Morgunblaðið - 21.05.2010, Qupperneq 24
24 Umræðan
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. MAÍ 2010
Enn reynir Jóhann
Páll Símonarson að
sverta forráðamenn
lífeyrissjóðsins Gildis í
Mbl. þann 14. maí sl.
Sem fyrr er reitt hátt
til höggs en eins og
endranær missir Jó-
hann Páll marks.
Fullyrðing Jóhanns
um 100 milljarða tap
Gildis stendur gegn
þeirri staðreynd að meðalávöxtun
sjóðsins sl. 10 ár er 2% að raun-
gildi. Þetta þýðir að höfuðstóll
sjóðsins hefur varðveist bærilega
þrátt fyrir hrun fjármálakerfisins,
að það sem hefur tapast er fyrst og
fremst eitthvað sem áður græddist.
Fullyrðingar um 100 milljarða tap
eru ekki á rökum reistar frekar en
annað í málflutningi Jóhanns.
Ávöxtun sjóða eins og Gildis er
jafnan í sveiflum og en nú er ávöxt-
unin í milli lægði eftir hrunið. Líf-
eyrissjóðurinn Gildi stendur enn
við verðtryggðan lífeyri og lífeyrir
úr sjóðnum hefur hækkað vel um-
fram laun sé miðað við síðustu fjög-
ur ár. Þetta er þrátt fyrir allt mik-
ill árangur þegar bankarnir hrynja
og flestir aðrir helstu útgefendur
skuldabréfa og hlutabréfa á ís-
lenska markaðnum falla í kjölfarið.
Íslensku lífeyrissjóðirnir stóðu af
sér bankahrunið og Gildi er þar á
meðal.
Jóhanni Páli er hugleikið að í
mars 2008 keypti Gildi víkjandi
skuldabréf af Glitni
sem þá hafði í febr-
úarmánuði þar á und-
an fengið sama láns-
hæfismat og árið 2002
þrátt fyrir alla erf-
iðleikana. Í febrúar
2007 var bankinn met-
inn sem toppfjárfest-
ing á alla mælikvarða.
Það er ekki fyrr en við
útgáfu rannsókna-
skýrslunnar sem
ástæða kemur fram til
að ætla að staða bank-
ans í mars 2008 hafi ekki verið sú
sem stjórnendur bankans héldu
fram í skuldabréfaútboðinu. Stefna
slitastjórnar Glitnis á hendur fyrr-
um forráðamönnum bankans skýrir
svo enn þá mynd. Sumir eru vitrir
og sjá vel fram í tímann, sumir eru
fyrst og fremst vitrir eftir á og svo
eru alltaf einhverjir sem hvorugt
þetta á við. Gildi var löngum með
mjög góða ávöxtun borið saman við
aðra lífeyrissjóði en vissulega sáu
forráðamenn sjóðsins bankahrunið
ekki fyrir frekar en flestir aðrir
fjárfestar á Íslandi og út um allan
heim sem töpuðu á því.
Þrátt fyrir ákafan áhuga Jó-
hanns Páls á málefnum lífeyr-
issjóða og sér í lagi á lífeyr-
issjóðnum Gildi hafa félagar hans í
Sjómannafélagi Íslands ekki treyst
sér til að tilnefna hann sem fulltrúa
á ársfundi Gildis í því skyni að fara
með atkvæðisrétt á fundinum. Full-
trúaráðsmenn eru til hálfs valdir af
verkalýðsfélögunum samkvæmt
þeim reglum sem þar gilda og end-
urspegla breiðan hóp sjóðfélaga.
Samtök atvinnulífsins velja jafn
marga fulltrúa fyrirtækjanna en
þeir standa fyrir stóran hlut þeirra
iðgjalda sem greidd eru til sjóðsins.
Þeir sjómannafélagsmenn vita
sjálfsagt betur en aðrir hvort Jó-
hann Páll sé traustsins verður enda
geta þeir metið málflutning hans á
heimavelli.
Jóhann Páll er hins vegar vel-
kominn á ársfundi í lífeyrissjóðnum
Gildi sem sjóðfélagi og hefur þar
málfrelsi sem hann hefur óspart
nýtt sér. Hann hefur líka fullt leyfi
til að gagnrýna það sem honum
sýnist. En sem betur fer hafa fé-
lagar hans í Sjómannafélaginu og
aðrir þeir sem standa að lífeyr-
issjóðnum Gildi ennþá fullt frelsi til
að taka ekki mark á Jóhanni Páli
og t.d. samþykkja ekki tillögur
hans á ársfundum. Það er gæfa
fyrir Gildi sem enginn skyldi van-
þakka.
Aftur um skrif Jóhanns
Páls Símonarsonar um Gildi
Eftir Vilhjálm
Egilsson » Þeir sjómanna-
félagsmenn vita
sjálfsagt betur en aðrir
hvort Jóhann Páll sé
traustsins verður enda
geta þeir metið mál-
flutning hans á heima-
velli.
Vilhjálmur Egilsson
Höfundur er varaformaður stjórnar
Gildis og framkvæmdastjóri SA.
Hvað köllum við út-
varpið okkar í dag?
Ekki gufuna, er það?
Ekki útvarp allra
landsmanna? Nei, en
kannski til spari.
Því miður er kynn-
ing útvarpsins aðeins:
Útvarp Reykjavík.
Það má segja að þessi
kynning passi ágætlega
um þessar mundir, þeg-
ar verið er að skera niður við trog allar
svæðisstöðvar á landinu. Nú á að spara,
en er þetta sanngjarnt, að fella niður
samband okkar sem búum á höf-
uðborgarsvæðinu við fólkið í landinu.
Sú var tíðin að sama og ekkert
samband var haft við landsbyggðina
og við sem bjuggum í Reykjavík og
nágrenni vissum ekkert hvað var að
gerast úti á landi. Vissum við nokk-
urn skapaðan hlut um t.d. Austur-
landið? Nei, ósköp lítið, nema auðvit-
að þeir sem voru ferðamenn, sem
ferðuðust með bakpoka, tjald og
nesti á bakinu, fótgangandi frá þeim
stað sem vegirnir enduðu. Það er
nefnilega svo stutt síðan að við gátum
ekið hringinn. Hvað um Vestfirðina?
Vegir um þá hafa til skamms tíma
verið, og eru jafnvel ennþá, vegakerfi
okkar til skammar, sem sagt okkur
sjálfum.
Nú kveður Ríkisútvarpið RUV að
þeir hafi nú heldur betur gert vel við
landsbyggðina. Jahá, landsbyggðin
fær ca 10 mínútur frá kl. 12 á hádegi
til kl. 12:10 til þess að ryðja úr sér ein-
hverjum fréttum. En góðir hálsar,
landsbyggðin þarf sjónvarpið til þess
að koma sínum fréttum á framfæri.
Ekki er til dæmis hægt að segja frá í
útvarpsfréttunum að nú hafi lóan ung-
að út, og allir eiga að geta séð í hug-
anum hvernig ungarnir líta út glæný-
ir? Eða t.d. frá Austurlandinu, hvað
uppgreftinum líður á Skriðuklaustri,
myndir frá Hallormsstaðarskógi, sem
er ein fallegasta gróðurvin trjáa á
landinu Íslandi. Hvernig gengur með
stóru blokkirnar sem byggðar voru í
bjartsýniskasti þegar
Kárahnjúkavirkjun var í
smíðum? Þær standa all-
ar tómar og verða fljót-
lega eins og draugahús.
Hvað um þetta og hvað
um hitt? Hvar eru
myndir af mannlífinu yf-
irleitt, á landsbyggðinni?
Með því að loka svæð-
isstöðvum er verið að
eyðileggja þá ánægju
okkar á Reykjavík-
ursvæðinu og þann
munað að sjá í RUV myndir til að
heillast af og drífa okkur í gamla bíln-
um okkar til að kanna svæðin.
Það er búið að rústa svæð-
isstöðvum þannig að ekki verður
hægt að byggja þær upp aftur, a.m.k.
ekki með gömlu tækjunum sem
pakkað var niður. Þau úreldast í
geymslum RUV og verða engum að
gagni, svo hraður er framgangurinn.
Svo stærir útvarpsstjóri sig af því
að hafa tekist að spara 30 milljónir.
Hvað um úreltu tækin? Hvað um alla
þekkinguna sem starfsmenn bjuggu
yfir. Hver á að segja nýju og óreyndu
fólki til? Já, flestir farnir.
Oft hefur verið rætt um öryggi
Rásar 1 fyrir landið. Eflaust má finna
lög um það mál. Það má benda á að
þegar gosið hófst á Fimmvörðuhálsi
rauf útvarpið ekki samstundis dag-
skrá á Rás 1 til þess að tilkynna það.
Rás 2 kom strax með fréttirnar, en
Rás 1 ekki fyrr en kl. 1 eftir mið-
nætti.
Það er skömm að þessu og á ekki
að líðast í frjálsu landi.
Útvarp Reykjavík –
Útvarp allra
landsmanna
Eftir Guðfinnu
Lilju Gröndal
Guðfinna Lilja Gröndal
» Það er búið að rústa
svæðisstöðvum
þannig, að ekki verður
hægt að byggja þær upp
aftur, a.m.k. ekki með
gömlu tækjunum sem
pakkað var niður.
Höfundur er áhugafræðingur.Tilfinningar eru
ekki rangar eða réttar,
viðeigandi eða óviðeig-
andi. Þær bara brjót-
ast fram með sínum
hætti og eru og eiga
algjörlega rétt á sér.
Í litrófi tilfinning-
anna kemur reiðin
áberandi inn þótt hún
sé ekki endilega að
staðaldri við lýði hjá
flestum. En reiðinni þarf að finna
farveg svo hún þynnist út og við
festumst ekki í henni.
Er fyrirgefning
raunhæfur valkostur?
Hvernig er hægt að ætlast til
þess að maður fyrirgefi þeim sem
hafa sært okkur þvílíkt, misnotað
og meitt að ekki verður aftur tek-
ið?
Skrefin í átt til fyrirgefningar
geta sannarlega verið erfið. Þau
taka sinn tíma og fyrirgefningunni
skal ekki troðið upp í kokið á ein-
um eða neinum. Á endanum getur
fyrirgefningin kostað ákveðnar
hugarfarslegar fórnir og sárs-
aukafullt uppgjör. En eftir því
sem skrefunum í átt til hennar
fjölgar, tíminn líður og viðleitnin
til að halda áfram og láta ekki
stjórnast af fortíðinni nær yf-
irhöndinni mun taka að rofa til. Þá
munu þungbúnu skýin sem í hug-
anum voru taka að þynnast, von-
leysið minnkar og loftið tekur
smám saman að hreinsast. Af
hjartanu lyftist farg svo maður
varpar öndinni léttar. Lífsgangan
verður bærilegri og við tökum að
verða sáttari við okkur sjálf, um-
hverfið, náungann og Guð. Og nýj-
ar og jafnvel áður óþekktar dyr
munu okkur opnast.
Fyrirgefning
er ekki sama og
samþykki
Höfum þó ætíð
hugfast að það að fyr-
irgefa er sko alls ekki
það sama og að sam-
þykkja eða sætta sig
við einhverja liðna,
meiðandi, sársauka-
fulla atburði. Síður en
svo. En því fylgir að
horfast í augu við að
atburðurinn er fortíð
sem við fáum ekki breytt úr þessu.
Fyrirgefningin er að sjálfsögðu
aldrei auðveld. Maður kann að
þurfa að ganga í sig og stoltið kann
að skaddast, alla vega lítið eitt um
stundarsakir.
Því að fyrirgefa fylgir meðal
annars það að horfa fram á veginn
til framtíðar. Það er ómissandi lið-
ur í úrvinnslu tilfinninga. Leið til
bata. Það er spurning um hug-
arfar, lífsafstöðu.
Það er svo slítandi og ólýsanlega
mannskemmandi að byrgja inni
beiskju og hatur og festast þannig í
reiði, óvild og hefnd. Með því leið-
umst við aðeins inn í myrkur og
ógöngur, við stöðnum og verðum
að föngum fortíðarinnar.
Þetta er spurningin um daginn í
gær eða daginn í dag. Okkar er
valið. Við getum ekki lifað báðum.
Annaðhvort festumst við í fortíð-
inni eða lifum deginum í dag og
horfum fram á veginn með reynslu
fortíðar sem bakgrunn sem við get-
um lært af en ekki sem afl sem
stjórnar lífi okkar.
Það má sannarlega handtaka
misindismenn og dæma þá til refs-
ingar, sektar eða fangelsis og með
því skulum við vona að einhvers
konar nauðsynlegt réttlæti náist
fram. En höfum þó hugfast að til-
finningaleg líðan okkar batnar lítið
við það eitt. Og svo er það svo
margt sem mennirnir gera hver
öðrum sem ekki þykir saknæmt og
dómskerfið nær ekki yfir en skilur
eftir sig illgræðanleg sár.
Hugarfari fyrirgefningarinnar
fylgir hins vegar til lengri tíma það
að hætta að nudda sárið og sleppa
takinu af sársaukanum og ákveða
að vilja stuðla að því að gera hann
að fortíð.
Sá sem fyrirgefur vinnur mikla
sigra og það fyrst og fremst á sjálf-
um sér.
Ekki á mannlegu
valdi að fyrirgefa?
Kannski er það svo bara eftir allt
saman alls ekkert á mannlegu valdi
að fyrirgefa? Og hvað er þá til
ráða? Guð. Sá Guð sem Jesús
Kristur birtir okkur. Hann megnar
allt. Felum okkur því honum. Hon-
um sem græðir sárin og hjörtun
mýkir. Honum sem kann, vill og
getur fyrirgefið og reist okkur upp
á ný til vonarríkrar og bjartrar
framtíðar sem ekki sér fyrir end-
ann á.
Látum það því eftir okkur að
leyfa honum að anda á okkur sín-
um góða, lífgefandi og nærandi
anda sem gefur okkur frið í hjarta
sem er æðri öllum skilningi og eng-
inn og ekkert getur frá okkur tek-
ið.
Látum reiðina ekki verða að
niðurstöðu í lífi okkar
Eftir Sigurbjörn
Þorkelsson » Það að fyrirgefa er
ekki það að sam-
þykkja eða að sætta sig
við einhverja liðna,
meiðandi, sársaukafulla
atburði.
Sigurbjörn Þorkelsson
Höfundur er rithöfundur og áhuga-
maður um lífið.
Það hefur lengst af
verið svo, að verka-
lýðshreyfingin, með
ASÍ í broddi fylk-
ingar, hefur stutt
vinstri flokkana í ís-
lenskum stjórnmálum
og raunar tengst þeim
böndum. Nokkuð
framan af var það
raunin með þessa rík-
isstjórn. En slíkt er
dugleysi hennar og ráðaleysi að
jafnvel þessi samtök eru við það að
gefast upp.
En lengi má manninn reyna, eða
hvað? Gylfi Arnbjörnsson hefur
margoft á umliðnum mánuðum
kvartað undan ríkisstjórninni og
um leið hvatt hana til að koma sér
að verki. Nú segir ASÍ að atvinnu-
horfur séu afar dökkar og að lík-
lega verði 18 þúsund manns án
vinnu næsta vetur. Talað er um
pólitíska kreppu og forystuleysi
stjórnarflokkanna sem valdi þjóð-
inni skelfilegum skaða. Enn er þó
reynt að brýna ríkisstjórnina og
hefur ASÍ nú sent ákall til hennar
um að grípa til aðgerða. Það þurfi
að greiða fyrir virkjunarfram-
kvæmdum, það þurfi
að skapa störf, það
þurfi að huga að sam-
göngumannvirkjum,
það þurfi að fá botn í
aðkomu lífeyrissjóða
að verðmætasköpun.
Sem sagt, það þarf að
koma sér að verki.
Því miður er harla
ólíklegt að rík-
isstjórnin svari þessu
ákalli nú fremur en
fyrri daginn. Sund-
urlyndi og ósamkomulag í stórum
og smáum málum veldur því að
ekki er hægt að taka ákvörðun um
eitt eða neitt. Mál eru látin reka á
reiðanum þar til allt er komið í full-
komið óefni.
Hvenær ætla forystumenn þess-
arar ríkisstjórnar að átta sig á því
að þeir ráða ekki við verkefnið?
ASÍ hafnar
ríkisstjórninni
Eftir Ólöfu
Nordal
Ólöf Nordal
» Talað er um pólitíska
kreppu og forystu-
leysi stjórnarflokkanna
sem valdi þjóðinni
skelfilegum skaða.
Höfundur er alþingismaður.