Nýr Stormur - 01.10.1965, Blaðsíða 3
» I
• ! I
m '' i
FOSTUDAGUR 1. október 1965
IfMMUR
áður en ávisanirnar koma.
Þannig hafa fjölmargir skap
að sér vaxtalaust veltufé og
er sagt, að sum fyrirtæki hafi
sérstaka menn í vinnu við
að annast þessa hlið reksturs
ins. Eru tilnefnd ýmis virðu
leg fyrirtæki og borgarar hér
í hæ, en verður ekki getið að
sinni. Komið hefur fyrir, að
kerfið hefur slitnað og varð
svo hjá Jósafat, eða svo skyldi
maður ætla. Ávísanir upp á
tvær og hálfa milljón króna
voru innistæðulausar einn
góðan veðurdag. Póstur og
sími stóðu andspænis veruleg
um fjársvikum og reyndu að
tryggja hagsmuni sína með
kaupum á einu fyrirtækja
Jósafats. Almenningur varð
agndofa, því að líkur benda til
að þarna sé um algjörlega tap
að fé að ræða. Heyrðust nú
raddir um, að Jósafat kynni
að vera sjálfur valdur að
þessu misferli.
Var honum sýnd sú óhæfa
að réttvísin taldi sig eiga van
talað við hann og vildi hafa
hann við höndina og bjó hon-
um vist á sínum bæ.
Sú vist var þó ekki löng,
því að í ljós kom, að Jósafat
hafði alls ekki undirritað um
ræddar ávísanir heldur a|lt
annar maður, sem sé starfs-
maður íshúsfélagsins. Hefur
nú sá frómi maður, hæstarétt
arlögmaðurinn áðurnefndi,
lýst því opinberlega yfir, að
allar ásakanir á Jósafat í
máli þessu séu úr lausu lofti
gripnar. Ekki skýrir lögmað-
urinn frá ástæðum fyrir því,
að þessar ávísanir urðu til, en
fullvísit er, að Jósafat hafi
látið prókúruhafa sinn skrifa
undir óútfyllt ávísanaeyðu-
blöð, en annazt útfyllinguna
sjálfur.
Vafalaust er þetta rógburð
ur einn, en Áki Jakobsson
skuldar lesendum blaða, sem
birtu yfirlýsinguna, skýringu
á því, hvað af þessu fé hefur
orðið, og hver á sök á því, að
það hvarf. Keflvíkingar sum.
ir hverjir telja, að Jósafat
sleppi frá öllu saman, en ýms-
ir meðeigendur hans í hinum
15 fyrirtækjum munu hafa
orðið fyrir miklu tjóni, að því
sagt er. Lengi hefur verið
hljótt yfir þessu máli, og telja
sumir, að Suðurnesjamenn
muni hafa rétt fyrir sér, en
hvað sem um það er er þó
víst, að mörgum veigaminni
málum hefur verið hraðað
meir. Kunnugir telja, að með
syndakvittun sinni hafi Áki
verið að þakka fjármálaséní-
inu leiðtteiningar við fram-
kvæmdir á Suðurnesjum, en
hann mun, að sögn, hafa feng
ið þrjár milljónir króna af
sparifé landsmanna til að
byggja fiskvinnslustöð og hef
ur komið upp einhverju húsi,
sem mun að mestu leyti hafa
þvf einu hlutverki að gegna
að vera höfundi sínum til
dýrðar.
Þetta blað hefur engan á-
huga á að væna menn um fjár
drátt og óhæfu, sem hvergi
hafa nálægt slíkum málum
komið, en telur hins vegar,
að slík mál séu ekki einkamál
lögfræðinga og viðmælenda
þeirra í dómarasætum. Þessi
mál snerta almenning allan,
þegar svo er komið. að ekki
er annað sýnna en hið opin-
bera verði fyrir stórfelldu
tjóni. Saksóknari er áreiðan-
lega ekki að leika sér að því
að sakfella menn, þótt lög-
fræðingurinn vilji svo láta
vera. Hér er verið að leika
með opinbera stofnun ís-
lenzka.
| Fólk lætur sig minna skipta
hvernig viðskiptum við her-
inn er háttað, svo framarlega
að þau verði ekki til tjóns fyr
ir þjóðina.
Hið erlenda fjármagn er og
verður, ef til kemur, fyrst
og fremst til að þjóna erlend
um hagsmunum. Hvort íslend
ingar njóta góðs af, er svo
allt annað mál, og er fyrst og
fremst undir þeim sjálfum
komið. Ef viðskipti þeirra við
hið erlenda fjármagn eiga eft
ir að verða eitthvað í líkingu
við það, sem virðist hafa átt
sér stað á Keflavíkurflugvelli
í þessu tilfelli og fleirum, er
miklu betra að vera laus við
allt erlent fjármagn.
Siðleysi lögfræðingsins í
þessu máli er auk þess að
vera lítilsvirðing við réttar.
far og dómsvald, lítið samboð
ið manni, sem hefur verið
| ráðherra og í miklu áliti. Auk
' þess hefur hann talið sig and
snúinn stétt þeirri, er fjár-
málamaðurinn verður að telj
ast til. Hvort herinn hefur tap
að nokkru á þessum viðskipt
um við fjármálamanninn,
skiptir litlu máli, en talið
er alveg víst, að fjármála-
maðurinn sé ekki saklaus, og
mun það koma í ljós. Kemur
þá til álita ,hvort Áki Jakobs-
son sé ekki í raun og veru
kominn í svo mikla fjarlægð
við uppruna sinn, eða þá að
litur gullsins hefur villt hon-
um sýn.
Þessi grein er skrifuS fyrst og
fremst til að vekja athygli á, að
hið nýríka íslenzka ríki stendur
á brauðfótum. Fjármunir — pen
ingar erii enn það afl, sem allt
hreyfist eftir. Hver sá er getur kló
fest fjármuni með illu eða góðu,
telur sig hafa gripið Guð f fót-
inn. Hvernig þeirra fjármuna er
aflað skiptir minnstu máli. Vitað
er um hóp manna sem ekki líta
við að afla sér lífsviðurværis á
annan hátt en að græða fé. Þessir
menn líta hvorki til hægri eða
vinstri. Mútur og hótanir eru
heiztu viðbrögðin ef ekki allt geng
ur eftir áætlun. Sá maður sem
hér um ræðir, er aðeins tekinn
sem dæmi um Það ástand, sem
skapast þegar allur viðskiptamór-
all snýst aðeins um gróða — stór-
gróða.
Samhliða þessum gróða hlýtur
alltaf einhver að tapa. Venjulega
er það almenningur — fólkið er
vinnur við framleiðsluna, sem tap
ar. Gróðinn skapar engin verð-
mæti í höndum þessara manna,
því að þeir fárt yfirleitt alls ekki
við framleiðslu. Yfiriýsingar lög
fræðinga breyta hér engu um.
12
Todda í Sunnuhlíð
eftir MARGRÉTI JÓNSDÓTTUR. Þetta er fram
hald bókarinnar TODDA FRÁ BLÁGARÐ. — í
fyrri bókinni segir frá dvöl Toddu í Kaup-
mannahöfn. Þegar hún er 7 ára, fer hún til ís-
lands með móðusystur sinni. Hér er sagt frá
viðtökunum, sem Todda litla fæ hjá ömmu
sinni í Sunnuhlfð og ýmsu, sem við ber fyrsta
vetúrinn, sem hún dvelur á íslandi.
Hanna og Tom
síðasta bókin um Hönnu. Hanna finnur nú, að
njósnir og eltingaleikur við allskonar óknytta-
lýð er bæði erfitt og getur verið áhættusamt.
Og þar sem ástin er nú líka komin í spilið,
tekur hún að lokum þann kostinn að láta allar
njósnir sigla sinn sjó og breiðir faðminn mót
unnusta sínum.
Kim og. leðurjakkarnir og
Kim og smyglararnir
eru nýjustu bækurnar um Kim og félaga hans.
Vinir okkar frá fyrri Kim-bókum flækjast hér
inn i viðsjárverða atbuði, spennandi og dular-
fulla.
Vigga og vinir hennar.
Þetta er hugþekk saga um Viggu og vini henn
ar, þá Níels og Henning. Þeir eiga lftinn og
rennilegan seglbát, sem þau sigla oft á sér til
skemmtunar. Og auðvitað er Sigga með þeim
á þessum dámsamlegu ferðum.
Sagan af Tuma litla.
Hér kemur seinna bindið og niðurlag sögunnar
af Tuma litla eftir Mark Twain. fslenzkir les-
endur, eldri og yngri, kannast við Söguna af
Tuma litla. en bókin hefur verið ófáanleg mörg-
undanfarin ár, og kemur nú sem góður vinur
í heimsókn til íslenzka lesenda.
Þrír fræknir ferðalangar
Þessi skemmtilega saga kom út fyrir nokkrum
árum og seldist þá upp. í bókinni er sagt frá
ævintýralegu ferðalagi Þriggja röskra dengja
Þeim hafði veið boðið tii Frakklands í Tieim
sókn ti lfrændfólks. en glötuðu vegabréfum
og farangri. En þeir gefast ekki upp Gang
andi fara þeir ferða sinna og sofa þar sem þá
ber að garði Ævintýrin geta verið erfið, en
gaman er að ryfja þau upp og heyra frá þeim
sagt á skemmtileean hátt.
Fallegu ævintýrin.
í þessai skemmtilegu bók eru fjórtán gömul
ævintýri Mörg gömlu ævintýrin eru falleg
Þau hafa haft i sér tífsmáttinn tii þess að
standast umrót breytinganna. Tíminn síar úr
það bezta og skilur eftir perlurnar, Ævintýrin
heita: Steinn Bollason, Förin til stjarnanna,
Fiskurinn i eykinni og hérinni í tjörninni. Sendi
boði Drottins Kölski og saumastúlkam Bauna-
bækur frá LEIFTRI
Átta UNGLINGABÆKUR,
fjórar fyrir FULLORÐNA.
kóngurinn, Kóngsveizlan,
Munaðarleysingjarnir sjö
Enarráði drengurinn, Sagan
) af heimskum strák, Gæfu
Fj baunin, Sólin og tunglið,
Smælki, Höllin fyrir austan
1 sól og vestan mána. —
Bjarni Jónsson listmálari
hefur teiknað margar falleg
ar myndir í bókina
BÆKUR FYRIR
FULLORÐNA:
Draumar og vitranir
eftir HUGRÚNU: Prófess
or Jóhann Hannesson segir
m. a i formála fyrir þess-
ari bók: - „Veröld
hins ósýnilega er oft og einatt hrollvekjandi,
ekki síður en hinn sýnilegi hlutaheimur Þetta
veit sérhver sá. sem verið hefur í snertingu
við hina ósýnilegu veröld. Nú hafa íslendingar
ekki aðeins verið í snertingu við hina ósýni
legu veröld í hundruð ára, heidur jafnvel átt
erfitt með að greina á milli veraldanna. Oft
virðast áhrifin frá hinu ósýnilega hafa orkað
sterkar á menn en öfl hins sýnilega heims
Mér er í minni kona ein öldruð. er sagði okk-
ur systkinunum sögur. þegar við vorum lítil.
Ævintýrin gerðust í ævintýraheiminum þar sem
flest fór á endanum, eins og það átti að fara.
— En hvað um huldufólksheiminn. draugana,
galdrana — og drauma. sem menn dreymdi?“
Sjö sögur
eftir SIR ARTHUR CONAN DOYLE Höfundur
þessarar bókar, Sir Arthur Conan Doyle- var
einn af kunnustu rithöfunum Breta Hann var
fædur 1859. las læknisfræði og stundaði lækn
ingar um skeið. en gerðist síðan blaðamaður
og að lokum skáldsagnahöfundur Mesta frægð
hefur hann hlotið fyrir leynilögreglusögur sín-
ar, ævintýri Sherlock Holmes En auk þess
hefu hann ritað fjölda lengri og styttrj sagna
frá ýmsum tímum. Nokkrar þeirra hafa verið
þýddar á íslenzku. svo sem fyrrnefndar leyni-
lögreglusögur. Hvíta hersveitin v Baskerville-
hundurinn. í heljargreipum og ýmsar smásögur
og ritgerðir
Jónas Rafnar, læknir. þýddi sögurnar.
Sofandi kona
eftír Georg Alexander ingibjög Jónsdóttir
þýddi. — Sagan er ótrúlega spennandi Hún
fjallar um ást og afbrotamál Viðburðarás sög-
unnar er ör og fjörlega rituð Lesandinn er
hugfanginn frá fyrstu til síðustu blaðsiðu —
Taflið milli slunginna misyndismannn og Þaui-
æfða þjóna lögreglunnar- þar sem gullið og
auðævin eru annars vegar en fagrar og glys-
gjarnar konur hins vegar, — þar eru öll meðul
notuð í baráttunni.
Gerviaugað
efitr ERLE STANLEY GARNER Þetta er
PERRY MASON-bók - Ólafur Sv Björnsson
þýddi bókina — Höfundur þessarar bókar er
meða! allra frægustu höfunda leynilögreglu
sagna Bækur hans eru nú þýddar um allan
heim Aðalpersónu hans, Perry Mason þekkir
svo til hvert mannsbarn. Perry Mason er hér
eins og venjulega að leysa torráðna gátu Og
honum tekst að sýkna þann, sem hafðu er
fyrir rangri sök.
Prentsmidjan LEIFTUR