Nýr Stormur


Nýr Stormur - 23.09.1966, Blaðsíða 1

Nýr Stormur - 23.09.1966, Blaðsíða 1
ÖDEIGUR á bls. 4. FÖSTUDAGUR 23. SEPTEMBER 1966 2. árgangur Reykjavík 36. tbl. Harðar deilur um „viðreisnarúrræði innan stjórnarflokkanna VERÐBINDING kaupgjalds, verðlags, gengislækkun síðar! Kunnugir segja að fiarðar deilur séu nú innán ríkisstjórnar- innar og stjórnarflokkanna um ný „viðreisnarúrræði". For- sætisráðherra og flestir flokksmanna hans, munu vilja fara að dæmi Breta og binda kaupgjald og verðlag í eitt ár, eða að minnsta kosti fram yfir næstu kosningar. Með því móti telja þeir sig geta komist hjá gengisfellingu um ára- mót, ef síldveiði verði góð í haust. Alþýðuflokkurinn óttast hins vegar andstöðu verkalýðshreyfingarinnar og algjört hrun sitt við kosningarnar í vor. í þessari grein verður sagt frá helztu sjónarmiðum, sem fram hafa komið. ASeins örfáir ðagar eru þar til samningarnir viff verka- lýffsfélögin, sem gerffir voru í sumar, ef samninga á aff kalla, renna út. Þann fyrsta október liggur allt á lausu á ný og enginn veit ennþá hvernig veffur skipast í lofti. Komiff er í ljós, aff næstum engu máli skiptir hve mikil síldveiffi verffur og hversu miklar tekjur hún gefur. — Róttækar og óvinsælar ráff- stafanir verffur að gera. • Hver eru úrræffin? Bændur hafa nú fengiff sín um kröfum framgengt og munu margir þeirra þó óá nægðir. Meðalbóndi hefir lækkaff í tekjum í sumar, sem nemur um 40—70 þúsund kr., vegna innvigtunargj aldsins svonefnda, sem tekið var vegna smjörsölunnar. Þetta tap verffur bændum ekki bætt. Hinsvegar munu þeir geta til- tölulega vel unaff viff þessar síffustu hækkanir, ef fyrir- hugaðar ráðstafanir um bind ingu kaupgjalds og verfflags nái fram að ganga. Þenzlan í þj ófffélaginu er orðin svo mik- il aff fullyrða má aff óviðráð- anleg verffi, nema meff ráffstöf unum, sem hljóta aff verða mjög óvinsælar. Lánsfj árhöft bankanna ná ekki tilgangi sínum nema að mjög litlu leyti. Fyrii* því sjá svonefndir „fjármálamenn" og umboðsmenn þeirra, sem dreifa fé í allar áttir með miklu hærri vöxtum, en lög- legir eru. Okrararnir hafa aldrei blómstraff eins og nú. Bankarnir neita mönnum um smálán til brýnustu fram- kvæmda í því skyni að draga úr þenzlunni, en fram- kvæmdirnar geta ekki beffið; í þeim liggun of mikið fé bundiff — peningana verður að útvega og þá er fariff á svarta markaðinn. Vinnuafliff er líka komið á svartan markaff. Verkamönn um við affkallandi fram- kvæmdir eru boffnar allt að 100 krónur um tímann, eða tvöfallt meir en umsamiff er. Síðan þvaðrar ríkisstjórnin og málgögn hennar um að allt sé í himnalagi um borff! Tvennskonar úrræði eru nú einkum til umræðu og mun sennilega verffa öðru beitt fyrst og hinu síðar. Þessi úrræffi eru verffbind- ing kaupg jalds og verfflags og gengisfelling. Verffbindingin mun koma fyrst og standa meffan veriff er aff undirbúa gengisfellinguna. Draga verff- ur úr opinberum fram- kvæmdum, bæffi vegna fjár- skorts og til aff minnka þenzluna á vinnumarkaffn- um. Innflutningur á erlendu vinnuafii er úrræffi, sem mik Framh. á bls. 2. Hvaðan stafar ís- landi mest hætta? Sú hætta sem hér er um að ræða er miðuð við afurða- sölumál Islendinga, og hve langt við erum að dragast afturúr í allri okkar framleiðslu í sjávarafurðum og nýt- ingu aflans. Verður reynt að skýra þetta hér með nokkr- um orðum og staðreyndum. Á liverju vori kemúr hingað til þess að kortleggja veiðisvæð- in og botninn á miðunum,, til þess meðal annars, að geta leið- beint verksmiðjutogurunum við veiðar þeirra. Einnig má geta þess, að Dan- ir liafa lagt milljónir króna í uppbyggingu hraðfrysti iðnaðar í Grænlandi. Bar Aida sýningin 1966 þess glöggt vitni, að í Danmörku er unnið mikið starf í þessum málum. Vitað er einnig, að Bretar hafa lagt milljónir sterlingspunda í hraðfrystihúsa iðnaðinn í New- Foundland. Spurningin er, höfum við nokkurn tíma gert okkur ljóst hvað er að ske í kringum okkur. Þessu til viðbótar er kunnugt, að fyrir norðan okkur og austan eru Sovétríkin með stórkostl. flota sem einnig stundar fisk- veiðar. Okkar aðferð er ennþá að mestu leyti á frumstigi. Að vísu seljum við hluta of fiski okkar unninn til útlanda, en heilir skipsfarmar eru seldir upp úr skipi í erlendum höfnum ogunn ir þar. ísuð síld er seld til Þýzka lands og vinna Þjóðverjar síðan úr henni. Þannig má halda áfram. íslendingarl er ekki kominn þýzkt eftirlitsskip sem heitir „Meteor“. Skip þetta kom hing- að í mörg ár fyrir stríð og var skipshöfn þess mestmegnis ung- ir sjóliðar sem voru í þjálfun. Yfirmenn skipsins voru að sjálf- sögðu sjóliðsforingjar af öllum gráðum. Ennfremur voru um borð vísindamenn, sem enginn vafi er á að hafi kunnað hand- verk sitt að fullu. Skipsmenn náðu miklum vinsældum hér á landi fyrir góða framkomu sína og margir menn hér í Reykja- vík eignuðust góða kunningja og vini meðal skipshafnarinnar. Þjóðverjar stunda mikið fisk- veiðar við Grænland. Togarar sem þeir nota til slíkra ferða eru verksmiðjutogarar. Úthald slíks togara tekur 2—2Ú2 mánuð frá því hann fer að heiman og þar til hann kemur heim aftur. Um borð í þýzka togaranum fer fisk- urinn beint í vélarnar sem fram- leiða úr honum og nýta aflann að fullu. Fiskinum pakka þeir um borð í 7 Ibs „Fish-Stick“ pakkningu, sem er sú sama og við notum á U. S. A. márkaðn- um. Ekkert fer til spillis af fisk- mum. Talið er, að eftirlitsskipið Meteor sé notað við Grænland tími til að við förum að hætta þessu helv. pólitiska þrefi, þar sem hver kennir öðrum um allt sem illa hefur farið, og þakkar sjálfum sér ef eitthvað hefur verið gert. Væri ekki skynsam- legra að menn reyndu að vinna saman og komast að raunveru- legri niðurstöðu í málum okkar. Reyna að byggja upp aftur það, sem aflaga hefur farið, með sam felldu átaki. Jón Sigurðsson minnti þjóðina á, á sínum tíma, með orðum sem stóðu framaná öllum bókum Þjóðvinafélagsins, MARGAR HENDUR VINNA LÉTT VERK. Látum það verða áfram að leiðarstjörnu okkar. Orðsending Vegna vélarbilunar í prentvél þeirri er blaðið er prentaff í var ekki hægt aff prenta allt upp lagiff a£ síffasta tbl. Nýs Storms. Var því ekki hægt aff senda blaðiff í útsölustaði úti á landi. Vegna þeirra f jölmörgu,' sem halda blaffinu sam- an, er nú endurprentaff framhaldsefni blaffsins, þ. e. Mannkynssagan — Bör Börsson og Stjórn- málasagan. Eru lesendur beffnir af sökunar og velvirffingar á þessum mistökum, sem urffuaf óviffráffan- legum orsökum.

x

Nýr Stormur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýr Stormur
https://timarit.is/publication/793

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.