Nýr Stormur - 08.07.1966, Qupperneq 11
FÖSTUDAGUR 8. júlí 1966.
f9H<MHÍIIR'
11
FRITZ BAADE: «*♦ -
Paradís eða ragnarök?
— kapphlaupið
— til
— aldamótanna
Myndin lítur þá þannig út:
Árið 1900 var stálframleiðsla
alls heimsins aðeins 28 milljón
tonn. Þar af voru 16 milljónir
framleiddar í Evrópu, utan
Rússlands, en 10 milljónir voru
framleiddar i Bandaríkjunum.
Þau tvö milljón tonn, sem eftir
eru komu aB mestu frá Rúss-
landi.
Aldarfjórðungi síðar hafði
þessi mynd breyzt að einu leyti:
U. S. A. hafði á styrjaldartím-
anum byggt svo upp stáhðnað
sinn að hann var kominn fram
fyrir Evrópu.
Bandaríkin framleiddu 57
milljón tonn.Evrópa 53 milljón
tonn og Sovétríldn voru komin
upp í 5 milljónir tonna. En nú,
eins og í byrjun aldarinnar var
aðeins um þrjá framleiðslustaði
á stáli að ræða, svo nokkití
næmi, en það voru Bandaríkin,
Evrópa og Rússland. Að vísu
höfðu Japanir hafið framleiðslu
á stáli, en sú framleiðsla var
ekki mikil, enn sem komið var.
ÖIl önnur lönd, sem þurftu að
nota stál, urðu að kaupa það frá
þessum löndum.
Aldarfjórðungi síðar, þ. e. ár-
ið 1950 sjáum við fyrir okkur
enn nýja mynd Nú hefir stál-
framleiðslan aukist upp í 188
milljónir tonna, þ. e. a. s. um
50%0.
Skiftingin á framleiðslunni er
enn sú að Bandaríkin halda for-
ustunni með 88 milljónir tonna
og er þannig mesta stálfram-
leiðsluland veraldar með helm-
ing stálframleiðslunnar. Évrópa
fyrir utan Rússland er með ná-
lægt 60 milljónir tonna, en stál-
framleiðsla Sovétríkjanna hefir
aukist upp í 27 milljónir tonna,
það er að segja tíu sinnum meir
en í Rússlandi keisaranna.
Eftir árið 1950 fer að koma
veruleg breyting á framleiðsl-
una. Æ fleiri lönd taka nú til
við framleiðslu stáls og er svo
komið 10 árum síðar að komm-
únistaríkin Rússland, Kína, Pól-
land og Tékkoslovalda fara
langt fram úr stálframleiðslu
Vestur-’Evrópu og eru nálægt
því jafnstórir framleiðendur og
Bandaríkin.
Nú slculum við líta fram í
tímann. Eftir öllum sólarmerkj-
um að dæma, mun stálfram-
leiðsla heimsins verða komin
upp í 540 milljón tonn árið 1975
Við getum varla gert ráð fyrir
að stálframleiðsla Vestur-Evr-
ópu verði meiri en 90 milljónir
tonna. Ekki er trúlegt að fram-
leiðsla Bandaríkjanna verði
meiri en ca. 160 milljón tonn.
Aftur á móti má gera ráð fyrir
að kommúnistalöndin verði kom
in upp í 240 milljón tonn, Þenn-
an útreikning má grundvalla á
framleiðslugetu Sovétríkjanna
og kommúnistalandanna í Evr-
ópu. Hinsvegar er ekki gott að
segja um, nema Kína komist
fram úr þessari áætlun.
Þó að það hafi ekki mikið
með nútímann að gera, má geta
þess til gamans, að kínverjar
voru fyrstu framleiðendur járns
í veröldinni. í safninu National
History Museum í Chicago er
jámvasi, sem gerður var í Kína
200 árum fyrir Krist.
Þrátt fyrir þá staðreynd að
Kínverjar fundu stálið mörg
hundruð árum á undan Evr-
ópumönnum, notuðu þeir það
aldrei til að búa til fallbyssur,
nema til vamar hofunum. Það
að þeir mörgum öldum síðar,
stóðu andspænis fallbyssum
enskra kaupmanna, sem rieyddu
upp á þá ópíumverzluninni, er
ömurleg staðreynd, þar sem
þeir höfðu sjálfir mörg hundmð
ára forskot í járn og stálfram-
leiðslunni.
Nú byggir Kína hvert stál-
iðjuverið á fætur öðm og árið
1975 má reikna með þyí að
kommúnistalöndin verði komin
með meira en helming allrar
stálvinnzlu veraldar.
Á 7. degi
Frh. af bls. 6.
„íslenzkt fyrirtæki" og „ís-
lenzkur atvinnuvegur."
Perlum kastað fyrir svín
. .Vísir leiðir hinn sænska
prófessor á vit íslenzkra les-
enda og hann segir það, sem
raunar fjöldinn veit, að ís-
lendingar megi skammast sín
fyrir að framleiða skeþnufóð-
ur úr síldinni, fóður sem síð-
an er notað til að auka of-
framleiðslu á svínum, m. a. í
Danmörku og Svíþjóð. Fróðir
menn telja að fjárfesting í
fiskiðnaðarverksmiðjum sé
fljót að skila sér, séu hráefni
nóg. Það er staðreynd að ís-
lendingar eiga nóg hráefni og
flytja það óunnið út, en samt
vantar þær verksmiðjur, sem
fyrir éru í fiskiðnaði og þó
geta þær ekki unnið nema úr
litlu broti af því hráefni, sem
aflast.
PLASTEINANGRUN
Údýr og mjög góð einangrun.
Vönduð framleiffsla.
REYPLASTH. F.
• Ármúla 26 — Sími 30978
Einkaframtakið rennur út í
sandinn vegna þess að ríkið
hefir ekki skilning á þjóðhags
legri þýðingu þess, að vinna
úr sjávaraflanum.
„Rikið, það er ég“. — Hr.
Bjarni Benediktsson og félag-
ar hans, virðast nú hafa tek-
ið sér þessi frægu orð í munn.
Greinin í Vísi var þungur á-
fellisdómur yfir þá félaga,
sinnuleysi þeirra og fávizku.
Þeir starblína í þvílíkri ofsa-
trú á stórgróðann, að þá skipt
ir ekki lengur máli, hvort
hann lendir í höndum útlend-
inga og íslendingar fá aðeins
smámola af borðum húsbænd-
anna.
Heimsk stjórn!
Sjálfstæð tilvera þessarar
þjóðar á efnahagssviðinu, er
orðið þeim svo fjarlægt hug-
tak, eftir áratuga betl hjá
erlendum þjóðum, að sinnu-
leysið og forheimskunin er
orðin að leiðarljósi. tslending
ar þurfa að reisa nokkrar verk
smiðjur, sem kosta brot af ál-
verksmiðju, til að vinna úr
hráefnum sínum. Tæknin er
orðin gífurleg á þessu sviði,
en vinnuafl þarf þó allmikið.
Ríkisstjórnin er nú búin að
sjá fyrir aukinni tregðu á því,
þar sem íslenzkar hendur
eiga enn á ný að fara að vínna
fyrir útlendinga.
Hafi Vísir þökk fyrir birt-
ingu greinarinnar, sem ætti
að vekja landsmenn til um-
hugsunar um þessi mál. Þeim
mun verða gerð nánari skil
hér í blaðinu síðar.
Hvað vita erlendir vinir yðar og
viðskiptamenn um Island?
Sendið þeim landkynningarbókina
ICELDAN 4
a Traveller’s Guide
Bókin þjónar tvennum tilgangi: Hún er gagnleg
ferðahandbók og handhæg uppsláttarbók um land
og þjóð.
ICELAND — A TRAVELLER’S GUJDE er.í pappa-
öskju og fylgir límmiði. Þér þurfið aðeins að skrifa
nafn sendanda og viðtakanda á miðann og setja
bókina í póst. Þér losnið við pökkun og óþarfa
fyrirhöfn.
ÍSLENDINGUM á leið til útlanda viljum við benda
á þessi ummæli Alþýðublaðsins um ICELAND —
A TRAVELLER’S GUIDE:
„Þessi bók er ekki aðeins handhæg fyrir erlenda
ferðamenn, heldur getur hún verið gagnleg fyrir
hvern þann, sem vill hafa handhægar almennar
upplýsingar um land og þjóð. Ber ekki sízt að
nefna íslendinga sjálfa, til dæmis þá, sem eiga
fyrir höndum að ferðast til annarra landa og
hitta þar útlendinga. Vilji þeir hafa rétt svör á
reiðum höndum mun þeim reynast vel að hafa
blaðað í þessari bók í flugvélinni á útleið.“
ICELAND er rituð af Peter Kidson, fyrrum sendi-
ráðsritara, og hefur hlotið meðmæli Ferðamálaráðs.
ICELAND — A TRAVELLER’S GUIDE sameinar
kosti fræðiritsins og myndabókarinnar, fer vel í
vasa og tekur lítið rými frá öðrum farangri.
ICELANÐ er nýjjasta og íturlegasta
lundkynningarhókin.
HAFIÐ RÉTT SVAR Á REIÐUM HÖNDUM.
Fæst í næstu bókabúð.
FERÐAHANDBÆKUR SU
BOGAHLÍÐ 14, SÍMI 3 56 58
l A > l V