Morgunblaðið - 08.05.2010, Qupperneq 52
52 MenningFRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. MAÍ 2010
Kvikmynd Dags Kára Péturs-
sonar, The Good Heart, vann til
áhorfendaverðlauna á kvik-
myndahátíðinni Off Plus Camera í
Kraká í Póllandi sem er nýlokið. Þá
voru einnig veitt peningaverðlaun,
10 þúsund dollarar, til að styrkja
dreifingu myndarinnar en þau
veitti fyrirtækið Gutek Film.
The Good Heart
verðlaunuð í Póllandi
Fólk
VEGNA mikillar eftirspurnar hefur Leikfélag
Akureyrar ákveðið að sýna gamanleikinn 39
þrep í Íslensku óperunni um helgina. Óhætt er
að segja að sýningin hafi slegið í gegn þar sem
uppselt var á nær 50 sýningar. Áhorfendur
streymdu í leikhúsið og komu sumir oftar en
einu sinni.
María Sigurðardóttir er leikstjóri sýning-
arinnar, en hún hefur einnig leikstýrt sýningum
á borð við Sex í sveit og Fló á skinni. María er að
vonum ánægð með viðtökurnar sem verkið hefur
fengið og stefnir á að bæta við sýningum hér
syðra umfram þær sem sýndar eru um helgina ef
vel gengur.
Samkvæmt stúlkunum í miðasölu Íslensku óp-
erunnar gengur miðasala vel og því er aldrei að
vita nema borgarbúar fái tækifæri til að njóta
fleiri sýninga.
María segir 39 þrep vera algjöra leikhús-
sýningu og sannkallaða veislu fyrir augað.
„Fjórir leikarar fara með yfir hundrað hlutverk
og eru því sífellt á hlaupum sem getur verið al-
veg ótrúlega fyndið.“
Verkið er samið af breska háðfuglinum Pat-
rick Barlow en byggt á skáldsögu John Buchan
og kvikmynd Hitchcocks, The 39 Steps.
Fyrsta sýning var í gær en næstu sýningar í
kvöld og á morgun kl. 20. hugrun@mbl.is
Gamanleikurinn 39 þrep kominn suður
Grímur Bjarnason
39 þrep Mikill handagangur í öskjunni.
Hægt að nálgast miða í miðasölu Íslensku óp-
erunnar í síma 511-4200, opera.is eða á midi.is.
Íslenski dansflokkurinn sló í
gegn á danshátíð í Bremen sem
haldin var 9.-17. apríl. Að sögn
markaðsstjóra dansflokksins, Jó-
hönnu Pálsdóttur, voru þýskir
gagnrýnendur yfir sig hrifnir af
sýningunni en dansflokkurinn
sýndi þrjú ólík verk, Grímuverð-
launaverkið Kvart, Endastöð og
Heilabrot.
Blaðið Die Tageszeitung kallaði
Íd óvænta stjörnu hátíðarinnar og
sagði gagnrýnandi m.a. að verkin
væru ótrúlega fjölbreytt og gagn-
rýnendur Kreiszeitung Bremen og
Augsburger Allgemeine hrósuðu
dönsurunum einnig, fyrir dans-
tækni og leiklistarhæfileika.
Íd „óvænt stjarna“
danshátíðar í Bremen
Brasilíska söngkonan Jussanam
mun syngja brasílísk lög eftir
meistara á borð við Caetano
Veloso, Jorge Ben og Tom Jobin í
Kaffitári við Borgartún 10-12 á
morgun, milli kl. 13 og 15. Agnar
Már Magnússon mun leika undir á
píanó. Kaffitár fagnar tvítugs-
afmæli sínu á morgun og gefur
gestum kaffi og köku.
Jussanam og Agnar
flytja brasilísk lög
SUNNUDAGINN 16. maí ætlar leik-
konan Anna Svava Knútsdóttir að
flytja uppistandið Dagbók Önnu
Knúts í annað sinn á Kaffi Rósenberg
en það var einmitt frumflutt á sama
stað nú á dögunum. Uppistandið
samdi hún í samvinnu við Gunnar
Björn Guðmundsson sem leikstýrir
verkinu, en það var Anna sem leitaði
til Gunnars þegar hana langaði að
setja á svið leiksýningu um unglings-
árin.
„Dagbók Önnu Knúts fjallar um
unglingsárin, ég er fædd 1977 þann-
ig að þetta er kraftgalla- og landa-
tímabilið,“ segir Anna og hlær. „Mig
langaði svo að fjalla um þetta tímabil,
af því að þetta er svo fyndinn aldur,
það er allt svo átakanlegt og satt og
allar tilfinningar svo ofsalega sterk-
ar. Þannig að mig langaði að gera
grín að því, en þannig að fólki myndi
finnast að það mætti eiginlega ekki
hlæja en gerði það samt.“
Anna er þarna að vísa meðal ann-
ars í ögrandi undirtitillinn sem er
Helförin mín! „Anna Knúts segir
ljóta hluti um alls konar fólk og at-
vik, til dæmis um homma, en maður
verður að fyrirgefa henni af því að
hún er bara dálítið vitlaus. Eins og
þetta með Helförina, hún er ekkert
að vísa í atburðina sem slíka, hún er
bara að nota þetta orð sem hún hefur
heyrt. Hún ætlar ekki að misbjóða
neinum þannig.“
Uppistandið unnu þau þannig að
þau lásu margvíslegt efni um ung-
lingsárin og einnig lét Gunnar Önnu
hafa spurningar um unglingsárin
hennar, sem hún svaraði með því að
skrifa niður allt sem kom í kollinn og
hann fínpússaði að lokum efnið til.
Anna segir að það hafi verið spaugi-
legt við rannsóknarvinnuna hvað all-
ir virðast upplifa unglingsárin á
svipaðan hátt. „Unglingar virðast
aðallega skrifa í dagbækurnar sínar
hvað allt er ömurlegt, nema ef mað-
ur hefur lent í sleik eða eitthvað,
annars bara hatar maður mömmu og
allt er í rugli. Útgangspunkturinn
hjá okkur er hvað það er hræðilegt
að vera venjulegur. Anna er ekki feit
og ekki mjó, ekki með mislit augu,
hvorki ljóshærð né dökkhærð. Hún
er alltaf að reyna að gera eitthvað til
að skera sig úr og verða öðruvísi.“
Sýningin 16. maí hefst kl. 21.
holmfridur@mbl.is
Morgunblaðið/Ernir
Anna Svava Knútsdóttir Er fædd á kraftgalla- og landatímabilinu.
Hádramatísk unglingsár
Dagbók Önnu Knúts á Rósenberg 16. maí
Eftir Matthías Árna Ingimarsson
matthiasarni@mbl.is
ÞAÐ er í mörg horn að líta hjá söngkonunni Heru
Björk Þórhallsdóttur þessa dagana. Hún er á fullu
að undirbúa sig fyrir söngvakeppni evrópskra
sjónvarpsstöðva sem fram fer síðar í mánuðinum
og í dag kemur út platan hennar Je Ne Sais Quoi.
Farsælt samstarf
Á plötunni halda Hera
Björk og Örlygur Smári
áfram farsælu samstarfi
sínu, en eins og flestir vita
eru þau höfundar evr-
óvisjónlagsins Je Ne Sais
Quoi. Hera Björk segir að
hún og Örlygur hafi verið
með hugmynd að plötu í nokkurn tíma. Fyrir mán-
uði var svo ákveðið að bretta upp ermarnar, taka
hana upp og gefa út. Fengu þau til liðs við sig
fjölda lagahöfunda á plötunni, innlenda sem er-
lenda. Þar á meðal Dana og Svía sem sömdu lagið
Someday sem Hera Björk flutti og hafnaði í öðru
sæti í undankeppni Evróvisjón í Danmörku fyrir
ári. Segir hún plötuna vera ákveðið framhald af
laginu í ár og að tónlistin á henni sé dansvænt ást-
arpopp. Jafnframt sé það mjög mikilvægt að fara í
keppnina með plötu undir hendinni. Ekki er nóg að
mæta bara með eitt lag á svæðið eða gamla plötu.
Evróvisjónveisla í Smáralindinni í dag
Mikil veisla verður haldin í Smáralind í dag þar
sem Hera Björk mun stíga á svið og flytja framlag
okkar í Evróvisjónkeppninni ásamt nokkum vel
völdum lögum af nýju plötunni. „Svo ætlum við að
gefa eiginhandaáritanir og gera þetta skemmti-
legt. Við erum að fara til Noregs fyrir Íslands
hönd og við viljum leyfa öllum að taka þátt í þessu
með okkur í Smáralindinni í dag.“
Eins og segir eru stífar æfingar fyrir keppnina
þessa dagana og er verið að leggja lokahönd á ís-
lenska atriðið. „Undirbúningurinn gengur rosa-
lega vel og þetta er allt á réttu róli hjá okkur. Við
ætlum að fara út og gera okkar allra besta til að
kynna landið okkar og í framhaldi selja fullt af
pakkaferðum fyrir ferðamenn til Íslands í sumar,“
segir Hera Björk að lokum og hlær.
Dansvænt ástarpopp
Platan Je Ne Sais Quoi með söngkonunni Heru Björk Þórhallsdóttur kemur
út í dag Tónlistin svipuð framlagi Íslands í Evróvisjón segir söngkonan
Morgunblaðið/Ernir
Hera Björk Í dag kemur út platan Je Ne Sais Quoi með söngkonunni og Evróvisjónfaranum.