Morgunblaðið - 21.05.2010, Page 26
Eldgosið í Eyjafjallajökli minnir á
að við búum í harðbýlu landi. Það
minnir líka á aldalanga baráttu Ís-
lendinga gegn eyðingaröflum sem
ógna afkomu okkar. Í Skaftáreldum
stöðvaði eldklerkurinn Jón Stein-
grímsson hraunrennsli með trúarhita
og barg þannig söfnuði sínum og
kirkju. Þá er minnisstæð baráttan við
hraunrennslið í Vestmannaeyjum með
vatni einu saman, undir stjórn Sveins
heitins Eiríkssonar, slökkviliðsstjóra
á Keflavíkurflugvelli, til að bjarga
höfninni. Enn á ný erum við vitni að samstöðu
og sóknarhug þegar stórir hópar sjálfboðaliða
aðstoða bændur undir Eyjafjöllum. Við brott-
hvarf Varnarliðsins missti fjöldi manna vinnu
sína. Þá voru þenslutímar og því fengu flestir
einhver störf, fyrst og fremst í byggingariðnaði.
Við efnahagshrunið hefur byggingariðnaðurinn
nánast lagst af og atvinnuleysi er mest hér á
Suðurnesjum. Engu að síður hefur verið búið í
haginn fyrir endurreisn atvinnulífs, fyrst og
fremst með góðri höfn í Helguvík. Hún gerir
stórum sem smáum fyrirtækjum kleift að setja
upp starfsemi þar, þ.á m. álveri Norðuráls í
Helguvík. Áætlað er að ársverk við
byggingu álversins verði um fjögur
þúsund en framtíðarstörf og af-
leidd störf um 2.000. Vandinn er sá
að stjórnvöld og tengd öfl leggja
stein í götu atvinnuskapandi verk-
efna á Suðurnesjum.
Almenn samstaða er meðal
landsmanna um að reisa álver í
Helguvík og oddvitar stjórn-
arflokkanna hafa gefið yfirlýsingu í
stöðugleikasáttmála um að það
gangi eftir. Samt ganga einstakir
ráðamenn stjórnarinnar og bak-
tjaldamakkarar gegn þessum
áformum. Þannig skipa þeir sér í lið með þeim
eyðingaröflum sem hafa valdið landsmönnum
þungum búsifjum. Nú heiti ég á landsmenn alla
að feta í fótspor þeirra Jóns eldklerks og Sveins
slökkviliðsstjóra. Leysum úr læðingi þann
mannauð sem nú fer forgörðum í því mikla at-
vinnuleysi sem hér ríkir. Ráðumst í þau verk-
efni sem munu augljóslega skapa vel launuð
störf, svo sem álver í Helguvík og tengdar virkj-
anir. Byggjum upp í stað þess að brjóta niður!
Sigrumst á
eyðingaröflum
Eftir Gunnar Þórarinsson
Gunnar
Þórarinsson
Höfundur er viðskiptafræðingur í framboði fyrir
Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ.
26 UmræðanKOSNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. MAÍ 2010
Nýlega var tekið í
notkun 44 rýma hjúkr-
unarheimili í Boðaþingi
ásamt glæsilegri þjón-
ustu- og félagsmiðstöð
fyrir aldraða á sama
stað. Þar er aðstaða fyrir
félagsstarf eldri borg-
ara, dagvist, sundlaug,
og önnur nauðsynleg
þjónusta. Sunnan við
götuna hafa verið byggðar íbúðir fyr-
ir aldraða á frjálsum markaði og
einnig er Hrafnista að byggja þar
leiguíbúðir sem eru tengdar við þjón-
ustumiðstöðina með tengigangi.
Þetta er ein glæsilegasta aðstaða fyr-
ir eldri borgara sem völ er á á
byggðu bóli og við Kópavogsbúar
getum verið stolt af þessari
uppbyggingu.
Roðasalir, Gjábakki
og Gullsmári
Í Roðasölum eru hjúkr-
unarrými fyrir heilabilaða
ásamt aðstöðu fyrir dag-
vist. Þetta er lítið og snot-
urt heimili þar sem umönn-
un vistmanna er í góðum
höndum hjá frábæru
starfsfólki. Í Gjábakka og
Gullsmára eru félags- og
þjónustumiðstöðvar fyrir aldraða.
En þar er starfið mjög öflugt og mik-
ill fjöldi fólks nýtir sér þessa aðstöðu
á degi hverjum. Þar er boðið upp á
heitar máltíðir í hádeginu á vægu
verði, svo og heimsendingarþjónustu
til þeirra sem ekki eiga heim-
angengt.
Rauði þráðurinn í félagsstarfinu er
sá að unnið er með eldri borgurunum
og þeir látnir hafa frumkvæði í starf-
inu, sem hefur reynst prýðilega.
Aðstaða í knatthúsum
Eldri borgarar fá aðstöðu til
göngutúra og hreyfingar í knatt-
húsum bæjarins, Þetta er góð lausn
fyrir heldri borgara, sérstaklega yfir
vetrartímann þegar veður geta verið
válynd. Þetta er nokkuð sem önnur
sveitarfélög hér á svæðinu geta ekki
boðið uppá þar sem þau eiga engin
knatthús.
Fylgst með öldruðum
heima fyrir
Kópavogsbær hefur í samstarfi við
Rauða krossinn, Landsbjörg, og aðra
aðila fylgst með stöðu aldraðra
heima fyrir, meðal annars með tilliti
til félagslegrar einangrunar og ör-
yggissjónarmiða. Þetta samstarf hef-
ur skilað góðum árangri. Það er því
ljóst að vel er hugsað um hag eldri
borgara í Kópavogi
Eftir Gunnar I.
Birgisson
Gunnar I. Birgisson
Höfundur er bæjarfulltrúi og fyrrver-
andi bæjarstjóri í Kópavogi.
Frábær aðstaða fyrir
eldri borgara í Kópavogi
Eitt brýnasta hagsmunamál
ferðaþjónustunnar á Norðurlandi er
stækkun flugstöðvarinnar á Akur-
eyri og að boðið verði upp á milli-
landaflug um völlinn allt árið. Með
auknu millilandaflugi aukast ferða-
möguleikar innlendra sem erlendra
ferðamanna verulega, þar sem upp-
haf og endir ferða þarf ekki endilega
að vera bundinn við einn stað.
Akureyri er vinsæll áfangastaður
en með sameiginlegu átaki er hægt
að gera bæinn enn vinsælli með öll-
um þeim möguleikum sem fyrir hendi eru. Af-
þreyingarmöguleikar svæðisins eru fjölmargir
og þá á að nýta. Útlendingar sem hingað koma
segja að skíðaparadísin í Eyjafirði sé vannýtt
auðlind. Hana eigum við að markaðssetja er-
lendis og auka þar með hlut vetrarferða-
mennsku, sem er brýnt mál. Að auki höfum við
upp á að bjóða frábæra veitinga- og gististaði,
leikhús, listasöfn og gallerí, golfvelli, sundlaug-
ar, fallegar náttúruperlur o.s.frv.
Samfylkingin vill byggja á þessari sérstöðu og
vinna með ferðaþjónustuaðilum að því að ná enn
betri árangri og auka þann fjölda ferðamanna
sem sækja Akureyri heim, sér-
staklega yfir vetrartímann. Það mun
gera atvinnugreininni kleift að miða
rekstur sinn við heilsársstarfsemi og
fjölga þar með störfum.
Samfylkingin vill: Auka hlut er-
lendra ferðamanna sem stunda skíði
í Hlíðarfjalli. Auka kynningu á
menningu og afþreyingu á Akureyri
fyrir farþega skemmtiferðaskipa.
Kynna Akureyri sem heilsu- og
sælkerabæ. Leggja áherslu á mögu-
leika Tröllaskagans, sérstaklega með
hliðsjón af opnun Héðinsfjarð-
arganga. Akureyri verði eftirsóttur
áfangastaður fyrir helgarferðir. Fjölga enn
frekar leiðarvísum og auka upplýsingar um bæ-
inn m.a. meðfram göngustígum. Nýta betur
möguleika Lystigarðsins. Uppbygging þjón-
ustuaðstöðu í Hlíðarfjalli. Gera heildstæða áætl-
un um uppbyggingu ferðaþjónustu í tengslum
við Glerárdalinn. Kynna Grímsey og Hrísey
sem ákjósanlega staði til fuglaskoðunar. Kynna
og markaðssetja útivistarperlur bæjarins og ná-
grennis hans í Evrópu.
Mikilvægi ferðaþjónust-
unnar fyrir Akureyri
Eftir Helenu Karlsdóttur
Helena Karlsdóttir
Höfundur skipar 5. sæti á lista Samfylking-
arinnar á Akureyri
Nú er tími nýrra hug-
mynda og nýrrar nálgunar.
Tími til að kveðja gamla Ís-
land. Ísland pólitískra fyr-
irgreiðslna, hagsmunapots
og klíkuskapar.
Um átta ára skeið höf-
um við búið við pólitíska
bæjarstjóra hér í Mos-
fellsbæ. Þetta fyr-
irkomulag hefur að mörgu
leyti reynst illa. Pólitískur
bæjarstjóri setur óhjá-
kvæmilega mark sitt sem slíkur á dag-
lega stjórnsýslu sem þó á að vera fag-
leg og jöfn gagnvart öllum þeim sem
þjónustu hennar njóta. Stjórnsýslan á
að vera fagleg og allar ákvarðanir
hennar byggðar á jafnræði og með-
alhófi, og hún á að vera laus undan
daglegum pólitískum áhrifum.
Breytinga er þörf. Framsóknarmenn
hafa verið talsmenn þess að koma á að-
skilnaði á milli framkvæmdavalds og
löggjafarvalds á Alþingi Íslendinga. Á
sama hátt erum við talsmenn þess að
sami aðskilnaður verði á milli fram-
kvæmdavalds og valds kjörinna fulltrúa
á sveitarstjórnarstiginu, þ.e. í stjórn-
sýslu Mosfellsbæjar.
Ný hugsun
Hver segir að það þurfi að vera til
meirihluti og minnihluti? Ef ráðinn
væri faglegur bæjarstjóri og ráðning
hans byggð á gegnsæju
ferli, væri þá ekki í raun
búið að taka fyrsta skrefið
í verkaskiptingu fram-
kvæmdavalds og kjörinna
fulltrúa? Þar með væri
kominn möguleiki á að
bæjarfulltrúarnir hugs-
uðu út fyrir flokkslínur.
Hægt væri að sjá fyrir
sér að hugtökin minni-
hluti og meirihluti í bæj-
arstjórn hyrfu með tím-
anum og við tæki að
ákvarðanir væru teknar
samhljóða eða með meirihluta at-
kvæða þvert á flokkslínur þar sem
gegnsæi og drenglyndi réði för
hverju sinni. Að breyta hugsuninni
tekur tíma en þetta gæti verið fyrsta
skrefið og fyrsta skrefið er jú alltaf
það mikilvægasta.
Ráðning faglegs bæjarstjóra væri
fyrsta skrefið. Í framtíðinni mætti sjá
fyrir sér að framboðin hættu að
mynda svokallaðan meirihluta og
minnihluta og sammæltust um ráðn-
ingu bæjarstjóra. Um leið yrði hlut-
verk forseta, varaforseta og for-
manns bæjarráðs skilgreint sem
hlutverk hinna kjörnu fulltrúa og
þeim falið að koma fram út á við og
annast hin pólitísku samskipti við
kjósendur sína.
Marteinn
Magnússon
Höfundur er bæjarfulltrúi og skipar
1. sæti á B-lista.
Ópólitískur bæjar-
stjóri í Mosfellsbæ
Eftir Martein Magnússon
Nú á að reisa nýtt
háskólasjúkrahús með
hjálp lífeyrissjóða.
Gott mál, segja margir.
En er það svo? Jú, það
er búið að reikna það
út að þetta er mjög
hagkvæmt. En hag-
kvæmt fyrir hvern?
Undanfarin ár hafa
kennt okkur að það er
lítið mál að reikna út
þá hagkvæmni sem menn vilja sjá.
Það þarf bara að passa upp á að það
sem gæti valdið einhverjum mínusum
sé falið. En látum það nú vera, senni-
lega er ég ekki að skilja þetta rétt.
Það sem ég hef mestar áhyggjur af
er að þegar þetta sjúkrahús verður
komið í rekstur verði krafa þeirra sem
verða við stjórn að starfsemi sjúkra-
húsa á suðvesturhorni lands-
ins verði flutt þangað. Jú, af-
kastagetan og öll þekkingin
verður þar til staðar og það er
hagkvæmt! Hvað verður þá
um sjúkrahúsin í Reykja-
nesbæ, Árborg og Akranesi?
Jú, skurðstofur og fæðing-
ardeildir verða aflagðar.
Fyrir okkur Akurnesinga
er þetta dökk framtíð en
veruleiki engu að síður. Úr
bæjarfélaginu munu hverfa
störf háskólamenntaðs fólks
og að auki munu afleidd störf hverfa.
Á fundi með fjármálaráðherra hér á
Akranesi kom fram hjá honum að við
þyrftum ekki að hafa áhyggjur hér á
Akranesi, sjúkrahúsið yrði hér áfram
og eftir nokkur ár yrðu enn betri
samgöngur við höfuðborgarsvæðið en
eru í dag! Þegar maður heyrir svona
þá kemur alltaf upp minningin um
setninguna frægu: „Guggan verður
alltaf gul og mun alltaf landa á Ísa-
firði“.
Ég skora á stjórnir lífeyrissjóð-
anna að koma í veg fyrir að peningar
launamanna verði notaðir til að flytja
störf frá nágrannabyggðum Reykja-
víkur til Reykjavíkur. Einnig skora
ég á alla þá sem vilja standa vörð um
„landsbyggðina“ og þá sérstaklega
þingmenn kjördæmanna að standa
vörð um hagsmuni síns fólks. Það er
algjörlega ólíðandi að störf séu þegj-
andi og hljóðalaust flutt til Reykja-
víkur og það með aðstoð sjóða launa-
fólks. Og hvað ættu náttúruhamfarir
að hafa kennt okkur Íslendingum?
Jú, ekki setja öll eggin í sömu körf-
una.
Stöndum vörð um
sjúkrahúsið á Akranesi
Einar Brandsson
Einar Brandsson
Höfundur skipar 2. sætið á lista Sjálf-
stæðisflokksins á Akranesi í komandi
sveitarstjórnarkosningum.
Nýlegar skoðana-
kannanir sýna fylgi
Frjálslynda flokksins
síga hægt fram á við.
Það sem er þó hvað
ánægjulegast eru und-
irtektir málefna okkar
hjá öðrum framboðum.
Sóley Tómasdóttir og
Einar Skúlason vilja
haka við íbúalýðræðið
eins og Frjálslyndi
flokkurinn boðar. Að vísu reynist
þeim þetta nokkurt nýland og skilj-
anlega flókið þar sem þeim hafði
aldrei dottið í hug að þetta mætti í
raun framkvæma. Þeim til hugg-
unar og kannski ekki síður leið-
beingar má þó benda þeim á að
þetta er afar einföld framkvæmd.
Vilji íbúi mótmæla orðnum ákvörð-
unum borgarstjórnar eða ein-
hverra sviða hennar, nægir að
safna 100 undirskriftum. Þær eru
lagðar inn á hverfaskristofu og
verða síðan auglýstar á vef borg-
arinnar. Ef 10% íbúa mæta á op-
inberan stað til að skrifa undir
þessi mótmæli innan 2 mánaða ber
borgarráði að leggja málið fyrir
kjósendur borgarinnar sem kjósa
um það.
Vald kjósenda verður þó meira
en það, því telji íbúar ráðandi öfl í
borgarstjórn ekki valda
sínu hlutverki nægir að
25% kjósenda skrifi kröfu
til þess að kjósa þurfi til
borgarstjórnar að nýju
innan 6 vikna.
Hvaðan koma þessar
tölur? Þær koma eftir
mikla yfirlegu og vand-
legar umræður. Það er
nefnilega ekki létt að
safna svona mörgum und-
irskriftum. Þetta verður
ekki gert á facebook,
heldur þarf fólk í raun að
skrifa undir með bleki.
En hver er tilgangurinn? Á að
galopna sár inn í borgarráð og gera
allar stjórnsýsluaákvarðanir að
vinsældakosningum? Alls ekki!
Virkni þessara reglna felst í því að
það er hægt að nota þessa leið.
Virknin felst í aðhaldinu sem þetta
veitir stjórnmálamönnum. Það vill
nefnilega til að aðhald á fjögurra
ára fresti er ekki nægjanlegt.
Ég vona svo sannarlega að þetta
hjálpi flokkunum að átta sig á hvað
íbúalýðræði merkir. Það er ekki
fínt orð sem fleygt er á milli í
mannfögnuði, heldur nauðsynlegt
tæki til að styðja við lýðræðið.
Lýðræðið getur nefnilega virkað.
Undirtektir
flokkanna eru góðar
Eftir Harald
Baldursson
Haraldur
Baldursson
Höfundur skipar 2. sæti á framboðs-
lista Frjálslynda flokksins í Reykja-
vík.
Kosningar
2010
w w w . m b l . i s / k o s n i n g a r