Nýr Stormur


Nýr Stormur - 08.07.1966, Qupperneq 1

Nýr Stormur - 08.07.1966, Qupperneq 1
FÖSTUDAGUR 8. JÚLÍ 1966 Öfleigur skrifar pistilinn á 'bls. 4. 2. árgangur Reykjavík 27. tölublað Fjöldauppsagnir — Laun ekki greidd — Skattar ekki greiddir — Fjölmörg fyrirtæki að hætta störfum — Gjaldþrot í stórum stíl! J IÐNADURINN I RUST! Sölutregða er ríkjandi um ísienzkar iðnaðarvörur og rekstrarfjárskorturinn er aff ríða flestum þeirra aff fullu. Rekstrarkostnaffurinn vex meff degi hverjum og ekki er annaff sýnna en að íslenzkur iffnaffur leggist aff meginhluta niffur ef svo heldur, sem horfir. Mörg iffnfyrirtæki geta ekki greitt laun á réttum tíma og skuldir hlaffast upp og búast kunnugir menn við aff almenn gjaldþrot hefjist hjá iffnfyrirtækjum um næstu áramót. Sumir reyna aff þrauka í von um aff haustmarkaffurinn bæti eitthvaff úr, en til þess eru litlar vonir, því erlendar iffnaffarvörur streyma inn á markaffinn. Margir vita um samdrátt þann og erfiðleika, sem ríkt hefur í íslenzka iðnaðinum nú síðustu árin. Fyrirfinnst nú varla nokkur atvinnugrein, sem máli skiptir, í landinu, sem ekki á við erfiðleika að etja. Þjónustustörfin virðast vera það eina, sem íslending- ar leggja áherzlu á um þessar mundir, en undirstöðuatvinnu vegirnir ramba á barmi gjald þrots. Almennt peningaleysi virðist vera einkenni alls at- vinnurekstrar. Reksturskostn- aður eykst hröðum skrefum og íslenzkar vörur standast engan samanburð yfirleitt við erlendar vörur, þar sem verð- lag er stöðugra. Rikisstjórnin virðist hafa horn í síðu allra atvinnuveg- anna og virðast höfðingjarn- ir á þeim bæ vera allir með vagl á báðum augum. Upp- boðið á vinnuaflinu heldur ekki áfram eftir að atvinnu- vegirnir stöðvast og þá bjarg ar engin álverksmiðja eða Búrfellsvirkjun. Það er ekki meira en 15 ár síðan atvinnuleysi ríkti í Reykjavík, þá eftir 10 ára upp gangstíma. Það atvinnuleysi kom skyndilega í kjölfar aflabrests og illrar stjórnar. Ameríkumenn höfðu fóðrað landsmenn um hríö, en er þeir drógu úr gjöfinni, héngu allir á horriminni. Þeir juku gjöfina á ný og síðan komu veltiár, sem björg uðu öllu um stund og þau standa enn. Nú eru blikur á lofti á ný, sem minna óhugn- anlega á þá tíma, þegar aðr- ar þjóðir urðu að bjarga ís- if>ndingum. Þeir hafa sann- aö svo ekki verður um villst, að þeir geta ekki stjórnað sér sjálfir. Forráðamennirnir hlusta ekki á aðvörunarorð, en æða áfram í blindni og al- menningur eltir. Margir vakna vafalaust upp við vondan draum, þegar þeir sjá, að stór hluti af öllum peningunum, sem þeir voru að „þéna“, hverfur í hít hins opinbera, sem er botnlaus, vegna óstjórnar misviturra manna. Stjórnleysið í efna- hagsmálunum er algert og ráð herrarnir stritast við það eitt, að sitja. Tveir ráðherrar virðast öllu ráða í ríkisstjórninni, þeir Bjarni Benediktsson og Gylfi Þ. Gíslason og eru þeir límdir fast hvor upp að öðrum, svo að hnífur gengur ekki í milli. Annar er ekki bænabókarfær í fjármálum eða viðskipta og atvinnumálum, en hinn þykist vera sérfræðingur í hvoru- tveggja, en fer að öllu eins og Sveinn Dúfa, en vantar þó hjartalag hans. ÖFUGSTREYMI Það ber vott um furðulegt öfugstreymi, að fyrirtæki tek ur upp á því að flytja inn vöru, samskonar og það bygg- ir starfsemi sína á að fram- leiða og hefir þannig sam- keppni við sjálft sig. For- stjóri Vinnufatagerðar ís- lands, Sveinn Valfells, sem talinn er vera einn af auð- ugustu mönnum í Reykjavík, þótt skattskráin beri það ekki með sér, hvorki nú eða áður, hefir verið talinn nask- ur á að finna peningalykt. Lyktnæmi hans varð til þess að hann, sem var einn af- aðalmönnum kommúnista hér, fékk inngöngu i Sjálf- stæðisflokkinn, eftir árs bið- tíma hjá Bjarna Benedikts- syni. Með tyrkneska fánann við hún, flaggar hann nú í innsta leynihring Sj álfstæðisflokks- ins. Væntanlega verður hagn aður hans af innfluttum vinnufötum það mikill að það bæti upp rekstrarstöðvun fyrirtækisins og vel það. Væntanlega hefir og þessi maður einnig aðstöðu til að segja Bjarna og Gylfa frá þvi hvar skórinn kreppir að. Það er ömurlegt til þess að vita, að 50 manna hópur, sem hef- ir margra ára þjálfun í á- kveðnum störfum, skuli nú þurfa að leita að annarri og óskyldri atvinnu. Það er hins vegar ekkert einsdæmi, að iðnrekendur leiti sér umboða erlendis til að flytja inn vöru í samkeppni við sjálfa sig. Þeir sjá hvert stefnir og reyna að halda í eitthvað af því, sem annars tapast. ÁLFÍFLIN Fyrir nokkru birtist í Morgunblaðinu hátíðleg greln um hina miklu mögu- leika, sem íslendingar hefðu Framhald á bls. 2 FER I VERKFALL Eins og kunnugt er hafa verkalýðsfélögin flest samiff til þriggja mánaða upp á 3,5% grunnkaupshækkun. Flest þess- ara verkalýðsfélaga hafa innan vébanda sinna fólk, meff lágar tekjur, svo lágar aff vonlaust er aff lifa af þeim, án þess aff til komi mikil yfirvinna. Kaup verkamanna hækkar um ca. 70 krónur á viku eða í rúmlega tvöþúsund krónur. Nú hefir eitt „verkalýffsfélag" boðaff vinnustöffvun frá 8. þessa mánaffar, ef ekki verffur gengiff að kröfum hinnar hungruðu stéttar. Þessi „bágstadda“! stétt eru þjónar í veitingahúsum, effa svokallaffir framleiffslumenn. Þessir menn eru svo illa staddir, að þeir verffa að knýja fram kröfur sínar meff hinum helga rétti verkalýffsins, verkfalls- réttinum, en eru þó ekki launþegar. Þeir sem kunnugir eru af- komu þessarar stéttar, eru Kosningar í haust Mikiff er nú um það rætt manna á meffal, hvort kosningar munu verða meff haustinu. Telja sumir líklegt að ríkisstjórn- in muni ætla aff freista þess aff láta kosningar fara fram áffur en hún verffur að takast á viff vandamál sjávarútvegsins um næstu áramót. Sú staðreynd að þessi und- irstöðuatvinnuvegur þjóðar- innar er nú kominn ísömu að- stöðu og kallaði á gengisfell- ingu árið 1960 og raunar bæði fyrr og síðar, er vandamál, sem þessi eða hvaða ríkis- stjórn, sem mynduð kynni að verða, yrðí að horfast i augu við. Það ástand breytizt ekki þótt kosningar yrðu og flokka skipan yrði eitthvað öðruvísi. Stjórnarstefnan hefir brugð izt aö þvi leyti, að atvinnuveg irnir bera sig ekki lengur. — Afkoma fólks er meö þeim hætti, að engin getur lifað af venjulegum launum, nema leggja á sig mikla yfirvinnu. Almenningur kastar eðli- lega sök á hendur þessari rik- Framhald á bls. 3 hinsvegar ekki fullir samúðar í hennar garð. Þjónar í veit- ingahúsum, a. m. k. þar sem vínveitlngaleyfi eru, hafa yf- irleitt mjög góðar tekjur, þótt ekki sé svo að sjá yfirleitt á skattskránni. Laun þeirra flestra munu yf irleitt ekki vera minni en 3—4 hundruð þúsund á ári. Auk þess eru þeir ekki launþegar í venjulegri merkingu þess orðs. Þjónar sölumenn veitinga- húsanna Þrátt fyrir nafnið, eru þjón ar í sjálfu sér sjálfstæðir at- vinnurekendur. Þeir hafa Framhald á bls. 2

x

Nýr Stormur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýr Stormur
https://timarit.is/publication/793

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.