Morgunblaðið - 21.05.2010, Blaðsíða 4
365 bíða afplánunar með
408 dóma yfir höfði sér
Fangelsi landsins yfirfull og þörfin á nýju fangelsi aldrei brýnni
Morgunblaðið/RAX
Litla-Hraun Stærsta fangelsi landsins er jafnan yfirfullt og tvísetið í sumum
rýmum. Alls eru þar hátt í 90 rými, af um 150 sem standa til boða á landinu.
146
fangar eru nú í fangelsum landsins;
Litla-Hrauni, Kvíabryggju, Kópavogi,
Akureyri, Bitru og Hegningarhúsinu.
144
gæsluvarðhaldsfangar á síðasta ári,
14 færri en árið 2008 en 22 fleiri en
árið 2007. Til samanburðar voru 86
slíkir fangar vistaðir árið 2005.
‹ TUKTHÚS Í TÖLUM ›
»
Heildarrefsitími fanga í
afplánun (í árum)
2009
2008
2007
2006
2005
2004
2003
2002
179
215 210 235 220
300 298
333
4 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. MAÍ 2010
Eftir er að skoða hvort kaup
Magma Energy Sweden (MES) á
hlut Geysis Green Energy í HS
Orku hf. séu að einhverju leyti frá-
brugðin kaupum MES í HS Orku á
liðnu hausti í ljósi laga um fjárfest-
ingu útlendinga í íslenskum at-
vinnurekstri. Unnur G. Kristjáns-
dóttir, formaður nefndar um
erlenda fjárfestingu, telur að kaup-
in verði skoðuð „hratt og örugg-
lega“ á næstu dögum. Hún sagði að
teldi efnahagsráðuneytið eða ráð-
herra einhvern vafa leika á því
hvort kaupin stæðust lög gætu þau
sent málið til nefndarinnar.
Nefndin fjallaði um kaup MES á
öðrum hlutum í HS Orku hf. á liðnu
hausti. Meirihluti nefndarinnar
taldi að þau kaup brytu ekki í bága
við lögin. Unnur taldi ólíklegt að
viðskiptin nú væru í eðli sínu frá-
brugðin fyrri kaupum MES á hlut-
um í HS Orku í ljósi fyrrnefndra
laga. gudni@mbl.is
Kaup Magma á HS
Orku verða brotin til
mergjar í ljósi laga
Morgunblaðið/Ómar
Umdeilt Magma keypti HS Orku.
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
„Þetta er í þriðja skiptið sem dregur
úr gosinu. Það er fullkomlega ómögu-
legt að segja hvort þessi lækkun er sú
síðasta eða ekki,“ sagði Magnús Tumi
Guðmundsson prófessor spurður
hvort gosið í Eyjafjallajökli væri að
fjara út.
Gosmökkurinn hefur lækkað und-
anfarna daga og bendir það til þess að
verulega hafi dregið úr kvikuflæði
miðað við lok síðustu viku. Mökkurinn
náði í gær upp í um fimm kílómetra
hæð. Nú er kvikuflæðið talið vera vel
undir 50 tonnum á sekúndu, að því er
kom fram í stöðuskýrslu Veðurstof-
unnar og Jarðvísindastofnunar HÍ í
gær. Þar sagði og að enn mætti búast
við sveiflum í gosvirkninni með
breytilegu gjóskufalli. Öskufall var í
Fljótsdal, innsta bæ í Fljótshlíð, í
gær.
Atvinnuleitendur í hreinsunina
Um 200 manns mættu á íbúafund á
Hvolsvelli í gærkvöldi og um 30 á fund
sem haldinn var fyrir Pólverja síðdeg-
is í gær. Vísindamenn og sérfræð-
ingar gerðu þar grein fyrir ýmsum
hliðum eldgossins og áhrifum þess.
Elvar Eyvindsson, sveitarstjóri
Rangárþings eystra, sagði að gott
hljóð hefði verið í fólki. Það spurði
talsvert um hegðun eldfjallsins og
framhald gossins en einnig um áhrif
öskunnar og hættu af svifryki.
Á fundinum kom fram að Vega-
gerðin ætlaði að laga veginn inn í
Þórsmörk og tæki það fjóra til fimm
daga. Elvar sagði að það þýddi ekki
að leiðin yrði þar með opnuð. Lok-
unin gilti enn.
Elvar sagði að mikil vinna færi nú
fram við að hreinsa burt ösku á
áhrifasvæði eldgossins og að aðstoða
bændur við bústörfin. Í dag stendur
til að undirrita samning sveitarfélaga
á svæðinu, atvinnuleysistrygg-
ingasjóðs og félagsmálaráðu-
neytisins um að flokkar atvinnuleit-
enda komi til hreinsunarstarfa og við
ýmislegt fleira sem þörf er á.
Gosið gengur upp og niður
Morgunblaðið/Júlíus
Gosið Gosmökkurinn úr Eyja-
fjallajökli hefur heldur lækkað.
Verulega virðist hafa dregið úr kvikuflæði í Eyjafjallajökli
Ýmsar hugmyndir að nýju fangelsi hafa komið á borð Páls Winkels. Ný-
lega var í Morgunblaðinu greint frá lokaverkefni rekstrarfræðinemenda í
Háskólanum í Reykjavík um ódýra fangaklefa í gámum, að erlendri fyrir-
mynd, og þá staðfestir Páll að á dögunum hafi innlendir aðilar komið að
máli við sig og viljað nýta vinnubúðir Bechtel, fyrirtækisins sem reisti
álver Alcoa-Fjarðaáls í Reyðarfirði, sem fangelsi.
Um þessar hugmyndir segir Páll að fyrsta mál á dagskrá sé að byggja
gæsluvarðhalds- og mótttökufangelsi. Sem gæsluvarðhaldsfangelsi
gangi þetta húsnæði ekki upp. „Eðli málsins samkvæmt verður slíkt
fangelsi að vera í nánd við dómstóla, lögmenn og lögreglu. Lang-
stærstur hluti þeirrar starfsemi er í Reykjavík. Það yrði óheyrilegur
kostnaður af því að vera með gæsluvarðhaldsfanga á Reyðarfirði,
sem þarf kannski að fara daglega til Reykja-
víkur í skýrslutöku eða fyrir dóm,“ segir
Páll.
Fangar í vinnubúðum Bechtel?
NÝ HUGMYND BARST FANGELSISMÁLASTJÓRA
20
fangar í
gæslu-
varðhaldi
í dag
23
fangar þar af í
afplánun
með erlent
ríkisfang
FRÉTTASKÝRING
Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
Alls bíða nú 365 dómþolar eftir af-
plánun í fangelsi, með alls 408 dóma
yfir höfði sér. Hefur tilvonandi föng-
um fjölgað um 20 á einum mánuði. Í
sumum tilvikum hafa menn beðið ár-
um saman eftir því að afplána dóma
sína. Í lok árs 2009 höfðu 15 beðið
lengur en í þrjú ár. Þá eru um tvö
þúsund manns sem skulda sektir og
þurfa að koma í afplánun.
Refsingar eru einnig að verða
þyngri og lengri. Þannig fór heildar-
refsitími fanga upp í 333 ár á síðasta
ári, borið saman við um 300 árin tvö á
undan og 220 ár árið 2006. Aukningin
á dæmdum refsingum nemur því tug-
um prósenta á skömmum tíma.
Fangelsismálastofnun hefur yfir
að ráða tæplega 150 plássum á land-
inu og eru þau öll fullnýtt, sum tvíset-
in. Inni í þessari tölu er Bitrufang-
elsið í Flóa, sem tekið var í notkun í
síðustu viku. Þar eru 16 pláss í boði
og nú þegar eru komnir þangað 14
fangar.
„Við verðum ekki lengi að fylla
Bitru,“ segir Páll Winkel fangelsis-
málastjóri við Morgunblaðið en Bitra
var hugsuð sem bráðabirgðaúrræði
til að leysa brýnasta vandann. „Þang-
að sendum við fanga sem við þekkj-
um og treystum.“
Vegna þessara þrengsla tekur
Fangelsismálastofnun inn þá fanga
af biðlista sem taldir eru hættuleg-
astir og hafa framið alvarlegustu
brotin. Þetta hefur það í för með sér
að meginþorri þeirra fanga, sem sitja
inni, hefur fengið dóma fyrir mann-
dráp, kynferðisbrot gagnvart börn-
um og fullorðnum, stór fíkniefnamál
og alvarlegar líkamsárásir. Þessum
hópi þarf stofnunin að raða inn í fang-
elsin, bæði opin og lokuð.
Tölur um fjölda gæsluvarðhalds-
fanga á þessu ári liggja ekki fyrir, en
sé eingöngu miðað við atburði síðustu
vikna í tengslum við rannsókn á
bankahruninu má gera ráð fyrir
nokkurri fjölgun slíkra fanga. Á síð-
asta ári voru 144 gæsluvarðhalds-
fangar vistaðir í fangelsum landsins,
voru 158 árið 2008 og 122 árið áður.
Föngum mun fjölga
Páll segir það sjálfgefið að aukning
á framlögum og mannskap til emb-
ætta eins og sérstaks saksóknara
vegna bankahrunsins og skattrann-
sóknarstjóra muni á endanum skila
sér í fjölgun fanga á næstu misserum.
Því sé brýnt að koma upp nýjum úr-
ræðum í fangelsismálum sem fyrst.
Að sögn Páls er unnið af fullum krafti
í forathugun á byggingu nýs fangels-
is. Áhersla er lögð á staðsetningu á
suðvesturhorni landsins. Hann bend-
ir á að gæsluvarðhaldsfangelsi þurfi
að vera mjög sérhæfð bygging.
„Til að rekstur slíks fangelsis geti
verið hagkvæmur þarf t.d. að hafa
eina varðstofu en ekki margar.
Hönnunin skiptir öllu máli og mik-
ilvægt að hafa eina miðlæga varð-
stofu, þar sem hægt er að sinna öllu
fangelsinu. Það er erfitt ef byggingar
eru hér og þar, eða ef byggingin er
ekki upphaflega hönnuð sem fang-
elsi. Nýtingarmöguleikar skipta
einnig máli. Við þurfum að geta notað
gæsluvarðhaldsklefa fyrir afplánun-
arfanga þegar enginn er í gæsluvarð-
haldi,“ segir Páll.
Hæstiréttur staðfesti í gær farbann
yfir Ingólfi Helgasyni, fyrrverandi
forstjóra Kaupþings á Íslandi. Í
fyrradag hafði Hæstiréttur einnig
staðfest farbann yfir Hreiðari Má
Sigurðssyni, fyrrverandi forstjóra
Kaupþings.
Björn Þorvaldsson, saksóknari
hjá sérstökum saksóknara, stað-
festi að þeir Hreiðar Már og Ing-
ólfur yrðu í farbanni til 28. maí
næstkomandi. Það sama á við um
þá Magnús Guðmundsson, fyrrver-
andi forstjóra Kaupþings í Lúxem-
borg, og Steingrím Kárason, fyrr-
verandi framkvæmdastjóra
áhættustýringar Kaupþings.
gudni@mbl.is
Forstjórar í farbanni
„Ég held að það verði óhjákvæmi-
lega áherslubreytingar hjá Lands-
bankanum. Þjóðfélagið allt kallar
eftir því,“ segir Steinþór Pálsson,
nýráðinn banka-
stjóri Landsbank-
ans. Mikið hefur
gengið yfir
bankamenn,
bendir Steinþór
á, og mikilvægt
að þeir rífi sig
upp og „hristi af
sér slenið“. Að-
spurður segir
hann þó of fljótt
að nefna tilteknar breytingar sem
verði á rekstri bankans.
„Mitt fyrsta verk verður að kynna
mér starfsemina og fólkið, og ég
ætla að bíða með miklar yfirlýsingar
þar til ég hef gert það. Ég held að
þar sé mikil þekking og kraftur sem
þarf að leysa úr læðingi.“
Steinþór, sem starfar sem fram-
kvæmdastjóri hjá Actavis, hefur
störf í bankanum 1. júní. 42 umsókn-
ir um starfið bárust.
Formaður bankaráðs Landsbank-
ans segir í tilkynningu að stefnan
hafi verið að ráða „bankastjóra sem
væri leiðtogi, öflugur rekstr-
armaður með bankareynslu og gæti
unnið vel með viðskiptavinum,
bankaráði og starfsmönnum bank-
ans“. Steinþór hefur meðal annars
starfað hjá Verzlunarbanka Íslands,
Íslandsbanka og Urði, Verðandi og
Skuld.
Boðar áherslubreyt-
ingar hjá bankanum
Steinþór Pálsson