Nýr Stormur - 21.01.1966, Page 10
/
10
89ifamui>
»
FÖSTUDAGUR 21. janúar 1966.
Bör Börsson
júníór
Teiknari: Jón Axel Egils
Þjóðvegurinn lá um túnið á Furu
völlum. Níels stóð á hlaðvarpanum
og var að smyrja vagnöxul.
— Góðan daginn, sagði Bör.
— Nei, góðan daginn! Þú svona
snemma á ferðinni, Bör! Hvert er
ferðinni heitið? Níels setti hjólið
á öxulinn og sneri því.
— Ég varð að skreppa ofan í
Niðarós, sagði Bör Börsson.
— Jæja, hvað á nú að gera þar?
Hjólið snérist hratt um ásinn og
sólin skein í heiði.
— O, það er nú svona sitt af
hverju — forretningsútréttingar, eitt
hvað verður maður að fá af vör-
um og svo eru það bankaviðskiptin,
sagði Bör og bar sig mannalega.
— Ja-há, ætlarðu Lika að leggja
peninga inn í bankann? spurði Níels.
— Já, maður verður að geyma pen
ingana í bankanum, þegar maður
hefir ekki eldtrausta skápa og svo
eru það líka renturnar, það er nú
svo skrítið með þær! — Níels stóð
með feitabrúsann í hendinni og
horfði á hjólið snúast og hægja ferð
ina.
— Þú vildir nú ekki gera mér dá-
lítinn greiða í Niðarósi, Bör?
— Jú, ef ég get.
— Viltu taka fyrir mig dálitið af
peningum og leggja inn í bankann,
þá er það búið og gert? Það lá við
að Bör Börsson hoppaði i loft upp
af gleði. Þarna eygði hann von.
Hann áttaði sig þó og sagði dræmt:
— Mér er nú illa við að bæta á mig
miklu af peningum og það annara
manna peningum, en upp á gaml-
ann kunningsskap skal ég samt gera
þetta fyrir þig.
— Hvað er þetta mikið?
— Tólf hundruð krónur.
— Tólf hundruð! Er þér alvara?
— Já, þú veizt hann Andrés í Þórs-
ey varð að punga út með þó nokk-
uð og svo er það móðurarfurinn
minn. Það gæti brunnið hvaða dag
sem er. Já, eldurinn er ekki til að
spauga með, sagði Bör Börsson júní-
ór.
Hálftíma scinna gekk hann nið-
ur veginn með tólf hundruð krón-
ur í vasanum. Hann söng af gleði
og sólin skein.
Gæfan hafði aftur brosað við Bör
Börssyni júníór, kaupmanni á Öld-
urstað. Að vísu voru þetta ekki hans
peningar, en hann gæti tekið þá að
láni í nokkrar vikur, meðan hann
væri að koma undir sig fótunum að
nýju. Bör Börsson söng og dansaði
á veginum. Nú skyldi verða líf í tusk
unum.. Hann skyldi panta nýjar
vörur. Hvert vagnhlassið á fætur
öðru o£ hann skyldi græða — græða!
Þennan morgunn keypti Bör Börs-
son sér farmiða á 2. farrými með lest
inni til Niðaróss. Hann keypti sér
heljarstórann vindil í sjálfsalanum
á stöðinni og kveikti í honum áður
en hann steig inn í lestína. Fólkið
starði og gapti á hann stórum aug-
um. Það voru ekki nema ríkisbubb-
ar, sem ferðuðust á 2. farrými. AI-
múgafólkið varð að láta sér nægja
þriðja klassa.
Bör Börsson hallaði sér ánægju-
lcga aftur á bak í þessu dúnmjúka
hægindi. Þetta yfirstéttalíf! Það var
dásamlegt! Þetta var svo gott. Það
fór fiðringur um Bör. Nú ferðaðist
hann eins og þeir stóru. Oh) Hvílík
stund! Þegar lestarþjónninn kom og
spurði hann hvort hann ætlaði að fá
miðdegismat í Lyngási, sagði Bör:
Já. Auðvitað! Nafnið? spurði lestar-
þjónninn. BÖRSSON GRÓSSERI!
• Börsson er í Niðarósi og hefir greitt
skuld sína. Bentzen & Co. eru lunga-
mjúkir og hafa boðið Bör inn á
skrifstofu upp á vindil. Þar inni eru
skrifaðir langir pöntunarseðlar upp
á nýjar vörur, sem á að senda upp
að Öldurstað, til firmans Bör Börs-
son júníór. Ólsen prókúruhafi af-
greiðir Bör og sýnir honum vöru-
sýnishornin. Hann tekur úr pokun-
um með vísifingri hægri handar og
lyktar af. Bör rís á fætur og fer
eins að.
Bör Börsson er kominn út á götu
f Niðarósi og hér var hvorki meira
né minna en allt fullt af fínum
fraukenum. Hvert sem hann leit tif-
aði einhver heldri frauken. Hann
sá nú hvað það hafði verið fíflalegt
að vera að eltast við hana Finklu á
nrestsetrinu. Hér voru þær eins og
rjúpnahópur í skógi — þetta var
eins og í sjálfri Paradís.
Allt f einu nam hann staðar, tók
út úr sér sígarann, spýtti um tönn
niður í mölina og þurrkaði sér um
munninn á handarbakinu. Þarna sat
ein fín frauken á bekk!
Hún starði niður fyrir sig og virtist
vera mjög raunamædd. Bör sýnd-
ist hún myndi vera konsúlsdóttir -r
en þrátt fyrir það gat hún verið ó-
lukkuleg. Hann ætti líklega að fara
til hennar og heilsa henni, annars
sýndist honum að hún myndi ekki
vera til í tuskið.
Bör Börsson gekk að bekknum,
sló saman hælunum og bar hendina
upp að hattbarðinu.
— Góðan dag, fröken. Situr hún
hér alein og hugsar um örlög sín?
Þar næst gekk hann þrjú skref
áfram og rak upp rosahlátur. Hún
leit upp og horfði á skakk á hann
undan hattbarðinu.
— Góðan dag, sagði hún.
— Eruð þér sorgmædd?
— Sorgmædd?
— Já, táldregin af yðar heittelsk-
aða? — Hún geispaði.
— Ætlið þér að spandéra?
— Spandéra? Bör Börsson varð
himinlifandi. Nú hafði hann loks-
ins hitt á ósvikna konsúlfrauku. Má
ég hafa þann heiður að bjóða yður
eina flösku af limonaði frá Niðaróss-
límonaði-fabrikku-útibú?
— Límonaði? Hh, ha. Ha, ha! Nei!
ÖI! Vín! Steik!
Nú var Bör Börsson viss um að
hann hafði hitt á reglulega fína
konsúlfröken. Hún reis á fætur og
lagaði sig til og svo gengu þau Bör
Börsson júníór inn í Ráðhús=JgaII-
arann.