Nýr Stormur


Nýr Stormur - 23.09.1966, Blaðsíða 5

Nýr Stormur - 23.09.1966, Blaðsíða 5
f^STUDAGUR 23. sept. 1966 ^ÍfcnMint 5 guiiiHiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiimiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiniiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiininiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiin^ I NÝR | SfOBMUB | Útgeíandi: Samtök óháðra borgara i Bitsfcjórar: Gunnar Hall, sími 15104 og Páll Pinnbogason, ábm. I Ritstj. og afgr. Laugav. 30. Sími 11658 I Augiýsinga- og áskriftarsími: 22929 I 1 Vikublað — Útgáfudagur: föstudagur Lausasöluverð kr. 10.00. Áskriftarverð kr. 450.00. Prentsmiðjan Edda h.f. 1 ^JMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMM^ Sænsku kosningarnar Að vonum fylgjast íslending- ar vel með stjómmálaástandi í nágrannalöndum okkar, en þau eœ í daglegu tali einkum Norð- urlönd, Bretland, Bandaríkin og Þýzkaland. Þetta ej-« þau lönd, sem við eigum mest samskipti við og er því að vonum, að athy.gli okkar bemist helzt að þeim. Einkum eru það þó Norðurlöndln þrjú, Danmörk, Noregur og Svíþjóð, sem við köllum bræðraþjóðir okkar og berum okkur helzt saman við, þótt stærðarnmnur sé mikill. Þessar fyrrgreindu þjóðir byggja stjórnskipulag sitt upp á lýðræðí og þingræði og við erum stoltir af vináttu þeirra í okkar garð og vkjum gjarnan feta í fótspor þeiira á flestum sviðum. Kosningar í þessum löndum vekja því alltaf mikla athygli hér og svo er nó, er fregnir ber- ast um kosningaúrslit í Svíþjóð. Fyrrgreindar þjóðir í Evrópu, hafa um langan aldur staðið ís- lendingum framar í stjórnmál- um og stjómarháttum og er það eitt út af fyrir sig athyglisvert, að í þessum löndum hafa sósíal- demokratar ávaHt verið mjög öflugir og stjórnað flestum þess- um löndum einir eða með öðr- um um langan tíma og hafa þeir þá jafnan ráðið mestu. Meðal hinna smáborgaralegu íslenzku stjómmálamanna hefir það jafnan þótt talinn sigur þeirra málstað og flokka hér, þegar veður hafa skipast í lofti í stjórnmálum þessara landa. Alþýðuflokkurinn hér talar um „Alþýðuflokksmenn" í liinum löndunum og Framsóknarmenn finna gjarnan einhvern hliðstæð- an flokk annarsstaðar, sem hefir unnið á. Einu skiptin, sem Sjálf- stæðismenn hér viðurkenna á sér íhaldsnafnið, er þegar ein- hver íhaldsflokkur vinnur á er- lendis og Sameiningarflokkur Alþýðu — Sósialistaflokkurinn a la Alþýðubandalag hoppar hæð sína þegar erlendir komm- únistar vinna einhversstaðar á, þótt engan megi nefna kommún ista hér. Skrípaleikurinn, sem nefnist íslenzk stjórnmál, koma hér fram í einni mynd sinni af mörgum. Eitt af furðulegustu fyrirbrigð unum í íslenzkum stjórnmálum er það, að hér skuli ekki vera öflugur sósíaldemolaatafloklcur. H-ver einasti maður viðurkennir tilverurétt slíks flokks, nema þá kommúnistar. Sannleikurinn er sá, að stór liluti kjósenda úr öllum flokkum eru sósíaldemo- kratar og myndu hiklaust fylkja liði um slíkan flokk, ef hann væri hér fyrir hendi. Hinsvegar tókst forystumönnum Alþýðu- flokksins að gera flokkinn að einskonar milliflokkí, níeð það eitt stefnumið að komast í lykil- aðstöðu í stjórnmáíum, en jafn- framt eyðilögðu þeir alla vaxtar möguleika flokksins og líf flokks ins í dag er í rauninni eingöngu að þakka fornri frægð og þyí að ekki hefir risið upp annar sósíaldemokratiskur flokkur. Sjálfstæðisflokkurinn, Fram- sóknarflokkurinn og Alþýðu- bandalagið eru allir meira og minna sósíaldemokratiskir og hafa stolið öllmn baráttumálum Alþýðuflokksins, á meðan for- ingjar hans voru önnum kafnir við að koma „sér fyrir" persónu- lega. Kosningaósigur Sósíaldemo- kratanna sænsku nú og einnig hinna norsku fyrir skömmu, þýð ir ekki skipbrot hinnar sósíal- demokratisku stefnu, heldur hitt að þessir flokkar hafa farið of lengi með völd og kjósendur vilja skipta um. Bretar hafa for- ystuna í þeirri þróun og í Vest- ur-Þýzkalandi sýna skoðanakann anir . að sósíaldemokratar eru búnir að vinna þar meirihluta atkvæða ef kosið yrði nú. Fyrir íslendinga eru sænsku kosningarnar pólitískur lærdóm ur; ekki vegna skipbrots sósíal- demokrata heldur vegna þess að þróun nútímans er sú, að ekki sé rétt að sömu menn fari lengi með völd. Borgarstjórnarkosn- ingarnar í Reykjavík sýndu að þessi þróun hefir náð hingað og næstu kosningar munu sennilega sýna, að mönnum finnist mál til komið að skipta um ríkisstjórn að einhverju eða öllu leyti. FILISTEAR Framh. af bls. 11. Fóru nú saman, vinnuhjúa- skildagi og vertíðarlok. Lögfræðingurin hafði ákveð ið að hætta fasteignasölunni, því að hann var upptekinn við önnur störf. Hætti fasteigna- salinn ungi starfi sínu á skrif stofu lögfræðingsins, þar sem hann hafði haft aðsetur. Út- gerðarmennirnir höfðu nú einnig lokið störfum sínum og tóku nú aftur upp þráðinn þar sem hann hafði fallið niður. Komu þeir til Reykjavíkur og komu á skrifstofu lögfræð- ingsins, sem sagði þeim að fasteignasalinn væri hættur. Gaf hann upp heimilisfang unga mannsins, en þar var hann ekki. Hafði hann tekið sér frí og farið til útlanda eftir vel unnið starf. Er bezt síðan að hafa langa sögu stutta. Kaupendur og selj endur bátsins ræddust við og þeim kom saman um söluverð skipsins, en peningarnir voru geymdir hjá fasteignasalan- um, sem var víðsfjarri. Gat því ekki orðið úr kaupum að sinni. Fóru utanbæj armenn- irnir heim við svo búið. Fólu þeir lögfræðingnum að hafa samband við unga manninn er hann kæmi heim, sem og hann gerði. Kom þá í ljós að ungi maðurinn hafði tekið peninga félaganna tveggja traustataki og keypt fyrir þá hina verðmætu eign. Krafðist nú lögfræðingur- inn þess, að fá eignina af- henta svo hægt yrði að selja hana, en þá kom í ljós.að hún var þegar seld með góðum hagnaði. Ungi maðurinn hafði komist í of mikla snertingu við peninga. Hagnaðinn ásamt peningum mannanna tveggja hafði hann síðan lagt í eitt- hvert fyrirtæki, sem ekki myndi geta greitt fyrr en eftir þrjá til sex mánuði. Varð nú lögfræðingurinn alvarlega reiður og hótaði unga mann- inum öllu illu ef hann ekki segði sér sannleikann. Sagan var að mestu leyti sönn, nema það að peningarnir höfðu far- ið í miðlara nokkurn, sem á- vaxtaði þá á sérstaklega „vin sælan“ og „öruggan" hátt. Peningunum náði lögfræð- ingurinn eftir marga mánuði og greiddi mönnunum skaða- bætur fyrir svikin. Ungi mað- urinn sem gengið hafði fyrstu sporin á vegi Filisteanna var svo heppinn að félagi hans reyndist honum vinur í raun, með því að sína honum hörku Hann leiddi honum einnig fyrir sjónir, hversu nálægt hann hefði verið kominn fangelsisdyrunum og svo fór að hann hjálpaði honum til að stíga út af hinni hálu braut og nú er þessi ungi maður, virtur og heiðarlegur maður hér í borg. Lárétt: 1. Sina. 4. Kyn. 6. Sakirnar. 10. Hættulega. 12. Angan. 14. Tala. 16. Mánuður. 17. Bæjar- nafn. 20. Nisti. 21. Farartækið. 22. Kvennafn 24. Fiskur. 25. Magn af heyi. 27. Ólm. 29. Fugl. 30. Stormur. 32. Egg. 34. Hestur. 36. Bygging. 37. Forn konungur með asnaeyru. 39. Menn og konur. 41. Sonur. 42. Mjólkur- matur. 44. Bæla sig niður.. 46. Hamingju- söm. 49. Mannsnafn. 50. Jökull. 51. Kyrrð. 52. Gægist. 53. Róleg. 55. Slæmt tilfelli. 57. Þref. 59. Ætt. 60. Snotur. 61. Lasleiki. 63. Sælgætisgerð. 65. Hafi hugboð um. 66. Mannsnafn. 67. Málmur. 70. Fjármunir. 71. Fugl. 73. Mæða. 75. Strik. 76. Rugla spilum. 79. Bremsa. 81. Tré. 82. Gömul bíltegund. 84. Öxuls. Lóðrétt: 1. Farartæki fyrir almenning. 2. Ölstofa. 3. Ending. 5. Feiti. 7. Danill. 8. Heyvinnu tæki. 9. Óskírð. 10. Úlfar. 11. Mannsnafn. 12. Fag. 13. Meindýr. 14. Bókstafur. 15. At- hugunar. 18. Ljósamótorar. 19. Matarefni. 21. Á trjám. 23. Heimsfægur turn. 25. Fjöldi. 26. Veðurhljóð. 27. Aflraun. 28. Grastegund. 31. Loðdýrið. 33. 499. 35. Útnári. 37. Stór. 38. Reira. 40. Bor. 41. Hryggur. 43. Eldsneyti. 45. Spekja. 47. Tau. 48. Grynning. 54. Bands. 55. Fótavist. 56. Burðarband. 57. Uxi. 58. Bæjarnafn. 59. Spilaþraut. 62. Fjármál. 64. Arður. 65. Líflát. 68. Æðibunugangm. 69. Gömul matarílát. 72. Nærri því að æfc. 74. Endir. 77. Lítill fiskur. 78. Haguað. 19. Hýði. 80. 1-550. 83. Kvennafn.

x

Nýr Stormur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýr Stormur
https://timarit.is/publication/793

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.