Morgunblaðið - 21.05.2010, Page 18
FRÉTTASKÝRING
Una Sighvatsdóttir
una@mbl.is
Nýsköpun, ferðaþjónusta og viðhalds-
framkvæmdir eru áhersluatriði sem
allir framboðslistar í Reykjavíkurborg
eiga sameiginleg þegar kemur að at-
vinnumálum.
Um 10,2% atvinnuleysi er nú í
Reykjavíkurborg og sjaldan eða aldrei
fleiri verið án atvinnu, eða samtals
6.801 Reykvíkingur. Atvinnumálin eru
því tvímælalaust eitt af aðalviðfangs-
efnum komandi kjörtímabils.
D með áherslu á markaðinn
„Við höfum á þessu kjörtímabili
staðið mjög vel að atvinnumálum,
staðið fyrir átaksverkefnum og stutt
við bakið á frumkvöðlum. Reykjavík-
urborg og fyrirtæki hennar leggja á
árinu 2010 fram 26,4 milljarða til ný-
framkvæmda, sem veitir mörgum at-
vinnu og er umtalsvert meira en ríkið
gerir þrátt fyrir að vera mun stærri
aðili,“ segir Hanna Birna Kristjáns-
dóttir, oddviti Sjálfstæðisflokks. Sam-
kvæmt þriggja ára rekstraráætlun
borgarinnar sem samþykkt var í mars
mun þó draga úr framkvæmdum á
hennar vegum um 70% til loka ársins
2013.
„Það er auðvitað þannig að Reykja-
víkurborg getur ekki tekið mikið af
háum lánum á hverju ári í mörg ár án
þess að íbúar þurfi á endanum að
borga fyrir.“ Á næsta kjörtímabili
verði lögð áhersla á að skapa atvinnu á
frjálsum markaði frekar en með því að
fjölga störfum á vegum borgarinnar
en áfram lögð áhersla á að halda fast-
ráðnu starfsfólki. „Við viljum fyrst og
fremst skapa góð skilyrði fyrir fyrir-
tækin í borginni, fyrir frumkvöðla og
fyrir fólk sem sér tækifærin í borginni
sjálft og ýta þannig undir það að hjól
atvinnulífsins fari í gang sjálf. Lykilat-
riði í því er auðvitað að skattar séu
ekki hækkaðir, þannig að rekstrarskil-
yrði hér séu viðunandi fyrir fyrirtæki.“
V vill að borgin taki ábyrgð
Allir flokkarnir stefna á að fjölga
störfum, fyrst og fremst í áðurnefnd-
um starfsgreinum, en segja má að
Vinstri græn skeri sig nokkuð frá hin-
um framboðunum að því leyti að þar á
bæ er lögð lykiláhersla á að fjölga fyrst
og fremst störfum á vegum borgarinn-
ar sjálfrar. VG vilja fara í mörg og smá
atvinnuskapandi verkefni fremur en
leysa vandann með fáum stórfram-
kvæmdum.
„Við teljum Reykjavíkurborg þurfa
að axla ábyrgð sem atvinnurekandi
ekki síður en sem stjórnvald, við get-
um ekki ætlast til þess að markaður-
inn taki við sér þegar við, sem einn
stærsti atvinnurekandi á landinu,
stöndum ekki fyrir atvinnusköpun,“
segir Sóley Tómasdóttir, oddviti VG.
B vill mannaflsfrek verkefni
Framsóknarflokkurinn leggur líkt
og önnur framboð áherslu á ferðamál,
nýsköpun og viðhaldsmál en vill ólíkt
VG ráðast í mannaflsfrekar fram-
kvæmdir. „Framsókn er nú þekkt
fyrir að vera óhrædd við að leita leiða
til að auka atvinnu og ráðast í aðgerð-
ir með það í huga að hámarka störf-
in,“ segir Einar Skúlason, oddviti
Framsóknar í borginni.
Meðal þess sem flokkurinn stefnir
að er að bjóða upp á sveigjanlegri
orkusölusamninga, til fimm til sjö ára
í stað 20-25 eins og hingað til og mark-
aðssetja orkuna með fjölbreyttari
nýtingu í huga en til álfyrirtækja.
„Við viljum búa til fjölbreyttara at-
vinnulíf og beina sjónum að fyrirtækj-
um sem eru umhverfisvæn og skapa
mörg störf á hverja kílóvattstund.“
S vill Reykjavík í forystuna
Samfylkingin hefur sett atvinnu-
mál sem algert forgangsverkefni á
sinni stefnuskrá og unnið að yfir-
gripsmikilli aðgerðaráætlun í samráði
við fólk úr atvinnulífinu og verkalýðs-
hreyfingunni.
„Það ber mörgum saman um það að
Reykjavíkurborg hefur verið algjör-
lega ósýnileg alveg frá hruni þegar
hún hefði þurft að taka forystu vegna
þess að atvinnulífið í Reykjavík er
leiðin út úr kreppunni,“ segir Dagur.
Samfylkingin vill að borgin taki upp
virkara samstarf við ferðaþjónustuna,
upplýsingafyrirtækin og kvikmynda-
geirann þar sem Dagur segir geysileg
vaxtarfæri liggja.
„Fyrst og fremst þarf þó að leggja
miklu meiri áherslu á viðhaldsverk-
efni og framkvæmdir sem núverandi
meirihluti hefur skorið niður um 70%
til næstu þriggja ára,“ segir Dagur.
Samfylkingin vill tvöfalda viðhald á
fasteignum borgarinnar. „Við teljum
það rangt í kreppu að skera niður í
viðhaldsverkefnum og teljum skyn-
samlegt að taka þau verkefni sem
hefðu verið á dagskrá árin 2013-2015
og vinna þau árin 2011-2012 vegna
þess að þá þurfa flestir vinnu og þá er
ódýrara að fara í verkefnin.“
E tekur fjármagn úr Vatnsmýri
Reykjavíkurframboðið leggur líka
áherslu á að fjölga iðnaðarstörfum og
framkvæmdum. Baldvin Jónsson,
oddviti listans, segir auk þess að
Reykjavíkurframboðið sé það eina
sem leggi til skýra leið um hvernig
eigi að fjármagna hugmyndirnar.
„Við viljum strax koma á nýju
skipulagi fyrir Vatnsmýrina þar sem
hún er skipulögð sem íbúðarbyggð.
Um leið og nýtt skipulag liggur fyrir
er verðmat landsins a.m.k. 70 millj-
arðar.“ Landið verði veðsett hóflega,
fyrir allt að 28 milljarða, og þeir fjár-
munir notaðir til að standa undir
markmiðum um framkvæmdir og að
verja og bæta velferðarkerfið.
H vill breytta forgangsröðun
H-listi Ólafs F. Magnússonar stefn-
ir á að breyta forgangsröðun í borg-
inni þannig að fjármunum sé beint til
mannauðs- og gjaldeyrisskapandi
verkefna. „Það þarf engar töfralausn-
ir, það þarf bara að hætta rányrkju á
eigum almennings og forgangsraða
til réttlátara og betra samfélags,“
segir Ólafur.
F-listinn vill ráðast í viðhalds-
verkefni en leggur umfram allt
áherslu á að veita sprotafyrir-
tækjum farveg. „Við þurfum að
koma hlutunum af stað því hug-
myndir fólks nú í kreppunni eru
ótrúlega frjóar en vandinn er að hefja
starfsemi,“ segir Haraldur Baldvins-
son sem skipar 2. sætið.
Ö vill frumleika og sköpun
Besti flokkurinn vill gera Reykja-
vík að meiri ferðamannaborg og gefa
skapandi og frumlegri hugsun veg-
legan sess. „Íslenskir listamenn hafa
borið hróður þessarar þjóðar um all-
an heim meðan aðrir hafa séð um að
bera út óhróður. Það sem við viljum
gera er að efla samvinnu og fjárstuðn-
ing við Hitt húsið með áherslu á skap-
andi störf og byggja á reynslu þeirra.
Við eigum að hefja skapandi hugsun
til vegs og virðingar og skapa verð-
mæti úr hugmyndum,“ segir Jón
Gnarr
Hanna Birna Krist-
jánsdóttir „Við viljum
meina að við höfum
verið í mjög öflugri at-
vinnusókn og stefnum
á að vera það áfram.“
Atvinna í fyrsta sætinu
Allir flokkar vilja skapa störf með áherslu á nýsköpun, ferðaþjónustu og viðhaldsframkvæmdir
Skiptar skoðanir um hvort áhersla eigi að vera á störf í opinbera geiranum eða á frjálsum markaði
18
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. MAÍ 2010
Sveitastjórnarkosningar 29. maí
» Sjálfstæðisflokkurinn lítur áferðaþjónustuna sem stór-
iðju Reykvíkinga og vill sam-
þætta menningu og listalíf við
ferðaþjónustuna.
» Vinstri græn vilja koma álandvörslu í miðborginni og
á útivistarsvæðum og lengja
ferðamannatímabilið með því
að fjölga viðburðum í borginni á
jaðartímum.
» Samfylkingin vill gera átak íað kynna ráðstefnuborgina
Reykjavík og kanna möguleika á
eflingu alþjóðlegrar kvikmynda-
hátíðar í borginni.
» Framsóknarflokkurinn villað borgin fái meiri beinar
tekjur af ferðamönnum. M.a.
með gjaldtöku inn á söfn yfir
sumarið og hækka verð stakra
miða í sund en leggja meiri
áherslu á afsláttarkort fyrir
íbúa.
» Besti flokkurinn vill undir-strika sérkenni sundlaug-
anna sem náttúrulauga og gera
listir og menningu ríkari þætti í
daglegu lífi svo
borgin verði fýsi-
legri kostur
fyrir ferða-
menn.
Um ferða-
þjónustuna
FERÐAMANNABORG
» Sjálfstæðisflokkurinn villýta undir nýjar atvinnu-
greinar með því að styðja við
sprotafyrirtæki líkt og í Topp-
stöðinni og Hugmyndahúsinu
og atvinnuátakssjóði fyrir ungt
fólk með nýjar hugmyndir.
» VG vilja nýta húsnæði borg-arinnar sem stendur tómt
og taka þátt í samstarfi sí-
menntunarmiðstöðva, atvinnu-
lífs og rannsóknarstofnana.
» Framsókn vill opna frum-kvöðlasetur unga fólksins
með áherslu á ferðaþjónustu,
innlendan iðnað og tækninýj-
ungar.
» Samfylkingin vill einfaldaumsóknarferli fyrir ný fyr-
irtæki og nýta autt húsnæði.
» Reykjavíkurframboðið villstyðja við nýsköpun með því
að leggja til ódýrt húsnæði.
» H-listinn er ekki með „tísku-verkefni“ á takteinum en
vill forgangsraða upp á nýtt og
stórefla nýsköpun.
» F-listinn vill veita sprotafyr-irtækjum farveg með að-
gangi að húsnæði og neti.
» Besti flokkurinn villskapandi, frumlega
hugsun og gera Reykjavík
að leiðandi afli í rafbíla-
væðingu.
Nýsköpunin í
Reykjavík
SKAPANDI BORG
» Sjálfstæðisflokkurinn villbæta nærumhverfi borgara
með mannaflsfrekum verk-
efnum og framkvæma eins og
staða borgarsjóðs leyfir.
» Vinstri græn vilja viðhaldumfram nýframkvæmdir
með áherslu á aðgengismál fatl-
aðra að opinberum byggingum.
» Samfylkingin vill tvöfaldaviðhald á fasteignum borg-
arinnar árin 2011-2012 með því
að flýta brýnum verkefnum.
» Framsókn vill stórauka við-hald bygginga í eigu borg-
arinnar og skapa eins mörg
störf og hægt er í umhverfis-
vænum orkutengdum iðnaði.
» Reykjavíkurframboðið legg-ur áherslu á að klára Sæ-
mundarskóla og Norðlinga-
skóla.
» H-listi vill mannaflsfrek við-haldsverkefni fremur en ný-
smíði og vill fjármagna þau með
því að losa borgina undan
skuldsetningu v/Hörpunnar.
» Besti flokkurinn villnýta auðar
byggingar í Arnar-
holti á Kjalarnesi til að
stofna nýtt fangelsi fyr-
ir erlenda hvít-
flibbakrimma.
Um fram-
kvæmdirnar
VAXANDI BORG
Jón Gnarr „Ég sé mig
fyrir mér taka á móti
erlendum þjóhöfð-
ingjum sem vilja læra
af okkur hvernig á að
rafbílavæða borgir.“
Baldvin Jónsson
„Bæði borg og ríki
hafa hagað sér þvert á
það sem eðlilegt er og
sitja nú eftir með tóma
sjóði og engar lausnir.“
Sóley Tómasdóttir
„Meðal borgarstarfs-
fólks eru örugglega
8.000 góðar hug-
myndir um eflingu
þjónustu borgarinnar.“
Dagur B. Eggertsson
„Í 100 ár hefur Reykja-
vík verið forystuafl í
atvinnu. Atvinnulífið í
Reykjavík er leiðin út
úr kreppunni.“
Einar Skúlason „Þetta
snýst um að við þurf-
um að vera ófeimin við
að hugsa upp nýjar
leiðir til að gera borg-
ina að áfangastað.“
Ólafur F. Magnússon
„Það er verið að taka
fjármuni úr atvinnu-
skapandi verkefnum til
að þjóna undir íslenska
stóreignamenn.“
Atvinnulausir í
Reykjavík í lok apríl 2010
Konur
2.679
Karlar
4.122
Alls: 6.801
Haraldur Baldvins-
son „Við getum
gjörsamlega snúið
borginni við og gert
hana að stóru
framleiðslubatteríi.“