Nýr Stormur


Nýr Stormur - 23.09.1966, Blaðsíða 3

Nýr Stormur - 23.09.1966, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 16. sept. 1966 ^ÍÍ&ftMIIR 3 Lög og réttur Eitt af hinum fjölmörgu vandamálum, sem herja hina hefðbundnu atvinnuvegi landsmanna, er ágangur ránfugla á varplönd. íslenzkt æðarvarp á engan sinn líka í heiminum. Ef rétt væri að unnið, myndi vera hægt að gera hér stóráíak í atvinnumálum, þar sem verðmæti æðardúnsins er gífurlegt og útflutningsmögu- leikar ótæmandi. Fyrir nokru síðan skeði athyglisverður atburður í Barðastrandarsýslu, en þar lagðist örn á æðarvarp og olli miklu tjóni. Bóndinn kom fram sem góðum og löghlýðnum borgara sæmdi, en undi illa tjóni sínu, sem von var. Snéri hann sér til menntamálaráðuneytis- ins, sem lagði honum þær lífsreglur að láta örninn í friði, en hins vegar myndi ríkissjóður bæta honum tjónið. Gerði bóndi 75.000 króna bótakröfu, og til vara bætur eftir mati óvilhalls dómara. Undirréttur sýkn- aði rikissjóð af kröfum bónda í þesu máli, en Hæsti- réttur rétti bónda hundsbætur nokkrar, sem ekki munu hafa numið nema broti af tjóni hans. Hinsvegar fengu þrír lögfræðingar greiðslu fyrir málflutning og hefir þess vafalaust verið vel gætt, að þeir biðu ekki tjón af fyrirgangi arnarins. Þessir lögfræðingar voru Jóhannes Lárusson, sem fékk 13.000 krónur. Bogi Ingimarsson fékk 10.000 og Hjörtur Torfason 10.000 eða samtals 33.00i0 krónur. Hafa þeir ekki þurft að leita til feðra sinna um vasaaura þann daginn! Bóndanum, sem fyrir tjóninu varð, lét Hæstiréttur nægja heilar 15.000 krónur. Hér kemur hluti af forsendunum fyrir kröfum bónda i Stefnandi kveður örninn hafa haldið sig þarna í varplandinu í um þriggja vikna skeið, en hann kveður ekkert hafa verið gert til að fæla hann í burtu, enda kveðst hann hafa talið, að hann væri að hlýða lög- unum og að hann mundi fá tjón sitt bætt samkvæmt upplýsingum sýslumannsins. Stefnandi kveður varpið í Lyngey alveg hafa verið eyðilagt, og einnig kveður hann varpinu á eyjunum þar í kring hafa verið spillt mikið. Hann kveður æðarkolluhreiðrum hafa verið spillt í hundraðatali, víða hafi fundizt æðarkolluhræ við hreiðrin, egg hafi verið horfin og dúnn ýmist farinn eða rifinn út um allt, en það, sem tekizt hafi að ná saman af dún, hafi verið léleg vara. Kveður stefnandi spjöllin hafa orðið meiri vegna þess, að örninn hafi lagzt á varpið, þar sem það var þéttast, þ. e. þar sem mest hafði verið gert til að hæna fuglinn að. Stefn- andi kveður heildartölu hreiðra þetta sumar hafa verið 3000—3500, áður en spjöll hafi verið unnin í varpinu, en hann telur, að örninn hafi spillt um 1000 hreiðrum að meira eða minna leyti. Stefandi kveður hins vegar ekki hægt að einskorða tjónið, sem hann hefur orðið fyrir af völdum arnarins, við þann tíma, sem örninn hélt sig í varplandinu, því að æðarfuglinn hafi orðið skefldur og forðazt varplandið og hafi það verið fyrst fimm árum síðar, sem dúntekja úr varplandinu hafi farið að nálgast eðlilegt horf. Og hér kemur niðurlag dóms hæstaréttar: Áfrýjandi hlítti banni yfirvalda við því að verjast erninum, svo sem hann taldi duga. Má gera ráð fyrir, að tjón áfrýjanda af völdum arnarins hafi orðið meira fyrir þá sök, að hann af hlýðni við bann yfirvalda hélt að sér höndum. Þykir eðlilegt, að ríkissj óður bæti áfrýj - anda það tjón af völdum arnarins, sem áfrýjandi beið, vegna þess aö hann beitti eigi varnarrétti sínum. Nokk- uð er á huldu um þetta tjón áfrýjanda, enda voru eigi dómkvaddir menn til að meta það, þrátt fyrir það að áfrýjandi beiddist slíkrar dómkvaðningar í bréfi til sýslumanns 8. ágúst 1957. Hér og þess að minnast, að svartbakur herjar mjög á eggver æðarfugla. Að öllu athuguðu, þar á meðal sönnunaraðstöðu í máli þessu, þykir rétt að meta bótaskylt tjón áfrýjanda kr. 15.000.00. Ber að dæma stefnda til að greiða honum þessa fjár- hæð ásamt 7% ársvöxtum frá 1. júlí 1957 til greiðslu- dags. Kostnaöur af máli þessu greiðist úr ríkissjóði, þar með talin laun talsmanns áfrýjanda í héraði, kr. 10.000.00, og laun talsmanns áfrýjanda fyrir Hæstarétti, kr. 10.000.00. DÓMSORÐ: Stefndi, fjármálaráðherra f. h. ríkissjóðs, greiði áfrýj- anda, Jóni Daníelssyni, kr. 15.000.00 ásamt 7% ársvöxt- um frá 1. júlí 1957 til greiðsludags. Kostnaður af málinu greiðist úr ríkissjóði, þar með talin laun talsmanns áfrýjanda í héraði, Jóhannesar Lárussonar hæstaréttarlögmanns, kr. 10.000.00, og laun talsmanns áfrýjanda fyrir Hæstarétti, Hjartar Torfa- sonar héraðsdómslögmans, kr. 10.000.00. MAKAROV BALALAIKA LEIKARI Hópur ungra rússneskra listamanna kemur til lands ins nú í vikunni og skemmt ir í Þjóðleikhúsinu á sunnu dagskvöld. Þetta eru 8 ungmenni sem syngja, dansa, leika á hljóðfæri, sýna látbragðs- leik og loftfimleika. Hópurinn mun einnig ferðast um byggðir lands- ins og skemmta í félags- heimilum. HLUTLEYSI ÚTVARPS- INS OG LEIÐARALESTUR Eins og menn vita, eru lesnir leiðarar dagblaðanna í útvarpinu á hverjum morgni 6 daga vikunnar. Hið hlutlausa ríkisútvarp dembir yfir þjóðina á degi hverjum pólitískum áróðri dagblaðanna. Við því er ef til vill ekkert að segja, þar sem ekki er gert upp á milli flokkanna. Hvort hlustendur fá svo hlutlausa mynd af áróðurs lestri þessum, er svo annað mál. - Hér eru gefin út nokkur vikublöð, sem flest eru ó- háð pólitískum flokkum. í þessi vikublöð eru ritaðir leiðarar, þar sem oft koma fram sjónarmið, sem eru bannfærð af pólitísku flokk unum, vegna þess að þeir hröfla við gauksungum þeim, er hreiðra um sig i hreiðrum, sem stjórnmála- flokkarnir hafa búið þeim. N Ý R STORMUR Afgreiðsla Laugavegi 30 A Áskriftar- og auglýsingar- sími 22929 Vikublað — útgáfúdagur: FÖSTUDAGUR Lausasöluverð kr 10.00 Hvernig væri nú að út- varpið léti lesa upp úr þess- um leiðurum á mánudög- um? l Engan myndi það drepa og áreiðanlega yrði engu síður á þá hlustað, en leið- ara dagblaðanna, sem þau lýsa yfir að sé þvættingur einn, þegar þau ræðast við. Ungir rússneskir listamenn :♦: ;♦: :♦: :♦: :♦: rb bq m :♦: :♦: :♦: :♦: ;♦: :♦: :♦: :♦: ;♦: ;♦: ;♦: :♦: :♦: >: :♦: :♦: :♦; ;♦; :♦: :♦; :♦; & :♦, ;♦: :♦; :♦: :♦: :♦: :♦: :♦: :♦: :♦: :♦; :♦: :♦: :♦: ;♦: :♦: :♦; ;♦: ;♦: ;♦: :♦: :♦; :♦: ;♦: :♦: ;♦; :♦; :♦: ;♦: :♦: :♦: :♦; :♦: § :♦: ;♦: ;♦; :♦: :♦: ;♦; :♦: :♦; :♦: :♦: :♦; :♦; ;♦: TONLEIKAR LISTDANS LÁ TBRA GÐSLEIK UR LISTFIMLEIKAR í Þjóðleikhúsinu sunnudaginn 25. september kl. 20. Aðgöngumiðar í Þjóðleikhúsinu frá kl. 13.15 á fimmtudag. PÉTUR PÉTURSSON. Tilkynning Vér viljum vekja athygli heiðraðra viðskiptavina vorra á því, að vörur, sem liggja í vörugeymslum vorum eru ekki tryggðar af oss gegn bruna, frost- um eða öðrum skemmdum og liggja því á ábyrgð vörueigenda. H.F. EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS. i :♦: ;♦: jí :♦: :♦; I ;J: I §. § :♦: :♦: § :♦: ;♦: § :♦' ;♦: ;♦: :J: :♦: ;J| ;J: :J: ;♦; I :♦: :♦: ;♦: :♦: :♦: :♦: :♦: :♦: :J: I ♦>;>x»>;>x»>x»>:>:>:>:>:>:>:>:>x»>:>;>x»>x>x>x>:>:>:>>;>x»>:»:>:>;>:>:>í>í>:>:>!>:>!>í>:í

x

Nýr Stormur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýr Stormur
https://timarit.is/publication/793

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.