Nýr Stormur


Nýr Stormur - 23.09.1966, Blaðsíða 4

Nýr Stormur - 23.09.1966, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 23. sept. 196G Ódeigur skrifar pistilinn: Hartn kostaSl á srnum ttma 25 ajira pésinn, sem ég var að handleika rétt í þessa! Hann heitir hvorki meira né minna en: „ísland“, málgagn flokks þjóðernissinna og fjallar um „LANDNÁMI. — HRUN ÞINGRÆÐISINS". Þessi merkilegi ritlingur er sagður sérprentaður úr „MJÖLNI“-----------og bak og fyrir er hann skrýddur flokksmerki þýzku nazist- anna!!! Að sjálfsgðu er rétt að geta þess, að riokkur tími er síðan þessi stórfróðlegi og sögulegi boðskapur var kynntur íslenzku þjóðinni -----eða nánar tiltekið ár ið 1934!! Höfundurinn er islenzk- ur og var á sama ári 25 ára lögfræðinemi-------sem af og til klæddist grástakk!! í dag er þessi fyrrver- andi merkisberi nazismans — eða þjóðernissinna, eins og þeir kölluðu sig — nær sextugur hæstaréttarlög- maður — klæddur venju- legum jakkafötum! Honum hefur farnast vel — það bezt er vitað — og mun fjárhagslega bjarg- álna, enda þótt ÞINGRÆÐ H) á íslandi hafi sífellt vax ið i stað þess að HRYNJA!! „Heil Hitler — öskur og „gymnastik“ ...!!“ Þessi fyrirmaður gegnir nú virðingarstöðu meðal stéttarbræðra sinna — hann er formaður Lög- mannafélagsins og heitir Jón — eins og forsetinn frá Rafnseyri við Arnarfjörð. Því ber eigi að leyna, að hér fer enginn miðlungs- maður — heldur harðdug- legur, greindur og vitur persónuleiki!! Ég er þess fullviss, að ein mitt ÞINGRÆÐIÐ hérlend is hefur eigi hvað sízt hlað ið upp þann stall — sem formaður Lögmannafélags ins stendur nú á — vígður metorðum stéttar sinnar! Þegar Adolf sálugi Hitler komst tll valda í Þjóðverja landi árið 1933 — fór Nazistahreyfingin hraðbyri um víða veröld — líkt og Bítla-mennmg 1 ár! Ungir menn fylltust eld- móði framsækni, hugsjóna og þjóðrækni — eins og títt er meðal ómótaðra lær- dómsmanna — sem eru að því komnir að hætta að nota sokkabönd — enda ný komnir frá skraddaranum — eftir að hafa í fyrsta skipti mátað síðar buxur!! Það var heldur ekki for- svaranlegt að vera Nazisti í stuttbuxum og í háum sokkum. „Hvar eru verkin? — Allt er að verða óreiðunn- ar fjandi...!!“ Á þessum árum Nazis- mans var engum ungum manni vitsmunavant — eft ir að hann hafði klæðst síð buxum — gráum stakki með hakakrossmerki á — kynni aö rétta fram hend- ina — þramma um götur og torg — og öskra inni- haldslaus slagorð: Niður með þetta og hitt! „HEIL HITLER“ — var lausnarorðið — og hverju máli skipti — hvort maður skildi — eða ekki?! — Aðalatriðið var: „ÖSKUR OG GYMNA- STIK“!! Ekki hefði ég neina á- stæðu til að virða Jöni hæstaréttarlögmanni það á verri veg — þó hann á unga aldri fylgdi sínum aldaranda! Slíkt og þvílíkt gerizt í dag og hefur gerzt á öllum tímum — því ungæðishátt- urinn fylgir að sjálfsögðu æskuárunum-------eins og barnaskapurinn bernskuár unum--------og þroski og reynzla fullorðinsárunum! í kjölfar aldursins fylgja gjarnan áhyggjur, ábyrgð- artilfinning og lífsbarátta! Að dæma manninn af gjörðum hans í bernzku — eða af hugarórum hans í æsku — er dómur yfir manni sjálfum!!! Þessa staðreynd skyldi sérhver vandlega íhuga — þvi það er eigi aðeins háska legt að reyna að Ijúga að sannleikanum — lieldur miklu fremur tilgangslaust og heimskulegt athæfi — sem óhjákvæmilega leiðir til andlegs sjálfsmorðs!!! Mér þótti rétt að hafa þennan „prologus" — því annars kynni einhver að misskilja það uppátæki mitt, að rifja upp nokkur orð úr áðurgreindum pésa Jóns N. Sigurðssonar hæsta rættarlögmanns og for- manns Lögmannafélagsins, er hann reit á æsku- og námsárum sínum! Ég fullyrði að þessi upp- rifjun er alls ekki gerð í þeim tilgangi að áfellast Jón á nokkurn veg — enda á hann það hvergi skilið — né heldur á slíkt nokkurn rétt á sér, í einni eða ann arri mynd! Að svo búnu leyfi ég mér að birta orðrétt nokkur atriði úr ritlingi Jóns — eftir að hafa hnusað ofur- lítið í hann fyrir forvitni- sakir! Bæklingur Jóns um „Hrun þingræðisins“, hefst þannig: hrópað hástöfum til Alþing is og rikisstjórnar; „Hvar eru verkin? . . .“ svo áfram til hins síðasta orðs!!! Sé þess gætt, að þetta MOTTO fyrir ritsmíð korn ungs þjóðernissinna Á KREPPUÁRUNUM — hafi þá þótt við eiga af vafa- laust mörgum þegnum þess arar þjóðar---------hvað skyldi þá í dag?!! íslenzka þjóðin er fyrir löngu komin út úr KREPP • UNNI en þrátt fyrir þá stað reynd blasir hvarvetna við: MEIRI KREPPA — á KREPPULEYSISÁRUM!!! „Allt er að VERÐA óreið- unnar fjandi . . .“ — því hafi KREPPA verið rétt- nefni „i den tid“ — þá . . . „sæmir mér ekki sem íslending . .' .“, að nefna smásmugulegra orð þess- ar stundirnar---------en ÚLFA-KREPPU!!! Er það máske ekki sann- nefni — að kalla ástand þjóðmálanna ÚLFA- KREPPU — þegar litið er til þess, að gengisfelling — kaupkröfuhækkanir — vöruhækkanir — sí aukin skattpining — samdráttur „MOTTO: Hvar eru verkin? Viltu ei þjóð mín skoða viljalaust þing með rifinn trúarskjöld. Dáðlausir menn á málefnunum troða, metast um bita og lítilfjörleg völd. Horfinn er dugur, drepinn þingsins sómi, dottar nú lýður yfir slíkum dómi. Sorglega hverfur sannur manndómsandi, sannleikans festa og dyggðum prýddir menn. Allt er að verða óreiðunnar fjandi, ataður fanta- og lydduskap í senn. Þingið er eins, og það er versta meinið, þjóðlífið spillist — rotnar fyrst við beinið.“ Þetta kvæöi er Kjartan Ólafsson!! eftir Þess vegna hefi ég tekið það til birtingar — að mér sýnist svo furðulega margt sannleikskornið I því — sem frómt frá sagt gæti jafnvel frekar átt við í dag — heldur en fyrir röskum 30 árum!! „Kreppuárin forffum----- voru hátíð hjá ÚLFA- KREPPUNNI - sem ríkis- stjórnin er nú í...!! “ Eitt er víst, að hvað sem öllum Nazisma og öðrum stjórnmálastefnum liður — fyrr og síðar — þá bókstaf- lega gæti almenningur núna — með fullum rétti í atvinnumálum og fram- kvæmdum o. s. frv. — gæg- ist upp fyrir sérhverja hundaþúfu, sem valdhaf- arnir hafa kosið að hreykj a sér upp á — í stjórnartíð sinni undanfarin ár — og þó einkum á hinum síðustu 7 til 8 árum?!! Svari nú hver fyrir sig! „Hlutafélagið „Bjarni píslarvottur & Gylfi ferðalangur“ . . . ! ! í pésa sínum um „HRUN ÞINGRÆÐISINS" — segir Jón m. a.: „Allt miðast við stjórn- málaskoðanir og hagsmuni hins ráðandi flokks. Sum- staðar fara Jafnaðarmenn með völdin, annars staðar Framsóknarmenn og á þriðja staðnum Sjálfstæð- ismenn — allstaðar ójafn- aðarmenn. Hvergi er neitt sameiginlegt starf. Allir á móti öllum og allt á hausn um er alveg hæfilegt brennimark á ástandið' ...! Áður segir Jón: „Ábyrgð byggist á skyld- um, og ef þær eru ekki upp fylltar, verður í þessu sam bandi að tala um refsing .“...! ! Og enn segir svo: „að ætti að geta verið öllum Ijóst, að það er hreinn óþarfi að hafa 42 þingmenn (þ. e. árið 1934), hvað þá fleiri. Færri — t. d. 20—30 — eru alveg eins færir um að leysa vanda- mál þjóðarinnar ...“ ! ! Nú éru þingmennirnir orðnir 60 að tölu — stofn- að hefur veriö Hagráð með 20 mönnum — nefndafjöld inn hefur margfaldast — bankastjórum fjölgar í öf- ugu hlutfalli við aðstoðina, sem bankarnir veita al- menningi — og þannig mætti lengi áfram rekja raunalistann — sem þjáir íslenzku þjóðina miklu meira með hverju árinu! Þegar niðursetningar harð indaáranna forðum eru loks horfnir — hafa aðr- ir þannig tekið við hlut- verki þeirra, —------stór- um þyngri á fóðrum-------- þrautleiðinlegir gámar — — óstarfandi — og sumir naumast ferðafærir milli Landsbankans og Hótel Borgar!! Sízt er ég „heillaður“ af múgsefjun Nazismans og geðveiki Hitlers — en ein- hvern veginn virðist mér, að meinlegri örlög geti eigi — heldur en þau — að skrif ungs manns fyrir 30 árum -----mótuð af öfgum, og áhrifagirni æskuára------- skuli á þessum haustmán- uðum ársins 1966 --------- vera hrein vizka við hlið- ina á ríkjandi stjórn- heimsku hlutafélagsins .BJARNA PÍSLARVOTTS & GYLFA FERÐALANGS“.!! Hvað um það — ekki þýð ir íslenzku þjóðinni lengur að standa sífellt í bleyju- þvotti--------það er vissu lega kominn tími til að taka stálpaðri börn — í íslenzku ríkisstjórnina...! ODEIGUR

x

Nýr Stormur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýr Stormur
https://timarit.is/publication/793

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.