Nýr Stormur


Nýr Stormur - 23.09.1966, Blaðsíða 11

Nýr Stormur - 23.09.1966, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 23. sept. 1966 ^Íoimuir 11 GUNNAR HALL: Þættir ör stjórnmálasögu íslands eftir árið 1900 Fundur í Bárubúö Sýndi ræöumaður því næst framá með ljósum rökum, að niðurstaða sú, , sem þessir bræðingsmenn hefðu komizt að, væri ekkert annað en Upp- kastið alræmda, millilanda- frumvarpið frá 1908 með þeim breytingum, sem upp- kastsmenn sjálfir heföu gert á því á þinginu 1909 (minnihl. breytingarinnar), að viðbættu örlitlu öðru, sem vart myndi til neinna bóta. Hefðu sjálf- stæðismenn algjörlega yfir- gefið sínar fyrri skoðanir, hop að af þéim grundvelli, sem þeir hefðu áður barist á, og all ir uppkastsandstæðingar, þar sem þeir nú gengnir inn á það» að óuppsegjanleg yrðu um ald ur og æfi þau tvö aðalmálin (utanríkismál og hermál) sem úr því skæru, hvort um full- valda ríki væri að ræða eða eki. Með þessu girtu þeir fyrir það, að við gætum nokkurn tíma hugsað til þess að losna út úr sambandinu (skilja við nani). Þar sem lögfesta ætti þessi mál (og þar með ísland) í danska ríkinu. Og svo langt hopuðu „sjálf- stæðismenn" aptur á bak, að þeir gengu að því, að gefa það eftir, sem sjálfir uppkastsm. voru horfnir frá á þinginu 1909: að sambandið héti „det danske Monarki" (hið danska konungsríki) og að' ísland væri í „Statsforbindelse" (rík ishluta sambandi“) við Dan- mörku. Þeir ætluðust til sem verra var en uppkastið gerði ráð fyrir, að 57. gr. stjórnar skrárinnar yrði tekin upp í sambandslögin, og þannig við urkennt íslenzkt sérmál lagt undjr samþykki dansks ríkis valds o. s. frv. Og þetta „nýja“ sem nota ætti sem dulu til að breiða yfir stökkið, er „sjálf- stæðismenn“ hopa frá stefnu sinni, hinum uppsegjanlega grundvelli yfir á hinn óupp- segjanlega uppkastsgrundvöll, — þessi ráðherra frá okkur i Höfn ' (í ríkisráðinu), sem „gæta ætti hagsmuna okkar“ í sameiginlegu málunum, væri auðsjáanlega ekkert annað en fánýtur embættismaður, sem hirða ætti sin laun, er ísland borgaði honum, engu gæti hann fram komið, eins og frá honum væri gengið í „bræð ingsuppkastinu“, þar sem Dan ir gætu eins vel stjórnað þeim málum án hans, og létu íslend inga sjálfráða hvort þeir vildu hafa hann þar eða ekki! — Um þetta hefði nú ísafold og hennar nánustu fylgifiskar gert bandalag við „uppkasts- berserkina“ gömlu, hefðu skuldbundið sig til með undir- skriftum, eð fylgja fram milli- landanefndar uppkastinu með þessum „breytingum" — og mynda til þess einn stjórnm. flokk. Þetta hefðu þeir gert allt í leyni og á bak við alla flokksmenn svo að segja, og síðan gert og ætlað sér að gera öflugar tilraunir til að veiða menn á þetta „samkomulag", án þess að birta hefði átt, um hvað samkomulagið væri. Nú ætli þeir að hjálpa fjandmönn um sínum, vera fyrri til að demba á þjóðina uppkastinu, gera það sama, sem ísafold hefði hamast mest á móti og skammað heimastjórnarmenn fyrir æruleysisskömm. Fær nú blaoið framan í sig öll sín orð — og verður nú, og þess menn, að styðjast við tóm rök uppkastsmanna! Engin furða væri, þótt Guð- mundur Hapnesson væri að braska í að koma þessu á — hann hefði víst alltaf verið veill fyrir „uppkastinu" og nú orðinn einskonar bræðings- maður af guðs náð. Kynlegra væri með suma aðra, er nú hefðu snúizt allt í einu, svo sem Björn Jónsson — en sjálf sagt væri vanheilsu hans að einhverju um að kenna. Eða Einar Hjörleifsson sem talað og nafnlaust, fram að síðustu tímum gegn uppkastinu og uppkastsmönnum. Eða Sigurð Hjörleifsson, sem menn hefðu haldið einn allra ýtnasta flokksmannin (að ýmsra áliti um of), nú þegar nýbúið væri að ráða hann til að vera í framtíðinni stjórnmálarit- stjóra ísafoldar, í þeirri mein ingu gert, að koma henni úr þeirri pólitísku niðurlægingu, sem hún nú um hríð hefur verið í, hefði hann svikið flokk og stefnu, ásamt fleir- um. En þeir menn, sem skuld- bundið hefðu sig til að styrkja hann með fjárframlögum til ritstjórnarstarfa við ísafold, og álitsvo að uppi gæti hald- ist stefna og álit sjálfstæðis- flokksins, gætu ekki verið við það bundnir lengur, er hann hefði komið sér saman við heimastjórnarmenn að mynda með þeim nýjan flokk. Nokkrir af þeim, sem undir hefðu skrifað skuldbindingu þessara bræðingsmannahefðu líklega verið til þess neyddir, á einn eða annan veg, með röngum skýringum á sam- /komuláginu o. fl. Nú hefðu ísafold og heima- stjórnarblöðin myndað ,hring‘ um bræðinginn, ætluðu sér að útiloka allar athugasemdir við hann, en lofprísa samkomulag ið á alla lund, með allskonar blekkingum og fyrirslætti eins og þegar væri byrjað á 1 þeim blöðum. í sameiningu ætluðu þau sér nú að segja það hvítt, sem svart, og svart, sem er hvítt! Því væri örðugt aðstöðu fyrir þá, sem ekki hefðu látið af sannfæringu sinni, meðal landvarnar- og sj álfstæðis- manna. Og fáránlegt væri til þess að hugsa, að mennirnir hefðu hlaupið til þessa, til eyðileggingar á sjálfstæðis- flokknum einmitt nú; nú hefði flokkurinn af ýmsum ástæðum staðið svo vel að vígi, að lítil ástæða hefði ver- ið að kasta sér í faðminn á heimastjórnarflokknum, sem ekki hefði neitt sérlega glæsi- lega aðstöðu. En mönnunum hefði sjáanlega legið mikið á að komast í samábyrgðina, ísafold væri nógu lengi búin að tönglast á henni og útmála gæði hennar. — ísafoldarlið- ið hefði nú ekki lengur getað verið án fyrir utan. Og tung- unni væri það tamast, sem hjartanu væri kærast! En þetta yrði sú argvítugasta „samábyrgð", sem hugsast gæti, þar sem „makkað“ yrði um velferðarmál þjóðarinnar og þeim miðlað eftir því sem samábyrgðarhöf ðingj unum þætti henta. Ræðumaður sagði að lokum að gegn þessari yfirvofandi siðspillingu yrðu allir góðir drengir að berjast eftir mætti, þótt reynt yrð af sambræð- ngum á alla lund að kæfa alla mótstöðu. Landvarnar- og sjálfstæðismönnum, er fylgt hefðu fram réttu máli, án þess að „spekúlera“ í hinu eð- ur þessu yrðu nú að vera fast- ir fyrir og ekki láta þessa svo- kölluðu leiðtoga og flokk, tæla sig burt frá sinni sjálfstæðis- stefnu. En nú er eldraunin fyrir dyrum. Filistear — Framh. af bls. 12. hann til kaupanna, ef hann gæti útvegað nægilegt fé, en sjálfur kvaðst lögfræðingur- inn ekki sinna fjárútvegun í þessu máli, þar sem hér væri um gróðabrall að ræða, en hann kvaðst hafa nóg á sinni könnu. Öðru máli hefði verið um að ræða, ef fasteignasal- inn hefði verið að kaupa sér íbúð, þá hefði hann ef til vill reynt að hlaupa undir bagga. Lögfræðingnum, sem er úr betri helming stéttarinnar hafði fallið vel við unga mann inn og þeirra viðskipti höfðu verið slétt og þess vegna vildi hann ekki aðstoða hann í þessu máli, vegna þess að hann vissi að hér var um nauð arsölu að ræða. Gekk honum gott eitt til við að láta hinn unga mann spila á eigin spítur, en ekki aðstoða hann við að gera slík „kúpp“, þar sem það gæti haft slæm áhrif á fjármálalegt siðferði hans. Taldi hann víst, að þótt hann segði sitt álit á kaupun- um og hvetti hann til þeirra, að þá skipti það ekki máli; ungi maðurinn hefði ekki féð undir höndum og gæti ekki fengið það í bönkum. Hann hafði hinsvegar ekki hug- mynd um að félagi hans geymdi stóra fjárhæð fyrir mennina utan af landi. Enda fór svo, honum til mikillar undrunar að hann var beðinn um að gera samningana á kaupum unga mannsins á húseigninni. Framh. á bls. 5 H(JNAN6SGULTBDÖKKGRÆNTaaGULT0KKUR ljómagult ^RÍMUVÍTt .^.^.^.„.„.„.„•„.„.^■„■„.„■„...„■„■„■„■.■.■.■„■.■„■„•.■„■.■.■„■.■.■.■.■„■.■„■.■„■.■.■.■.■.■.■.■.■.■.■.■.■.■.■.■^.■.V.V.V.V.V.'.V.V.V.V.V.V.V.'.WiV.VAV

x

Nýr Stormur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýr Stormur
https://timarit.is/publication/793

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.