Nýr Stormur


Nýr Stormur - 08.07.1966, Blaðsíða 12

Nýr Stormur - 08.07.1966, Blaðsíða 12
I r~T Þrautalending manna yfirleitt, er þeir hafa gert árangurslausar tilraunir til innheimtu á skuld- um sínum, er sú að afhenda þær lögfræðingum til innheimtu. Eru þetta aðaltelcjur sumra lögfræðinga og einkum þeirra er taldir eru harðir í horn að taka-og víla ekki alltaf fyrir sér að ganga miskunnarlaust til verks. Hefir oft komið fyrir að skuldareiganda hefir ofboðið aðgangsharka lögfræðinganna, sem margir ljá ekki máls á sam- komulagi, jafnvel þótt tryggt s'é að skuldin verði greidd síðar. Sá mun háttur á í starfi þess- ara manna, að þeir láta vinnu- laun sín, eða öðm nafni inn- heimtulaun ganga fyrir og hafa stundum látið sér nægja að inn- heimta nægilegt af skuldinni til að „dekka'’ þau. Aðrir hafa ekki hirt um samkomulag, en látið ganga að þótt sýnt væri að ekki reyndist unnt að ná skuldinni á þann hátt, en sent síðan kröfu- hafa reikning fyrir innheimtu- launum. Að sjálfsögðu þurfa lögfræð- ingar sem aðrir sín laun og am- ast enginn við því, en\þegar svo langt er gengið, að innheimtu- launin em aðalatriðið, en hags- munir skjólstæðingsins númer tvö, þá hefir lögfræðingurinn gengið feti framar en honum er leyfilegt og brugðist því trausti sem honum hefir verið sýnt. Kunna ýmis fyrirtæki Ijótar sög- ur af viðskiptum sínum við suma lögfræðinga borgarinnar, sem þannig hafa hagað sér. Fyrir ekki alllöngu fól .einn kaupsýslumaður einni lögfræði- skrifstofu borgarinnar að inn- o heimta fyrir sig kröfu. Hann hafði áður slapt við þessa skrif- stofu og reynzt vel. Eigandi skrifstofunnar hafði verið fjar- verandi um tíma, en fulltrúi hans tók að sér verkið. Leið nú langur tími að hvorki rak né gekk og fór svo að kaupsýslu- manninum leiddist þófið og hóf eftirgrennslanir. Kom í Ijó að málinu hafði verið lítið sinnt og lét kaupsýslumaðurinn sjálfur ganga á eftir greiðslu með þeim árangri að skuldunauturinn greiddi skuld sína. Nú er það venja, þegar um innheimtu skulda er að ræða hjá lögfræðingum, að menn verða að greiða skuldirnar, ásamt innheimtukostnaði hjá viðkomandi lögfræðingi, Sá er innheimtuna á hefir í raun og veru ekki leyfi til að taka á móti greiðslu sjálfur. Skuldina skal gera upp hjá lögfræðingi þeim er stefnt hefir og unnið að mál- inu. Fær liann þá um leið greidd sín laun úr hendi skuldunautar. Sá háttur var og á hafður að þessu sinni. Kaupsýslumaður inn bjóst að sjálfsögðu við að lögfræðingurinn sendi sér féð og uppgjör vegna skuldarinnar, enda hafði hann átt því að venj- ast hjá skrifstofu þessari. En nú brá svo við, að ekkert heyrðist frá skrifstofi^nni. Var þá spurt eftir skuldinni og komst lög- fræðingurinn ekki hjá því að viðurkenna að skuldin væri greidd, ásamt innheimtulaunum Kvaðst hann mvndu senda ✓ senda skilagrein, en hún kom aldrei. Standa nú málin þannig aö' lögfræðingurinn hafði eytt Framh. á bls. 6 ins: „SVÍF ÞÚ, FUGL...!“ Er það satt, að Gylfi Þ. Gíslason sé ennþá i landinu? Hvers á ís- lenzka þjóðin að gjalda? %RMUR FÖSTUDAGUR 8. júlí 1966. & ALBERT ENGSTRÖM Dóttirin er að sýna móðtrr sinni nýja kærastann. Móðirin: — En, kæra barn, hann er haltur! Dóttirin: — Já, en hann er það bara þegar hann gengur! y/HSUM ATTUM HiHiHSUiHÍ Ný íslenzk framleiðsla — SAVA-brauð— njóta mikilla vinsælda um þessar mundir — þ. e. a. s. ef þau eru ekki MYGLUÐ! Þessi brauð eru niðurskorin og spara mikla vinnu. En það er að verða æ algengara, að kaupmaðurinn rétti viðskiptavininum mygluð SAVA brauð, hvernig sem á þvi stendur, og er það til skammar fyrir alla hlutaðeigandi aðila. — Finnst ykkur þetta ekki „típiskt" íslenzkt fyrirbrigði: Mygluð íslenzk brauð á meðan á boðstólum eru yfir 100 tegundir af úrvals erlendu kexi ómygl- uðu! Nú ei: timi knattspyrnunnar og knatt- spyrnuunnendur flykkjast til að horfa á þessa eftirlætisiþrótt sína. Knattspyrnu- áhugi er geysilegur hér á landi og er gott eitt um það að segja. Heldur er þó hvim- leíður rígur sá, er rikir á milli hinna ýmsu félaga og fylgjenda þeirra. Virðist þá stundum gleymast hinn göfugi tilgangur knattspyrnuleiksins, en keppnisæðið rikir í algleymingi. íslendingar eru að burðast við að keppa við aðrar þjóðir og gengur heldur illa að sigra, sem von er. Heldur var hvimleiður áróður sá er birtist í einu dagblaðanna, þar sem sagt var að það væri undir áhorfendum komið hvort ís- lendingar sigruðu Dani eða ekki. Hér er um að ræða furðulegt sjónarmið. Sá sem ummælin viðhafði mun hafa haft I huga, að nú væri um að gera að æpa nóg. Og það væri synd að segja að is- lenzkir áhorfendur æptu ekki nóg á sína menn. Þeir sem horft hafa á landsleiki er- lendis og þá einkum á Norðurlöndum, munu hafa aðra sögu að segja, en hér tíðkast. Þar hvetja menn að sjálfsögöu landsmeim sína, en þar er líka tekið undir það sem vel er gert, hver sem það gerir. Hér æpa íslendingar eins og óðir menn í hvert sinn er knötturinn kemst inn á vallarhelming andstæðinganna, hvort sem mark er í hættu eða ekkl. Komist knötturinn í nám- unda við markið, ætlar allt um koll að keyra. Komi samskonar atburðir fyrir á vallarhelming íslendinga, er daúðaþögn. Hversu snilldarlega sem leikið er af and- stæðingunum, er ekki undir það tekið, en þjösnist einhver íslenzkur leikmaður inn að marki þeirra, ætlar allt að ærast. Þetta er Ijótur ósiður og mikil ókurteisi. Sá er sagði að það væri undir áhorfendum komið hvort íslendingar sigruðu hlýtur að vera á lágu menningarstigi. Skrílslæti í hvaða mynd sem er, eru aldrei heillavænleg til árangurs. Bílainnflutningurinn er í algleymingi og alltaf eru að bætast nýjar og nýjar tegyndir af bilum á markaðinn. Nú sem stendur er það Renaultinn sem einna mesta athygli vekur. Bíllinn er stórglæsilegur, þægilegur og ekki dýrari en margar aðrar tegundir, sem standa honum langt að baki. Um- boðsmaður fyrir Renaultumboðið á íslandi er Albert Guðmundsson knattspyrnukappi, og eru það enn til að auka á glæsileika bílsins. Margt er skrítið í Sagt er I fréttum, að kviknað hafi í smábla'ðsncplum í kjall- ara Landsbankans. „Smásneplarnir“ munu vera peningaseðl- ar, sem væntanlega hafa verið teknir úr umferð. Má segja, að nú sé farið að hitna undir bankastjórunum, þegar kvtknar í seðlum, eins og mygluðu heyi! Peningaseðlarnir brenna víðar; þeir brenna á milli fingra almennings, eftir að ráðamennirnir hafa „kynt elda verð- bólgunnar í áratugi.

x

Nýr Stormur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýr Stormur
https://timarit.is/publication/793

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.