Nýr Stormur


Nýr Stormur - 23.09.1966, Blaðsíða 7

Nýr Stormur - 23.09.1966, Blaðsíða 7
7 VtjSTUÐAGCR 23. sept. 1966 vinnuveganna og „jafnvægi í byggð landsins.“ Ráðherrann og blöð hans hafa ekki þreyzt á að lofa hinn væntanlega atvinnujöfn unarsjóö, sem á að byggjast að verulegu leyti á fyrrgreind um tekjum af alúmbræðsl- unni. Alþýðublaðsmenn „pissa“ unðir í flatsænginni Ritstjóra Alþýðublaðsins hef ur orðið verulega á í mess- unni og má búast við að hann fái bágt fyrir og minni mögu íeikar verði nú á utanríkis- ráðherraembættinu ef Emil fer úr stjórninni, til að búa sig undir Bessastaði. Ritstjóranum varð sem sé á að ympra á því, að réttast væri að sameina olíufélögin og þjóðnýta þau. Ritstjóran- um finnst, eins og fleirum, að olíufélögin séu býzna skrýtin fyrirtæki. Margfallt dreyfingarkerfi, marfaldur skrifstofukostnað- ur og margfallt bókhald, mið- að við að hér væri aðeins um eina stofnun að ræða, sem þó væri ekki nema lítið brota- brot af samskonar fyrirtækj- um erlendis, hlýtur að auka kostnað við olíusöluna, sem þessi þrýú fyrirtæki keppast um að selja frá sama aðila. Þjóðhagsleg þýðing þess að olíufélögin séu þrjú, getur ekki verið fyrir hendi. Rikið semur um kaup á olíunni og afhendir síðan þremur gróða- félögum dreyfinguna. „Pricip“ mál mega ekki spilla fyrir því að verð á olíu og benzíni sé eins lágt og unnt er í þessu landi, þar sem öll flutninga- tæki ganga fyrir olíu. Hér eru enn engar rafmagnsjárnbraut ir og olíukostnaðurinn er gíf- urlegur. Olíufélögin sitja ekki uppi með óselda „lagera“. Öll var- an selzt svo að segja sam- stundis. Félögin byggja tanka hlið við hlið til að keppast við að selja vöruna, sem ríkið af- hendir þeim. Ótrúlegt er að það kosti ekki of fjár, og því fé mætti verja til að hækka verð og bæta þjónustu í stað þess að nú er öfugt farið að, og framkvæmdir frá þjóð- hagslegu sjónarmiði og allir sjá að hér er gert. Olía hlyti að verða eitthvað ÓDÝRARI, ef hægt væri að spara, þótt ekki væri nema svo sem helm ing rekstrarogdreyfingar- kostnaðarins, hvað þá allt að tveim þriðju. En Alþýðublaðið nefndi snöru í.-ihengds manns húsi og búast má við að snaran þrengist að hálsi þess manns, sem ódæðið framdi. „Það er hart að heita Briem (eða jafnvel Gröndal), og hafa ekki til þess unnið!“ Orðstír Stefáns Jónssonar fréttamanns. Stefán! Af hverju ert þú að innleiða þennan rassböguhátt í spurningum. Þú ert að ýmsu leyti góður útvarpsmaður, — frjór og fundvís á skemmti- leg umræðuefni. En hvers vegna spyrðu svona? Hvað mundi vera meðalveg urinn--------- Meðalvegur í þessu mundi þá vera-------. Eða mundi--------. Hvað mundi nú vera skárri Hvað mundi nú vera með- alvegurinn í næringarmálum Þitt starf hjerna mundi vera hagrænt---------. Mundi það nú ekki vera hygginna manna háttur------ Þetta eru fá dæmi úr ein- um tíma. Þessi ósómi er að breiðast svo út að maður get- ur ekki þverfótað fyrir: ég mundi segja það, ég mundi álíta það, ég mundi ráða til þess. o. s. frv. Blaðamönnum er meinilla við aðfinnslur í málsmeðferð, því þar eru þeir allir stórsek- ir. Þess vegna sendi ég þér þetta beint, og svo af hinu aö ég vil ekki senda þér hnútur i blöðum, heldur stinga þessu svona að þér í einrúmi og í allri vinsemd. Benjamín Kristjánsson Sjálfur reksturinn verður mjög ódýr því að hráefnið og hita- gjafinn er ókeypis. Hin heita eyðimerkursól sér um uppgufunina. Mikilvægasta efnið, sem unnið verður er pott- aska (kaliumkarbonat), sem stöð ugt er meiri þörf fyrir í lieimin- um. Eftir eitt eða tvö ár búast ísraelsmenn við að geta fram- leitt um milljón tonn á ári og það er næg pottaska í Dauða hafinu til að fullnægja heims þörfinni í næstu 200 ár. Jordanía er einnig með áætl- anir um að vinna pottösku úr hafinu og búast við að geta framleitt 500 þús. tonn á ári. HEILAGIR STAÐIR. En þótt Jordania sé langt á eftir í samkeppninni um að vinna hráefni úr hafinu, þá hef- ir hún samt forskot í því að lokka peninga út úr ferðamönn- um. Dag nokkum sigldi ég með Jordanskum tollbát út á mitt hafið og þaðan gat ég séð fleiri helga staði en nokkursstaðar er annarsstaðar hægt að sjá frá einum stað. Nöfnin hljóma í minningunni eins og kirkjuklukk ur. í norðri rennur hin heilaga Jordan í hafið. Þar er þyrping trjátoppa upp með ánni. Það er Bethabara, þar sem Jesus var skírður, og þar leiddi Jósúa hina flakkandi ísraelita yfir Jordan til Kanaanslands. Og þökin, sem sjást til vinstri það er Jerikó, þar sem borgannúr- amir hrundu við hornablástur- inn. Þarna hefir verið gerður merkilegur uppgröftur. Stóra gullna hæðin, sem rís á bak við Jeríkó, er fjallið þar sem Jesú stóðst freystingar Satans. Enn- þá lengra til vinstri er stórt op í hamravegginn. Það er inn- gangurinn iil frægustu Qumran- holunnar, þar sem arabiskur hirðir er var að leita að horfnu fé, fann hinar ómetanlegu Dauðahafsrúllur (handrit) árið 1947. í norðaustri sér maður hina háu tinda Nebo-fjallsins, þar sem Móse skyggndist inn í fyrir- heitna landið. Jórdanía hefir lagt góðan veg upp í fjöllin, þar sem merkasti staðurinn er „gröf Móse“. Það em ekki minnstu líkur fyrir því að Móse sé graf- inn þarna. Sennilega hefir hann verið jarðsettur með mikilli leynd, svo að fjandsamlegir ættflokkar létu gröf hans í friði. En hin raunverulega, gröf getur ekki verið langt héðan og útsýnið er dásamlegt. Fjöllin, sem em austanvert við Dauða hafið, em hin sagn- frægu Moab. Hátt þar uppi er Macherus, ein af höllum Hero- desar Antipas og þar sem hann hélt Jóhannesi skírara föngnum og þar sem höfuð hans féll fyr- ir sverðs höggi böðulsins. Meðfram vestari bakkanum, sem er skipt milli Jórdaníu og ísrael, liggur hin villta og veg- lausa eyðimörk Júdeu. Hér er umhverfið hið sama og þegar Jesús reikaði um hið eyðilega og sólsviðna land. Rétt fyrir sunnan landamærin kemur mað- ur að merldlegum og ævintýra- legum stað, sem kallaður er Geitin Eina — „Kiðlings-lindin“. í holu hér, faldi Davíð sig fyrir Sál og hér klippti hann pjötlu af kápu hins sofandi konungs. En nú er hér undarleg gjósandi lind, sem skapað hefir hér vin í eyðimörkinni, með næstum ó- trúlegu frjómagni. Síðan á dögum Biblíunnar hefir „Geitin-Eina“ verið fræg fyrir vínvið sinn, pálma sína og balsamtré, og orðstýr vinarinn- ar helzt. Ströndin Israelsmegin við Dauðahafið er þéttsetin smá- hótelum, sem þyrpast umhverfis ólgandi ölkeldulindir. Hér leita menn meina sinna bót gegn alls konar sjúkdómum, og að minnsta kosti er hið sólríka um- hverfi vetrarfrí gegn kuldanum, því að menn geta gengið í erma lausum skyrtum á meðan snjór- inn fellur í hinni nálægu Jerúsa- lem. BORGIR SYNDARINNAR. Við suðurhluta Dauðahafsins leita menn að tveim horfnum borgum. Hvar eru, eða voru Só- dóma og Gómorra, sem voru jafnaðar við jörðu með eldi og brennisteini? Það er enginn vafi á að þær eru í næsta nágrenni. Það er heldur enginn vafi á því að þær hafa farist í náttúru- hamförum. Eldur og brenni- steinsregnið er ekkert vandamál. Hér er nóg af brennzluefnum svo sem brennisteini, asfalti og jarðgasi. Það er einnig talað um flóðbylgju og sumir álíta að borganna sé að leita undir Dauða hafinu. Á skaga sem ligg ur út í Dauðahafið að sunnan og nefnist „Lisan“ fundust í fyrra kirkjugarðar með minnst 20.000 gröfum og í gröfunum var mikið af keramik frá þeim tíma sem sagnirnar segja að Só- dóma og Gómorra hafi eyðilagst eða 1900 árum f. K. kirkjugarð- arnir benda til þess að þama hafi verið stórborgir og því skyldu það ekki hafa verið Só- dóma og Gómorra? Uppþornað haf — eða eins- konar Niagara? Áður en langt um líður verður ef til vill ekki svo erfitt að grafa upp Lisan og jafnvel botn Dauðahafsins, því að það þorn- ar nú örar en nokkru sinni fyrr. Einu sinni var Dauða hafið fjómm sinnum stærra en það er nú og vatnið náði langtum hærra upp í fjöllin. Uppgufun- arverksmiðjrunar í suðruhlutan- um koma til með að ná yfir áttunda' hluta af fleti hafsins og það mun tífalda uppgufunina. Og jafnframt nota bæði ísrael og Jórdanía meira og meira vatn úr ánni Jórdan, sem er næstum eina aðrennzli Dauða- hafsins. Með þessu mun líða til- tölulega skammur tími þar til Dauðahafið þornar upp og eftir mun verða silfurglitrandi salt- lag, nokkara tuga metra á dýpt. En það er til ráð gegn þessari þróun. Það var sett fram af bandarískum verkfræðingi árið i 1944, að nafni Walter Lqwder- j milk. Hann vill láta gera göng úr Miðjarðarhafinu, sem er að- eins 75 km. í burtu og leiða sjó úr því yfir í Dauða hafið. Með því móti væri hægt að búa til 400 metra háan foss — átta sinn um hærri en Niagara — sem gæti framleitt óhemju rafmagn. Þannig mætti bjarga Dauða- hafinu og það eitt væri þess virði að leggja í þann mikla kostnað. Það virðist ferðamönn- um og mönnum sem elska hina ósnortnu náttúru. Þegar ég síðasta kvöldið sat á hinum sagnaríku bökkum Dauðahafsins og horfði á hina gullnu sól leggja sinn rauðgullna lit yfir Moabs-fjöllin, Júdeu- eyðimörkina og á hið blá salta haf, fannst mér sem það myndu vera helgispjöll ef þetta haf hyrfi að eilífu. k "'N

x

Nýr Stormur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýr Stormur
https://timarit.is/publication/793

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.