Nýr Stormur


Nýr Stormur - 21.01.1966, Síða 9

Nýr Stormur - 21.01.1966, Síða 9
FÖSTUDAGPR 21. janúar 1966. %SMUR 9 MANNKYNS SAGA í dagblaðsformi Cesar eða upplausn? Með útnefningu öldungaráðsins á Cajusi Júlíusi Cesar, sem einræð- isherra, fyrst um stundarsakir og síðar ævilangt, er lokið viðburðaríku tfmabili í ævi lýðveldisins. Tímabili, sem ekki aðeins var tímabil mikilla landvinninga og sigra út á við, heldur og einnig tímabili innri spillingar, pólitískra óeirða og næstum þvi fullkomins stjórnleysis, og borgara- styrjalda. Oftsinnis hafa á þeim 34 árum, sem liðu á milli dauða Sulla og valdatöku Cesars, Rómverskir borgarar staðið andspænis hver öSrum í blóðugum bardögum. Það má til dæmis minna á samsæri það er Catalina, sem ávalt stóð órói af, stóð fyrir árið 63 meðal fátækra og fallinna aðalsmanna, eins og hann var sjálfur fyrrverandi hermanna, manna, sem höfðu misst eigur sínar m. a. fyrir afbrot og afkomendur fórnardýra Sulla. Sam- særið var uppgötvað og margir af áhangendum Catalina voru teknir af lifi. Margra daga umræður voru í öldungaráðinu um það hvaða refs- ingu fylgismenn Catalina skyldu fá. Cesar mælti með mildi, en stillingar- maðurinn Cato yngri mælti hinsvegar með hinum þyngstu refsingum. Vopnuð uppþot fylgdu í kjölfariö og Catalina féll. Það er vert að ræða hér um hina miklu mildi, sem Cesar hefir ávalt sýnt fjandmönnum sínum. Margir þeirra, sem nú hafa verið gerðir að háttsettum embættismönnum, bæði hér í borginni og í skattlöndunum, börðust gegn honum undir stjórn Pompejusar. Hann hefir ekki aðeins af göfuglyndi sínu fyrirgefið þeim heldur og gert marga þeirra að vinum sínum. Jafnvel á þrístjómarveldistímabilinu Cesar—Crassus—Pompejus, voru stöðugar óeirðir um alla Ítalíu, sérstaklega í Róm. Slæmt hafði það verið áður og ekki batnaði það nú og keyrði síðan um þverbak á tímum siðustu borgarastyrjaldarinnar. íbúar Rómar geta sagt okkur frá stöðugum götubardögum milli hinna tveggja pólitísku flokka, hinna íhaldssömu, sem studdu Pompejus og þeirra lýðræðissinnuðu, sem studdu Cesar. Þeir geta sagt okkur um rán og morð og marga daga meðan á þessum átökum stóð, mátti telja hundruð særðra og drepna. f skjóli við þetta ástand og veikleika embættismannanna komu mörg ljósfælin fyrirbrigði fram á sjónarsviðið og tóku völdin á götum Róm- ar. Það er óhætt að segja að á þessum tíma ríkti algjört stjórnleysi í höfuðstað heimsríkisins. Auk þess má nefna að mútur voru daglegt hrauörflg,þQttu .sjáifsagcjur hlutur 1 viðskiptalífinu, ekki aðeins embættismenn og hermenn. heldur á ennþá hærra sviði. Öldungaráðsmönnum og fjöldafundum var mútað. Þrístjórnararnir allir, Cesar, Crassus og Pompejus notuðu sér þessar aðferðir. Já, jafn- vel Cesar sjálfur sem fæddur er í auðugri fjölskyldu hefir í þessum tilgangi fórnað svo stórum upphæöum að hann er kominn í miklar skuldir — skuldir sem auðvitað hafa ekki minnkað vegna gjafmildis hans og undanlátssemi. Pull ástæða er til að ætla, að þessu ástandi létti 1 opinberu lífi Róm- ar, og það er tæplega nokkur vafi á því, að Cesar er rétti maðurinn til að koma reglu og skipulagi á hlutina. Að öldungaráðið varð að ganga svo langt að skipa Cesar einræðisherra ævilangt og færa völdin þannig yfir í einar hendur, er vandamál, sem framtiðin ein er fær um að skera úr, hvort verður Róm til gæfu eða falls. í dag segjum við: Við tökum hinn gáfaða Cesar fram yfir það stjórnleysi og upplausn, sem ríkt hefir í málefnum Rómar undanfarin ár, þrátt fyrir að við erum andvíg einræði. Gegn heimild þeirri er öldungaráðið hefir gefið Cesari höfum við ekkert að segja, aðeins gegn takmörkunum þess. Enginn maður af konu fæddur, hefir möguleika á að rikja til eilífðar. Fegurð og hlýja ÖMURLEGT! Eftir því sem borgin okkar stækk- ar og verður stöðugt ríkari og feg- urri og skrautlegar opinberar bygg- ingar votta um stöðu Rómaveldis í heiminum, er jafnframt sorglegt að sjá, að viss hluti af ibúum borgar- innar hefir ekki haft siðmenningu eða smekk til að fylgjast með í þróuninni. Látum vera þótt göt- urnar í íbúðarhverfunum séu illa hirtar og múrveggirnir útkrassaðir svo langt upp sem mannshöndin nær. Kosningaslagorð eru senni- lega nauðsynleg og þau má þurrka út þegar kosningar eru afstaðnar. En að íbúarnir skuli endilega þurfa að mála allt milli himins og jarð- ar á múrveggina, er furðulegra. — Götuslúður og allskyns óþverraum- mæli um þekktar persónur, eru að sjálfsögðu skemmtileg lesning fyrir þá, sem kunna að lesa og hafa yndi af slíku. Að ásakanirnar og „upp- Iýsingarnar“ eru langt út yfir það, sem er skriftarhæft, er ekki hægt að gera við, það sýnir slðmenn- ingarástand viðkomandi. En þegar nýbyggðar opinberar byggingar og hin fjölmörgu minn- ismerki, sem smátt og smátt er verið að reisa víðsvegar um borg- ina, ekki fá að vera f friði fyrir pári og málningu, er hneykslið orð ið opinbert. Þetta fólk virðist hafa ómótstæðilega tilhneigingu til að skrifa nafn sitt eða bókstafi alls- staðar, þar sem það hefir verið og það virðist ekki hafa áhuga fyrir öðru en sjálfu sér. Það verður hinsvegar að krefj- ast þess að það hlifi opinberum byggingum og minnismerkjum við þessu skammarlega útflúri, bygg- ingum og minnismerkjum, sem við eigum öll. Borgarráðið verður að gera alvarb?gar ráðst.afanir til þess aö koma í veg-fyrir þetta ómenn- 'n>mTiega svinarí. m i tini m ium in ii n imi 11 ii mn ii 1111111111111111 m 11(11111 iii Veni, vidi, vici \ Zela, Sýrlandi 2. ágúst 44 f. Kr. | I Pharnakes konungur, sonur \ \ Mitridates. sem í mörg ár hefir \ \ verið svarinn fjandmaður Róm- : I ar, hefir nú beðið ósigur fyrir I Cesari. Pharnakes hafði notað i sér innbyrðis deilur í Róm og i ytri veikleika til að leggja undir \ \ sig stór landssvæði. Orrustan \ I varð auðveldur sigur fyrir Cesar \ 1 og algjör ósigur Pharnakes, sem i í hefir nú misst öll völd. Í Eftir orrustuna snæddi Cesar \ \ góðan miðdegisverð og lét senda \ \ svohljóðandi skilaboð til Róm- i i ar: „Veni, vidi, vici" — „Ég \ í kom, ég sá, ég sigraði.“ "iiiiiiiiiiiiitimiiiimiiiiiiiiiiimimiiiitiiiiiiiiiiiiimW CESAR - Rómverskar konur nota yfirdrifið af fögrum efnum í tízkuföt sin. Rómverskar hefðarkonur Kyrtillinn með stuttum ermum er venjulega ♦estur saman um mitt- ið. Utan dyra notum við „pala“ í hreinum litum. í leikhúsinu tók ég eftir því hve litríkum fötum Rómverskar konur klæðast. Áhorfendasvæðið lýsti af rauðum, gulum og grænum litum og einstaka kona bar marinebláar skykkjur með gylltum stjömum. Hárið er greitt á listrænan hátt, fest upp með nálum og bandi, þar til það er tilsýndar eins og blóm. Margar bera gimsteina eða gim- steinum sett bönd, eins um hárið og háls og handleggi. KLEOPATRA - Pramh. af bls. 8. En Rómverjar eru frjálsir menn og þrátt fyrir einræði Cesars, lifa hugmyndirnar um lýðræðið, og í Róm hafa aldrei dvalið konungleg ar persómir utan þær er hafa verið fluttar þangað sem sigraðir fangar. Þess vegna æskja margii Róm- veriar þess að Klenmtra fari aftur til Egyptalands eða að minnsta kosti að með hana verði farið eins og hverja aðra rómverska konu, af hærri stigum. Cesari er á vissum stöðum gefið hið hataða naf>’ Réx, konungur. Pramh. af bls. 8. landsstjóra fór hann niður til ftal- iu. Þegar hann fór yfir landamæra- fljótið Rubikon sagði hann þessi frægu orð. Teningunum er kastað og þar með var striðið við Pompej- us hafið. Pompejus var ofurliði borinn og varð að flýja til Grikk- lands, en Cesar fylgdi honum eftir og sigraði hann við Parsalos. Pom- pejus flýði til Egyptalands, þar sem hann var myrtur. Cesar hélt þang að einnig, en var innikróaður af Rómverskum herjum, sem honum tókst þó að sigra að lokum. f síðustu herferð sinni, til Spánar, sigraði hahn loks hina Rómversku fjandmenn sína og er nú viður- kenndur sem einræðísherra heims- ríkisins. Öldungaráðið átti ekki annara kosta völ en að útnefna hann sem einræðisherra. í stórum dráftum er ófriðurinn úti og ró og regla ríkir nú í Rómaborg Konur okkar verða enn fegurri Róm, 51. f. Kr. Konur okkar gera vaxandi kröf- ur ti! lifsins. Það er ekki nóg að vera hraustur og heilbrigður, líta sæmilega út og hafa orð á sér fyrir hreinlífi. Stórborgin gerir sínar kröf ur. Það eru ekki lengur aðeins milljónerafrúr okkar sem eyða tíma og peningum á ytra útlit. Sérhver Rómversk stiilka er í dag með á nótunum. Ein af blaðakonum okkar hefir verið i heimsóknum hjá ung um stúlkum og giftum konum til að kynna sér fegrunaraðgerðir kvenna í heimahúsum. Hún er nú komin aftur á ritstjórnina og seg- ir okkur lítillega frá þvi sem hún sá og kynntist. ama að gjöf frá guðunum. Það er vísindanna að gjöra þetta allt miklu yndislegra. Hinir leiðinlegu og súru öldunga- ráðsmenn geta farið að sofa. Prédik anir þeirra eru raddir frá horfnum tíma og það má hugga þá með þvi að þrátt fyrir alla sína umhyggju um andlit og líkama, þá gleyma hinar ungu konur Rómar ekki skyld um sínum við sjálfar sig og okkur, sem menningarþjóð: Hver dós og krukka, sem við finnum á snyrti- borðum þeirra í hinni elskulegustu óreiðu, hver nál, pinni og töng, allt er þetta gert af hellensku list- fengi og smekk. Hinu listfenga er aldrei gleymt. Ásamt hinum deglegu böðum eru fegrunarvörur og fegrunaraðgerðl ir ekki lengur neitt óhóf, heldur sjálfsagður hlutur. Á meðan þessi vandamál eru stöðugt rædd af hin um áhyggjufullu öldungaráðsmönn um og heimspekingum okkar, sem skýrsk«t.« hi næglusemi og dyggða forfeðra okkar ,hafa stúlkurnar fyrir löngu sjálfar leyst vandamál- ið í raun og veru og við getum ver- ið ánægð með árangurinn. Snyrtiborðið er ekki hergagna- búr lastanna, heldin- fagurt vitni um hinn góða listiðnað vom. Júlíanska gengur Á snyrtil ði Rómversku konunn ar kennir margra grasa. svo sem púðurdósir ýmiskonar og smyrsla- krukkur Það nýjasta eru krukk- ur úr gleri, svo að maður getur séð hva'. i þe’'"’ er og. margar stúlkur eiga miklu meira en sést á með- fylgjandi mynd. Maður kemst ekki hjá þvi' að eiga margar tegundir af kömbum, handspeglum. sminkske^um og ein hver ósköp af nálum, prjónum og hárplokki .öngum. fyrir utan stóran standspegil. o. s. frv. í ig er ekki nægilegt að hafa fengið frítt andlit og fallegan lík- HárgreiSslan verSvr m listilegrl. í dag Róm. 1. janúar 45 f. Kr. Hið nýja dagatal Júliusar Cesars gengur í gildi í dag, eftir að hið gamla tímatal var komið í slíka ó- reiðu, að ómögulegt var að átta sig á því. Hið nýja tímatal er sniðið eftir mjög nákvæmri rannsókn á árinu og þar eru allar hátiðir og helgi- dagar ákveðnir. f marga mánuði hafa hinir lærð- ustu starðfræðingar og stjömufræð ingar unnið að málinu. Þeir hafa reiknað út, mælt hreifingar stjarn- anna og sólarinnar og auk þess haft hliðsjón af hinu gamla egypska tímatali. Það tímatal sem hefn verið í gildi síðan 303 f. Kr. reiknar með 3Ö4 dögum, 8 klukkustundum, 48 mínútum og 35 sekúndum i árinu. En þegar sólarárið er 365 dagar, 5 klukkustundir, 48 mínútur og 48 sekúndur, varð að sjálfsögðu fljót- lege um misræini að ræða. Til þess að samræma nlmanaksárið og sól- árið, varð sá háttur á hafður, að árið var haft ?.i5 daga þrjú ár í röð og fjórða árið var bætt við 23 dög- um. Viðbótiiuii var skeitt aftan í febrúar Þetta form gagnaði ekki að heldur, m. a. vegna þess að helgidagarnir voru ekki réiknaðir með í sólárinu. Undir leiðsögn stjör. 'raéðingsin; 3-sogines. er það ákvörðun Cesars að hið nýja al- manak verður 365 dagar.

x

Nýr Stormur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýr Stormur
https://timarit.is/publication/793

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.