Nýr Stormur - 21.01.1966, Blaðsíða 1
J
Föstudagur 21. janúar 1966
„Ödeigur", skrifar
pistilinn í dag
á bls. 4.
2. árgangur
Reykjavík
3. tölublaS
„Sjaldan launar kálfur ofeldi.” — Skattsvik af hæstu gráðu
STÓRFELLT HNEYKSLI
Ræðismaður fyrir erlent ríki, svíkur sitt nýja föðurland um stórfé í sköttum
íslendingar hafa átt því
láni að fagna, að menn af ís-
lenzku bergi brotnir, sem sezt
hafa að erlendis og gerst
erlendir ríkisborgarar, hafa
yfirleitt reynzt hinu nýja
fósturlandi nýtir og góðir
borgarar. Þeir hafa reynzt
hinu fámenna föðurlandi góð
landkynning, verið einskonar
ódiplomatiskir sendiherrar
eða ræðismenn. Þeir hafa
haft skilning á, að þrátt fyr-
ir skyldurnar við föðurlandið,
sem ól þá og ætt þeirra, hafa
þeir tekist á hendur nýjar
skyldur við sitt nýja fóstur-
land, sem var öðrum skyldum
æðri. Þeim bar að taka þátt
í gleði og sorgum hinna nýju
samborgara, deila kjörum
með þeim, gegna skyldum sín
um við þá og þeim hefir einn
ig verið ljóst að þeir nutu
sömu réttinda og heið-
urs og að skömm hins
nýja fósturlands, var einn-
ig þeirra.
Eins og kunnugt er, hefir mikil leynd hvílt yfir nöfnum þeirra, sem uppvísir voru að því
að svíkja stórlega undan skatti, nú í vetur. Ríkisstjórnin hefir bannað nafnbirtingu þess-
ara manna, sem þó hafa gerst sekir um glæp, sem afar þung viðurlög liggja við hjá þjóð-
um, sem reyna að byggja þjóðfélög sín upp á raunverulegan og réttlátann hátt. Blaðið
hefir undir höndum nöfn nokkurra þessara manna, en mun ekki birta þau, nema allt
komi í leitirnar, til að mismuna þeim ekki. Hins vegar hefir það komist að slíku misferli
hjá trúnaðarmanni einnar vinaþjóðar okkar og mun það mál verða gert að umræðuefni hér.
Austan um haf
Fyrir mörgum árum réðst til
íslandsferðar ungur maður
úr einu nágrannalandi okk-
ar. Um hvatir hans til þess
er blaðinu ekki kunnugt og
skiptir heldur ekki máli.
Sveinninn . ungi réðist til
starfa í Reykjavík og varð
verzlun starfssvið hans. Kom
og fljótt í ljós, að hann var
duglegur og sýnt um fésýslu.
Stofnaði hann verzlun í
Reykjavik og gerðist ttrátt um
svifamikill kaupmaður á sínu
sviði og rak smásölb- og inn-
flutningsverzlun, svo og eins
konar verksmiðjurekstur. —
4llMtMtMMItM”’*MMMMMtMfMltltlttltllMIMIIMMMMIMf^
Hver er
aðalræffis-
maffurinn?
Þaff er spuming
sem lesendur
■ verffa sjálfir
aff ráffa fram
úr.
-'i|iiiiti,itiiitiiiiii,iitiiiiiiii,tiiiiit„iiii,1,1111111111,11111^
Fyrirtækið var staðsett á góð
um stað í bænum og safnað-
ist kaupmanninum brátt fé.
Varð hann skjótt einn af efn-
aðri kaupmönnum borgarinn-
ar og jukust umsvif hans eftir
því. Frá ættjörð sinni hafði
hann fengið það veganesti,
sem jafnan hefir fylgt þeirri
þjóð, en það var vinnusemi,
sparsemi og nýtni auk þess
sem hann kunni vel að verð-
leggja vöru sina, svo ekki yrði
tap á höndluninni.
Kom nú svo að landar hans
eygðu verðleika mannsins og
fólu honum trúnaðarstörf hér
á landi. Kaupmaðurinn hafði
nú ákveðið að dveljast áfram
með þjóð þeirri, er ól hann
svo vel. Þótti honum vel við
eiga að eignast hér nýja fóst-
urjörð, þótt hann héldi tengsl
um og vináttu við ættjörð
sína. Sótti hann um ríkisborg
ararétt, sem var fúslega veitt-
ur svo gegnum og efnuðum
manni. Batzt hann nú sam-
borgurum sinum þeim bönd-
um, að þola með þeim súrt
og sætt.
Heldri maSur
Kaupmaðurinn kunni vel
að umgangast fólk af hinni
svokölluðu æðri stétt, en það
er einkum fólk, sem hefir rúm
fjárráð og hefir gaman af að
koma saman í dýrðlegum fagn
aði, sem auður og áhrif geta
veitt. Gerðist kaupmaðurinn
nú sjálfur heldri maður og
hj álpaði þar til hið mikla álit,
sem landar hans höfðu á hon-
um, en þeir hafa löngum haft
Framh. á bls. 2.
HÆSTIRÉTTUR OG RÍKISSTJÚRNIN EIGAST VIO
í Lögbirtingablaðinu nú fyrir skömmu, kom tilkynning frá dóms-
málaráðuneytinu um að pað hefði hinn 22. des. s.l., samkvœmt tillög-
um frá Hœstarétti, veitt tveim lögfræðingum rétt til að flytja mál fyr
ir Hœstarétti, þetm Birni Sveinbjörnssyni og Jóni Finnssyni í Hafn-
arfirði.
Ákvörðun í slíkum málum liggur í höndum Hæstaréttar, þótt
dómsmálaráðuneytið gefi út þessi leyfi. Það sem er sérstakt við þessa
ákvörðun, er það að þessir menn hafa ekki lokið tilskyldum prófum,
eðOj sótt um að fá slík réttindi.
Aðeins tveir menn hafa áður hlotið slíka verðleikaviðurkenningu,
þeir Einar Arnórsson prófessor og Benedikt Sigurjónsson, Hæstaréttar-
dómari. — Bœði lœrðir og leikir velta þessu máli fyrir sér og þótt
flestir vilji veg þessara manna sem mestann, liggur þó að margra
áliti annað og meir hér að baki.
Er Hæstiréttur að gefa ríkisstjóminni áminningu fyrir framkomu hennar í Hafnarfjarðarmálinu? Þær gerast margar
skrítnar svipmyndirnar, sem birtast á tjaldinu þessa dagana „Ódeigur“ rœðir þessi mál í pistii sínum í blaðinu í dag.
Björn Sveinbjörnsson, hrlm.
.Tón Finnsson hæstaréttarl.m.