Nýr Stormur


Nýr Stormur - 21.01.1966, Page 6

Nýr Stormur - 21.01.1966, Page 6
 FÖSTUDAGUR 21. janúar 1966. 6 BlöSin eru frekar dauf í dálkinn þessa dagana. Örv- amar úr boga Magnúsar Kjartanssonar eru oft beitt- ar, en missa stundum marks vegna þess drifakkeris, sem þeim fylgir og er í beinu sam bandi við kommúnismann. Þrátt fyrir það, gerir víg- fimi Magnúsar það að verk- um að greinar hans eru lesn- ar og margir kaupa Þjóðvilj- ann eingöngu vegna þeirra, þrátt fyrir að þeir séu honum ekki sammála í einstökum málum. Slíkur penni hefir ekki sézt í dagblöðunum síð- an Jónas frá Hriflu var upp á sitt bezta. Ritstjórnargrein- ar hinna dagblaðanna eru bragðlitlar, mest pex og skæt ingur, sem enginn tekur mark á. Það er illa farið. — Þessir menn eru ráðnir til blaðanna til að túlka stefnur og störf stjómmálaflokkanna. Þetta verða því að vera áhrifamenn ínnan flokkanna en ekki lit- ilsvirtir léigupennar. Alþýðu- blaðið, undir rltstjóm Bene- dikts Gröndal, forðast að taka afstöðu, nema þá helzt í alú- mínmálinu. í því málí er eng- inn hætta á að stóri bróðir verði vondur. Emil hefir enn öll ráð í hendi sinni og ekki er gott að segja hversu öflug óánægjan með stjórn hans á flokknum er. Hins vegar hef- ír hann kverkatökin á yngri mönnunum, í gegn um fjár- mál flokksins. Alþýðublaðið hættir að koma út á þeim degi sem hann, Guðmundur R. .Oddsson, Jón Axel og fleiri stjórnendur hlutafélagsins, Alþýðuhús Reykjavíkur og annara eigna, sem áttu að styðja flokksstarfsemina segja til um. Forystumenn verka- lýðsflokksins, Alþýðuflokks- ins, hafa um mörg ár notað og nota enn, fjármagnið til að tryggja völd sín í flokknum. Benedikt Gröndal veit þetta vel og þvi þorir hann ekkert að segja, ef hann þá hefir eitthvað að segja. Morgunblaðið heldur að sjálfsögðu áfram iðju sinni að lofsama stefnu og störf ríkisstjórnarinnar og segja fólki frá því hve það njóti mikils öryggis og velmegunar undir hinu góðu og göfugu stjórn. í þessu landi eru engir erf- iðleikar, segir Morgunblaðið og framtíðin brosir við lands- fólkinu björt og hrei'n, aðeins ef það fær Sjálfstæðisflokkn- um s’tj órnartaumana um tíma og eilífð. Hinar hagnýtu fram kvæmdir eru látnar sitja fyr- ir, svo sem bygging hemað- armannvirkja í Hvalfirði og Aluminverksmiðja við Straum Það vantar að vísu 1000 menn á bátaflotann, en það er allt í lagi, við ráðum bara Færey- inga. Bátaflotinn er að vísu rekinn með tapl, en Morgun- blaðið hefir mestar áhyggjur af erfiðleikum verzlunarinnar smb. Mbl. 19. 1. 65. Tíminn er höfuðmálgagn stjórnarandstöðunnar. Aðal- ritstjóri Tímans er einn af helztu stjórnmálamönnum Framsóknarflokksins. Hann er harður penni, enda vanur stjórnmálatuskinu og dag- blaðaþrasi, næstum frá barns aldri. Stjórnarliðum er éinnig sérstaklega uppsigað við hann og velja honum ýmis skamm- ar- og háðsyrði. Þórarinn er rólyndur maður og lætur sér fátt um finnast. Sjálfstæðis- menn hafa gert sér mikið far irni qA rmriria hnmim UDD Úr kommúnisma. Frægt er mold viðrið, sem þyrlað var upp í blöðunum um ferð hans aust- ur fyrir járntjald í sumar. Allur sá þvættingur varð blöð unum til lítils sóma og sýnir bezt málefnafátækt hinna launuðu skriffinna. Timinn er hinsvegar bund- inn 1 báða skó. Innan Fram- sóknarflokkksins er að finna menn á sömu breiddargráðu í fjármálum og íhinum flokk unum. Þessir menn hafa sín áhrif á stefnu flokkslns og skrif blaðsins. Framsóknar- flokkurinn er ekki vinstri flokkur, nema þegar honum bíður svo við að horfa. Hann hefi oft farið til hægri við Sjálfstæðisflokkinn og engin leið er að vita hvaða stefnu hann tekur þegar hann kemst í stjórn. Flokkurinn er byggð- ur upp sem milliflokkur og verður að takast sem slíkur. Blaðið verður að taka skil- yrðislausa afstöðu með sam- vinnuhreyfingunni, eða öllu heldur forystumönnum sam- bandsins og fyrirtækja þess, enda eru dæmin mörg sem sanna og málstaðurinn ekki alltaf verið himinborinn. Blað ið er háð fjárstyrk sambands- ins og kaupfélaganna, sem veita til þess miklu meiri aug lýsingum en hinna blaðanna og tjáir ekki móti því að mæla. Blaðið er því bundið í báða skó, hvað sem fyrir kæmi og þyrfti að verja, alveg á sama hátt og blöð Sjálfstæð isflokksins eru bundin verzl- uninni, sem líf þeirra byggist á. Um óháða skoðanamyndun er þvi ekki að ræða, þar sem öfl utan stjórnmálaflokkanna hafa afgerandi vald i hönd- um. Vísi hafa áður verið gerð nokkur skil. Hann er í raun og veru eina málgagn Sjálf- stæðisflokksins, sem er talin eiga meirihluta í blaðinu, eða menn á hans vegum. Málin standa hins vegar þannie- að þetta er arfur frá deilum Bjarna og Gunnars Thorodd- sen. Ólafur heitinn Thors reyndi að sætta „prinsana" með því að hvor þeirra hefði sitt málgagn, en Bjarni var búinn að hreiðra svo um sig á Morgunblaðinu, að þar var hann einráður um hin póli- tízku skrif. Nú er Gunnar far inn af landi burt og skilur allt sitt lið eftir i sárum. Bjama er ekki um að sleikja sárin og það sviður i þau. Framtið blaðsins er óráðin og ritstjór- inn veit hvorki haus eða sporð á þvi, hvemig hann á að taka á málunum, jafnvel þótt hann gæti eltthvað skrifað. Hann eltir því Morgunblaðið í skrif- um sínum og svipleysið er á- valt híð sama. Þjóðin nennir ekki lengur að lesa þessi blöð, nema þá daglegar fréttir. Hún veit að þeir segja allir ósatt, þegar svo býður við að horfa og flokkurinn krefst. Hugur fólks til framtiðarlnnar er í öfug- um mæli við staðhæfingar blaðanna. Stjómarliðar fara troðnar slóðir, sem flestar liggja und- an brekkunni. Stjómarand- staðan bendir á „hina leiðina“ og lofar að kippa öllu í lag. Svo auðvelt er þetta því mið- ur ekki. Það er aðeins ein leið fær og hún liggur til baka. Til baka frá eyðslu og ó- hófi. Stakkinn verður að sníða eftir vextinum. Það verð ur að hætta að lofa að „reyna“ Það verður að hætta að lofa úrræðum, sem ekki eru fyrir hendi. Þjóðin verður að breyta lifnaðarháttum sínum, haf- andi í huga mögm kýrnar, sem átu feitu kýrnar. Öllum skakkaföllum verður með þessu áframhaldí að mæta með beiðni um hjálp, til ann- arra þjóða. Þjóðin verður að breyta lifnaðarháttum sínum, það er að segja, stór hluti hennar. Til þess dugar ekki minna en algjör samstaða allra flokka, með heill og ham ingju allra jafnt fyrir augum. Bílakaup BÍLASALA Bf LASKIPTI Bílar viff allra hæfi ☆ Kjör við allra hæfi Bílakaup Sími 15812 Skúlagötu 55 (Rauðará)^ Stefnuskrá Stjórnmálaflokkanna í síðasta blaði voru birt fyrstu hlutar stefnuskrár Al- þýðuflokksins, þ. e. a. s. sam anburður á fyrstu steínu- skránni og þeirri síðustu. Þessi samanburður leiðir í ljós að flokkurinn hefir lagt þjóðnýt ingarstefnuna algjörlega á hilluna. í fyrri stefnuyfirlýs- ingunni er talað fyrst og fremst um þjóðarheildina. — Framleðislutækin skulu vera í hennar eign og rekin með hag heildarinar fyrir augum. í síðari stefnuskránni er frelsi einstaklingsins sett ofar öllu, en ekki minnst á opinberann rekstur. Hér eru öll þjóðnýt- ingaráform jafnaðarmanna þurrkuð út. Það atriði stefnu skrárinnar að láta „eign og stjóm atvinnutækja lúta hags munum þjóðarheildarinnar" er ákaflega teygjanlegt á- kvæði, sem enginn stjórn- málaflokkur muni ekki voga sér að mæla gegn, þótt hann vildi. Hér er horfið frá hinu gamla stefnumiði, að um sam- eign þjóðarinnar sé að ræða og að allt fjármagn, sem máli skiptir, sé undir yfirráðum rikisins. Um sósíalisma er ekki leng ur að ræða, heldur er hér miðað við kapitaliskt þjóðfé- lag. Skrifstofumennirnir hafa ekki verið í vandræðum að orða stefnuskrána fallega og verður vissulega að ætlast til þess að Alþýðuflokkurinn sýni í verki að hugur fylgi máli. f hugum allra sannra jafnaðar manna hefir sósíalisminn á- vallt verið lokatakmarkið. — Stéttlaust þjóðfélag, þar sem auðsöfnun einstaklinga væri óhugsandi. Engum hefir þó dottið í hug, að þetta takmark næðist i einum áfanga. Hér sjáum við hins vegar svart á hvítu, að jafnaðar- menn hafa hætt við þetta tak mark: Sósialismann sjálf- ann. Sósíalisminn er alheims- hugsjón og jafnaðarmenn um allan heim hafa hugsað sér að ná því takmarkl án bylt- inga og blóðsúthellinga, með vilja meirihluta kjósenda. Á þeirrí löngu leið hugsa þeir sér velferðarríki, sem miðar að því fyrst og fremst að minka muninn milli auðs og fátæktar, unz hann er úr sög- unni. Velferðarrlkið sjálft er ekki takmark, þar sem það gerir ekki ráð fyrir þessum möguleika. Það á hins vegar að minka svo stéttaskipting- una að öllum verði að lokum ljóst, að þeir eru bræður og andlegt og efnahagslegt rétt lætí, þar sem enginn stend- ur öðrum ofar, nema fyrir eig in vinnu og andleg og líkam- leg afköst, er lokatakmarkið. Við skulum vona að íslenzk- ir jafnaðarmenn missi ekki sjónar á þessu takmarki, þótt stefnuskráin sé óljós og ramm inn víður. Eldri stefnuskráin verður að skoðast í ljósi þess, að verkalýðssamtökin voru fá- menn og lítilsmegnug, en bar áttan var hafin og er hér 3. grein stefnuskrárinnar: III. Aðferðir Þessar eru þær höfuðaðferð ir, sem flokkurinn beitir til þess að komast áleiðis að settu marki. 1. Verkalýðssamtök. Verkalýðsfélög skal stofna og efla í hverri atvinnugrein til þess að halda uppi viðun- anlegum vinnulaunum, með- an núverandi launafyrirkomu lag helst, og varna því, að auðmenn og atvinnurekendur geti kúgað eða beitt órétti í atvinnubrögðum einstaka menn eða atvinnugreinar með of lágu kaupi, of löngum vinnutíma, ónógri trygging gegn slysum og heilsuspilli eða á annan hátt, — og vinni félögin að öðru leyti í sam- ræmi við stefnuskrá Alþýðu flokksins. 2. Almenn fræðsla. Með blöðum, bókum, nám- skeiðum, fyrirlestrum og við- ræðum skal kosta kapps um að auka þekkingu alþýðu- manna á almennum þjóðfé- lagsmálum, mannréttindum og mannfélagsskyldum. — Leggja skal sérstaka áherzlu á þessi meginatriði: Að mennirnir eru bræður og eiga að starfa sem samverka menn en ekki sem keppinaut- ar. Að allir hafa jafnan rétt til að lifa og hagnýta hæfileika sína. Að vinnan er móðir allrar velmegunar. Að enginn maður má hafa hag af því, sem er annárs manns óhagur. Að enginn má eiga elgn, sem hann notar eða getur not að til skaða íyrir þjóðfél -js-

x

Nýr Stormur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýr Stormur
https://timarit.is/publication/793

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.