Morgunblaðið - 08.05.2010, Side 43

Morgunblaðið - 08.05.2010, Side 43
Minningar 43 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. MAÍ 2010 ✝ Katrín Þorgríms-dóttir, nudd- og snyrtifræðingur, fæddist í Reykjavík 4. desember 1942. Hún lést á hjúkrunarheim- ili Hrafnistu í Boða- þingi 22. apríl síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Guðrún Sigríður Þórðardóttir, mat- ráðskona, f. 14. októ- ber 1916 í Björk í Grímsnesi, d. 2. júlí 1990 og Þorgrímur Friðriksson, kaupmaður í Grens- áskjöri, f. 11. október 1912, á Neðri- Vindheimum á Þelamörk, Glæsi- bæjarhreppi, d. 8. apríl 1980. Systk- ini Katrínar eru Þórður, verslunarmaður, sem lést 1988 og Sigurrós, bæjarfulltrúi í Kópavogi. Uppeldissystir þeirra er Marý Karlsdóttir sem býr á Hlíð á Ísa- firði. Katrín giftist 8. ágúst 1964 Kristjáni Kristjánssyni, tannlækni, f. 13. mars 1940, þau skildu. For- eldrar hans voru Kristján Sveins- Þorláksson, matreiðslumaður, f. 19. maí 1968 á Blönduósi. Foreldrar hans eru Þorlákur Þorvaldsson, f. 26. febrúar 1948 og Jóhanna Bryn- dís Hallgrímsdóttir, f. 15. nóvember 1949. Dóttir þeirra er Jóhanna Bryndís f. 15. apríl 1990 í Reykja- vík. Katrín er fædd og uppalin í Reykjavík og bjó þar mestan hluta ævi sinnar. Árið 1999 flutti hún í Kópavog og bjó þar til æviloka. Katrín lauk gagnfræðaprófi frá Núpi í Dýrafirði árið 1958. Fór síð- an til náms við snyrtiskólann FOR Internationl Skönhedspleje í Dan- mörku og lauk þaðan námi ári 1961. Eftir að heim kom setti hún upp nudd- og snyrtistofu og vann við það í nokkur ár. Hún vann síðan við almenn skrifstofustörf, símavörslu og almenna afgreiðslu. Katrín setti á laggirnar eigin veisluþjónustu sem hún rak 1989-1997. Hún starf- aði hjá Íslenskum heimilisiðnaði frá 1990-1997. Hún flutti til Danmerkur árið 1997 og bjó þar í tvö ár þar sem hún starfaði við verslunarstörf . Eftir heimkomuna fór hún að vinna í minjagripaverslun MR-búðarinnar hjá Íshestum í Hafnarfirði og starf- aði þar til ársins 2003. Útför Katrínar hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. son, augnlæknir, f. 8. febrúar 1900, d. 23. maí 1985 og María Þorleifsdóttir Thorla- cius, húsfreyja, f. 22. júlí 1912 í Reykjavík, d. 15. október 1965. Katrín og Kristján eignuðust tvö börn: 1) Þorgrímur, skíða- kennari, sem rekur nú skíðahótel í Lun- gau í Austurríki, f. 17. desember 1965 í Reykjavík. Kona hans Þórey Jónsdóttir, f. 13. apríl 1970, þau skildu. Börn þeirra eru: a) Gunnar Þorkell, f. 31. júlí 1990 í Reykjavík, b) Kristján Fannar, f. 28. ágúst 1991 í Reykja- vík og c) Katrín, f. 20. janúar 1997 í Reykjavík. Sambýliskona Þorgríms er Þuríður Þórðardóttir, börn hennar af fyrra hjónabandi eru Daníel Smárason og Theódóra El- ísabet Smáradóttir. 2) María Kristín, hönnuður, f. 28. febrúar 1969 í Reykjavík. Eigin- maður hennar er Hallgrímur Ingi Nú hefur elskuleg systir mín kvatt þennan heim eftir erfið veik- indi. Þegar kemur að kveðjustund hvarflar hugurinn til liðinna tíma og minningarnar líða hjá. Ég sé hana enn fyrir mér á æskuheimli okkar á Flókagötunni dansandi ballett, en hún æfði ballett hjá Eddu Scheving í mörg ár. Á laug- ardagskvöldum sýndi hún ballett fyrir foreldra okkar og systkini í holinu heima í ballett-kjól og skóm. Hún sveif um gólfið með sérkenni- legan glampa í augum enda dreymdi hana um að verða ballett- mær. Hún lærði líka á píanó og hafði alla tíð yndi af að spila og hlusta á klassíska tónlist. Þegar hún var sautján ára fór hún til Danmerkur að læra snyrti- fræði. Ég man enn eftir þessari lotningartilfinningu sem ég bar fyrir systur minni sem hafði siglt utan til náms. Hún fór út sem ung- lingur en kom heim falleg kona. Hún bar af hvar sem hún kom vegna glæsileika og fegurðar. Eftir heimkomuna setti hún upp nudd- stofu í gangherbergi þar sem við bjuggum í foreldrahúsum. Það var oft glatt á hjalla í þessum nudd- tímum og heyrðust hlátrasköll kvennanna fram á gang. Hún naut þess að hafa fallegt í kringum sig og eftir að hún giftist og fór að búa bar heimili hennar ætíð vitni um smekkvísi hennar og fegurðarskyn. Kata var sérlega góður kokkur og hafði yndi af því að búa til mat. Hún aðstoðaði vinkonu sína eitt sinn við að setja upp veislu og maturinn þótti svo góður og sérstakur að fólk fór að panta hjá henni veislumat. Hún bjó til smárétti sem voru engu líkir enda var hún alltaf að finna upp á nýjum réttum. Kata undirbjó veislurnar á kvöldin og um helgar. Þegar hún vann hjá Íslenskum heimilisiðnaði varði hún öllum sín- um frítíma í að sjá um veislumat svo dagarnir urðu oft langir. En þetta var hennar ástríða svo hún kvartaði aldrei undan þreytu eða álagi. Þegar við komum í heimsókn var okkur boðið að smakka góm- sæta smárétti sem hún töfraði fram á augabragði. Á fáum stöðum undi hún betur en í sumarhúsi hennar og Kristjáns við Þingvallavatn. Þar gat hún dvalið dögum og vikum saman með börnum sínum og síðar barnabörnum. Systkinabörnin og vinir barna hennar voru ætíð vel- komin svo oft var fjölmennt hjá Kötu í sumarbústaðnum. Þar naut hún þess líka að hlusta á klassíska tónlist og lesa þegar færi gafst. Ég á svo margar yndislegar minningar um Kötu systur mína sem ekki verða tíundaðar hér en þakka fyrir allar þessar góðu stundir sem ég geymi í hjarta mínu. Undanfarin ár hefur elskuleg systir mín barist við erfið veikindi. Hún tók því með æðruleysi en við sem hjá sátum undruðumst hve mikið var hægt að leggja á þennan granna líkama og viðkvæmu sál. Nú er hún farin yfir þröskuldinn yfir í annan heim og ég er þess fullviss að nú dansar hún ballett aftur með glampa í augum fyrir foreldra okkar og bróður eins og forðum daga. Blessuð sé minn- ing hennar. Elsku Maja mín, Haddi, Doddi, Þuríður og barnabörn, við vottum ykkur okkar dýpstu samúð og biðj- um Guð að gefa ykkur styrk í sorg ykkar. Sigurrós og Guðmundur. Elsku frænka, það er svo skrítið að hugsa til þess að þú sért ekki lengur hérna hjá okkur. En á sama tíma trúi ég að þú sért komin á fal- legan stað þar sem þú hefur fulla heilsu og getir látið þér líða vel. Það var alltaf svo gaman að koma í heimsókn til þín, hjá þér fékk mað- ur alltaf höfðinglegar móttökur. Í hverju horni voru nammiskálar sem gerðu heimilið að hálfgerðu draumlandi í augum lítillar stúlku. En fyrst og fremst er það hlýjan og væntumþykjan frá þér sem situr eftir í minningunni. Maður fékk alltaf nóg af ást og umhyggju. Ég man svo vel eftir því þegar ég var lítil og þú kallaðir mig svo oft „Kötu“ og ég var svo stolt af því að heita eins og þú og var ennþá stolt- ari af því hvað þér þótti vænt um það. Ég mun alltaf vera stolt af Katrínar-nafninu mínu og minning- in um þig mun vekja hjá mér góðar minningar alla tíð. Elsku Mæja, Doddi og fjölskyld- ur, ég votta ykkur innilega samúð mína og bið Guð að vera með ykkur á þessum erfiðu tímum og í gegnum þessa miklu sorg. Kristín Katrín. Ég kvaddi Kötu, fyrrverandi mágkonu mína og vinkonu, í hinsta sinn að morgni þann 22. apríl, þeg- ar hún skildi við þetta líf. Kötu kynntist ég fyrst þegar við báðar vorum um tvítugt, ungar lífs- glaðar blómarósir. Kristján bróðir minn og Kata felldu hugi saman og giftu sig nokkrum árum seinna, en slitu samvistum eftir 25 ára hjóna- band, en vinskapur okkar Kötu hélst alla tíð. Já, elsku Kata mín, það er margs að minnast, bæði sorgar- og gleði- stunda, fyrst ætla ég að fá að þakka þér fyrir allan stuðninginn, sem þú sýndir mér þegar mamma dó langt fyrir aldur fram, það var erfiður tími fyrir okkur öll, þið voruð líka mjög nánar og miklar vinkonur. Ég minn- ist þess þegar mamma gaf þér fallega málaða mynd af ballerínu, þessi mynd fylgdi þér og hékk við rúmið þitt alla tíð, enda talaðir þú oft um hvað hún hefði verið þér góð. En gleðistundirnar voru miklu fleiri og margs að minnast, öll jóla- boðin, afmælin, ferðalögin og uppá- komurnar; þau voru skemmtileg leik- fimispartíin hjá Báru, þegar við tróðum upp og sungum saman undir gítarspili. Við áttum líka tvær skemmtilegar ferðir til Bandaríkj- anna með Nönnu vinkonu okkar. Þær verða líka minnisverðar allar ferðirn- ar að ættaróðalinu Skarði og þegar þið nýgift hjónin heimsóttuð okkur ung og vongóð, þegar við dvöldum í Noregi á námsárum Bjarna, og nut- um þess saman að aka um þetta fagra land. Þú varst mikill kokkur og kunnir að framreiða góðan mat og ávallt var gott að eiga þig að á mannamótum heima á Öldugötu 9. Allt var svo smekklega borið fram hjá þér og gott á þig að treysta, Kata mín. Samgangur á milli barnanna var ætíð mikill í æsku og hefur haldist náinn fram á fullorðinsár. En árin fara misvel með okkur. Síðustu árin hafa verið þér og fjöl- skyldunni erfið í langvinnum veik- indum þínum. Smám saman dregur úr lífskraftinum og samgangurinn verður stopulli, en í huga mér og fjölskyldunnar mun þú ávallt eiga ríkan sess og minningin um þig blönduð söknuði um góða konu. Við vottum ástvinum þínum og börnum innilegustu samúð. Guðborg Kristjánsdóttir og fjölskylda. Katrín Þorgrímsdóttir stinga svona af að ég fór að gráta. Ástæðan fyrir því að ég man svona vel eftir þessu er sú að ég fékk svo mikið samviskubit af því að hræða þig svona mikið. Þú sagðir við mig að þetta væri allt í lagi og lagðir þessar stóru hendur á kinnina á mér eins og þú gerðir alltaf þegar ég varð sár. Ég sakna handarinnar á kinninni minni, pabbi, og ég vildi að ég gæti haft hana við kinnina þegar ég er að sofna því eftir að þú fórst hef ég hugsað um höndina á hverju kvöldi og hvað það var gott að sofna með hana undir kinninni. Þú varst eini maðurinn sem gast lag- að allt á nokkrum mínútum bara með því að leggja höndina þína á vangann á mér. Ég sakna þín svo sárt að mér finnst stundum að ég sé að rifna. En ég held áfram að lifa lífinu eins og ég veit að þú myndir vilja að ég gerði. Ég held áfram að vera þessi góða mann- eskja sem þú kenndir mér að vera og ég mun minnast þín í hvert skipti sem ég tek ákvörðun í líf- inu, því þú varst minn langbesti vinur, og án þín er lífið erfitt en ég mun halda ótrauð áfram fyrir okkur bæði og hugsa um Guðna okkar. Ég elska þig og mun alltaf minnast snúninganna okkar á ætt- armótum, á böllum, og allra góðu tímanna sem við áttum saman. Hvíldu í friði, pabbi minn, því enginn á það betur skilið að finna þennan langþráða frið en þú. Þín pabbastelpa og afastrákur, Inga og Guðni Páll. Elsku faðir. Ég sit hér og hugsa til þín með söknuði. Sársaukinn, að fá aldrei aftur að sjá þig, er sem stór skurður í hjarta mínu. Ég tel mér trú um að þú sért kominn á hlýrri og betri stað og öllum þínum áhyggjum og erfiðleikum sé af- létt. Lífið er grimmt og ég á erfitt með að sætta mig við það, faðir þú ert horfinn. Hugsanir um þig vekja upp minningar, minningar frá liðnum árum þegar við gerðum nánast alla hluti saman. Mér vöknar um augun þegar ég hugsa til þess þegar þú kenndir mér að binda pelastikk, þá miklu kennslu mun ég ætíð geyma í huga mér og aldrei gleyma. Eða þegar þú fórst með okkur á skíði í Hlíðarfjall, það voru yndislegir tímar. Í æsku varstu stoð mín og stytta, þú gerðir allt þitt besta og stundum meira til, því mun ég aldrei gleyma. Þú varst hörð manngerð sem tók inn á sig allar áhyggjur heimsins sem oft á tíð- um voru of miklar. Ég vona svo innilega að öllum þínum áhyggj- um sé aflétt og að þér líði mun betur á þeim stað sem þú ert núna en þeim sem lífið gaf þér. Faðir, í mínum hinstu orðum til þín vil ég að þú vitir að við sökn- um þín yfirþyrmandi mikið. Ég get ekki hætt að velta því fyrir mér hvort þú vissir að ég elskaði þig og unni alla tíð. Dauf rödd í huga mér hvíslar að mér að ég hafi ekki sagt það nægjanlega oft, og þess vegna vil ég segja það við þig hér að ég elska þig. Ekkert mun nokkurn tímann taka það af okkur og þá allra síst dauðinn. Ég mun hugsa til þín með sökn- uði þegar ég tek við prófskírtein- inu mínu í vor og hugsa „Faðir, sjáðu hvað ég hef afrekað“, eins og lítið barn sem brosir til föður síns sigri hrósandi yfir þeim af- rekum sem það hefur unnið. Ég leyfi mér að hugsa til þess að þú sért vakandi yfir okkur, og að þú munir leiðbeina okkur í gegnum lífið líkt og þú gerðir þegar við vorum minni. Hvíldu í friði, elsku faðir. Megi guð geyma þig. Sigurður Helgi Védísarson. Hve sárt ég sakna þín, ég sit við legstein þinn og hugsa um horfna tíð, hjartans vinur minn. Sú sannreynd sturlar mig, að við sjáumst aldrei meir. Þú gafst mér nýja sál, sál sem eitt sinn deyr. Ó, hve sár er dauði þinn, þú varst eini vinur minn. Einn ég stari í sortann inn, með sorgardögg á kinn. Hve leið og laus við svör er lífsins gönguför. Við leyndardómsins dyr, deyja mennirnir. (Sverrir Stormsker) Takk fyrir allt það góða. Kveðja, Védís. Til pabba míns. Ég elska þig svo mikið af því að þú elskar mig, mér finnst þú frá- bær og æðislegur og þú verður það alltaf. Ég elska þig vegna þess að þú vinnur svo mikið til að eiga mat handa okkur og þak yfir höfuðið. Ég elska þig svo mikið vegna þess að þú skammar mig aldrei og gefur mér nammi. Ég elska þig vegna þess að þú ert pabbi minn! „Faðir er sá sem veldur því að þér finnst þú ómissandi þótt eng- um öðrum finnist það.“ Endar nú dagur, en nótt er nær, náð þinni lof ég segi, að þú hefur mér, Herra kær, hjálp veitt á þessum degi. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sigurður Jónsson, Prestshólum) Hvíldu í friði, faðir minn, þín verður sárt saknað. Ég mun ávallt geyma þig í hjarta mínu, elsku pabbi minn. Þín dóttir, Guðbjörg. Það var okkur mikil harma- fregn að Haggi Binna, fyrrum skipsfélagi okkar, væri látinn. Haggi var lengi traustur hlekk- ur í öflugri skipshöfn, sterkum kjarna manna sem sigldi á Bald- vin Þorsteinssyni EA. Haggi starfaði þar lengi sem vélamaður. Þar stóð hann sannarlega í eldlín- unni. Iðjusemi, ósérhlífni og æðruleysi í erfiðum verkefnum einkenndi daglegt viðmót hans. Alltaf var gott að fara á hans fund ef úr einhverju þurfti að leysa sem við kom verkefnum dagsins. Haggi gekk til allra verka af óvenjulegri festu og dugnaði sem einkenndi öll hans störf til sjós. Haggi hafði skarpa sýn á verk- efnin sem leysa þurfti og reynsla hans og þekking á margvíslegum tækjum og tólum sem notuð eru á nútíma vinnsluskipum mikil. Haggi var óragur við að leita nýrra leiða og lausna í störfum sínum með góðum árangri. Á kertinu mínu ég kveiki í dag við krossmarkið helgi og friðar, því tíminn mér virðist nú standa í stað en stöðugt þó fram honum miðar. Ég finn það og veit að við erum ei ein að almættið vakir oss yfir, því ljósið á kertinu lifir. (Kristján Stefánsson frá Gilhaga.) Kveðja frá skipsfélögum á Bald- vin Þorsteinssyni. Vilhjálmur G. Kristjánsson. Morgunblaðið birtir minningar- greinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins. Smellt á reit- inn Senda inn efni á forsíðu mbl.is og viðeigandi efnisliður valinn. Skilafrestur | Ef óskað er eftir birt- ingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstu- degi ef útför er á mánudegi eða þriðju- degi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birt- ast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru ein- göngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstandendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útför- in fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systk- ini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minning- argreinunum. Undirskrift | Minningargreinahöf- undar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir grein- unum. Myndir | Hafi mynd birst í tilkynn- ingu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd skal senda hana með æviágripi í innsendikerfinu. Hafi æviágrip þegar verið sent er ráð- legt að senda myndina á netfangið minning@mbl.is og láta umsjón- armenn minningargreina vita. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.