Morgunblaðið - 21.05.2010, Side 23
23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. MAÍ 2010
Æpandi kátína Jú, þetta er ungt og leikur sér, hefur einhver sem er eldri en tvævetur sagt sem sá og heyrði æskuþrungin börnin skemmta sér og skríkja í Húsdýragarðinum á 20 ára afmælinu.
Árni Sæberg
Núverandi heilbrigð-
isráðherra, Álfheiður
Ingadóttir, þingmaður
vinstri grænna, sagði
nýverið upp samn-
ingum við alla sjálf-
stætt starfandi heim-
ilislækna í landinu, 12
að tölu, frá og með
næstu áramótum.
Ástæður
Ekki hafa verið í
gangi samningaviðræður milli ráðu-
neytisins og heimilislækna að und-
anförnu, þannig að uppsögnin kom
læknunum í opna skjöldu. Ráðherra
hefur ekki gefið út viðhlítandi ástæð-
ur fyrir uppsögninni en nefnt hefur
verið að markmiðið með uppsögninni
sé að lækka kostnað í heilbrigðiskerf-
inu.
Áhrif
Uppsögnin hefur nú þegar haft
mikil áhrif á viðkomandi lækna og
skjólstæðinga þeirra.
Viðkomandi læknum, sem stundað
hafa sín læknisstörf í áratugi með
miklum sóma, er nú sagt upp án allra
fyrirvara og án viðhlítandi ástæðu.
Uppsögn í starfi hefur alltaf mikil
áhrif á viðkomandi einstaklinga, upp-
sögn án ástæðu hefur enn meiri áhrif.
Skjólstæðingar ofangreindra
lækna hafa nú þegar miklar áhyggjur
af þessum uppsögum því ekki hafa
verið gefið út neinar tilkynningar um
hvert þessir 22 þúsund einstaklingar
eigi að snú sér varðandi læknisþjón-
ustu eftir uppsögnina.
Ekki hafa verið gefnar út neinar
yfirlýsingar frá heilbrigðisyfirvöldum
hvort reyna eigi að semja við viðkom-
andi lækna að nýju, færa stöður
þeirra yfir á heilsugæslustöðvarnar
eða hreinlega að leggja þær niður.
Umræða
Vera má að stjórnsýsla sem þessi
hafi þótt góð og gild á árum áður. Í
dag eru komin stjórnsýslulög sem
takmarka heimildir stjórnmála-
manna til ákvarðanatöku sem þess-
arar.
Meðalhófsregla stjórnsýslulaga
hljóðar svo: „Stjórn-
vald skal því aðeins
taka íþyngjandi
ákvörðun þegar lög-
mætu markmiði, sem
að er stefnt, verður
ekki náð með öðru og
vægara móti. Skal þess
þá gætt að ekki sé farið
strangar í sakirnar en
nauðsyn ber til.“
Andmælaregla
stjórnsýslulaga hljóðar
svo: „Aðili máls skal
eiga þess kost að tjá sig um efni máls
áður en stjórnvald tekur ákvörðun í
því, enda liggi ekki fyrir í gögnum
málsins afstaða hans og rök fyrir
henni eða slíkt sé augljóslega
óþarft.“
Núverandi heilbrigðisráðherra
hefur tekið einhliða ákvörðun um að
segja upp viðamiklum þætti í heil-
brigðiskerfi landsmanna sem verið
hefur við lýði áratugum saman, án
allrar umræðu um áhrif og afleið-
ingar viðkomandi uppsagnar og án
umsagnar viðkomandi aðila.
Afleiðingar
Vandséð er hvernig stjórnvöld
ætla að spara með uppsögninni, því
viðkomandi heimilislæknar hafa
margoft sýnt stjórnvöldum fram á að
þeir eru langódýrustu læknarnir í
öllu heilbrigðiskerfinu. Ákvörðun
heilbrigðisráðherra getur aftur á
móti orðið til þess að einhverjir af
okkar bestu læknum til áratuga leiti
sér fljótlega vinnu í öðrum löndum og
skilji eftir þúsundir einstaklinga hér
á landi án heimilislæknis. Er þetta
Ísland í dag?
Eftir Hauk Ingason
Haukur Ingason
Höfundur er apótekari í Garðs
Apóteki.
Tólf heimilislæknum
og 22 þúsund
skjólstæðingum
þeirra sagt upp
» Ákvörðun heilbrigð-
isráðherra getur
orðið til þess að ein-
hverjir af okkar bestu
læknum til áratuga leiti
sér fljótlega vinnu í öðr-
um löndum.
Það er með ólík-
indum hvernig ríkis-
stjórn Samfylkingar og
Vinstri grænna hefur
dregið lappirnar og
skemmt fyrir í málum
Suðurnesja. Skemmt
með röngum ákvörð-
unum og hræðslu við
að taka ákvarðanir
varðandi stórkostlega
möguleika í uppbygg-
ingu atvinnulífs á Suð-
urnesjum. Enginn landshluti á Ís-
landi hefur unnið eins skipulega
og markvisst að eigin frumkvæði
að uppbyggingu atvinnulífs og að-
stöðu til sköpunar atvinnutæki-
færa fyrir þúsundir manna, ekki
aðeins fyrir tæplega 2.000 atvinnu-
lausa Suðurnesjamenn í kjölfar
brotthvarfs bandaríska hersins af
vellinum næturstund, heldur 1.000
betur. Af metnaði, stórkostlegri
útsjónarsemi og drifkrafti voru öll
veiðarfæri lögð í sjó og upp komu
hugmyndir sem munu valda bylt-
ingu í atvinnulífi og fleiri þáttum á
Íslandi ef ríkisstjórnin lætur af
skemmdarstarfseminni. Verkefni
sem mátti hrinda í framkvæmd
fyrir mörgum misserum hafa verið
að velkjast í ráðleysispytti rík-
isstjórnarinnar og stjórnarflokk-
anna, ekki síst Vinstri grænna
sem virðast hafa skömm á Suð-
urnesjamönnum og atvinnulausu
fólki og telja best að það éti það
sem úti frýs.
Nýtt álver í Helguvík, nýtt
sjúkrahús fyrir útlendinga á
Ásbrú, hafnargerð í Helguvík, nýtt
flugþjónustuverkefni á Keflavíkur-
flugvelli, nýtt rafrænt gagnaver á
Ásbrú, nýtt Kísilver í Helguvík og
Keilir menntasamfélag á vellinum.
Framgang þessara sjö stórverk-
efna hefur ríkisstjórn Jóhönnu
Sigurðardóttur tafið og tafið og
beinlínis staðið í vegi fyrir fram-
gangi þeirra vegna pólitískra
dynta og geðþóttaákvarðana
stjórnarsinna, algjöru skilnings-
leysi á stöðu atvinnumála á Suður-
nesjum og stanslausum fordómum
gegn uppbyggingu atvinnulífs og
drift sem er skilyrði fyrir því að
fólk fái vinnu og að heimilin gangi
eðlilega í hversdagsbaráttunni.
Það eina sem ríkis-
stjórnin hefur lagt til
mála eru girðingar
og þröskuldar gegn
framgangi mála.
Fjárfestingar
einkaaðila og op-
inberra aðila í ferða-
þjónustu á Reykja-
nesi nema átta
milljörðum króna á
síðustu fimm árum í
mannvirkjum og
sýningum, Flugstöð
Leifs Eiríkssonar,
Bláa lónið, sýningarhús Íslendings
og Smithsonian, Orkuverið Jörð á
Reykjanesi, Hljómahöll sem tón-
leikahöll, ráðstefnuhús og fjölnota
menningarhús, menningarhúsið í
Duus með gullmolann Bátasafn
Gríms Karlssonar sem er einstakt
í heiminum, Víkingaheima og
fleira og fleira en ekkert af fram-
antöldu varð til fyrir tilstilli rík-
isstjórnar Samfylkingar og Vinstri
grænna. Þeir hafa nánast sett lok
lok og læs á Suðurnesin.
Það er ömurlegt á erfiðasta
tímabili íslenska lýðveldisins í
kjölfar bankahruns að sitja uppi
með verstu ríkisstjórn allra tíma,
ráðlausa og getulausa. Það vita
allir hvernig ríkisstjórnin og sér-
staklega umhverfisráðherra
Vinstri grænna lagði stein í götu
álversins með skemmdartöfum þar
sem Norðurál stefndi á lokastigi
að uppbyggingu fjögurra 90 þús-
und tonna áfanga í takt við orku-
öflun, en reiknað var með nær
2.500 störfum á byggingartíma við
álverið, höfnina, virkjanir, línu-
lagnir og síðan 1.100 störf við
rekstur og afleidd störf, en sam-
gönguráðherra Samfylkingarinnar
hefur ekki einu sinni þegið boð
bæjarstjórnar Reykjanesbæjar um
að skoða hafnarframkvæmdir hvað
þá liðsauka. Hafnaraðstaðan í
Helguvík er undirstaða kísilvers
og fleiri verkefna, en ríkisstjórnin
hundsar það eins og annað á Suð-
urnesjum. Sýnir svæðinu grófan
dónaskap. Rekstrarleyfi fyrir kís-
ilver hefur verið gefið út og verk-
efnið var á útboðsleið. Þá fór rík-
isstjórnin að blaðra um nýja
orkuskatta á stórnotendur þrátt
fyrir lágt kísilverð á heimsmarkaði
og Dow Corning sem ætlaði að
fjármagna kísilverksmiðjuna gafst
upp. Reykjanesbær útvegaði nýja
fjárfesta. Starfsmenn við bygg-
ingar verða 150 og síðan 90 föst
störf við rekstur.
Nýtt rafrænt gagnaver á Ásbrú
er í töfum í meðförum Alþingis en
er eina málið af öllu fram-
angreindu sem ríkisstjórnin hefur
þó sýnt lit í að styðja en það velk-
ist enn fyrir þeim í framkvæmd.
Þeir geta ekki klárað mál.Tónlist-
arverkefnið Hljómahöll með Tón-
listarskóla Reykjanesbæjar er
stærsti einstaki tónlistarskóli á
landinu með nær 800 nemendur og
biðlista, en markmiðið er að skapa
250-350 störf á sviði tónlistariðn-
aðar með þessu mannvirki í sam-
vinnu við Þróunarfélag Keflavík-
urflugvallar og fleiri. Ríkið kemur
hvergi nærri og hefur ekki verið
beðið um styrki. Keilir, mennta-
samfélagið á vellinum er metn-
aðarfullt og markvisst, en áhuga-
leysi ríkisstjórnarinnar og
andstaða hennar í málinu er skelfi-
leg, verkefnið Keilir sem hefur allt
til að vera miðstöð vísinda, fræða
og atvinnulífs. Ríkisstjórnin hikst-
ar og starf og væntingar hundraða
manna við að skapa sér nýja
möguleika og brúa frá fyrra námi í
nýtt nám, er í mikilli hættu. Þarna
eru sóknafærin til að skapa end-
urnýjuð tækifæri til þess að kom-
ast áfram í lífinu. Það lætur nærri
að nemandi í Keili fái 1⁄5 í framlag
miðað við aðra nemendur fram-
haldsskóla.
Aðeins hefur verið stiklað á
stóru, en andstaða og lítillækkun
ríkisstjórnar Samfylkingar og
Vinstri grænna í garð Suðurnesja-
manna er hrópandi. Einhvern tíma
hefðu slíkir verið látnir róa. Þeir
hafa ekki auðnu til árangurs.
Eftir Árna Johnsen »… ekki síst Vinstri
grænna sem virðast
hafa skömm á á Suð-
urnesjamönnum og at-
vinnulausu fólki og telja
best að það éti það sem
úti frýs.
Árni Johnsen
Árni Johnsen er alþingismaður Sjálf-
stæðisflokksins í Suðurkjördæmi.
Samfylking og Vinstri
grænir lítillækka
Suðurnesjamenn skipulega