Nýr Stormur - 23.09.1966, Blaðsíða 2
2
FÖSTUDAGUR 23. sept. 1966
VERÐBINDING ....!
Framh. af bls. 1.
ið hefur verið rætt, en hætt
er við að verkalýðsfélögin
leggist gegn slíku af afli. Með
íögum verður aldrei hægt að
knýja slíkt fram og syrtir þá
í álinn fyrir stóriðjufram-
kvæmdunum, eða þá öðrum
atvinnuvegum í staðinn, því
að ríkisstjórnin hefir skuld-
bundið sig til að sjá um að
áætlanir um stóriðjuna stand
ist.
• Tvítugur hamar
Forsætisráðherrann mun
vera sá eini í stjórninni, sem
gerir sér ljóst að veruleg átök
eru í vændum. Honum er einn
ig ljóst, að höfuðábyrgðin hvil
ir á honum og flokki hans og
þótt ýmislegt megi um ráð-
herrann sem slíkan segja,
verður þó að viðurkenna, að
hann mun ekki flýja af hólmi
fyrr en í fulla hnefana.
Almenningur mun ekki gera
sér ljóst hvílíkir erfiðleikar
eru framundan fyrir ríkis-
stjórnina. Það er heldur tæp
lega þess að vænta. Forsvars-
menn hennar gera allt sem
þeir geta til að halda leyndu
því raunverulega ástandi, sem
nú ríkir. Gleggsta dæmið um
ábyrgðarleysi stjórnarvalda i
þessum sökum, er frá borgar-
stjórnarkosningunum í vor.
Öllum er nú kunnugt um
hina gífurlegu fjárhagserfið-
leika Reykjavíkurborgar. —
Sagt er að fyrir liggi ógreidd-
ir reikningar upp á 50 —
fimmtíu milljónir króna i dag.
Fyrir kosningar var flestum
ókunnugt um að borgin ætti
í neinum fjárhagserfiðleikum.
Því var haldið leyndu, þar til
kosningar voru um garð
gengnar.
Sama er að segja um ríkis-
stjórnina nú. Hennar ætlun
hefir verið að leyna almenn-
ing hinu raunverulega á-
standi, en það er of langt til
kosninga; þessu verður hins-
vegar ekki haldið leyndu leng
ur og um ekkert annað er að
ræða, en að ráðast til upp-
göngu á þetta ömurlega
„heiðnaberg“ ríkisstjórnarinn
ar.
Lán stjómarandstöðunnar
er, að kosningar eru ekki fyrr
en í vor, svo að ekki kemur
í þeirra hlut að taka við erfið
leikunum, sem ekki verður
lengur skotið á frest.
• Fer Alþýðuflokkurinn
úr stjórninni
Þeir sem kunnugir eru í A1
þýðuflokknum vita að þar rík
ir megn óánægja með þátt-
töku hans í stjórninni. Stjórn
arstefnan hefir mistekizt með
þeim hætti að engin dæmi eru
............................
slíks. Þótt ýmislegt hafi verið
vel gert, hefir höfuðverkefni
stjórnarinnar alveg runnið út
í sandinn og það eru afleið-
ingar þess, sem nú munu
bitna þyngst á þeim, sem
enn teljast til stuðnings-
manna flokksins, en það er
venjulegt alþýðufólk.
Verði það neyðarúrræði far-
ið að binda kaupgjald áður
en gengið verður til samninga
við verkalýðsfélögin og Al-
þýðuflokkurinn á hlut að því
máli, munu afleiðingarnar
verða geigvænlegar fyrir
flokkinn, jafnt þótt annar
kostur sé ef til vill ekki fyrir
hendi.
Sjálfstæðisflokkurinn þolir
hinsvegar betur að gera þess
ar ráðstafanir, því að hans
fylgi er að meginþorra frá
þeim kjósendum sem betur
þola áföll.
Alþýðuflokkurinn mun og
einnig telja að hann yrði
fremur hlutgengur í vinstri
stjórn eftir kosningar, ef að
hann færi úr stjórninni nú.
Á hitt ber svo að líta, að sum-
ir ráðherrar flokksins geta
ekki hugsað sér að hverfa úr
stjórninni.
Engar veizlur, engir bílar
eða háheit; engin boð eða
titlar. Að vera allt í einu
komnir niður á jafnsléttu,
sem venjulegur embættismað
ur, þótt tekjurnar væru engu
minni, er ömurleg tilhugsun
fyrir menn, sem halda að þeir
séu fæddir til að stjórna!
Hins vegar eru öflin í flokkn
um, sem ekki vilja sætta sig
við pestardauða hans, svo
sterk, að hætt er við að Gylfi
og Co, verði að lúta í lægra
haldi á flokksþinginu í haust.
• Hvað svo?
Ef svona skyldi fara, verða
góð ráð dýr hjá Bjarna Bene-
diktssyni og verða þá engin
önnur tiltæk ráð, en bjóða
maddömmu Framsókn upp i
dans. Á því mun þó verða
mjög sterk fyrirstaða, því að
þótt Eysteinn sé lipur dans-
herra, mun mörgum þurfa
allmikið vatn til sjávar að
renna, áður en flokkurinn tek
ur þátt í stjórn með Sjálfstæð
isflokknum einum.
Sjálfstæðismenn hafa nú
algjör yfirráð yfir Seðlabank
anum og bankakerfinu. — í
gegnum þau yfirráð hafa
þeir tromp á hendinni, sem
koma Framsóknarmönnum
illa. Bjarna Benediktssyni
mun vera illa við að taka á
sig einan ábyrgðina af ó-
förum ríkisstjdrnar,"”',nr og
þeim ráðstöfunum sem óhjá-
kvæmilega verður að gera.
Fyrir því mun hann reyna
að fá hina flokkana til sam-
ábyrgðar — hvort það er hægt
er mál næstu mánaða. Eitt
er þó víst, að á næstu vikum
mun verða að skera úr um það
hvort unnt verður að snúa við
á ógæfubraut þeirri, er nú
leynist engum manni lengur,
eða hvort áfram sígur á ó-
gæfuhlið, með afleiðingum,
sem mun taka áratugi að
vinna bug á.
VVVAV/.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.W.V.V.V.V.V.V.V
l Orðskviðir í!
■| Afla þér vizku, afla þér hygginda! ■:
■: Gleym eigi og vík eigi frá orðum munns míns! |:
:■ Hafna henni eigi, þá mun hún varðveita þig. :■
■: Elska hana, þá mun hún vernda þig. ■:
:■ Upphaf vizkunnar er: afla þér vizku, :■
■: afla þér hygginda fyrir allar eigur þínar! ■:
■: Orðskviðir Salomons. í
V.V.V
V.VAV.
„ Hver stund með Camei
léttir lund!“
Kveikið í einni Camel og njótið ánægjunnar
af miidu og hreinræktuðu tóbaksbragði.
BEZTA TÓBAKIÐ GEFUR BEZTA REYKINN
Ein mest selda sígarettan í heiminum.
MADE IN U.S.A.