Morgunblaðið - 21.05.2010, Side 22

Morgunblaðið - 21.05.2010, Side 22
FRÉTTASKÝRING Rúnar Pálmason runarp@mbl.is E inn af þeim ótalmörgu vegaslóðum á hálend- inu sem ekið er um þótt þeir tilheyri ekki hinu opinbera vega- kerfi er jeppavegurinn um Vonar- skarð. Samkvæmt tillögu stjórnar Vatnajökulsþjóðgarðs að verndar- áætlun fyrir þjóðgarðinn á að loka þessum vegi fyrir umferð en þau áform hafa mætt harðri gagnrýni jeppamanna. Þeir hafa m.a. bent á að umferð um veginn valdi ekki spjöllum. Náttúru svæðisins stafi ekki síður og jafnvel frekar hætta af óskipulagðri umferð göngufólks eða öllu heldur aðstöðuleysi fyrir göngufólk á svæðinu. Stýra umferð göngufólks Samkvæmt tillögunni verður umferð vélknúinna ökutækja milli Svarthöfða og Gjóstuklifs óheimil nema á frosinni og snævi þakinni jörð í samræmi við almenna skil- mála um vetrarakstur. Þá verði hestaumferð í gegnum Vonarskarð óheimil. Þá er tekið fram að stýra skuli umferð göngufólks um hverasvæðið með tilliti til öryggis gesta og verndunar jarðmyndana. Tillagan að verndaráætlun er að mestu byggð á tillögum fjögurra svæðisráða þjóðgarðsins. Svæðisráð svokallaðs vestursvæðis lagði til að vegurinn yrði opinn frá 1. septem- ber og fram að snjóum, en á þess- um tíma er yfirleitt lítið um göngu- fólk í Vonarskarði. Lokun vegarins um Vonarskarð er raunar eitt af fáum dæmum þar sem stjórn þjóð- garðsins víkur frá tillögum svæð- isráðs. Málamiðlun ekki möguleg Anna Kristín Ólafsdóttir, for- maður stjórnar Vatnajökuls- þjóðgarðs, segir að þau sjónarmið hafi komið fram í stjórninni að ef umferð væri leyfð, væri skaðinn skeður. Svæðið væri fyrst og fremst göngusvæði og stjórn þjóðgarðsins þyrfti ávallt að vega og meta þarfir mismunandi hópa. Þarna væri mikil umferð göngufólks og svæðið væri þar að auki viðkvæmt. „Ef við ætl- uðum að halda þessu friðuðu frá umferð og vernda gróðurfarið Bara göngufólk en hvorki hesta né jeppa þarna, þá varð að taka af skarið. Stundum eru málamiðlanir ekki mögulegar,“ sagði Anna Kristín. Meðal þeirra jeppamanna sem eru ósáttir við að til standi að loka veginum, er Skúli H. Skúlason, framkvæmdastjóri Útivistar. Úti- vist hefur ekki tekið afstöðu til málsins en Skúli er á því að veg- urinn eigi að vera opinn frá 1. sept- ember ár hvert eftir að umferð göngufólks er að mestu lokið. Hann hefur bent á að akstur eftir hinni hefðbundnu akstursleið ógni ekki náttúrunni þarna. Leiðin liggi að mestu á sandi og ummerki um akst- ur séu að mestu leyti horfin að vori. Honum hafi fundist það mjög skemmtileg málamiðlun að hafa veginn lokaðan fram til 1. sept- ember, þegar gönguvertíðinni er að mestu lokið. „Hins vegar finnst mér sjálf- sagt mál að tekið yrði fyrir akstur inn í Snapadal og ef menn ækju þarna að hausti þá þyrftu þeir að ganga í um 20 mínútur að hvera- svæðinu,“ sagði hann. Skipuleggi gönguleiðir Í Vonarskarði er heitur lækur sem hlaðið hefur verið fyrir til að hann sé betri til baða. Skúli segir ekki síður mikilvægt að hugað verði að því að koma skipulagi á göngu- leiðir á svæðinu. Hveraleirinn hafi látið nokkuð á sjá eftir göngufólk. Þá vanti kamra á svæðið. Stærsta ógnunin við svæðið sé ekki akstur eða hugsanleg skálabygging heldur aðstöðuleysi ferðamanna. Frestur til að skila inn athuga- semdum um tillöguna rennur út 24. júní. Vonarskarði lokað? Tungnafells- jökull H of sj ök ul l Vatnajökull Hágöngulón Gæsa vatna leið VO NA RS KA RÐ Sp ren gis an ds lei ð Grunnkort: LMÍ Stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs vill banna umferð bifreiða og hestamanna umVonarskarð. Svæðið er í 800-1.300 m hæð yfir sjávarmáli og gróður viðkvæmur eftir því. Kaflinn sem stendur til að loka. Trölladyngja 22 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. MAÍ 2010 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Vandræðagang- urinn um aðildar- viðræður við Evr- ópusambandið fer vaxandi. Evrópu- sambandið sjálft er í uppnámi. Atvinnuleysi í Frakklandi og Spáni er með ólíkindum, ekki síst hjá fólki undir fertugu, þar sem það er nærri 40 prósent. Það er þó vinnuaflið sem í hverju landi er sveigjanlegast, en hugmynda- fræði ESB gengur meðal ann- ars út á hreyfanlegt vinnuafl. Og allir vita um hremming- arnar sem vonarmynt sumra Íslendinga er að ganga í gegn- um. Við þessar aðstæður er Samfylkingin að reyna að ýta Íslendingum nauðugum inn í ESB. En nú hafa búrókrat- arnir í Brussel ekki aðeins áhyggjur af hræðilegu at- vinnuleysi ungs fólks í sam- bandinu og myntinni sem er að molna sundur. Í nýlegri skýrslu kemur fram að búró- kratarnir hafa áhyggjur af krötum á Íslandi og eru sumir þeirra þó búralegir. Segja þeir í skýrslu sinni um aðildar- viðræðurnar, dagsettri 17. maí, frá því áhyggjuefni að Samfylkingin á Íslandi sé að tapa fylgi. Svo merkilegt sem það hljómar virðast brussel- menn einnig hafa áhyggjur af því að á sama tíma fari fylgi VG vaxandi. Það er þó ríkis- stjórnarflokkur líka og ber sem slíkur fulla ábyrgð á bjölluatinu í Brussel. Og enn eitt er athyglis- vert í þessari öskugráu skýrslu búrókratana. Þeir segja að „margir“ efist um að „for- ysta“ Samfylkingarinnar í rík- isstjórn sé hæf til að leiða hana. Þarna tala diplómatar og búrókratar og slíkir opna ekki munninn um svona mál nema að hafa bæði kartöflu og sveskju upp í sér á meðan. Hver er þessi „forysta“ sem „margir“ telja ófæra um að leiða ríkisstjórnina, og hver er hann þessi „margir“? Tveir einstaklingar skipa forystu Samfylkingarinnar. Varafor- maðurinn Dagur berst nú fyrir auknum hagvexti í Háaleit- ishverfinu og er ekki í ríkis- stjórn. Svo ekki er það hann. Og vitað er hver hinn er. Og hver skyldi hann vera þessi „margir“ sem hefur vakið at- hygli á að „hinn“ sé óhæfur til að leiða ríkisstjórn Íslands? Til að finna hann eru tvær vís- bendingar hjálplegastar. Leit- ið að búralegasta kratanum og við þá leit skulu menn byrja á þjóðskránni aftanverðri. Þetta ætti að duga langflestum til ár- angurs. Fyrir þá fáu sem enn „hafa ekki séð ljósið“ má nefna að „margir“ lítur upp til sín og talar því iðulega um sig í þriðju persónu. Verðlaun eru ferð til Brussel með MS Evrunni, en athygli er vakin á að enginn hefur fengist til að tryggja ferðina enn sem komið er. ESB lítur svo á að Samfylkingin sé í framboði fyrir sig} Áhyggjur ESB Gylfi Magnússon, efnahags- og við- skiptaráðherra, talaði á fundi Sam- keppniseftirlitsins í gærmorgun eins og hann hefði síð- ustu misseri verið algerlega úr tengslum við umheiminn. Í ræðu sinni sagði Gylfi: „Við munum ekki endurreisa vog- aðar fyrirtækjasamsteypur sem lögðu undir sig heilu markaðina á Íslandi.“ Þó að ráðherrann tali eins og hann hafi dvalið á annarri plánetu hlýtur hann að vita betur. Hann hlýtur að vita að einmitt það sem hann segir að „við“ munum ekki gera hefur verið að gerast. Arion banki eignaðist smá- sölurisann Haga eftir að eig- endur fyrirtækisins höfðu skuldsett það langt umfram það sem eðlilegt gat talist og misst það í kjölfarið. Bankinn hefur allt frá yfirtökunni unn- ið ötullega að því að endur- reisa þennan markaðsráðandi risa og tryggja fyrri eig- endum yfirráðin og eignarhaldið. Landsbankinn veitti sömu mönn- um milljarða í af- skriftir til að þeir gætu tryggt sér áframhaldandi eignarhald á fjölmiðlarisanum 365. Í fram- haldinu hefur hann veitt þeim enn meiri ívilnanir til að þeir gætu haldið áfram að eiga þetta fyrirtæki. Til að gera málið enn verra misnota þess- ir aðilar Haga til að niður- greiða útgáfu á vegum 365. Með „við“ á Gylfi að sjálf- sögðu við ríkisstjórnina, en það er einmitt hennar hlut- verk að koma í veg fyrir að misnotkun og spilling ráði ferðinni við endurreisn ís- lensks atvinnulífs eftir hrun. Það er hins vegar óhrekjandi staðreynd að einmitt það sem Gylfi segir að ríkisstjórnin muni ekki gera hefur hún ver- ið að gera allt frá því hún tók við völdum. Hvað gengur Gylfa til að bera slík ósannindi á borð fyrir almenning? Ríkisstjórnin gerir einmitt það sem Gylfi Magnússon segir hana ekki gera} Öfugmæli ráðherra M anneskjan virðist vera þannig upp byggð að við eigum á stundum erfitt með að skilja kjarnann frá hisminu, að skilja sannleikann frá bábilju og samsæriskenningum. Ótrúlega margir eru ekki sannfærðir um að þróunarkenningin sé rétt og langt er frá því að þeir séu allir í Bandaríkjunum. Ég held að ástæðan liggi að hluta til í því að formleg rökhugsun er tiltölulega nýtt tól í verk- færakassa mannsins. Við erum hins vegar frá náttúrunnar hendi mjög góð í því að finna or- sakatengsl, jafnvel þar sem engin orsakatengsl eru til staðar. Óreiða er nokkuð sem manns- hugurinn getur illa þolað. Þess vegna er auð- veldara fyrir marga að trúa því að heimurinn allur sé verk einhvers skapara. Að einhver áætlun og skipulag sé í gildi, þótt við skiljum það ekki sjálf. Þetta er eðlilegt og þeir eru ekki illgjarnir eða heimskir sem vilja frekar trúa á skaparann en sjálfsprottið líf úr óreiðunni. Í hugum margra skiptir svarið einfaldlega ekki máli – við erum hér núna og það breytir engu hvernig við urðum til. Fyrir hvern einn einstakling skiptir svarið vissulega ekki miklu máli, en fyrir samfélag okkar skiptir það öllu máli að heimssýn okkar sé byggð á vísindalegum sannleika og rökhugsun. Hugmyndir eins og þróunar- kenningin eru grunnurinn að ótalmörgum framförum í landbúnaði og læknavísindum. En hvað er til ráða fyrir þá sem vilja veg vísindalegs sannleika sem mestan? Bandaríski fjölmiðla- maðurinn Robert Krulwich hélt erindi við út- skrift hjá Cal Tech háskólanum þar sem hann lítur á þetta vandamál sem átök milli mismun- andi sagna. Sumar sögur eigi meiri samleið með mannshuganum en aðrar. Hann segir að vísindalegur sannleikur eigi í stríði við aðrar sögur um það hvernig skýra eigi tilurð lífs á jörðinni og það hvernig og af hverju heimurinn er eins og hann er. Til að vinna í þessu stríði er ekki nóg að hafa sann- leikann að vopni, heldur verður að útbúa hann í formi sagna, sem ekki aðeins eru auðskilj- anlegri en vísindamál er oft, heldur einnig virkja ímyndunarafl þeirra sem á þær hlusta. Með því að benda á spörfugl og segja að hann sé í ákveðnum skilningi lítil fiðruð risaeðla er máluð mynd sem er mun líflegri en hrá fullyrð- ing um að tegundir geti af sér nýjar tegundir. Hann er alls ekki að tala um að skekkja eigi sannleikann eða misnota í þessum tilgangi, heldur haga sögunni í sam- ræmi við það hver hlustandinn er. Þetta er óþægilegt fyrir marga vísindamenn, af því að í þeirra umhverfi skiptir það meira máli að vera nákvæmur en að vera skemmtilegur og áhugaverður. Mörgum vísindamanninum hrýs hugur við því að matreiða niðurstöður tilrauna sinna ofan í almenn- ing og búa þannig til eins konar „diet“-vísindi. En það er fátt sem er jafn-áhugavert, spennandi og skemmtilegt og góð saga úr náttúrunni. Hún þarf ekki að vera nákvæm eða full af tölfræði. Hún þarf bara að vera sönn. Sögur og sannleikurinn Bjarni Ólafsson Pistill STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon Útivist áætlar að um 80.000 manns fari um Kattarhryggi fyr- ir ofan Bása í Goðalandi, en hryggirnir eru hluti af göngu- leiðinni um Fimmvörðuháls. Göngustígurinn þar upp hefur látið töluvert á sjá enda er um- ferðin þung, þó hún sé auðvitað misjöfn eftir göngumönnum. Skúli H. Skúlason, segir að í sumar standi til að hefja átak í að lagfæra stígana. Búast megi við mikilli umferð þar í sumar, þ.e. ef gosinu í Eyjafjallajökli linni. Tugþúsundir trampa ÞREYTTIR KATTARHRYGGIR Ljósmynd/Ingibjörg Eiríksdóttir Þreyttir Göngustígarnir hafa látið mikið á sjá. Þá þarf að laga.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.