Morgunblaðið - 21.05.2010, Side 1
F Ö S T U D A G U R 2 1. M A Í 2 0 1 0
Stofnað 1913 117. tölublað 98. árgangur
FÓR NÁNAST
ÓVART AÐ
HANNA FÖT
FRÍSKLEG
RÓMANTÍK
Í SUMAR
MERKTIR LAXAR
Í LAXÁ Í AÐALDAL
SEGJA SÖGU
LIFUN 24 SÍÐUR VEIÐIPISTILL 8SILJA VERKFRÆÐINGUR 10
kvæðagreiðslu hér á landi og bent
er á að ríkisstjórnin sé klofin í mál-
inu. Þá segir að stuðningur íslensks
almennings við ESB-aðild hafi farið
minnkandi, m.a. sökum þess að
margir Íslendingar hafi á tilfinning-
unni að sambandið hafi beitt þjóðina
þrýstingi í Icesave-deilunni. Þá trúi
Íslendingar því ekki að skilið verði á
milli deilunnar og umsóknarinnar
þegar hún verður tekin fyrir.
Hlynur Orri Stefánsson
og Örn Arnarson
Samninganefnd Íslands gagnvart
Evrópusambandinu vonast til að
leiðtogaráð sambandsins ákveði á
lýðveldisdegi Íslendinga að hefja
aðildarviðræður. Ráðið fundar yfir-
leitt fjórum sinnum á ári og hefur
næsti fundur þess verið boðaður 17.
júní.
„Við göngum út frá því að ákvörð-
un um að hefja viðræður verði tekin
í júní,“ segir Stefán Haukur Jó-
hannesson, formaður samninga-
nefndarinnar. Aðildarumsókn Ís-
lands er ekki að finna á drögum að
dagskrá fundarins. Líklegt er þó að
dagskráin eigi eftir að breytast,
segir Stefán Haukur, sem vonast til
að umsókn Íslendinga verði af-
greidd á fundinum.
Hafnað í atkvæðagreiðslu?
Í nýrri skýrslu framkvæmda-
stjórnar Evrópusambandsins koma
fram efasemdir um að aðildarsamn-
ingur hljóti samþykki í þjóðarat-
Grænt ljós
gefið 17. júní?
Búist við að leiðtogaráð ESB afgreiði
umsókn Íslands á lýðveldisdeginum
Efast um að Íslendingar samþykki
Reuters
Næsti fundur Leiðtogaráð ESB
fundar á lýðveldisdegi Íslendinga.
MHöfuðáherslan | 20
Hún Sigrún Ásta fagnaði rigningunni þar sem hún spókaði sig með
mömmu sinni á Flókagötunni í hárauðum regngalla og með fína regnhlíf.
Gróður jarðar tók vökvuninni einnig fagnandi og þessa dagana má nán-
ast sjá grasið spretta. Björtu veðri er spáð víða um land um helgina og þá
draga Frónbúar væntanlega fram sólgleraugu og sumarstuttbuxur.
Morgunblaðið/Eggert
Vætan vekur brosin
Hljóðið í verkalýðsfélögunum um
landið er mjög þungt og er meðal
annars rætt um þann möguleika að
nýta verkfallsréttinn í haust, grípi
stjórnvöld ekki til aðgerða til að
örva atvinnulífið, að sögn Gylfa
Arnbjörnssonar, forseta ASÍ.
„Fólk er hrópandi á einhverjar
lausnir og þegar þær ekki verða til
gefur augaleið að það eru
lausir kjarasamningar í
haust,“ segir Gylfi.
„Ég finn að það er mikið óþol í
fólki,“ segir Vilhjálmur Egilsson,
framkvæmdastjóri Samtaka at-
vinnulífsins, spurður um óróann í
verkalýðshreyfingunni. Hann
kveðst ekki „bjóða í að hugsa til
haustsins“ rætist ekki úr ástandinu.
„Ef staðan verður sú að verkalýðs-
hreyfingin fer að efna til verkfalla
gegn okkur þá lítum við ekki á það
sem árás á okkur heldur er það þá
sameiginlegt vandamál gagnvart
stjórnvöldum, hver sem þau eru,
sem við þurfum þá að glíma
við. Því samskipti okkar við
verkalýðshreyfinguna eru
mjög góð.“
Verkalýðsfélög ræða möguleika á verkföll-
um í haust verði ekki gripið til aðgerða
Flokkar fólks í
atvinnuleit verða
fengnir til að-
stoðar þar sem
mestar búsifjar
hafa orðið vegna
eldgossins í Eyja-
fjallajökli.
Elvar Ey-
steinsson, sveit-
arstjóri Rang-
árþings eystra,
sagði að í dag yrði undirritaður
samningur sveitarfélaga á gos-
svæðinu, atvinnuleysistrygginga-
sjóðs og félagsmálaráðuneytisins
um störfin. »4
Atvinnuleitendur til
starfa við hreinsun
Mikið verk er óunn-
ið við hreinsunina.
Egill Ólafsson
egol@mbl.is
Félagsmálaráðherra stefnir að því
eftir sveitarstjórnarkosningar að
leggja fram frumvarp á Alþingi um
lækkun bílalána í erlendri mynt. Það
felur í sér að algeng lækkun höfuð-
stóls verður 20-35%. Hámarkslækk-
un höfuðstóls er þrjár milljónir. Skv.
frumvarpinu verður ekki heimilt að
innheimta eftirstöðvar bílaláns með
því að ganga að húseign lántakans.
Ekki var samstaða meðal allra
fjármögn-
unarfyrir-
tækjanna
um að ganga
til samninga
við stjórn-
völd um
lækkun höf-
uðstóls bíla-
lána í er-
lendri mynt.
Niðurstaðan
er því sú að
lagt verður
fram frum-
varp, en það
er núna til
umfjöllunar
hjá þing-
flokkum.
Kveðið er
á um að eft-
irstöðvar
bílalána ein-
staklinga verði bakreiknaðar að lán-
tökudegi með tilliti til gengisþróunar
og síðan framreiknaðar með tilliti til
verðlagsþróunar með 15% álagi.
Dóms er að vænta í lok júní
Líklegt er að dómur falli í Hæsta-
rétti í lok júní um lögmæti bílalána í
erlendri mynt, en tveir dómar hafa
fallið í héraðsdómi um málið. Í öðr-
um voru lánin talin lögleg, en í hinum
ólögleg.
Hámarks-
lækkun 3
milljónir
Höfuðstóll bílalána
niður um 20-35%
Bílalán
» Um 36 þús-
und manns eru
með erlend bíla-
lán. Meðalupp-
hæð eftirstöðva
er um 2,5 millj-
ónir.
» Félagsmála-
ráðherra kynnti í
september í
fyrra hugmyndir
um lækkun höf-
uðstóls bílalána.
Ekki er enn kom-
in endanleg
niðurstaða í
málið.
M Keyra niður | 9
gerir grillmat að hreinu lostæti!
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
38
33
8
Í skýrslu framkvæmdastjórnar ESB
kemur fram að ríkisstjórn Íslands
leggi höfuðáherslu á að gjaldeyr-
ismálin verði í forgrunni aðild-
arviðræðnanna. Stjórnvöld hafi það
markmið að „feikileg skuldsetning
ríkissjóðs“ standi ekki í vegi fyrir
upptöku evrunnar.
Steingrímur J. Sigfússon fjár-
málaráðherra segir erfitt að spá um
það hvenær Íslendingar muni upp-
fylla skilyrði aðildar að mynt-
bandalaginu, en til þess þarf ríkið
m.a. að greiða niður skuldir um 600
milljarða, auka stöðugleika krón-
unnar og minnka verðbólgu. „Við
eigum nóg með að koma í veg fyrir
að skuldir aukist.“ Þá ítrekar hann
að minnka þurfi skuldir og auka
stöðugleika óháð skilyrðum ESB.
Minnka þarf „feikilegar“ skuldir
RÍKISSTJÓRN ÍSLANDS LEGGUR HÖFUÐÁHERSLU Á EVRUNA