Morgunblaðið - 21.05.2010, Síða 9
Fréttir 9INNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. MAÍ 2010
FRÉTTASKÝRING
Egill Ólafsson
egol@mbl.is
Frumvarp um lækkun bílalána í er-
lendri mynt verður lagt fram á Al-
þingi á næstu dögum, en það felur í
sér að algeng lækkun höfuðstóls
verður 20-35%. Hámarkslækkun
höfuðstóls er 3 milljónir. Samkvæmt
frumvarpinu verður ekki heimilt að
innheimta eftirstöðvar bílaláns með
því að ganga að húseignum lántak-
ans.
Meirihluti allra viðskipta með bíla
á árunum fyrir hrun var fjármagn-
aður með myntkörfulánum. Þessi
lán voru óverðtryggð og með mun
lægri vexti en almennt voru í boði
hér á landi. Þegar gengi krónunnar
hrundi hækkaði höfuðstóll lánanna
upp úr öllu valdi. Fjölmörg dæmi
eru um að höfuðstóll lánanna sé orð-
inn miklu hærri en verðmæti bílsins.
Lánstími vegna bílakaupa er mun
styttri en til fasteignakaupa og því
varð greiðslubyrði af bílalánum
mjög þung þegar gengið féll. Að
mati Ráðgjafastofu heimilanna eru
bílalán mjög þungur baggi á mörg-
um heimilum.
Ekki samstaða um lækkun
án lagasetningar
Stjórnvöld kynntu fyrst áform um
lækkun á bílalánum í september í
fyrra, tæpu ári eftir hrun. Í fyrstu
var rætt um að setja lög um málið,
en eftir viðræður við fjármögnunar-
fyrirtækin var ákveðið að freista
þess að ná samkomulagi milli stjórn-
valda og fjármögnunarfyrirtækj-
anna um lækkun á höfuðstól lán-
anna. Tvö fjármögnunarfyrirtæki
SP-fjármögnun og Íslandsbanki
lýstu sig tilbúin til að gera slíkt sam-
komulag. Lýsing var hins vegar ekki
tilbúin til þess og málefni Avant eru
flókin vegna þess að Sjóvá, eigandi
Avant, fór í reynd í þrot.
Eftir að ljóst var að ekki næðist
samkomulag við öll fjármögnunar-
fyrirtækin ákvað félagsmálaráð-
herra að kynna frumvarp til laga í
ríkisstjórninni. Frumvarpið er nú til
skoðunar hjá stjórnarflokkunum og
er búist við að það verði lagt fram á
þinginu strax eftir sveitarstjórnar-
kosningar.
Frumvarpið er efnislega eins og
samkomulagið sem verið var að
reyna að ná við fjármögnunarfyrir-
tækin.
Breytt í íslensk verðtryggð lán
Frumvarpið kveður á um að eft-
irstöðvar bílalána einstaklinga verði
bakreiknaðar að lántökudegi með
tilliti til gengisþróunar og síðan
framreiknaðar með tilliti til verð-
lagsþróunar að viðbættu 15% álagi.
Þessum 15% er ætlað að endur-
spegla þá auknu áhættu sem þessir
einstaklingar tóku með því að taka
gengisbundin lán og eins er þessu
álagi ætlað að taka tillit til þess að
lántakendur nutu hagstæðari vaxta
framan af en þeir sem tóku verð-
tryggð lán. Álaginu er einnig ætlað
að dekka kostnað við endurreikning
lánanna.
Þessi breyting mun leiða til þess
að algeng lækkun á bílaláni verður
20-35%. Lækkunin ræðst af lántöku-
degi og myntsamsetningu lánanna.
Mest misgengi er hjá þeim sem tóku
lán um ár 2007 og þeir munu því
hagnast mest á þessari breytingu.
Ef lánafyrirtæki er búið að leysa
bílinn til sín, en eftir stendur einhver
ógreidd skuld þá getur fyrirtækið
ekki fengið hana greidda með því að
leita fullnustu í íbúðarhúsnæði lán-
takandans. Viðkomandi lántaki mun
hins vegar hagnast á höfuðstóls-
lækkun eins og aðrir sem enn eru
með bílalán.
Ekki er í frumvarpinu gert ráð
fyrir að lán sem hafa verið greidd
upp verði endurreiknuð.
Frumvarpið kveður á um að há-
marksafskrift lána sé 3 milljónir.
Það þýðir að maður sem tók hátt lán
til að kaupa dýran bíl og hefði átt að
fá 5 milljóna króna lækkun miðað við
reiknireglu frumvarpsins fær höfuð-
stól lækkaðan um 3 milljónir.
Rætt í allan vetur
Árni Páll Árnason félagsmálaráð-
herra sagði í september í samtali við
Morgunblaðið, að hann ætlaði að
leggja fram frumvarp við upphaf
þings um lækkun höfuðstóls bíla-
lána. Stefnt væri að því að það tæki
gildi 1. nóvember. Um miðjan mars
sagði hann í samtali við Morgunblað-
ið að hann stefndi að því að leggja
fram frumvarp í næstu viku.
Eftir bankahrun tók nánast alger-
lega fyrir sölu á nýjum bílum, en sala
á notuðum bílum jókst hins vegar
mikið. Velta í notuðum bílum dróst
saman í nóvember og var mun minni
á fyrstu mánuðum þessa árs en hún
var á síðasta ári. Líklegt má telja að
þetta megi að einhverju leyti skýra
með þeirri óvissu sem skapaðist um
lögmæti erlendra bílalána eftir dóm
héraðsdóms og vegna áforma stjórn-
valda um að lækka lánin.
Keyra niður bílalán um 20-35%
Samkvæmt frumvarpi um lækkun höfuðstóls bílalána getur lækkun bílaláns mest orðið 3 milljónir
Ekki var samstaða meðal fjármögnunarfyrirtækjanna um að ganga til samninga um lækkun lánanna
Óseldir Fyrir hrun keyptu landsmenn mikið af bílum og flestir þeirra voru fjármagnaðir með erlendum lánum.
Morgunblaðið/Ómar
1 Bíll er keyptur á erlenduláni fyrir hrun.
Lán CHF
JPY
2 Eftir hrun hækkarlánið til muna,
vegna gengishruns
krónunnar.
Lán
3 Verði frumvarpið samþykktlækkar höfuðstóll erlendra
bílalána eftir flóknum reglum.
Höfuðstóllinn er
lækkaður til samræmis
við gengi jens og
franka á lántökudegi.
A
B
C
D
Höfuðstóllinn er svo fram-
reiknaður með tilliti
til verðlagsþróunar.
15% álag bætist við.
A
B
C
D
Lokaniðurstaða er 20-35%
lækkun höfuðstóls, þó að
hámarki lækkun um 3milljónir.
Bæjarlind 6, sími 554 7030
Eddufelli 2, sími 557 1730
www.rita.is
Langerma bolur
á 2.900 kr. • Margir litir
Kvartbuxur á 5.900 kr.
3 litir - stretch
afnýjumv
örum
Mjódd, sími 557 5900
Vordagar í Fröken Júlíu
Kjólar, skokkar og bolir
Frá Jensen 15% afsláttur á vordögum
Verið
velkom
narStaða fjármögnunarfyrirtækjanna
er nokkuð misjöfn. SP-fjár-
mögnun, sem er stærst á þessum
markaði, er t.d. búin að endur-
fjármagna sig. Lýsing fjármagnar
nær öll lán sem fyrirtækið hefur
tekið með erlendum lánum, en lán-
in eru hjá Deutsche Bank. Með því
að færa lán viðskiptavina sinna yf-
ir í íslenskar krónur kemur upp sú
staða að fyrirtækið er fjármagnað
í erlendum lánum en viðskiptavin-
irnir eru með lán í krónum. Lýsing
sneri sér til Fjármálaeftirlitsins og
spurði hvort fyrirtækinu væri
heimilt að gera þetta og auka
þannig gengisáhættu þess. Já-
kvætt svar kom frá FME.
Í viðræðum stjórnvalda við Lýs-
ingu kom fram að fyrirtækið úti-
lokaði ekki að fara í skaðabótamál
vegna lagasetningarinnar á þeim
grunni að lögin fælu í sér ólög-
mæta eignaupptöku. Hugsanleg
málsókn Lýsingar er ein ástæða
þess að dregist hefur að leggja
frumvarpið fram.
Annar þáttur í þessu máli er sú
lagalega óvissa sem er um lög-
mæti erlendra lána. Tveir héraðs-
dómar hafa fallið um lögmæti
þessara lána. Annar sagði að lánin
væru lögleg, en hinn að þau væru
ólögleg. Málunum hefur verið vís-
að til Hæstaréttar. Málið gegn SP-
fjármögnun verður flutt 2. júní og
því má búast við dómi um mán-
aðamótin júní/júlí. Ef Hæstiréttur
dæmir að erlend lán hafi verið
ólögmæt falla lögin um sjálft sig.
Ef dómurinn fellur á hinn veginn
eða ef hann er á einhvern hátt
óskýr þá gilda þau lög sem stefnt
er að því að lögfesta í sumar.
Í apríl á síðasta ári voru fjár-
mögnunarfyrirtækin með um 36
þúsund erlend bílalán. Heildar-
upphæð lánanna var 110 milljarðar
króna.
Von er á dómi í lok júní
ÓVISSA UM LÖGMÆTI ERLENDU BÍLALÁNANNA
Bílar Um 36 þúsund Íslendingar
eru með erlent bílalán.