Morgunblaðið - 08.05.2010, Qupperneq 50
50 MenningFRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. MAÍ 2010
Mörgum finnst þeir
hafa verið sviknir af
stjórnvöldum og vilja við-
brögð frá Hvíta húsinu 54
»
JÓN INGI Sigurmundsson
opnaði málverkasýningu í
Gallerí Gónhól á Eyrarbakka
1. maí síðastliðinn. Á sýning-
unni eru aðallega landslags-
myndir og brugðið upp götu-
myndum frá Eyrarbakka,
málað með olíu en þó mest með
vatnslitum. Inn á milli bregður
fyrir óhlutbundnum formum.
Hátíðin Vor í Árborg verður
haldin 13. til 16. maí og mun
atriði frá þeirri hátíð fara fram í sýningarsalnum
13. maí. Sýningin verður opin laugardaga og
sunnudaga frá kl. 11.00 til 18.00. Auk þess verður
opið annan í hvítasunnu og eftir samkomulagi.
Sýningunni lýkur 30. maí.
Myndlist
Jón Ingi sýnir
í Gallerí Gónhól
Hluti úr einni
mynd Jóns Inga.
ÖNFIRÐINGAFÉLAGIÐ í
Reykjavík efnir til ljós-
myndasýningar í minningu
Gunnlaugs Finnssonar á Sól-
bakka 6 á Flateyri á morgun
kl. 15:30. Gunnlaugur Finns-
son, bóndi, kennari, alþing-
ismaður og kaupfélagsstjóri,
tók virkan þátt í starfi Önfirð-
ingafélagsins í Reykjavík, sér-
staklega í þeim þáttum sem
snúa að margþættri sögu Sól-
bakka og þeirra sem þar komu að málum
Að lokinni opnun sýningarinnar býður hljóm-
sveitin Granít frá Vík í Mýrdal til tónleika á æf-
ingasviðinu í garðinum á Sólbakka. Granít hefur
dvalið við upptökur í hljóðverinu Tankinum.
Ljósmyndir
Ljósmyndasýning
Önfirðingafélagsins
Gunnlaugur
Finnsson
ÞVERSAGNARKENND
skapgerð Egils Skallagríms-
sonar er viðfangsefni opins
fyrirlestrar sem Laurence de
Looze, prófessor í
samanburðarbókmenntum við
University of Western Ontario,
flytur í stofu 101 í Odda á
mánudag kl. 16:00. De Looze
er sérfræðingur í evrópskum
bókmenntum miðalda og
endurreisnartímans og hefur
birt greinar um bókmenntalega sjálfsvitund í
Egils sögu, Bjarnar sögu, Gunnlaugs sögu og
Grettis sögu. Fyrirlestur Laurence de Looze er
haldinn á vegum Miðaldastofu innan Hugvís-
indastofnunar Háskóla Íslands og er öllum opinn.
Miðaldafræði
Þversagnarkennd
skapgerð Egils
Laurence de
Looze
Eftir Árna Matthíasson
arnim@mbl.is
KÓPAVOGSDAGAR, árleg menningarhátíð Kópavogs-
bæjar, hefjast í dag og standa út næstu viku. Í boði verða
hátt í tvö hundruð menningarviðburðir, en Kópavogs-
dagar eru í ár sérstaklega tileinkaðir Sigfúsi Halldórs-
syni, tónskáldi og myndlistarmanni, sem hefði orðið 90
ára í september. Sigfús bjó í bænum í áratugi, er fyrsti
heiðurslistamaður Kópavogs og þriðji heiðursborgari
bæjarins.
Guðrún Pálsdóttir, sviðsstjóri tómstunda- og menn-
ingarsviðs Kópavogsbæjar, segir að hátíðin byggist að
stærstum hluta á listamönnum í Kópavogi og eins leggist
skólar og leikskólar og allar menningarstofnanir á eitt.
Kópavogsdagar hefjast formlega með opnun sýningar
á persónulegum munum Sigfúsar, bréfum, teikningum
og ljósmyndum, í Tónlistarsafni Íslands sem Kópavogs-
bær rekur í samvinnu við menntamálaráðuneytið. Sýn-
ingin ber heitið: „Fúsi á ýmsa vegu“. „Fúsi var mjög fjöl-
hæfur listamaður, listmálari og tónskáld sem samdi
ótrúlega mikið af fallegum lögum sem lifa með þjóðinni. Í
Tónlistarsafninu verður tónlistin í aðalhlutverki, en þar
hengjum við líka upp málverk eftir hann og fleira. Líka
vörpum við á skjá þáttum sem Sjónvarpið gerði um hann
og hægt að hlusta á Fúsa sjálfan og horfa á hann á skjá.“
Sigfúsar Halldórssonar verður víðar vart í Kópavogi
næstu vikuna, því Bókasafn Kópavogs sýnir úrklippu-
bækur hans og allt það sem til er um hann í rituðu máli,
Björn Thoroddsen skipuleggur tónleika í Salnum þar
sem Stefán Hilmarsson, Hera Björk og Egill Ólafsson
syngja lög Sigfúsar, kórahátíð verður haldin á upp-
stigningardag þar sem ellefu kórar úr Kópavogi syngja
lög eftir Sigfús og hljómsveit skipuð ungum tónlistar-
mönnum úr Kópavogi flytur lög Sigfúsar undir hand-
leiðslu Björns Thoroddsen.
Til viðbótar við hyllingu Sigfúsar Halldórssonar verða
aðrir listamenn líka áberandi að sögn Guðrúnar, og
þannig verður verða fjórtán listamenn úr Kópavogi með
opnar vinnustofur um helgina, yfirlitssýning á verkum
Hafsteins Austmanns og svo má telja. Sjá nánari dag-
skrá á vefsetrinu kopavogsdagar.is.
Menningarhátíð Kópavogs
Árleg Menningarhátíð í Kópavogi haldin í sjöunda sinn Hátíðin helguð
Sigfúsi Halldórssyni Hátt í tvö hundruð ólíkir menningarviðburðir í boði
Morgunblaðið/Ernir
Menningarhátíð Frá sýningu á persónulegum munum Sigfúsar Halldórssonar, bréfum, teikn-
ingum og ljósmyndum, í Tónlistarsafni Íslands á Kópavogsdögum.
Verk Ólafar Nordal Leiðsla ífordyri Hallgrímskirkjusamanstendur af af-steypum af andlitum 25
safnaðarmeðlima og hljóðverki í
kirkjuskipinu þar sem 24 safn-
aðarmeðlimir syngja sálm Hallgríms
Péturssonar „Gefðu að móðurmálið
mitt“ við nýtt lag eftir Jón Nordal
sem þar að auki hljómar í klukkum
kirkjunnar.
Sýningin er sú fyrsta í nýrri sýn-
ingaröð á vegum Listvinafélags Hall-
grímskirkju og kallast „Kristin
minni“. Það er sérlega ánægjulegt að
sjá hinn mikla metnað sem lagður er í
þetta nýja verkefni en sýnendum í
verkefninu er boðið að fá guðfræðing
og skrifara til samráðs og samræðu. Í
þessu verki tóku séra María Ágústs-
dóttir og Ólafur Gíslason listfræð-
ingur þátt í samræðunni og sá síð-
arnefndi skrifar texta sýningarinnar.
Ólöf Nordal, einn af þekktustu
samtímalistamönnum Íslands er jafn-
framt löngu orðin þekkt fyrir sérstæð
kirkjulistaverk sín þar sem aðal
hennar felst í því að hún tengir hug-
takið kirkja órjúfanlega við söfnuðinn
sem verður oftast útgangspunktur
verka hennar. Það er ákaflega vel til
fundið hjá Ólöfu að fá safnaðarmeð-
limi til að ljá verkinu ásjónu sína og
rödd. Afsteypan af andlitum þeirra á
meðan þau loka augum sýnir mynd
sem er gjörólík dauðagrímunni sem
rætt er um í texta. Svipurinn á andlit-
unum minnir okkur á svipinn sem við
finnum að við sjálf setjum upp þegar
við biðjum bæn eða hugsum um há-
fleyg og andaktug málefni. Það er
eins og augun horfi inn á við og teng-
ist þar einhverju sameiginlegu afli
sem er fyrir utan manneskjuna sjálfa.
Það er eins og bænin eða leiðslan hafi
orðið eftir í ásýnd verkanna, eins og
hægt sé að sameinast bænum þeirra
og ná yfir tíma og rúm.
Söngur safnaðarmeðlimanna og
fallegt stefið sem klukkan spilar má
allt í senn upplifa sem ákall, áminn-
ingu og ádeilu. Söngurinn er ekki
tæknilega fullkominn en meðlimi
safnaðarins langar örugglega innst
inni til að syngja í guðþjónustum,
ekki bara hlusta. Lofgjörð og bæn
eru þeir trúarlegu þættir sem eru
undirstaða lifandi samfélags trúaðra
og í því ljósi er skrítið að starfsfólk
kirkjuhúsanna taki yfir þessa þætti
að mestu.
Sýningin snertir líka á sameigin-
legum uppruna listar og trúar, hvern-
ig trúin er sífellt sköpuð og endur-
sköpuð í samræðu og samfélagi
manna. Texti sýningarinnar er sér-
staklega áhugaverður í þessu tilliti.
Listin og trúin eiga það sameiginlegt
að hafa á fjarlægst uppsprettu sína,
uppsprettu sem í báðum tilfellum
(þótt oft á ólíkan hátt sé) felst í and-
legum og fagurfræðilegum grunn-
þörfum mannsins.
Það er góð upplifun að koma í
kirkjuna, gefa sér góðan tíma til að
skoða verkin, hlusta á hljóðverkið
sem hljómar með ákveðnu millibili
sem og kirkjuklukkurnar. Verkið er
hvetjandi, það minnir okkur á að við
(sem viljum) erum kirkjan og sem
slík ber okkur að taka þátt í að móta
helgihaldið og standa vörð um að-
komu okkar að grunnþáttum trúar-
iðkunarinnar, bæn og lofgjörð.
Hallgrímskirkja, fordyri
og kirkjuskip.
Ólöf Nordal
bbbbn
Sýningin stendur fram á sumar.
Sýningin er á vegum Listvinafélags
Hallgrímskirkju. Sýningarstjóri Guðrún
Kristjánsdóttir myndlistarmaður.
Aðgangur ókeypis.
ÞÓRA ÞÓRISDÓTTIR
MYNDLIST
Ásjóna og rödd safnaðarins
Kirkjulist Listakonan Ólöf Nordal.
KVENNAKÓR
Reykjavíkur
stendur á þeim
tímamótum að
nýr stjórnandi
hefur tekið við
kórnum. Stjórn-
andi hans und-
anfarin þrettán
ár hefur verið
Sigrún Þorgeirs-
dóttir en nú tekur
Ágota Joó við stjórninni og stýrir
kórnum á tónleikum í Lindakirkju í
Kópavogi á morgun kl. 17.
Tónleikarnir eru meðal annars
óvenjulegir fyrir það að kórinn syng-
ur á sjö tungumálum; ensku,
frönsku, ítölsku, þýsku, rússnesku,
ungversku og íslensku. Flutt verða
verk eftir ungverska tónskáldið Józ-
sef Karai, Rossini, Schumann, Astor
Piazzolla, Luis Prima, Aron Copland
og John Davenport, svo dæmi séu
tekin. Píanóleikari á tónleikunum
verður Vignir Þór Stefánsson og
einnig leikur með kórnum tríó
Vadim Fjodorov, sem er skipuð
þeim Vadim Fjodorov á harmóníku,
Gunnari Hilmarssyni á gítar og Leifi
Gunnarssyni á kontrabassa.
Sungið á sjö
tungumálum
Vortónleikar Kvenna-
kórs Reykjavíkur
Ágota
Joó
FYRIR rúmum áratug hrinti bóka-
vörður í Seattle af stað verkefni sem
felst í að fá sem flesta íbúa í tiltek-
inni borg til að lesa sömu bókina.
Byrjað var á The Sweet Hereafter
eftir Russell Banks sem íbúar
Seattle lásu og í kjölfarið fylgdu
fleiri bækur og fleiri borgir um allan
heim; íbúar Edinborgar lásu The
Lost World eftir Arthur Conan
Doyle, Dyflinnarbúar Myndina af
Dorian Gray eftir Oscar Wilde,
Galveston í Texas The Curious Inci-
dent of the Dog in the Night-time
eftir Mark Haddon og svo má telja.
Nú beita menn netinu fyrir sig,
nánar tiltekið Twitter, og bókin sem
varð fyrir valinu er American Gods
eftir enska rithöfundinn Neil Gai-
man. Verkefnið fór í loftið í vikunni
og sem stendur eru 7.170 að fylgjast
með á Twitter, sjá: @1B1T2010.
Ein bók
fyrir alla
Sigfús Halldórsson (fæddur 7. september
1920, látinn 21. desember 1996) var málari,
leiktjaldahönnuður, tónskáld og dægur-
lagahöfundur.
Hann fæddist í Reykjavík og ólst þar
upp, en bjó lengi í Kópavogi.
Þriggja ára var hann farinn að leika á
píanó og hóf síðan píanónám átta ára. 13
ára gamall hóf hann teikninám og stundaði
það samhliða söng- og hljómfræðinámi.
Síðar bætti hann við sig námi í leik-
tjaldagerð.
Þrátt fyrir ótvíræða listhæfileika vann
Sigfús lengst af almenna vinnu hjá J. Þor-
lákssyni og Norðmann, á bókasafni Banda-
ríkjahers á Miðnesheiði, Skattstofunni og
sem teiknikennari.
Meðal þekktustu laga hans eru Við eig-
um samleið, Dagný, Tondeleyó og Litla
flugan.
Ótvíræðir listhæfileikar