sem for- eldrar hennar bjuggu á fyrstu hæðinni en hún, Rikki og Lára uppi. Ef ég bankaði upp á hjá Álfheiði og enginn svaraði hringdi ég á neðri bjöllunni og þá tóku móðir hennar eða Sigrún syst- ir hennar og síðar Arndís frænka á móti mér og oft var boðið upp á kaffi og alltaf spjallað. Oft var Lára heima og svo síðar, þegar hún var flutt að heiman, var hún samt „heima“ og Kjartan og svo bættist Hrafnhildur í hópinn – Hrafnhildur dótturdóttirin sem varð ömmu sinni endalaus gleði- gjafi og ég gæti sagt margar frægð- arsögur! Álfheiður þekkti sitt hverfi, vissi hverjir höfðu búið í öllum húsunum, sagði mér frá fólkinu sem bjó í næsta nágrenni svo skemmtilega að mér fannst eins og hún byggi í litlu þorpi þar sem allir þekktu alla og væru afar vinsamlegir hver við annan. Álfheiður var mikil smekkmann- eskja og var allt fallegt heima hjá henni, svo fallegt að maður gekk um og horfði og naut þess að horfa á allar myndirnar og fallegu hlutina. Álfheið- ur: hún var traust og trygg sem klett- ur, einstaklega góður vinur, hjálpfús og með góð ráð alla tíð. En nú eru bara minningarnar eftir og ég þakka gjöf- ular samvistir. Ég votta Láru og fjölskyldu og Sig- rúnu og fjölskyldu mína dýptstu sam- úð. Unnur Jónsdóttir. ✝ Hallgrímur Hall-dór Brynjarsson sjómaður fæddist 15. apríl 1960. Hann lést í Göngustaðakoti í Svarfaðardal 18. apríl sl. Foreldrar hans eru Ólöf Hallgrímsdóttir húsmóðir og fisk- verkakona og Brynjar Þór Halldórsson sjó- maður og fiskeld- ismaður á Húsavík. Hallgrímur var elst- ur fjögurra systkina, í aldursröð: Hallgrímur Halldór, Anna Stefanía, Gunnar Þór og Guð- rún Ósk. Hallgrímur Halldór giftist Védísi Pétursdóttur frá Bald- ursheimi í Mývatnssveit þann 2 ágúst 1980 í Skútustaðakirkju. Védís átti dóttur fyrir, Önnu Geirlaugu. Þeim varð fjögurra barna auðið, í aldursröð: Inga Þórunn, Sigurður Helgi, Eyjólfur Gunn- þór og Guðbjörg Lilja. Inga Þórunn á dreng, Guðna Pál og er búsett á Egils- stöðum. Sigurður Helgi býr með Katrínu Ósk Guðmundsdóttur í Reykjavík. Þau eiga soninn Kristófer Mána. Eyjólfur Gunn- þór á tvö börn, Daníel Snæ og Védísi Mjöll. Eyjólfur Gunnþór býr á Egilsstöðum.Guð- björg Lilja er búsett í Fellabæ. Árið 2008 slitu Hallgrímur og Védís samvistum, lögskilnaður gekk árið 2009. Síðast liðið ár bjó Hallgrímur hjá Sóleyju Sigtryggs- dóttur söðlasmið og bónda í Göngu- staðakoti í Svarfaðardal. Hallgrímur Halldór Brynjarsson var jarðsunginn þann 23. apríl sl. frá Húsavíkurkirkju. Elsku pabbi minn. Þú ert maðurinn sem kenndir mér á klukku og að reima skóna. Þú ert maðurinn sem kenndir mér að bera umhyggju fyrir öðrum og að fyrirgefa. Þú ert maðurinn sem kenndir mér að elska og sakna. Þú ert maðurinn sem bjargaðir mér úr vandræðum og hjálpaðir mér að líta á lífið í réttu ljósi. Þú ert maðurinn sem kenndir mér að ala upp son minn og varst honum eins yndislegur faðir og þú varst mér. Þú kenndir mér að lifa núna en ekki í gær og þú ert maðurinn sem sýndir mér að lífið getur ver- ið erfitt en að gefast upp á því sé ekki möguleiki þó að þú hafir ekki séð það sjálfur í endann. Þú varst sá sem elskaðir okkur skilyrðis- laust og kenndir okkur systkinum mínum að standa saman en ekki í sundur. Þú varst hetjan mín og ég var litla pabbastelpan þín. Núna sit ég hér og skrifa um þig minningargrein og veit ekkert hvar ég á að byrja. Fyrsta minn- ing mín með þér samt er þegar ég var um 3ja ára og var að leika mér að froski sem skoppaði þegar maður kreisti blöðru sem var tengd við froskinn. Einu sinni í Sólbrekku þá náði ég að opna úti- dyrahurðina og fara í göngutúr með froskinn minn upp eftir gang- stéttinni, Þangað til þú komst hlaupandi og sagðir við mig að ég hefði gert þig svo hræddan að Hallgrímur Halldór Brynjarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.